Bókverk á Listahátíð | ARKIR’s book art exhibitions 2020

BÓKVERK: Í sumar opnuðum við samstarfskonur í Bókverkafélaginu ÖRKUM tvær sýningar, ásamt erlendum boðsgestum. Fyrri sýningin var SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, en hún verður þar uppi í vetur. Síðari sýningin, JAÐARLÖND | BORDERLANDS, var haldin í sýningarsal Landsbókasafni Íslands, í sýningarrými Þjóðarbókhlöðunnar, en sýningin var hluti af Listahátíð 2020.

Listahátíð sem venjulega hefur aðeins varað nokkrar vikur að vori mun vegna heimsfaraldursins taka yfir heilt ár, – á 50 afmælisári hátíðarinnar. Sýningin okkar Jaðarlönd var einn þeirra viðburða sem frestað var um nokkrar vikur. Báðar sýningarnar máttu gjalda samkomubanns og samskiptafjarlægðar: ekkert varð úr venjulegum opnunum, ekki þótti óhætt hópa fólki saman og gæta þurfti margra varúðarráðstafanna.

Við erum þakklátar samstarfsfólki okkar hjá Listahátíð og Landsbókasafni og auðvitað öllum gestunum sem lögðu leið sína í Þjóðarbókhlöðu.

Rafrænar sýningarskrár fyrir báðar sýningarnar með ljósmyndum og upplýsingum um listamennina og verk þeirra má finna á vef ARKA, www.arkir.art– eða með því að smella á slóðirnar: 

SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.
JAÐARLÖND | TRACES í Þjóðarbókhlöðu í Reykjavík.


BOOK ART: This summer my colleagues and I in ARKIR Book Arts Group opened two book art exhibitions, both also with invited guest artists from abroad. The first one we arranged was SPOR | TRACES, a textile book art exhibition in the Textile Museum, Blönduós (there until next spring); and the second one, JAÐARLÖND | TRACES, was in the National Library of Iceland, Reykjavík, as a part of Reykjavík Arts Festival 2020. 

Reykjavik Arts Festival was not postponed but many events were and have been rescheduled so that the festival, celebrating 50 years, may take a year to deliver the whole program. Our exhibition in Reykjavík was delayed for few weeks and for both exhibitions the customary openings were out of question. It has been an odd experience to work on events depending on social interactions in the times of the pandemic. But we are grateful to our hosts to help us make it all happen, as we are for the guests who visited and responded so positively to our art.

2020: six members of ARKIR at a vernissage – without guests…

Online exhibition catalogs with information on the artists and their works, photos, etc, can be found here on ARKIR’s website, www.arkir.art – see direct links below:

SPOR | TRACES in the Textile Museum, Blönduós.
JAÐARLÖND | TRACES in the National Library of Iceland, Reykjavík.

At the end of the exhibition Jaðarlönd | Borderlands 2020, in the National Library of Iceland.

Ljósmyndir | Photos: Áslaug Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir og Ólafur Engilbetsson.

 

Sporganga | Textile book art

BÓKVERK: Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES er sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi í sumar og þar sýni ég bókverk ásamt samstarfskonum í Bókverkafélaginu ÖRKUM en hópurinn hefur staðið fyrir og tekið þátt í margvíslegum bókverkasýningum hérlendis og erlendis. Gestir okkar á sýningunni á Blönduósi eru fimm erlendar textíllistakonur sem allar hafa dvalið í gestavinnustofu Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi. Verkin vísa í íslenskar textílhefðir, vefnað, útsaum, jurtalitun og fleira, auk þess að vera innblásin af náttúru Íslands, menningu kvenna og sögu.

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi er falin perla í safnaflórunni, en það er ákveðin opinberun að kynna sér handverk og listiðnað fyrri tíma og margt sem vekur aðdáun og kemur á óvart í safninu. Sýningin mun standa fram til vors 2021. Rafræna sýningarskrá má finna hér á vef ARKA, http://www.arkir.art. 

Um SPORGÖNGU: Í bókverkinu er texti saumaður í þykkan handgerðan pappír, ljóð sem ég tileinka formæðrunum. Þar hugsa ég til þeirra sem á undan mér hafa gengið, um sporaslóðina sem er löngu horfin og yfirgróin. Engu að síður er auðvelt að skynja sporgöngu áa sinna þegar gengið er um í náttúru og landslagi sem lítið kann að hafa breyst í tímans rás. Ljóðið er í senn óður til landsins og forfeðranna, ekki síst formæðra sem unnu og spunnu alla þræði lífsins.


BOOK ART: Along with my colleagues in ARKIR Book Arts Group I planned and prepared the textile book art exhibition SPOR | TRACES in the Textile Museum in the village Blönduós in North-west Iceland. ARKIR exhibit a collection of artists books all related to the themes of textiles and traditions – referring to knitting, sowing, weaving, embroidery, herbal dyeing and more, as well as the landscape and the history and culture of women in Iceland. We also invited a group of textile artists from abroad, who have all stayed in the guest studio of the Icelandic Textile Center in Blönduós.

The Textile museum in Blönduós is somewhat a hidden gem. It is a revelation to get to learn about the handicrafts and art industry of the past that can be found there, many things that come as a surprise.The exhibition will run until the spring of 2021. An online exhibition catalog can be found here on ARKIR’s website, http://www.arkir.art

About my book: I am not used to work with textiles so I chose to stick to paper as the base for this piece. The text, stitched in the thick handmade paper in the color of faded grass, is a poem dedicated to my ancestors, the women who have walked before me, about trails and traces that are long gone and overgrown. Nevertheless, it is easy to sense the old paths when walking in nature and terrain that may have changed little over centuries as in the Icelandic landscape. The poem is at the same time in honor of the land and my ancestress, who worked for the life of their descendants, spinning all threads of life.

Bókverkasýningar | Book art exhibitions 2020

Bókverk: Í byrjun júní opna tvær bókverkasýningar sem ég hef verið að skipuleggja og undirbúa ásamt listahópnum mínum, ÖRKUNUM. Sýningarnar eiga sér langan aðdraganda en í báðum tilvikum bjóðum við erlendu listafólki að taka þátt. Áhugasamir geta kynnt sér starf ARKA á vefnum www.arkir.art.

Ég var svo að fá í hendur sýningarskrá áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringsins í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius, sem bar yfirskriftina „Memento Mori“ og hefur farið vítt og breitt um heiminn. Bókverkið mitt In Memoriam (t.v.) var valið á þríæringinn og hefur því verið á flakki. Sýningarskrá þríæringsins er ævinlega mikil gersemi, prentuð í litlu upplagi, hand-innbundin eins og bókverk.

Book art: Here are some news from my artist’s book department! I have been busy for a long time now preparing and organizing several book art exhibitions along with my artist group ARKIR. Two of them open in the beginning of June 2020.

I have also just received my copy of the exhibition catalogue from the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius, entitled „Memento Mori“. The exhibition has travelled the world and has now come to an end. The catalogue from the triennial is always a gem: printed in a small edition, hand-bound like an artist’s book.

Sýningarskrá | Exhibition catalogue – Memento Mori – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius


SPOR – Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi

Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES verður sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi næstkomandi sumar. Að sýningunni standa nær tveir tugir listakvenna, íslenskra og erlendra, ellefu meðlimir ARKA ásamt gestum: sjö erlendum listakonum frá sex löndum. Gestir ARKA á sýningunni hafa allir dvalið í gestavinnustofu Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi og þekkja því vel til Heimilisiðnaðarsafnsins. Sýningin mun standa fram til vors 2021 en halda þá vestur um haf.

Spor | Traces – The Textile Museum 

The exhibition SPOR | TRACES is an international collaborative project of nearly two dozen female artists, opening June 1 in the Textile Museum in Blönduós. North Iceland. The eleven members of ARKIR have teamed up with seven artists from six countries and are preparing an exhibition of textile artist’s books. All seven artists from abroad have stayed at the artist residency in the Icelandic Textile Center, also in Blönduós. The exhibition will be available in Blönduós until spring 2021 and then travel to the US. 


Jaðarlönd – Listahátíð í Reykjavík 2020

ARKIR undirbúa sýninguna JAÐARLÖND í Veröld – húsi Vigdísar. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar og í samvinnu við Vigdísarstofnun. JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sautján listamanna frá sjö löndum: þar sýna ellefu ARKIR og sex erlendir listamenn. Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sýningin opnar laugardaginn 6. júní og stendur til 4. júlí. 

Borderlands – Reykjavík Arts Festival

ARKIR will open an artist’s book exhibition in Reykjavík in June. The exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS will be held in Veröld – House of Vigdís at Reykjavík Arts Festival 2020, opening on Saturday 6 June, closing 4 July. Full program for Reykjavík Arts Festival will be revealed in April. The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA. The exhibition is in collaboration with Vigdís International Center.

Nánari upplýsingar: | Further information: www.arkir.art

hingað | near (new edited version 2017)