Bókverkasýningar | Book art exhibitions 2020

Bókverk: Í byrjun júní opna tvær bókverkasýningar sem ég hef verið að skipuleggja og undirbúa ásamt listahópnum mínum, ÖRKUNUM. Sýningarnar eiga sér langan aðdraganda en í báðum tilvikum bjóðum við erlendu listafólki að taka þátt. Áhugasamir geta kynnt sér starf ARKA á vefnum www.arkir.art.

Ég var svo að fá í hendur sýningarskrá áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringsins í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius, sem bar yfirskriftina „Memento Mori“ og hefur farið vítt og breitt um heiminn. Bókverkið mitt In Memoriam (t.v.) var valið á þríæringinn og hefur því verið á flakki. Sýningarskrá þríæringsins er ævinlega mikil gersemi, prentuð í litlu upplagi, hand-innbundin eins og bókverk.

Book art: Here are some news from my artist’s book department! I have been busy for a long time now preparing and organizing several book art exhibitions along with my artist group ARKIR. Two of them open in the beginning of June 2020.

I have also just received my copy of the exhibition catalogue from the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius, entitled „Memento Mori“. The exhibition has travelled the world and has now come to an end. The catalogue from the triennial is always a gem: printed in a small edition, hand-bound like an artist’s book.

Sýningarskrá | Exhibition catalogue – Memento Mori – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius


SPOR – Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi

Textílbókverkasýningin SPOR | TRACES verður sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi næstkomandi sumar. Að sýningunni standa nær tveir tugir listakvenna, íslenskra og erlendra, ellefu meðlimir ARKA ásamt gestum: sjö erlendum listakonum frá sex löndum. Gestir ARKA á sýningunni hafa allir dvalið í gestavinnustofu Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi og þekkja því vel til Heimilisiðnaðarsafnsins. Sýningin mun standa fram til vors 2021 en halda þá vestur um haf.

Spor | Traces – The Textile Museum 

The exhibition SPOR | TRACES is an international collaborative project of nearly two dozen female artists, opening June 1 in the Textile Museum in Blönduós. North Iceland. The eleven members of ARKIR have teamed up with seven artists from six countries and are preparing an exhibition of textile artist’s books. All seven artists from abroad have stayed at the artist residency in the Icelandic Textile Center, also in Blönduós. The exhibition will be available in Blönduós until spring 2021 and then travel to the US. 


Jaðarlönd – Listahátíð í Reykjavík 2020

ARKIR undirbúa sýninguna JAÐARLÖND í Veröld – húsi Vigdísar. Sýningin er á dagskrá Listahátíðar og í samvinnu við Vigdísarstofnun. JAÐARLÖND er sýning á bókverkum sautján listamanna frá sjö löndum: þar sýna ellefu ARKIR og sex erlendir listamenn. Sýningin er annars vegar samsett úr nýlegum verkum sem aðeins hafa verið sýnd í Bandaríkjunum á farandsýningunni BORDERLAND og hins vegar úr nýjum og eldri bókverkum ARKA og gesta þeirra frá Danmörku, Noregi, Litháen, Póllandi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Sýningin opnar laugardaginn 6. júní og stendur til 4. júlí. 

Borderlands – Reykjavík Arts Festival

ARKIR will open an artist’s book exhibition in Reykjavík in June. The exhibition JAÐARLÖND | BORDERLANDS will be held in Veröld – House of Vigdís at Reykjavík Arts Festival 2020, opening on Saturday 6 June, closing 4 July. Full program for Reykjavík Arts Festival will be revealed in April. The exhibition is partly made up of recent works of ARKIR that have only been shown in the United States on the touring exhibition BORDERLAND, and partly from new and older works by ARKIR and their guests from Denmark, Norway, Lithuania, Poland, UK and USA. The exhibition is in collaboration with Vigdís International Center.

Nánari upplýsingar: | Further information: www.arkir.art

hingað | near (new edited version 2017)

Bókverk á sýningum | Book art exhibitions

BókverkHér fyrir neðan eru tíðindi af ýmsum bókverkasýningum sem ég hef tekið þátt nýverið. Ég er ein af „Örkunum“, bókverkakonum í listahópi sem kalla sig ARKIR, en við höfum unnið saman allt frá árinu 1998. Síðasta ævintýri okkar var þátttaka í CODEX bókverkastefnunni í Bandaríkunum núna í byrjun febrúar 2019.

Book art: Below are notes on the book art exhibitions I have participated in recently. As a member of ARKIR artist group I have exhibited artist’s books and book objects at venues both in Iceland and abroad. Our last adventure was visiting the CODEX book art fair in the US.

At ARKIR’s stand at Codex VII in February 2019

Bókverkamessan Codex VII í Kaliforníu

ARKIR þáðu boð á CODEX-bókaverkamessuna sem haldin var í sjöunda sinn í gömlu Ford-verksmiðjunni í Craneway-skálanum í Richmond við San Fransisco flóa dagana 3.-6. febrúar. Við vorum þar hluti af sýningarverkefninu Codex Nordica og fylktum liði með listamönnum frá öðrum Norðurlöndum. Ásamt fleiri í hópnum átti ég einnig hlutdeild í Bibliotek Nordica – safni um 80 bókverka í 10 eintökum, eftir 85 listamenn. Safnið var sýnt sérstaklega á CODEX og í San Fransisco Center for the Book. Safnskrá Bibliotek Nordica má lesa hér. Verkefnin má kynna sér með því að smella á tenglana í textanum og einnig birtum við myndir frá messunni á bloggi ARKANNA.

Codex VII – Book art fair in California

ARKIR took part in the CODEX VII book fair held at the Craneway Pavilion in Richmond at San Fransisco Bay. There we joined in the exhibition concept Codex Nordica along with fellow artists from the Nordic countries. I also had my small part in Bibliotek Nordica, contributing to a collection of around 80 books by 85 artists who made an edition of books for the 10 libraries produced. See catalogue of all the books contained in the library here. Learn more about the project by clicking the links and check out ARKIR’s blog where we post photos from the fair. 

Fyrir ofan: Bibliotek Nordica. Fyrir neðan: e. endurtekið efni – repeats, myndahefti, ritröð – sýnt á CODEX VII.
Above: Bibliotek Nordica. Below: e. endurtekið efni – repeats, series of pamphlets – exhibited at CODEX VII.


Jörð í vasa

Fyrir neðan: jörð | earth – safn mynda af yfirborði jarðarinnar, foldu og moldu, veðruðum völlum, jarðveginum undir fótum okkar: öllu því sem líf okkar byggist á og ber að gefa gaum og veita umhyggju. Verk af sýningunni Jaðarland – Borderland. Lítil útgáfa með sömu myndum: vasajörð | pocket earth frá 2019. Sýnt á CODEX VII.

Earth – pocket earth

Below: jörð | earth (2017) – a collection of round shaped images, photographs of the surface of the land, of the ground: the earth. The seasons and the soil, the dirt under our feet, all what deserves to be valued and cherished and given time to observe. From the exhibition Borderland. A small version with same images (no-glue, no sewing, one-piece folding): vasajörð | pocket earth made in 2019. Exhibited at CODEX VII.

vasajörð | pocket earth (2019)


Kartöflugarðurinn

Það fylgir því sérstök ánægja að gera handgerðar bækur og bókverk. Að mega stjórna öllu ferli og úrvinnslu er svo gjörólíkt því að senda tölvuskjal í prentsmiðju, oftast til útlanda og langt utan seilingar, – og fá svo í hendur prentaða bók nokkrum mánuðum síðar. Gallar og lýti á hinu handgerða verki geta auðvitað verið til vansa, en stundum leiða brotalamir og mistök verkið á aðrar og betri brautir eða eru einfaldlega merki um þróunarferli sem óþarfi er að fela.

Kartöflugarðurinn (Still growing potatoes) var framlag mitt til Bibliotek Nordica og heftinu fylgir þessi umsögn: Bókin inniheldur og lýsir bernskuminningum, frá lífi og vinnu í sveit um haust og vottar virðingu þeirri vanmetnu list að fjalla óbeint um mikilvæg málefni: að ræða kartöfluuppskeru í stað þess að tala um missi, líf og dauða.

Efni: pappír, lím, saumþráður. Tækni: pappírsbrot, pappírsskurður, kartöflustimplar/þrykk, akrýllitur, stafrænt prentaður texti. Bókabrot: harmonikubrot með brotum og skurði; 8 síðna textahluti saumaður inn.

Still growing potatoes

Making a book by hand is always a joy, although I have never really been keen on making editions by hand. Yet, this was the case for my piece for Bibliotek Nordica. All the process with the handmade book brings such a different satisfaction compared to sending a digital print file to the commercial printers, usually abroad and far away, and then receiving the product months later. In my case, various flaws and mistakes are surely made along the way when working by hand, but either they lead to new and better solutions or they are simply a part of the process that is unnecessary to hide. 

My book Still growing potatoes illustrates memories from my childhood farm and potato picking. It honors the underrated art of addressing subjects indirectly, discussing the potato harvest instead of loss, life and death.

Material: Paper, glue, sewing thread. Technique: Paper folding, paper cuts, potato stamp prints, acrylic color, inkjet printed text section. Book format: Concertina with folds and cuts; and sewn in section of 8 pages  .


Vilniusar-þríæringurinn í Museo Leone á Ítalíu 

Bókverkið mitt In Memoriam hefur verið til sýnis á áttunda alþjóðlega bókverkaþríæringnum í Vilnius – 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius 2018, en sextíu og fimm verk voru valin á sýninguna, þar á meðal verk fleiri listamanna úr hópi ARKA. Sýningin er þematengd og ber yfirskriftina „Memento Mori“. Næst verða valin verk af sýningunni sett upp í “Museo Leone” í Vercelli á Ítalíu, þar á meðal In Memoriam. Sýningin opnar 23. febrúar og stendur til 10. mars 2019. Frá Vercelli heldur sýningin til Feneyja og verður sett upp í Gallery SG, “Scuola Internazionale di Grafica”, frá 15. mars til 13. apríl 2019. Síðar á árinu heldur sýningin til Bandaríkjanna. Lista yfir sýningarstaði 2018-2019 má finna hér.

Memento Mori travels to Vercelli in Italy

Exhibition with selected works from the 8th International Artist’s Books Triennial Vilnius 2018 is soon to open in Museo Leone in Vercelli, Italy, – among them will be my book In Memoriam, as well as couple of works by my fellow artists in the artist group ARKIR. The triennial exhibition will travel both as a whole and or as a selection of works. The theme this time was ‘Memento mori’. The exhibition in Vercelli opens on February 23, closes March 10, 2019. From there the exhibition travels to Gallery SG, Scuola Internazionale di Grafica, in Venice, Italy – from March 15 to April 13, 2019. Later this year the exhibition will travel to the USA. Schedule 2018-2019 of the 8th International Artist’s Book Triennial Vilnius will be updated here.


hingað | near (2008 | new edited version 2017)

Jaðarland – sýningarlok

Sýning á verkum listahópsins ARKA, JAÐARLAND / BORDERLAND, lauk nú í lok janúar 2019 en sýningin var sett upp á tveimur stöðum í Bandaríkjunum: í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine í Portland í Maine-fylki og svo síðar í Sherry Grover Gallery í BIMA, Bainbridge Island Museum of Art, í Washington-fylki við miklar vinsældir að sögn sýningarstjóra þar vestra. Á sýningunni átti ég nokkur verk, þ.á.m. verkið hingað | near – sem inniheldur grafískar ljósmyndir og ljóð.

Borderland in BIMA

After a successful turnout, ARKIR’s book art exhibition, BORDERLAND, ended last January 2019. The BORDERLAND exhibition was traveling the US, starting in Portland, Maine, in January 30, 2018 at í KCC Center for Book Arts í University of Southern Maine. It then was on display at Sherry Grover Gallery at BIMA, Bainbridge Island Museum of Art, WI USA. I exhibited several works, among them hingað | near – a book containing graphic photos and a poem in Icelandic and English. 

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on images for larger view.