Stór skrímsli gráta ekki – og allra síst þegar þau koma út í lestrarbók á sænsku. Pósturinn bankaði upp á og færði mér þessi höfundareintök á Degi barnabókarinnar fyrr í vikunni, sem var auðvitað skemmtilegt. Läsresan er metnaðarfull bók fyrir byrjendur í lestri, gefin út af skólabókaforlaginu Majema í Svíþjóð. Leyfi var veitt fyrir endurútgáfu á Stora monster gråter inte í heild sinni, en í dálítið breyttri uppsetningu í þessu safnriti sem inniheldur margar vinsælar bækur og bókarkafla, ásamt ítarefni.
Þess má geta að allar níu skrímslabækurnar eru fáanlegar á sænsku, því flestar hafa þær selst upp og verið endurútgefnar, nú síðast Skrímsli í heimsókn, Monsterbesök, sem var endurútgefin á síðasta ári, 2018.
Big Monsters Don’t Cry – and certainly not when they appear in a Swedish book for young readers and students, called Läsresan – The Reading Journey, published by Majema scholastic publishing in Sweden. The postman brought me these copies fresh from the press on the International Children’s Book Day, April 2nd. It’s a nice book full of carefully selected stories, and among them ‘Stora monster gråter inte‘. It is published in the anthology as a whole, although it had to be arranged a bit differently for this format.
For monster interested readers of the Swedish language it can also be pointed out that all the nine books from the Monster series are available in Swedish, since nearly all of them have been sold out and reprinted, most recently Monster Visit, Monsterbesök, in 2018.