Skrímsli í myrkrinu – í Japan | Monsters in the Dark – in Japanese

Skrímslafréttir! Myndabókin „Skrímsli í myrkrinu“ hefur verið seld til Japans. Forlagið Yugi Shobou gefur út og væntir þess að titillinn, まっくらやみのかいぶつ, komi út 1. desember. „Skrímsli í myrkrinu“ er önnur bókin úr bókaflokknum um skrímslin sem kemur út í Tokyo, en „Stór skrímsli gráta ekki“ kom út fyrr á árinu undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou. Bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa nú komið út á alls 19 tungumálum.

Monsternews! Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) has been sold to Japan. The title in Japanese, まっくらやみのかいぶつ, is expected out on December 1st. For more information see the Tokyo based publishers homepage: Yugi Shobou.

This is the second book from the book series about Little Monster and Big Monster that is published in Japan, as Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) came out earlier this year at Yugi Shobou by the title おおきいかいぶつは なかないぞ!Books from the Nordic Monster series have now been released in 19 languages. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímslin í Japan | Big Monsters Don’t Cry in Japanese

Skrímslafréttir! Fyrir um ári var undirritaður samningur við lítið útgáfufyrirtæki í Tokyo um útgáfu á bókinni „Stór skrímsli gráta ekki“. Nú hefur forlagið Yugi Shobou kunngjört um útgáfudag, en þann 15. júlí kemur bókin út í Japan undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Við skrímslahöfundar fögnum því að hinar ýmsu bækur úr bókaflokknum um skrímslin svörtu hafa nú brátt komið út á alls 19 tungumálum! Sjá upplýsingar á japönsku á síðu bókarinnar hjá Yugi Shobou.

Monsternews! We proudly announce a book release in Japan on July 15. Almost a year ago a contract was made with Yugi Shobou Publishing in Tokyo for the rights to publish Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) in Japanese. The Japanese title is おおきいかいぶつは なかないぞ!We the authors celebrate that books from the Nordic Monster series will now soon have been released in 19 languages! More information in Japanese for the book here


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

For further information contact Forlagid Rights Agency.

 


 

 


 

 

Skrímslin á skjánum | Monster-zoom!

Skrímslaþing: Norræna skrímslabandalagið hittist á skjánum á dögunum en auðvitað nýtum við tæknina til fulls og virðum ströngustu sóttvarnir á tímum heimsfaraldurs. Þó það nú væri. Við fögnuðum góðum umsögnum um nýju bókina okkar, Skrímslaleik, og spáðum jafnvel aðeins í framtíðina … Litla skrímslið, stóra skrímslið og loðna skrímslið höfðu líka eitt og annað til málanna að leggja, en þau vilja umfram allt hafa nóg fyrir stafni og helst ekki gefa okkur höfundunum mikið frí. En allt hefur sinn tíma. Úr fjarlægari útlöndum er það svo helst að frétta að bókin Stór skrímsli gráta ekki er væntanleg á japönsku hjá litlu útgáfufélagi í Tokyo, Yugi Publishers. Þessi útgáfutíðindi komu m.a. fram í frétt hjá Miðstöð íslenskra bókmennta svo við erum ekki að ljóstra upp neinu leyndarmáli. Samningurinn var undirritaður í sumar, 2021. 

The monsters meet: The Nordic Monster Alliance had an online meeting this week. Of course we make use of all the available technology in the times of the pandemic when travels and gatherings are troublesome. We discussed and celebrated good reviews of our new book, Monster Act (Skrímslaleikur), and even tried to look a little bit ahead – into the future… could there be a chance for a meeting in the flesh? Little monster, Big monster and Furry monster also had some things to contribute, but above all they want action and activity and preferably not give us authors much time off. But everything has its time. From more distant lands, the news are out that our book Big Monsters Don’t Cry (Stór skrímsli gráta ekki) is to be translated and published in Japanese by a small publishing company in Tokyo, Yugi Publishers. This is stated in the news at the Icelandic Literature Center, so we are not revealing any secrets. We signed the agreement this summer, 2021.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


 

Ný sögustund á norsku | Story time in Norwegian – Big Monsters Don’t Cry

Sögustund á norsku: Nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr nokkrum bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið og annar sögulestur hefur nú verið birtur á vef Nynorsk kultursenter. Í þetta sinn er það Stór skrímsli gráta ekki. Sjö bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa verið gefnar út hjá forlaginu Skald í norskri þýðingu Tove Bakke.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:

Store monster græt ikkje – sögustund á norsku

„Dette er ei bok om å vere liten sjølv om ein er stor. Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om Veslemonster og Storemonster som er gode vener, men det er ikkje alltid det er så greitt å vera stor og sterk. I alle fall når bestevenen din heiter Veslemonster og FRYKTELEG FLINK til alt han gjer. Storemonster prøver og prøver, men får ingenting til. Han kjenner seg klossete og dum. Men store monster græt ikkje.“

Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les.


Keep reading! We granted the Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, permission to post readings and illustrations from a selection of books from the the monster series – the books about Little Monster and Big Monster. Seven books from the series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke. Here comes the second reading, from Big Monsters Don’t CryStore monster græt ikkje in Norwegian. Click this link for the reading or on the video below. Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads and there are some nice animations in the video too.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð á tímum heimsfaraldursins. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web due to the pandemic. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Skrímsli í sænskri lestrarbók | Läsresan – Monsters on a reading journey

Stór skrímsli gráta ekki – og allra síst þegar þau koma út í lestrarbók á sænsku. Pósturinn bankaði upp á og færði mér þessi höfundareintök á Degi barnabókarinnar fyrr í vikunni, sem var auðvitað skemmtilegt. Läsresan er metnaðarfull bók fyrir byrjendur í lestri, gefin út af skólabókaforlaginu Majema í Svíþjóð. Leyfi var veitt fyrir endurútgáfu á Stora monster gråter inte í heild sinni, en í dálítið breyttri uppsetningu í þessu safnriti sem inniheldur margar vinsælar bækur og bókarkafla, ásamt ítarefni.

Þess má geta að allar níu skrímslabækurnar eru fáanlegar á sænsku, því flestar hafa þær selst upp og verið endurútgefnar, nú síðast Skrímsli í heimsókn, Monsterbesök, sem var endurútgefin á síðasta ári, 2018.


Big Monsters Don’t Cry – and certainly not when they appear in a Swedish book for young readers and students, called LäsresanThe Reading Journey, published by Majema scholastic publishing in Sweden. The postman brought me these copies fresh from the press on the International Children’s Book Day, April 2nd. It’s a nice book full of carefully selected stories, and among them ‘Stora monster gråter inte‘. It is published in the anthology as a whole, although it had to be arranged a bit differently for this format.

For monster interested readers of the Swedish language it can also be pointed out that all the nine books from the Monster series are available in Swedish, since nearly all of them have been sold out and reprinted, most recently Monster Visit, Monsterbesök, in 2018.