Dagur íslenskrar náttúru 2024 | Icelandic Nature Day 2024

Náttúran: Íslensk náttúra er margslungin og fjölbreytt. Við alla nánari skoðun er hún auðugri og aðdáunarverðari en flesta grunar við fyrstu sýn. Á hrjóstrugu og eyðilegu holti má finna fleiri blómtegundir, grös, mosa og skófir en á grænni grundum. Á opnum svæðum eins og heiðum og holtum verpa fjölmargar fuglategundir í merkilegu samlífi. Þarna þykir mörgum kjörið að sá lúpínu, grænþvo samvisku sína með skógrækt, reisa vindmyllugarða eða stunda viðlíka gróðabrall með vind, vatn og jarðefni. Allsstaðar er sótt að náttúrunni með byggingum, virkjunum, námugreftri og stóriðjubúskap á láði og legi og andvaraleysið með ólíkindum. Náttúruvernd er ekki gæluverkefni náttúruunnenda heldur forsenda lífs á jörðunni. Til hamingju með daginn.

Nature: Icelandic nature is complex and diverse. On closer inspection, it is richer and more admirable than most people suspect at first glance. On barren and desolate ground you can find more types of plants, flowers, grasses and mosses than on greener grounds. In open areas such as heaths and hollows, numerous bird species nest in a remarkable symbiosis. There, many people find it ideal to sow lupine, sell grounds for planting trees for greenwash, build wind turbine farms or engage in similar profiteering with water and mining. Everywhere, nature is under attack for buildings, power plants, mining and large-scale industrial agriculture and fish farming, and the lack of awareness is unbelievable. Nature conservation is not a hobby for nature lovers, but a prerequisite for life on earth. Happy Icelandic Nature Day – every day.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.08.2024

Dagur jarðar 2016 | Earth Day 2016

Mosi-©AslaugJ

♦ Dagur jarðarÍ dag er Dagur jarðar, dagur umhverfis og náttúruverndar. Það er komið að ögurstund fyrir jarðarbúa – þar með talda Íslendinga, þó við teljum okkur ævinlega vera í sérflokki. Náttúruvernd er sjálfsögð nauðsyn, en því miður þverskallast margir við að meðtaka þá staðreynd. Hér fyrir neðan er ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum, sem heitir Landráð, en það á einkar vel við okkar umbrotatíma. Ég vona líka að við berum gæfu til þess að velja forseta sem setur náttúruvernd á oddinn. Ég skrifa betur um það síðar.

♦ Earth DayToday is Earth Day. I am enjoying first days of spring at our family farm, but I do worry about the future if environmental issues are not taken dead seriously in our country as well as in the whole world. Now, today and all times onward. For the occasion I chose a photo of the smallest plants of all: moss.
Below is a poem by Jóhannes úr Kötlum, (1899-1972) a favourite poet, teacher and reformer.

Landráð

Þú ert ekki Íslendingur!
æpa þeir að mér,
ef ég sára saklaust vitni
sannleikanum ber.

Ekki mega iljar mínar
íslenskt snerta grjót,
ef ég blekktum bróður mínum
bendi á svikin ljót.

Ekki má mitt auga skoða
íslenskt blóm í hlíð,
ef ég harma örbirgð vora,
ómenningu og stríð.

Ekki má mitt eyra hlusta
á íslenskt lindarhjal,
ef ég þrái að þekkja og boða
það, sem koma skal.

„Báran kveður eins og áður
út við fjörusand –
en ég á orðið einhvern veginn
ekkert föðurland“.

Ljósmynd tekin | Photo date: 22.05.2010