Í vari við Miðfjarðarsker | The storm and the ship

Föstudagsmyndir: Í vikunni kólnaði yfir landinu öllu og hvessti með miklu skýjafari og skúrum – snjókomu á hálendi og fjöllum nyrðra. Inn á Borgarfjörð skreið stórt þrímastra seglskip og varpaði akkerum við Miðfjarðarsker. Skipakomur inn á Borgarfjörð eru fátíðar, enda er siglingarleiðin afar varasöm. Mér fannst ótækt að hafa þennan gest fyrir augum án þess að vita hvað hann héti. Eftir nokkra leit fann ég út úr því þarna færi barkskipið Tenacious, sem er nýlegt skólaskip. Hér má lesa ferðalogginn og svo var mér bent á að hér megi fylgjast með skipaferðum almennt. Nú eru nætur að orðnar dimmar og um miðnætti var skútan uppljómuð og ævintýraleg úti á firðinum, hvar áður logaði Miðfjarðarskersviti, en hann brotnaði í brimsjó 1984 og sökk í sæ. Tenacious sigldi svo til Reykjavíkur þegar lægði daginn eftir.

Photo Friday: This last week the fine summer weather suddenly turned chilly and the wind blew up. It snowed in the highlands, rained in the lowland. As I watched the sky darken and the sea turn rough, I saw a large ship sail coming in Borgarfjörður-bay, dropping anchors close to Miðfjarðarsker – the skerry where there once stood a lighthouse, but sadly broke down in a big storm in 1984. I felt I had to know at least the name of this unexpected guest, that in the twilight became even more eye-catching. After a bit of a research I found out that the vessel was from the UK, the barque Tenacious, full of young adventures sailors learning the ropes. The voyage blog-log can be read here. By midnight the ship was all lit up, truly a beauty in the dark. The day after the winds were calmer and the Tenacious sailed on to Reykjavík.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 12.-13.08.2019