Jónsmessa | Happy Midsummer!

Jónsmessa: Það er æði kalt á Jónsmessu 2022. Tindar Skarðsheiðar voru gráir í morgun, hitinn 6-7 gráður og með vindkælingunni var lofthitinn varla meira en 3-4 gráður. Myndirnar hér neðar voru teknar fyrr í mánuðinum, en þá viðraði betur á björtum kvöldum. Gleðilega Jónsmessu!

Midsummer: It was a cold Midsummer Night 2022 and the grey skies not very promising at all (pic at top). The peaks of Mt Skarðsheiði were snowy in the morning and the temperatures went as low as 4°C / 39°F. With the winds blowing it felt even lower… But June has also had wonderful moments of bright sky and calm weathers. Happy Midsummer!

 

Ljósmyndir teknar| Photo dates: 08.06 | 10.06. | 24.06.2022

Þúfur | Snowy tussocks

Föstudagsmyndir – Vetrardagar: Þrátt fyrir stutta daga og oft dimma eru litir og form, ljós og skuggar ekki síður áhugaverðir að vetri, en um bjarta sumardaga. Litaskalinn er blár en þar eru engu að síður ótal blæbrigði. Það hefur snjóað heil ósköp síðan þessar myndir voru teknar með tilheyrandi ófærð og önuglyndi í umferðinni. Þetta eru kjöraðstæður til að hægja á og gefa sér tíma í góða útivist þegar veður leyfa.

Friday Photos – Winterdays: Despite short days and gloomy weather these darkest months of winter, the colors of nature, light and shadows are no less interesting than the ones on the brightest days of summer. The palette is blue but what a range! It has snowed a lot in Iceland since these photos were taken, making roads and street impassable and many travellers annoyed. These are ideal conditions to slow down and enjoy a good time outdoors when the weather allows.

 

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 06.02 – 15.02.2022

Brim | After the storm

Öldurót: Ef ekki væri fyrir manndráps vindkælingu á degi eins og þessum, mætti sitja lengi á fjörusteini og horfa á dáleiðandi krafta hafsins. Hvassviðri og stormur ganga nú yfir annan hvern dag. Él og slydda. Mörsugur er mánuðurinn. 

Rough sea: Powerful waves roll in after the storm. The wind chill turns the few minus degrees into unbearable frost and however mesmerizing the surf is, all you want to do is to get back inside the warm house. 

 

Ljósmynd dags. |  Photo date: 7.1.2022

Í vari við Miðfjarðarsker | The storm and the ship

Föstudagsmyndir: Í vikunni kólnaði yfir landinu öllu og hvessti með miklu skýjafari og skúrum – snjókomu á hálendi og fjöllum nyrðra. Inn á Borgarfjörð skreið stórt þrímastra seglskip og varpaði akkerum við Miðfjarðarsker. Skipakomur inn á Borgarfjörð eru fátíðar, enda er siglingarleiðin afar varasöm. Mér fannst ótækt að hafa þennan gest fyrir augum án þess að vita hvað hann héti. Eftir nokkra leit fann ég út úr því þarna færi barkskipið Tenacious, sem er nýlegt skólaskip. Hér má lesa ferðalogginn og svo var mér bent á að hér megi fylgjast með skipaferðum almennt. Nú eru nætur að orðnar dimmar og um miðnætti var skútan uppljómuð og ævintýraleg úti á firðinum, hvar áður logaði Miðfjarðarskersviti, en hann brotnaði í brimsjó 1984 og sökk í sæ. Tenacious sigldi svo til Reykjavíkur þegar lægði daginn eftir.

Photo Friday: This last week the fine summer weather suddenly turned chilly and the wind blew up. It snowed in the highlands, rained in the lowland. As I watched the sky darken and the sea turn rough, I saw a large ship sail coming in Borgarfjörður-bay, dropping anchors close to Miðfjarðarsker – the skerry where there once stood a lighthouse, but sadly broke down in a big storm in 1984. I felt I had to know at least the name of this unexpected guest, that in the twilight became even more eye-catching. After a bit of a research I found out that the vessel was from the UK, the barque Tenacious, full of young adventures sailors learning the ropes. The voyage blog-log can be read here. By midnight the ship was all lit up, truly a beauty in the dark. The day after the winds were calmer and the Tenacious sailed on to Reykjavík.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 12.-13.08.2019

Tungl, sól og fjögurra blaða smári | Sun, moon and four leaf clovers

FöstudagsmyndirAf gömlum vana leita ég stundum að fjögurra blaða smára ef ég á leið fram hjá smárabeði. Og heppnin var með mér í gærkvöldi: ég fann nokkra marglaufa smára, bæði fjögurra og fimm blaða smára. Í góðviðrinu þessar vikurnar nýtur í senn sólar og mána á kvöldin, en gróður og jarðvegur er þurr og hita- og rykmistur breytir litum í fjarlægðinni. Nú er að óska sér varlega.

Photo Friday: I can’t pass a field of clovers without trying my luck to find a four leaf clover. Usually there are none – but once in a while there are several. And last night I also found five-leaf clovers! Now I better wish carefully.

The photos below are also from last night: clear skies and bright nights give a view to both sun and moon at the same time. In our parts it hasn’t rained for weeks so the soil is unusually dry, plants are making seed and blooming earlier and the haze of dust and heat changes the colors of the evening sky.

Ljósmynd teknar | Photo date: 13.06.2019

Dagur ljósmyndarinnar | World Photo Day

Hafnarfjall©AslaugJ

♦ FöstudagsmyndirTíminn líður hratt, en ágúst finnst mér líða allra mánuða hraðast. Nætur verða óðum dimmari og eitt og annað minnir á haustið. Í dag, 19. ágúst, er alþjóðadagur mannúðar, en líka dagur ljósmyndarinnar. Þetta tvennt fer oft saman: ljósmyndirnar hreyfa við okkur, vekja samhygð, mildi og mannúð. Þess vegna er þessi frétt hér líka hræðileg. Það er auðvelt að fyllast lamandi depurð við fregnir af stjórnlausu ofbeldi og vanmætti alþjóðastofnana til að stöðva stríð og átök. En á meðan okkur stendur ekki algerlega á sama má kannski eygja vonarglætu. Fjölmargir ljósmyndarar hætta lífi sínu til að lýsa óréttlæti og átökum, en ég prísa mig sæla í friðsælli sveit með fjöllum, firði og fuglum.

♦ Photo FridayToday is the World Humanitarian Day but also the World Photo Day. These two themes often go together: photographs move you to become involved, to express empathy and kindness. Therefore I find these news just horrible. I admire the photographers and humanitarians who risk their lives to tell us all these stories that make us care. At least as long as we don’t just give a damn, there is hope. Meanwhile I am the lucky photographer of peaceful landscape and the free flying birds like Sterna paradisaea.

Borgarfjordur©AslaugJ

Kria©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.08. / 19.08.2016

Sumar | Summer

AslaugJonsdottir

♦ FöstudagsmyndirÞað var kominn tími á sjálfsmynd! Ég velti því fyrir mér hvort ég eigi að leggja eitthvað spaklegt út frá myndinni: Er ég þá ekki nema skugginn af sjálfri mér? Varla. En ég hef reyndar þurft að styðja mig við veggi annað slagið. Ég hef líka verið önnum kafin við margvísleg bústörf og um það votta næstu tvær myndir fyrir neðan.

♦ Photo FridayI have been too busy to post anything for couple of weeks, but this summer has sure been interesting so far. Since I am spending most of my time at the farm, the tasks are endless, big and small, hence the two next photos. But with nature so close at hand I can always take few minutes to gather colors, shapes and texture with my photo lens. Scroll down for more!

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 05.07-22.07.2016

Verk að vinna. Vélar og vinnuhanskar.
Labor. Machinery and gloves.

Verktaka©AslaugJ

AllrahandaSnura210716©AslaugJ

Dögg. Í dag, 22. júlí, hefur lognið verið algert og rigningarúðinn situr í daggarperlum á hverju strái.
Dew. Today the calm weather and the fine rain leaves every straw with drops of dew.

Dögg1©AslaugJ

Dögg2©AslaugJ

Dögg3©AslaugJ

Dögg4©AslaugJ

Dögg5©AslaugJ

Smávinir fagrir. Gróðurinn á sólardegi 12. júlí: grasvíðir, mosasteinbrjótur og blóðberg.
Small and beautiful. Below: Salix herbacea, Saxifraga hypnoides, Thymus praecox arcticus.

Grasvíðir-120716©AslaugJ

Mosasteinbrjótur-050716©AslaugJ

Blóðberg-120716©AslaugJ

Fjöll og fjarski. Enginn morgunn, ekkert kvöld er eins…  og litbrigðin óteljandi: Borgarfjörður, Belgsholtsvík, Snæfellsnes, Skarðsheiði, Hafnarfjall, Ölver í júlí 2016.
Colors of the sky. Below: The sky and the mountains surrounding the farm are ever-changing with the light and the weather. The fjord and the bay: Borgarfjörður, Belgsholtsvík; Snæfellsnes peninsula; Mt. Skarðsheiði, Hafnarfjall, Ölver.

Belgsholtsvík-210716

Borgarfjörður-170716

Borgarfjörður-190716

Skarðsheiði-110716

 

Föstudagurinn langi | Good Friday

3april-1

♦ FöstudagsmyndirFöstudagurinn langi við Borgarfjörð. Fýllinn kominn, með sultardropa á nefi.

♦ Photo FridayI spent Good Friday at the family farm – close to Borgarfjord / Faxaflói bay. The Northern Fulmar or Arctic Fulmar (Fulmarus glacialis), is already back. Spring is near.

3april-2 3april-3 3april-4 3april-5

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.04.2015

Jónsmessunótt | Midsummer night

SnurustMelaleiti240614AslaugJ

♦ DagataliðJónsmessunóttin 2014, 24. júní kl 1:05. Ég missti reyndar af hinu rómaða daggar-baði, því döggin vék fyrir vindi og skýin hrönnuðust upp með tilheyrandi svala. Ég hefði betur drifið í því nóttina áður, því þá sat döggin á hverju strái. En í tilefni dagsins tíndi ég til myndir af sjö af mínum uppáhalds blómplöntum. Gleðilega Jónsmessu!

♦ The CalendarPhotos from June 24. at 1:05 am. It’s Midsummer – Jónsmessa – and last night was the magical Midsummer night. I didn’t get the chance to bathe in the early-morning dew, which is supposed to be a very healthy thing to do on that night. I should have picked the night before …  just see the photo below. But since herbs and flowers also have an extra magical healing power this night, I picked out seven of my favorite wild flowers and I hope they bring forth my wishes for a happy midsummer everywhere!

Borgarfjordur240614AslaugJ

♦ Fyrir neðan23. júní kl. 5:27. Sólin í norðaustri, hátt yfir Skarðsheiði.
♦Below: Early morning June 23. at 5:27 am. The morning sun above Skarðsheiði, Mt. Ölver.

Skardsheidi230614AslaugJ

 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 23.-24.06.2014 +undated flower photography

Loftárás | Air raid

Flug1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Þessar rellur flugu lágt yfir Melasveitina í síðustu viku: þrjár smávélar og reyndar líka tvær fisvélar sem ég náði ekki myndum af. Farþegarnir voru greinilega með linsurnar á lofti. Það væri gaman að skiptast á myndum! Þekkir einhver ljósmyndarana sem voru á sveimi þarna 12. ágúst? (Sendið mér línu á: bokverk[hjá]gmail.com)

♦ Photo Friday. Cheeeeeese! OK, you guys! You did a lot of shooting that fine day. Who took my photo? Here are yours!
I got these visitors at the farm in Melasveit last week. Now I would like to see what they saw! Anyone know who these photographers are, flying NW from Reykjavík on 12. August? Send me a note: bokverk[at]gmail.com

Ljósmyndir teknar | Photo date: 12.08.2013

♦ Uppfært: ♦ Update: Sjá | See: Sjónarhorn | The other angle. 23.08.2013

Flug©AslaugJ

Flug4©AslaugJ

Flug3©AslaugJ

Sumarsólstöður og rigningardagar | Summer solstice and rainy days

BorgarfjordurWeb©AslaugJons

♦ Föstudagsmyndin: Sumarsólstöður við Borgarfjörð, 21. júní 2013 kl. 23:32. Eftir dumbung og rigningu skein sólin, rétt áður en hún settist. Ég kenni erfðafræðinni um þetta væmna myndefni, örvæntingin seitlar um æðarnar: Ekki fara, ekki skilja okkur eftir í myrkrinu! Einkum í erfðum hins norræna manns lifir ólæknandi sólardýrkandi (og deyr, þegar hann fer flatt á ofneyslunni).
Fyrir neðan: Snæfellsjökull 22. júní. Fleiri myndir af jöklinum hér.

♦ Photo Friday: Summer solstice by Borgarfjörður and Faxaflói Bay, June 21. at 11:32 pm. The weather in June has otherwise been cold, rainy, windy, dull. I know, I know … I am such a sucker for this particular spot on earth and the view from the family farm. And I can’t help taking these sentimental photos of the sunset. It must be in the genes, to long so terribly for the sun and brighter days: Please, don’t leave us in the dark …
Below: Snæfellsjökull, June 22. More photos from and of the glacier here.

Ljósmynd tekin | Photo date: 21.06.2013
SnaefellsjokullWeb©AslaugJons
Ljósmynd tekin | Photo date: 22.06.2013