Bankað á dyr | Knock-knock!

BankDyrWebAslaugJ♦ Skrímslablogg. Í júlí skrifum við skrímslahöfundarnir til skiptis pistla á Kabloggen – höfundabloggi Kabusa-forlagsins. Færslurnar eru auðvitað allar á einn eða annan hátt tengdar skrímslabókunum.

Rakel Helmsdal skrifaði röð af færslum um það hvernig við sækjum hugmyndir til atburða í bernsku en líka til nýlegra atvika. Pistlarnir eru á dönsku og má lesa hér og hér og hér!

Kalle Güettler skrifaði um vinnuna sem tók við eftir stutt hugarflug á námskeiði, en þrjú ár liðu frá því að við hittumst fyrst og þar til fyrsta bókin kom út. Pistillinn er á sænsku og má lesa hér.

Í gær skrifaði ég út frá þessum pistlum þeirra Kalle og Rakel: eða um samruna hugmynda, vinnuferli og auk þess um aðalumfjöllunarefni skrímslabókanna: tilfinningar! Pistilinn: Når idéen banker på (och lite om känslor) má lesa hér. Þar birti ég m.a. mynd af smábók sem ég gerði í hádegishléi á margumræddu námskeiði á Biskops-Arnö árið 2001, en á námskeiðinu áttum við að skrifa út frá setningunni: „Það er bankað á dyrnar“. Smábókin er örsaga án orða, en þessi litla æfing nýttist sennilega bæði í fyrstu skrímslabókina: Nei! sagði litla skrímslið og í bókina Gott kvöld sem kom út nokkrum árum síðar. Meira um Gott kvöld hér. Bókaruppkastið, sem er ein A4-örk brotin og skorin, má sjá hér til hliðar.

♦ Monster blog. The three monster-authors: Kalle Güettler, Rakel Helmsdal and I are still writing at Kabloggen, an author’s blog run by our Swedish publisher, Kabusa Böcker.

Rakel Helmsdal wrote a series of posts about how we get ideas from our childhood but also from meeting grown-up monsters as adults!
Read her posts (in Danish) here and here and here!

Kalle Güettler wrote about the work that came as a result of our first meeting at the workshop for Nordic authors and illustrators on the island Biskop-Arnö. It took us three years to finish the first book: No! said Little Monster.
Read his blog (in Swedish) here.

Yesterday I wrote a blog post, a bit as a response to their posts: on the importance of sharing ideas, how ideas merge together; and about the major subject in our books: mainly feelings! Monstrous feelings of all sorts! I also wrote about a little sketch I made in a lunch break at the workshop in 2001, where we three met. One of the assignments was to write something inspired from the sentence: “There was knocking on the door”. I did a mini-book without words, a draft, a sketch of my idea. (See the picture on the right). I think that some elements and features from the sketch appear in our first book: No! said Little Monster, but also in a another book of mine: Gott kvöld. For more about the picture book Gott kvöld, click here.
My full post (in Danish): Når idéen banker på (och lite om känslor).