♦ Bókaútgáfa: Litla skrímslið og stóra skrímslið hafa nú lært enn eitt tungumálið og tjá sig fullum fetum á litháísku. Það er forlagið Burokėlis (Rauðrófan) sem gefur út fyrstu tvær bækurnar í bókaflokknum í Litháen. Þessa helgi er mikið um dýrðir í Vilníus og Burokėlis kynnir nýju bækurnar sínar á menningarhátíðinni Sostinės dienos. Nánari upplýsingar um útgáfuna má finna á Fb-síðu Burokėlis, heimasíðu og á bókmenntasíðunni Naujosknygos.
Bækurnar um skrímslin hafa allar verið gefnar út á móðurmálum höfundanna: íslensku, færeysku og sænsku, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku – og nú litháísku.
♦ Book release: Little Monster and Big Monster are now speaking in Lithuanian! Our publisher in Lithuania, Burokėlis, is releasing the first two books in the series this weekend and participating in The Buzzing Avenue at Vilnius City Fiesta. For more information see Burokėlis Facebook page, homepage and at the Lithuanian book site Naujosknygos.
All the books in the series about the two monsters are published in the authors respective languages: Icelandic, Swedish and Faroese, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese – and now Lithuanian.

Lukkulegur útgefandi í Vilníus, Jurga Liaubaite. | Happy publisher in Lithuania: Director Jurga Liaubaite at Vilnius City Festival. Ljósmynd | Photo: @ Burokėlis: https://www.facebook.com/editions.burokelis
Pingback: Bok-release i Litauen! | Kalle Güettler, författare
Pingback: Pabaisiukai iš Islandijos | Fantastiškų (-os) knygų žiurkės