Skrímsli hér og þar | Monsters out and about

Skrímsli á ferð! Bækurnar um skrímslin hafa komið út á ýmsum tungumálum og það er alltaf gaman þegar þeirra er getið af góðu. Í heimsfaraldrinum hefur miðlun sagna til barna verið mikilvæg og menningarstofnanir og bókavefir lagt sig fram um að benda á gott efni fyrir börn. Hér eru nokkrir af nýrri tenglum á vefnum þar sem skrímslin koma við sögu.

Monsters on the move! The book series about Little Monster and Big Monster has been published in various languages ​​and it is always a joy to follow their travels around the world. During the pandemic, storytelling and online presentation of literature for children has been important and cultural institutions and book bloggers have made an effort to point out good books for children. Below is a selection of recent links to sites where books from the Monster series play a role.


SVÍÞJÓÐ: Sænska ríkisútvarpið er hér með skemmtilegan lestur á Nej! sa lilla monster í barnaútvarpi Sveriges Radio. Leiklestur og hljóðmyndir koma í stað myndlýsinganna og það heppnast furðu vel.

SWEDEN: The National Public Radio in Sweden has made a nice reading of No! Said Little Monster – Nej! sa lilla monster í – on their children’s radio. Dramatic reading and sound effects make up for the lack of illustrations.

FINNLAND: Finnska fréttablaðið Maaseudun Tulevaisuus fjallar í grein um það að takast á við ótta og myrkur í öruggu skjóli barnabóka, þar sem mælt er með Ei! sanoi pieni hirviö, (Nei! sagði litla skrímslið) sem kom út hjá Pieni Karhu í þýðingu Sari Peltonen.

FINLAND: In an article in the Finnish newspaper Maaseudun Tulevaisuus, Aura Pilkama covers the issue of dealing with fear and danger in the safe environment of children’s books. And one of her recommendations is Ei! sanoi pieni hirviö, (No! Said Little Monster), published by Pieni Karhu and translated by Sari Peltonen.

DANMÖRK: Monsterklammeri (Skrímslaerjur) fékk góða dóma í Danmörku á síðasta ári bæði hjá Politiken og Dansk Bibliotekscenter og á Litteratursiden. Hjá Køge bibliotek var bókin svo talin upp í lista yfir bestu myndabækur ársins. Útgefandi er Torgard, þýðandi Hugin Eide.

DENMARK: Monsterklammeri (Monster Squabbles) received fine reviews last year in Politiken newspaper and the Danish Library Center as well as the literature site Litteratursiden. At Køge Library it was listed as one of the best picture books of the year. Published by Torgard, translated by Hugin Eide.

KÓLUMBÍA: Stofnunin AR Fundación í Kólumbíu útbjó þessa sögustund með spænskum upplestri á Los monstruos grandes no lloran (Stór skrímsli gráta ekki).

COLOMBIA: The AR Fundación in Colombia had a story time with a Spanish reading of Los monstruos grandes no lloran (Big Monsters Don’t Cry).

LITHÁEN: Litháíski bókmenntagagnrýnandinn Eglė Baliutavičiūtė skrifar á bókmenntavefinn sinn og mælir með skrímslabókunum tveimur: Dideli pabaisiukai neverkia og Mažasis Pabaisiukas sako Ne! sem komu út hjá Burokėlis í þýðingu Jurgita Marija Abraitytė.

LITHUANIA: On her website, the Lithuanian literary critic Eglė Baliutavičiūtė recommends the two monster books: Dideli pabaisiukai neverkia and Mažasis Pabaisiukas sako Ne! published by Burokėlis, translated by Jurgita Marija Abraitytė.

LETTLAND: Sýningin Barnabókaflóðið var eitt af dagskráratriðum á bókmenntahátíðinni Mýrinni í Norræna húsinu árið 2018. Sýningin var hönnuð af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur og nú hefur lettnesk útgáfa sýningarinnar: „Grāmatu plūdi – Ziemeļi satiek Baltiju bērnu grāmatās“, verið tilnefnd til Lettnesku hönnunarverðlaunanna. Á sýningunni, sem sett var upp síðasta haust í lettnesku þjóðarbókhlöðunni, Latvijas Nacionālo bibliotēku, flæddu saman norrænar og baltneskar barnabókmenntir og skrímslin áttu þar sinn sess. Í myndbandinu hér fyrir neðan má einmitt hlusta á upplestur á Briesmonītis teica Nē! (Nei! sagði litla skrímslið), sem kom út hjá Liels un mazs í þýðingu Dens Dimiņš.

LATVIA: The exhibition “Barnabókaflóðið” (The Children’s Book Flood) was a successful event at the International Children’s Literature Festival Mýrin in the Nordic house in Reykjavík in 2018. The exhibition was designed by Kristín Ragna Gunnarsdóttir, and now a Latvian version “Grāmatu plūdi – Ziemeļi satiek Baltiju bērnu grāmatās“ – has been nominatied for the Latvian Design Award. The exhibition, which was set up last autumn at the Latvian National Library, Latvijas Nacionālo bibliotēku, brought together Nordic and Baltic children’s literature, where the monsters had their place. In the video below you can listen to a reading of: Briesmonītis teica Nē! (No! Said the little monster), published by Liels un mazs, translated by Dens Dimiņš.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímsladómar hér og þar | Reviews on book blogs

Bókadómar: Bókadómar um skrímslabækurnar birtast alltaf af og til á vefnum, á hinum ýmsu tungumálum. Hér fyrir neðan eru vísanir í umfjöllun á spænsku, litháísku og úkraínsku, en það skal tekið fram að síðastnefnda greinin fjallar um Monsterbråk, sænsku Skrímslaerjur.
Book reviewsThe books from the monster series are reviewed now and again on various websites and in webzines. Below are links to reviews in Spanish, Lithuanian and Ukrainian.


ES_Los_monstruos_grandes_no Spænska: Canal Lector – er vefur fyrir kennara og bókasafnsfræðinga sem vinna með bækur á spænsku. Stór skrímsli gráta ekki fær þar fimm stjörnur. Sjá: Los monstruos grandes no lloran.
Spanish: Canal Lector, is a service for teachers, parents and librarians working with books in Spanish, and provides articles, interviews and reviews on their website. See five star review here: Los monstruos grandes no lloran.

★ „El monstruo grande no quiere jugar con el pequeño porque cree que éste hace todo mejor que él. Todo le sale genial: sus dibujos son más bonitos, recorta figuras perfectas e incluso sabe utilizar el mando de la televisión. El grande piensa que es patoso, que todo lo hace mal, y como ya es mayor no debe llorar. Pero hay algo que el monstruo pequeño no sabe hacer… ¡nadar! Por fin puede enseñarle algo. Libro sencillo y directo, de ilustraciones coloristas y divertidas, y en el que se resaltan los valores que acompañan a la amistad.“ http://www.canallector.com


Litháíska: Í vefritinu NE!-LitDideli-pab-LitSkaitome vaikams eru myndbækur fyrir börn gagnrýndar. Þar er birt grein um skrímslabækurnar tvær: Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki. Greinin birtist áður í ritinu Artuma, 2015 Nr. 6. Sjá nánar hér
LithuanianThe book blog Skaitome vaikams  reviews picture books for children. The two titles in Lithuanian: No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry are reviewed on the site. The article was also published in the magazine Artuma, 2015 Nr. 6. Read more here.

„Apie iliustracijas dera pakalbėti atskirai. Jos tipiškai minimalistinio skandinaviško dizaino (atliktos mišria aplikacijos technika, papildomai kai kurias detales išpiešiant ant viršaus), labai stambios, ekspresyvios. Objektyviai vertinant Lietuvos knygų rinkos kontekste – tai disonuojanti stilistika, mūsų akiai neįprastas net jų koloritas (dera nuraminti, kad antroji knygelė – gerokai spalvingesnė), tad ne visus tėvus knygos „įtikins“ savo vizualumu. Ir visgi – surizikuoti verta.“ – Rūta Lazauskaitė – Skaitome vaikams.

Meira um útgáfuna á litháíska leikskóla-vefnum ikimokyklinis.lt | More on: Mažasis Pabaisiukas sako NE! and Dideli pabaisiukai neverkia.


NorskMonsterbrakweb Úkraínska: Vefurinn Букмоль, er bókmenntaverkefni og barnabókmenntavefur sem m.a. er haldið úti af úkraínsku fræðafólki í Svíþjóð. Þar er fjallað um Skrímslaerjur eða Monsterbråk á sænsku og lesa má hér: Монстри посварилися.

UkrainianThis Ukrainian book project and book blog: Букмоль, is founded by Ukrainian speaking scholars in Sweden. The Swedish version of Monster Squabbles gets its review here: Монстри посварилися.

„На це натякає фінал книжки, лишаючи читача втішеним і впевненим у тому, що він має право помилятися, пробачати і бути пробаченим.“  – Букмоль – http://www.bokmal.com.ua

Í skóla á sunnudegi | In school on a Sunday

Með krökkunum í Trys spalvos. Ljósm.|Photo: Litháíski móðurmálsskólinn

Með krökkunum í Trys spalvos. Ljósm.|Photo: Litháíski móðurmálsskólinn

NE!-Lit♦ Föstudagsmyndin: Þegar ég hafði samband við Litháíska móðurmálsskólann og vildi senda skólanum nokkur eintök af bókunum um skrímslin á litháísku, var mér boðið í heimsókn af skólastjóranum Jurgitu Millerienė. Skólinn „Trys spalvos“ (Þrír litir), sem hefur nú aðsetur í Landakotsskóla, hefur verið starfræktur í rúmlega 10 ár og telur um fimmtíu nemendur. Á hverjum sunnudegi koma litháísk börn í skólann til að læra móðurmálið, sum langt að. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu á vegum Félags Litháa á Íslandi.
Það voru fjörugir krakkar sem hlustuðu á upplestur á íslensku og litháísku og þau létu hendur standa fram úr ermum þegar þeim bauðst að teikna kostuleg skrímsli af öllu tagi. Kærar þakkir fyrir móttökurnar Þrír litir!

Tvær bækur um skrímslin hafa komið út á litháísku: Mažasis Pabaisiukas sako NE! (Nei! sagði litla skrímslið) og Dideli pabaisiukai neverkia (Stór skrímsli gráta ekki). Nánari upplýsingar um útgáfuna má finna á Fb-síðu Burokėlis, heimasíðu og á bókmenntasíðunni Naujosknygos.

Dideli-pab-Lit♦ Photo Friday: I wanted to send the Lithuanian school in Iceland copies of the two books in the Monster series that have been translated to Lithuanian, but instead I was promptly invited by headmaster Jurgita Millerienė to visit the school “Trys spalvos” (Three Colours), based in Landskotsskóli. There a large number of Lithuanian children meet up every Sunday to learn and practice their mother tongue. Trys spalvos had 10 years anniversary last year and is run by the Lithuanian Association in Iceland, and based on the voluntary work of the generous teachers.
It was a lively group of pupils that listened to readings in Icelandic and Lithuanian last Sunday. And there was no hesitation when they got to draw their own black monsters! Thank you for your warm welcome Trys spalvos!

The titles available in Lithuanian are: Mažasis Pabaisiukas sako NE! (No! said Little Monster) and Dideli pabaisiukai neverkia (Big Monsters Don’t Cry). For more information see Burokėlis Facebook pagehomepage and at the Lithuanian book site Naujosknygos.

TrysSpalvos-©Aslaug14

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.01.2015

Skrímsli í Litháen | Monsters in Lithuania

NE!-Lit  Dideli-pab-Lit

♦ BókaútgáfaLitla skrímslið og stóra skrímslið hafa nú lært enn eitt tungumálið og tjá sig fullum fetum á litháísku. Það er forlagið Burokėlis (Rauðrófan) sem gefur út fyrstu tvær bækurnar í bókaflokknum í Litháen. Þessa helgi er mikið um dýrðir í Vilníus og Burokėlis kynnir nýju bækurnar sínar á menningarhátíðinni Sostinės dienos. Nánari upplýsingar um útgáfuna má finna á Fb-síðu Burokėlis, heimasíðu og á bókmenntasíðunni Naujosknygos.

Bækurnar um skrímslin hafa allar verið gefnar út á móðurmálum höfundanna: íslensku, færeysku og sænsku, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku – og nú litháísku.

♦ Book release: Little Monster and Big Monster are now speaking in Lithuanian! Our publisher in Lithuania, Burokėlis, is releasing the first two books in the series this weekend and participating in The Buzzing Avenue at Vilnius City Fiesta. For more information see Burokėlis Facebook pagehomepage and at the Lithuanian book site Naujosknygos.

All the books in the series about the two monsters are published in the authors respective languages: Icelandic, Swedish and Faroese, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese – and now Lithuanian.

burokelis

Lukkulegur útgefandi í Vilníus, Jurga Liaubaite. | Happy publisher in Lithuania: Director Jurga Liaubaite at Vilnius City Festival. Ljósmynd | Photo: @ Burokėlis: https://www.facebook.com/editions.burokelis