Skrímsli í Litháen | Monsters in Lithuania

NE!-Lit  Dideli-pab-Lit

♦ BókaútgáfaLitla skrímslið og stóra skrímslið hafa nú lært enn eitt tungumálið og tjá sig fullum fetum á litháísku. Það er forlagið Burokėlis (Rauðrófan) sem gefur út fyrstu tvær bækurnar í bókaflokknum í Litháen. Þessa helgi er mikið um dýrðir í Vilníus og Burokėlis kynnir nýju bækurnar sínar á menningarhátíðinni Sostinės dienos. Nánari upplýsingar um útgáfuna má finna á Fb-síðu Burokėlis, heimasíðu og á bókmenntasíðunni Naujosknygos.

Bækurnar um skrímslin hafa allar verið gefnar út á móðurmálum höfundanna: íslensku, færeysku og sænsku, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku – og nú litháísku.

♦ Book release: Little Monster and Big Monster are now speaking in Lithuanian! Our publisher in Lithuania, Burokėlis, is releasing the first two books in the series this weekend and participating in The Buzzing Avenue at Vilnius City Fiesta. For more information see Burokėlis Facebook pagehomepage and at the Lithuanian book site Naujosknygos.

All the books in the series about the two monsters are published in the authors respective languages: Icelandic, Swedish and Faroese, but have furthermore been translated into Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese – and now Lithuanian.

burokelis

Lukkulegur útgefandi í Vilníus, Jurga Liaubaite. | Happy publisher in Lithuania: Director Jurga Liaubaite at Vilnius City Festival. Ljósmynd | Photo: @ Burokėlis: https://www.facebook.com/editions.burokelis

Ég heiti Grímar – á Færeysku | My Name is Grímar

grimarFO♦ Þýðing og útgáfa. Ég heiti Grímar er komin út í færeyskri þýðingu (Eg eiti Grímar) hjá Bókadeild Føroya Lærarafelags. Bókadeildin er einnig útgefandi bókaflokksins um litla skrímslið og stóra skrímslið á færeysku.

Ég heiti Grímar kom út hjá Námsgagnastofnun árið 2008 sem auðlesin sögubók fyrir miðstig og unglingastig. Hægt er að hlusta á hljóðbókina á vef Námsgagnastofnunar. Lesari er Friðrik Friðriksson leikari.

♦ Book release. My book “Ég heiti Grímar” (My Name is Grímar) is a ghost-story, an easy-to-read book for older children. A Faroese translation  (Eg eiti Grímar) was newly released by Bókadeildin, also the publisher of the Monster series.

Ég heiti Grímar was published by Námsgagnastofnun (The National Centre for Educational Materials) in 2008. It’s available in Icelandic for free as an audio book, at NCEM’s website, read by actor Friðrik Friðriksson.

Grimargluggiweb

Úr færeysku kynningarefni hjá BFL:
„Grímar er eingin vanligur drongur. Hann hevur eina fortíð, sum hevur vald á honum og fyllir hann við óhugnaligum ætlanum. Áslaug Jónsdóttir hevur skrivað og myndprýtt, og Hjørdis Heindriksdóttir hevur týtt.“
“Eg hvøkki við, tá ið eg gangi fram við einum stórum spegli. Eri eg hasin svarti drongurin við logandi eygum? Eg stari í speglið. Ein kaldur gjóstur fer um alt húsið. Tað er, eins og svørt skýggj troka seg inn í kamarið. Hvítt rím legst á glasið.”

– – –

Myndlýsingar úr Ég heiti Grímar.
Illustrations from My Name is Grímar.

Grimarkonahundurweb

Þrjár kápur | Three covers

Blái hnötturinn USA ISL UK

BókaútgáfaSagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason heldur áfram að gera víðreist. Nú er hvað úr hverju von á bresku útgáfunni hjá Pushkin Press í London. Ég fékk eintakið mitt með póstinum í síðustu viku (til hægri). Bandaríska útgáfan (til vinstri) kom út í lok síðasta árs hjá  Seven Stories Press og hefur fengið fína dóma og viðurkenningar. Báðar þessar útgáfur eru í öðru broti en íslenska frumútgáfan og dökki geimurinn á kápunni fékk að fjúka. Kápu- og bókarhönnun var í höndum erlendu útgefendanna.

 Bókadómur. School Library Journal birti á dögunum bókadóm um Söguna af bláa hnettinum og hann má lesa hér fyrir neðan. Þar segir m.a.: „Well-paced, with some wonderful, story-enhancing color illustrations.“

Book release. The UK-version of The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason is soon to be released by Pushkin Press in London. I got my copy in the mail last week. The US-version (left) was published several months ago by Seven Stories Press and has received excellent reviews and honors. The two English versions have the original illustrations, but differ quite a bit from the original edition in layout. Cover and book design was made by the publishing houses.

♦ Book review. School Library Journal has published a review on The Story of the Blue Planet, stating: “Well-paced, with some wonderful, story-enhancing color illustrations.”

“Those who enjoyed Adam Gidwitz’s A Tale Dark and Grimm (Dutton, 2010) may find Magnason’s cautionary ecological tale a perfect compliment. Like Gidwitz, Magnason does not shy away from graphic descriptions of danger and death. That being said, as in all good fables, he begins with once upon a time and readers learn of an innocuous-looking blue planet floating in space. It is inhabited solely by children, who live an idyllic, although somewhat savage life (they hunt for food, even clubbing seals). They are happy and this is most fully realized once a year when the butterflies of the Blue Mountains follow the sun across the sky, a beautiful and breathtaking sight. But as in all good tales and life itself, things are never static. Enter the villain, Mr. Goodday, who lands on the planet and is discovered by the protagonists, Brimir and Hulda. Mr. Goodday, over the course of a very short time, corrupts the children by giving them the power to fly and by introducing them to, among other things, the concept of sefishness. In the process the planet is corrupted as well, affecting the entire ecosystem. After a number of harrowing events, Mr. Goodday is outsmarted by Hulda, who offers to fulfill his greatest wish in return for restoring the children and planet to their former states. Well-paced, with some wonderful, story-enhancing color illustrations.” — Mary Beth Rassulo, Ridgefield Library, CT

Klandursskrímsl | Monster Squabbles in Faroese

klandursskrímsl

Bókaútgáfa. Skrímslaerjur komu út á færeysku í vikunni en útgáfutími bókarinnar er misjafn eftir löndum. Von er á sænsku útgáfunni, Monsterbråk, í apríl. Klandursskrímsl stökkva nú af stað til færeysku barnanna og eins og segir í kynningu frá Bókadeild Föroya Lærarafelags: „Nýggj skrímslabók, sum stór og smá bæði í Føroyum og kring heimin dámar væl.“

Book release. Monster Squabbles in Faroese: Klandursskrímsl, has just been released. The Swedish edition, Monsterbråk, is due in april.

Skrímsli í heimsókn í Frakklandi | Monster Visit to France

 Bókaútgáfa: Frakkland. Fimmta bókin um skrímslin tvö, Skrímsli í heimsókn, kom út á frönsku í síðasta mánuði. Útgefandinn, Circonflexe, hefur gefið út fjórar fyrri bækurnar sem allar hafa fengið fínar viðtökur í Frakklandi.

 Book release: France. The fifth book about the two monsters in French was released last month. The monster series is published by Circonflexe.

Skrímslin í Peking | The monsters in Beijing

Skrímslin á kínversku: með Peter, útgefendanum hjá Maitian Culture.

 Bókamessan í Peking. Litla skrímslið og stóra skrímslið leiddu mig til Kína í lok ágúst, en nú eru sex titlar úr bókröðinni komnir út á kínversku hjá Maitian Culture Ltd., eins og kynnt var á BIBF, bókamessunni í Peking. Þar tók ég einnig þátt í norrænni málstofu sem kallaðist: „From fairytales to apps, e-books and e-learning“  ásamt Åshild Kanstad Johnsen, Alexandra Borg, Karsten Pers og Paul Chen. Allar móttökur í Peking voru einstaklega vinsamlegar, bæði af hálfu heimamanna og starfsmanna sendiráðs Íslands sem skipulögðu þátttökuna á BIBF.

Í fréttatilkynningu frá sendiráði Íslands í Peking, sem lesa má hér segir svo:

Alexandra Borg, Áslaug, Åshild Kanstad Johnsen

„Sex bækur úr bækur úr skrímslaseríu Áslaugar Jónsdóttur og félaga komu út í Kína í gær. Sama dag tók Áslaug þátt í samnorrænni málstofu á Bókamessunni í Peking sem er sú stærsta sinnar tegundar í Kína. Útgáfufélagið Maitian Press í Tianjin gefur bækurnar út.
Bókamessan er haldin í nítjánda skipti í ár. Í fyrra tóku 1800 fyrirtæki og stofnanir þátt í sýningunni og skrifað var undir 2,953 útgáfusamninga. Í ár má gera ráð fyrir álíka mörgum eða fleiri þátttakendum. Bókamessan stendur yfir dagana 29. ágúst til 2. september. Opnunarhátíðin fór fram í Alþýðuhöllinni, þar sem þing Alþýðulýðveldisins kemur saman, og var Áslaug viðstödd opnunina.

Paul Chen (í rauðri treyju), öðru nafni Mighty Eagle, á veiðum fyrir Angry Birds.

Yfirskrift málstofunnar var „From fairytales to apps, e-books and e-learning“ og var henni ætlað að fjalla um aukið vægi stafrænna og gagnvirkra lausna fyrir börn í kennslu og leik. Enn fremur var ætlunin að varpa ljósi á viðbrögð norrænna höfunda, útgáfufélaga og menntastofnana við þessari þróun. Sem dæmi má nefna að finnska útgáfufélagið Rovio, sem gefur út hin frægu „Angry Birds“ leikföng og smáforrit, styrkti málstofuna og sendi fulltrúa sinn til að kynna reiðu fuglana. Það var menningarstofnun Dana í Peking sem skipulagði málstofuna í samvinnu við Bókamessuna og með aðstoð norrænu sendiráðanna. Skipuleggjendur Bókamessunnar buðu um hundrað fulltrúum frá kínverskum bókaútgefendum til málstofunnar.

Karsten Pers, vinsæla tölvan hans og Áslaug

Áslaug Jónsdóttir er myndskreytir og barnabókahöfundur. Hún skrifaði skrímslabækurnar ásamt Kalle Güettler frá Svíþjóð og Rakel Helmsdal frá Færeyjum. Sex bækur um skrímslin hafa komið út frá árinu 2004 en þá kom út fyrsta bókin sem heitir: Nei! Sagði litla skrímslið. Nýjasta bókin í seríunni kom út árið 2010 og hún heitir: Skrímsli á toppnum. Í fyrstu verður hver bók gefin út í tólf þúsund eintökum í Kína sem gerir 72 þúsund eintök allt í allt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem verk eftir Áslaugu koma út í Kína en hún myndskreytti Söguna um bláa hnöttinn sem Andri Snær Magnason skrifaði.
Aðrir sem tóku þátt í málstofunni eru norski listamaðurinn Åshild Kanstad Johnsen, sænski bókmenntafræðingurinn Alexandra Borg, danski rithöfundurinn og útgefandinn Karsten Pers og Paul Chen, framkvæmdastjóri Rovio í Kína. Maitian Culture Press er útgáfufélag sem sérhæfir sig í mynda- og barnabókum. Félagið er með höfuðstöðvar í Tianjin sem er hafnarborg Peking.“ 

Skjáskot: viðtal hjá QQ-Tencent

Okkar maður hjá Maitian hafði undirbúið komu mína vel og m.a. bókað viðtal hjá vefsjónvarpi netsíðunnar QQ hjá margmiðlunarfyrirtækinu Tencent. Og enn má vitna í fréttatilkynningu frá sendiráði Íslands í Peking:

„Einn fjölsóttasti vefmiðill Kína, QQ, hefur birt ítarlegt viðtal við Áslaugu Jónsdóttur barnabókahöfund og myndskreyti sem heimsótti Peking nýlega. Viðtalið var tekið í tilefni af útgáfu sex bóka í Skrímslaseríunni sem Áslaug er höfundur að ásamt fleiri norrænum barnabókahöfundum. Fleiri en 700 milljónir kínverskir notendur vafra reglulega um QQ sem er flaggskip kínverskra veffyrirtækisins Tencent, eins af tíu stærstu netfyrirtækjum heims. Viðtalið við Áslaugu var birt á barnasvæði QQ þjónustunnar.“

Hér er má sjá vefsjónvarpsviðtalið hjá QQ. Aðrir tenglar: Frétt á mbl.is; frétt á RÚV.

 Beijing Book Fair. Little Monster and Big Monster got me all the way to China last month. Six titles from the monster series are being published in chinese by Maitian Culture Press, as introduced at BIBF, Beijing International Book Fair. There I also participated in a Nordic seminar called: „From fairytales to apps, e-books and e-learning“ , along with Åshild Kanstad Johnsen, Norwegian illustrator and picturebook author, Alexandra Borg, Swedish scholar, Karsten Pers, Danish writer and publisher and Paul Chen, GM of Finnish Rovio.

Skrímsli í Peking: Meðal rauðra risaeðla.

I had a great time in Bejing and was everywhere met with hospitality and enthusiasm. The staff at the Icelandic embassy organized my participation at BIBF and made my trip really memorable. Here is a bit from the Embassy’s press release:

“The popular Chinese web-media, QQ Kids, has published an interview with the Icelandic children book author and illustrator Áslaug Jónsdóttir, who was in China recently to participate in a Nordic workshop at the Beijing International Book Fair, August 29 – September 2. The worksshop was jointly organised by Dansish Cultural Institute in Beijing and the Embassies of Finland, Norway, Sweden and Iceland. Six books from her Monster series were published in China during her visit.
The Monster books series is co-authored with Kalle Güettler from Sweden and Rakel Helmsdal from the Faroe Islands. It includes titles such as No, said the little monster first published in 2004 and Monster at the top published in 2010. To date, six books have been published in various languages and all six are being published in China by Maitian Culture Press in Tianjin.”

Here is a link to the interview at QQ.

Ljósmyndirnar frá BIBF tók |  Hafliði Sævarsson | took the photos at BIBF.