♦ Áramót: Gleðilegt ár vinir á vefnum! Bestu þakkir fyrir innlit og heimsóknir á heimasíðuna, sem ég lít öðru fremur á sem upplýsinga- og minnistöflu: stundum er efnið fyrir sjálfa mig, stundum kann það að gagnast það öðrum.
Er ekki eitthvað dásamlega frelsandi við það að skrifa nýtt ártal? Ég sé ekki eftir árinu 2016, svo mikið er víst, og vonandi verður nýja árið farsælt.
Ég eyði áramótum í sveitinni og veit ekkert betra eftir ofát og hátíðahöld en að vafra út og horfa. Helst út í bláinn, en oft í gegnum ljósmyndalinsuna. Um áramót má svo horfa fram á veginn, um öxl og þar fram eftir götum. Ég sæki sem fyrr í fjöruna og þó allt sé þar gamalkunnugt, þá finnst mér einatt að ég sjái þar eitthvað nýtt. Svona er náttúran undursamlega blekkjandi.
♦ Happy New Year – to you all! May the new year 2017 bring us peace and happy moments in life. I can’t say I miss 2016 despite the many good memories.
To the readers of my blog: Thank you for visiting and checking out my digital memo board of miscellaneous stuff 🙂 I hope it may be an inspiration to some and of interest and information to others.
I shot these photos yesterday, the last day of the year 2016, at the family farm. (Except the one at the top). Winter sky, cold sea, frosty earth… I may have posted similar shots many times before, but somehow I feel I always see something new on my beach walks. This is the wonderful illusion of nature.
Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.12.2016 / 01.01.2017