Af stað inn í nýja árið! | A walk into the new year

Áramót: Ég hef notið þess að eiga nokkra góða daga í sveitinni í kringum áramótin. Eftir veisluhöld og mannfagnaði er fátt betra en að rölta út í bláinn og horfa á fjöllin og skýin, sjólagið og stöku fugla í vetrarlandslaginu. Nú hækkar sól á lofti!
⬆︎ 2023: Snæfellsjökull sveif í hillingum og hrafninn hafði sitt að segja á síðasta degi ársins.
⬇︎2024: En nýja árið lofaði góðu: Ölver var klæddur í bleikar slæður og teiknin í fjörunni voru margvísleg.

The turn of the year: I have been enjoying a few days at the farm around the new year. One of the best ways to recover after the Christmas feasts is to stroll out in to the cold blue and watch the sky and the mountains, as well as the sea and the few birds that stay for winter. And the sun is returning back, minute by minute!
⬆︎ 2023: Snæfell Glacier (Snæfellsjökull) flew above the sea in superior mirage, but the raven had the last word on the last day of the year.
⬇︎2024: The new year is promising: Mt. Ölver (the Pyramid of Iceland) was dressed in pink veils and the signs I found at the beach were delightfully mysterious.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 30.12.2023 + 31.12.2023 + 02.01.2024

Fyrstu dagar vetrar | First days of winter

Hrím og norðurljós. Eins og heimurinn veltist um þessar mundir þá eru veðurfréttir bestu fréttirnar: heiður himinn, glampandi sól og logn! Hemaðir pollar og hrím í skugga. Ekki annað hægt en að fagna himni og jörð. Gormánuður hófst með fyrsta vetrardegi laugardaginn 28. október, fullu tungli og norðurljósum. Svo var stórstreymt í gær, 30. október með ómótstæðilegri fjöru. Dásemdardagar!

Frost and northern lights. The way the world is turning at the moment, the weather report brings the best news: clear skies, bright sun and calm weather! Frozen puddles and rime in the shade. Impossible not to praise heaven and earth. The Month of Gor(Slaughter Month) – began with the First Day of Winter on Saturday, October 28, bringing a full moon and the northern lights. Yesterday, October 30, it was spring tide, making a beach walk irresistible at low tide. Truly days of wonder!

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 24.-30.10.2023

Bóndadagur 2023 | Month of Þorri

Föstudagsmyndir: Gleðilegan bóndadag! Gott er nú að mörsugur er liðinn. Eftir fimbulkulda undanfarnar vikur heilsar þorri með rigningu og roki. Tjörustorknir ruðningar og snjóskaflar breytast í manndráps svell sem saltaurinn ræður ekki við. Svo frystir aftur. Þessa daga sem borgin sýnir sínar allra grálegustu hliðar (ég elska hana samt), er lífsnauðsyn að bregða sér út fyrir bæjarmörkin, horfa lengra en í næsta vegg, anda að sér sjávarlofti. Stundum þarf hreint ekki að fara langt – bara rétt út á Seltjarnarnes! Myndirnar eru annars flestar frá Melaleiti – þar léku norðurljós í lofti um síðustu helgi, við sungum fyrir seli og ernir heilsuðu upp á okkur ítrekað. Því miður var ég ekki með aðdráttarlinsu og gæði mynda því slök. En ég læt þær fljóta fyrir stemminguna. Já, og sólin, hún var þarna, þrátt fyrir gaddinn.

Friday photo: Happy Bóndadagur! Today is the first day of the month of Þorri, the fourth winter month, – a day called Bóndadagur: „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good traditional food. This day may wisely be spent indoors: after the freezing cold of the past weeks, Þorri greets us with rain and strong wind. The tar-mixed ruts and snowdrifts turn into murderously slippery ice. Then it freezes again. These days, when the city shows its foulest and darkest side (Reykjavík, I still love you), what a joy it is to get out of town, bathe in the northern-lights, breathe the sea air and watch nature’s creatures, as we did last weekend. We sang to seals and the eagles greeted us repeatedly. And the sun, the sun was there! (Sometimes you don’t have to go far – just go to Seltjarnarnes!) Most of the photos are taken by Melaleiti farm – no quality photos but good mementos.


Landselur (Phoca vitulina) við Melabakka. Neðar: Haförn (Haliaeetus albicilla).
Harbor seal (Phoca vitulina) by Melabakkar cliffs. Below: White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla).

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.-19. jan.2023

Vetrarsólhvörf 2021 | Happy Winter Solstice!



Sólhvörf: Dagarnir hafa verið dimmir og snjólausir en furðu mildir að undanförnu. Nú tekur dag að lengja aftur og því ber að fagna með jólum!
Today, December 21st 2021 is the shortest day, longest night. A good reason to celebrate jól in the Northern hemisphere!

Ljósmynd dags. |  Photo date: 19.12.2021

Vor | Spring 2020

Föstudagsmyndir! Það vorar hægt en örugglega – og hvergi vorar fyrr en við ströndina. Þangað sækja farfuglarnir æti eftir langt flug, flugan kviknar í gömlu þangi, marflær lifna undir steinum. Fjaran er mér óendanlegur innblástur og það sem fjallagarpar myndu kalla stefnulaust ráp og heldur aumt rölt er mér andleg næring og uppspretta yndis. Við ströndina endurnýjast allt með flóði og fjöru tvisvar á sólarhring, þar finnst best að enginn dagur er eins. Þar má finna undursamlega örheima, en um leið tengingu við veröldina víða: við heimshöf og himingeim.

Þegar lundin þín er hrelld,
þessum hlýddu orðum:
gakktu við sjó og sittu við eld,
svo kvað völvan forðum.¹

Photo FridaySlowly but surely spring is here – and nowhere earlier than at the seashore. The migratory birds rest there and feed after a long flight, the flies wake up from the drift seaweed, and amphipods start crawling from under rocks. The sea and the beach are an endless inspiration to me, and what heroic wanderers of the mountains would call aimless saunter and a trivial stroll, is for me a mental nourishment and source of joy. At the beach everything is renewed with the tides twice a day – no day is like the another. It’s easy to get immersed in the many curious micro-worlds, but at the same time get overwhelmed by the big ocean and the sky connecting everything in the world.


Grátt er ekki bara grátt: litir og mynstur í fjörunni. | Grey, but not just grey: colors and patterns at the beach:

 


Vorverk. Ágangur sjávar og landbrot við Melabakka hefur aukist ár frá ári og er nú 50-100 cm á ári. Í Melaleiti er því þörf á að endurnýja girðingar við ströndina reglubundið.
Spring chores: mending fences at the farm. The coastal erosion at Melabakkar Cliffs has been speeding up and is approx 50-100 cm / 20-40 inches pr year. At the family farm Melaleiti fences by the shore need renewal every few years.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.04.2020  ¹ Höfundur vísunnar er óþekktur.

Bóndadagur | The first day of Þorri

Föstudagsmyndin: Gleðilegan bóndadag og þorra! Illviðrin í janúar hafa yfirskyggt allt á nýja árinu og þessar myndir ríma vel við vetrarhörkuna og hroðann. Vonandi má blíðka náttúruöflin með tilheyrandi blótum og bættri hegðun. Rótgróin þráin eftir beinu sambandi við höfuðskepnurnar er aldrei skiljanlegri en á veturna þegar smæð okkar er augljós.

Photo Friday: We celebrate the first day of the month of Þorri today, the fourth winter month according to the old Norse Calendar. The first day of Þorri is called Bóndadagur „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“. The weather is harsh these months and it’s a good idea to show the forces of nature some respect while also enjoying good food. So feast if you can: three winter months ahead: Þorri, Góa, Einmánuður… There is no wonder our ancestors would like to have a word with the gods, especially in winter time.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 02.01.2018

Dagur jarðar 2019 | Earth Day 2019

Dagur jarðar: Í gær, 22. apríl, var Dagur jarðar, dagur umhverfis og náttúruverndar. Ég eyddi deginum í sveitinni, eins og svo oft áður, – hugaði örlítið að gróðri og ræktun, en aðallega dáðist ég að kraftinum í plöntunum sem spíruðu upp úr jörðinni við sólarylinn, algjörlega án minnar hjálpar. Daginn áður gekk ég ásamt fleirum með sjó, undir Mela- og Ásbökkum. Á móts við Mela blasti við ófögur sjón, en þar hefur úrgangur af öllu tagi verið urðaður nærri sjávarbakkanum. Við landbrot og sjógang flæðir þessi ófögnuður um allar strendur. Skólabókardæmi um skammsýni og sóðaskap úr öllum böndum.

Earth Day: Yesterday April 22 was Earth Day. As often before on this day I was enjoying the first days of spring at our family farm – pre-planting potatoes and admiring green sprouts coming up from the soil everywhere. The day before I had a long good walk along at the beach by Melabakkar and Ásbakkar cliffs. It was both invigorating (above) and sad (below), as we found more plastic and rubbish at the shore than ever before, – this time mainly due to outrageous and irresponsible disposal of garbage at a neighbor farm. Yet another horrible text book example of incredible short-sightedness and a very ugly “skeleton in the closet”.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21.04.2019

Í trássi við kuldann | Nesting in the North

Föstudagsmyndin: Það var ekki annað hægt en að dást að fýlnum sem var sestur upp í Melabakka í lok mars þrátt fyrir snjó og kulda. Fýllinn fer kannski ekki langt, en fyrir mér er hann engu að síður vorboði. Áfram er landbrotið gríðarlegt við bakkana og að öllum líkindum gengur æ hraðar á landið með hækkandi sjávarstöðu. Leir og molgjörn setlög láta undan og ekki er það heldur til að auðvelda fýlnum varpið í bjarginu.

Photo Friday: One has to admire some birds persistence when migrating for nesting. The Fulmar was back to the cliffs by Melaleiti farm by the end of March, but what waited was snow and sleet. Not to mention the constant erosion of the land, now escalating due to the rise of sea level. Fulmars are monogamous and mate for life – returning back to the same place as long as they live, which can be incredibly long: up to 60 years! If they manage to nest – the female will lay a single egg in early May.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.03.2019

Nýtt ár! | January 2019

2019Hratt flýgur… Tvær vikur eru liðnar af nýja árinu, en ég hef lítið sinnt bloggi og þaðan af síður samfélagsmiðlum. En hér með óska ég óska öllum lesendum síðunnar gæfu og gengis á árinu – og bestu þakkir til hlutaðeigandi fyrir gefandi samskipti og samvinnu á árinu sem leið! Vonandi get ég sagt tíðindi af margvíslegum sköpunarverkunum á komandi vikum og mánuðum.

Ljósmyndirnar voru teknar í skammdeginu núna í janúar. Veturinn virðist í hvorugan fótinn geta stigið, en kemur og fer – hrím breytist í titrandi tár og skammvinn dagsbirtan kallar fram tregablandnar skuggamyndir, – er nótt, er dagur? Svo hækkar sól á lofti. Gleðilegt ár!

2019Time, time … I can’t believe that two weeks have already gone by since New Year. And I have not attended to my blog or site properly these last months – also consciously cut down my use of the overrated social media. Still, here I am! And a very happy, prosperous new year 2019 to you all: my readers and all the good people I have been in contact with and cooperated with last year!

These two photos are taken earlier this month. Winter has been blowing hot and cold, mostly without snow, making the short days even darker. Rime and frost turn in to shivering drops of dew, and even the light is so fragile, it’s there and then it’s gone. But days are getting longer and the blue specks of sky are giving good promises. Happy 2019!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 5.01.+13.01.2019

Vetur | Winter

Eftir storminn, milli lægðaÞorrinn 2018 hefur verið sérlega grimmur og illviðrasamur. Ef velja ætti einkennismynd mánaðarins væri það ringulreið af krapa og kófi. En allt um það, gleðin yfir uppstyttunni bregst ekki og þegar veðrinu slotar verður veröldin aftur björt. Dag er tekið að lengja.

After the stormThe weather in February has been anything but pleasant. Days of strong gales with snow and sleet. But then you really appreciate these sweet moments when everything calms down … before the next comes blowing. Days are getting brighter and longer.

Melabakkar. Melaleiti. Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.02.2018

Ofurmáni og froststillur | Supermoon and icy days

Kaldir dagarFyrstu dagar ársins hafa verið kyrrir og kaldir og það veit vonandi bara á gott. Ég hef notið gönguferða í fjörunni við Melaleiti, lesið í frostrósir og klakamyndanir. Ofurtungl og bjartar stjörnur hafa vegið upp á móti vetrarmyrkinu. Árið getur varla byrjað betur!

Cold daysI have spent this first week of the year at the family farm Melaleiti and enjoyed walks on the beach and in the fields in an exceptionally calm winter weather – that is soon to change. Days are short (sunrise at around 11:15, sunset at 15:50) but in the fairly clear weather the stars and that fantastic supermoon has brightened up the night sky. What a wonderful start of the new year!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.12.2017 – 02.01.2018

Snjór | Snow

♦ Föstudagsmyndir: Snjókoman og fannfergið á suðvesturhorni landsins í lok febrúar sló met. Þegar við bættist blíðviðri dag eftir dag breyttust þessar annars oft umhleypingasömu vikur vetrarins í hreint undur. Ég fór með myndavélina í sveitina og horfði á snjó og ís í ýmsum myndum.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

♦ Photo Friday: So we had snow! In Reykjavík and the southwest of Iceland it was record snowfall on the night of February 26th followed by beautiful sunny days. And the weather stayed great for weeks! The snow was soft and powdery for a long time. I went to the family farm and enjoyed the landscape of snow and ice.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 04.-05.03.2017

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2017!

aslaugj©1-1-2017

♦ Áramót: Gleðilegt ár vinir á vefnum! Bestu þakkir fyrir innlit og heimsóknir á heimasíðuna, sem ég lít öðru fremur á sem upplýsinga- og minnistöflu: stundum er efnið fyrir sjálfa mig, stundum kann það að gagnast það öðrum.

Er ekki eitthvað dásamlega frelsandi við það að skrifa nýtt ártal? Ég sé ekki eftir árinu 2016, svo mikið er víst, og vonandi verður nýja árið farsælt.

Ég eyði áramótum í sveitinni og veit ekkert betra eftir ofát og hátíðahöld en að vafra út og horfa. Helst út í bláinn, en oft í gegnum ljósmyndalinsuna. Um áramót má svo horfa fram á veginn, um öxl og þar fram eftir götum. Ég sæki sem fyrr í fjöruna og þó allt sé þar gamalkunnugt, þá finnst mér einatt að ég sjái þar eitthvað nýtt. Svona er náttúran undursamlega blekkjandi.

♦ Happy New Year – to you all! May the new year 2017 bring us peace and happy moments in life. I can’t say I miss 2016 despite the many good memories.

To the readers of my blog: Thank you for visiting and checking out my digital memo board of miscellaneous stuff  🙂 I hope it may be an inspiration to some and of interest and information to others.

I shot these photos yesterday, the last day of the year 2016, at the family farm. (Except the one at the top). Winter sky, cold sea, frosty earth… I may have posted similar shots many times before, but somehow I feel I always see something new on my beach walks. This is the wonderful illusion of nature.

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-0

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-10

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-1

Melabakkar - aslaugj31-12-2016-7

 

Skálalækur - aslaugj31-12-2016-5

Melaleiti - aslaugj31-12-2016-11

Spor eftir hagamús - aslaugj31-12-2016-12

Melaleiti - aslaugj31-12-2016-2

Melaleiti - Viljahestar - aslaugj31-12-2016-3

Ljósmyndir teknar | Photo date: 31.12.2016 / 01.01.2017

 

Fjaran í febrúar | Beach walk in February

FjaranMelaleiti©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Í febrúar er náttúran og lífríkið enn í vetrarham: dagarnir eru gráir og kaldir, fátt sýnist lifandi. Það er samt alltaf eitthvað að gerast við ströndina, í fjörunni og hafinu. Þessar myndir eru frá göngu undir Melabökkum við Melaleiti í gær.
Haförn (Haliaeetus albicilla): Ég var að vaða grynningar við Kotatanga þegar ég sá haförninn í fjarska. Gæsir, endur, mávar og hrafnar létu auðvitað strax vita með krunki og kvaki. Ég var því miður ekki með sterka aðdráttarlinsu en ákvað að krjúpa niður ef örninn fengi þá áhuga á að skoða það sem lægi í fjöruborðinu, því eins og aðrir fuglar forðast ernir tvífætlinga. Örninn flaug fremur lágt yfir öldufallinu en beygði svo af leið og tók stefnuna á bráðina: mig! Sveif hátt og hringsólaði með þungum vængjatökum. Magnaður fugl. Sumpart var ég fegin að hann sá í gegnum þennan leik minn þó ég hefði verið til í nærmynd.

♦ Photo FridayOn a grey and gloomy day, at this is the time of year, you might think nature is in it’s dullest mood and that there is nothing noteworthy to see. But walk along the seashore always proofs that wrong. Yesterday my wander led to these photos.
White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla): Just to spot a sea eagle is always exciting. So huge! So majestic! Although I didn’t have my best lens for the occasion I managed to get some photos. I was wading the shallows when I saw the big bird in the far, causing a stir amongst geese, ducks, seagulls and ravens. Not happy to be without a good zoom lens I decided to kneel down or cringe if that could make the eagle interested in me – if I looked more like a seal in trouble than I human being I might get to see it closer. And I did. Instead of flying over the breaking waves it took a turn and hovered over me for a while. Like most of the eagles in Iceland it is ringed but I couldn’t tell the number on the black (blue?) rings.
(I don’t post high-resolution photos on my blog so these will have to do.)

Haförn1web©AslaugJons

Haförn2web©AslaugJons

Melabakkar1©AslaugJ

Gæsir við klakabrynjaða Melabakka.

Landbrot við Melabakka er mikið, með ört vaxandi ágangi sjávar. Hér fyrir neðan eru myndir af hruni í bakkanum í gær.

The coastal erosion at Melabakkar Cliffs has been speeding up last years (50-100 cm / 20-40 inches pr year). With sea levels rising the porous cliffs are easily crumbled and swept away. See photo series below where I witnessed a big “chunk” fall down. Cliff height: 20-30 m.

This slideshow requires JavaScript.

Litir og munstur í fjörunni: | Colors and patterns at the beach:

This slideshow requires JavaScript.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.02.2016

Páskaeggjaleit? | Easter egg hunt?

Fýll-5-4-2015-AslaugJ

♦ Fuglafréttir: Fýllinn er sestur upp í Melabakka. Á milli 20-30 pör sátu í bakkanum undan Melaleiti nú um páska, þar á meðal þessi snotru hjú á myndinni fyrir ofan. Á páskadag bar svo að fálka í ætisleit – eða kannski eggjaleit? Fálkinn leit fýlabyggðina hýru auga, en var heldur var um sig – og ég náði því miður ekki betri myndum en þetta. (Sjá neðar). Þaðan af síður náði ég myndum af glæsilegum haferninum (Haliaeetus albicilla) sem sveif yfir bakkanum í lok dagsins! Æ, hvar var myndavélin þá!

Ljósmyndavænn fýllinn er einkvænisfugl og verpir aðeins einu eggi sem tekur hann allt að 50-60 daga að klekja út. Í aðra tvo mánuði þarf að fóðra ófleygan ungann. En fýlinn getur náð háum aldri (40-50 ár) og hann hefur lengst af verið úrræðagóður í fæðuöflun.

♦ Birds, birds: The arctic fulmar (Fulmarus glacialis) is back for nesting in Melabakkar cliffs. This cute couple was amongst the 20-30 pairs that has started nesting close to our farm. A gyrfalcon (Falco rusticolus) came Easter Sunday looking for a prey – or perhaps an easter egg? I didn’t get any really good shots (see below) – and later the same day I was totally caught off guard as a white-tailed eagle (Haliaeetus albicilla) flew over the cliffs. Argh… sorry, no photo.

So! The much more photogenic fulmars are monogamous, and lay a single egg. Incubation lasts for up to 2 months, and it takes another two months to feed the young. Fulmars can live up to a very old age – up to 40+ yrs. If not caught by an eagle or falcon …

Fálki-1-AslaugJ Fálki-2-AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.04.2015

Nýtt og svalt ár | Colors of the new year

SvartHvitt

♦ Föstudagsmyndir! Kaldir og klárir litir á nýju ári: hvítt, svart, blátt og grátt í ótal tónum. Það er smekklegt, þetta nýja ár.
♦ Photo Friday! Snowy days at the farm, crisp and refreshing. The color palette may seem simple, with the black beach and the white mountains, but the shades are endless in the scarce daylight.
SnúrustaurarAramot

Skarðsheiðin2jan2015

Melabakkar2jan2015

NyttArMelabakkar2015

Árið í fjörunni: 2015 – in all natural “crayons” from the beach!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 01/02.01.2015

Gleðilegt ár! | Happy New Year!

Melabakkar-19des2014-1

♦ Gleðilegt ár! Árið 2014 er senn á enda. Ég náði ekki ljósmynd af álftunum sjö sem flugu oddaflug fyrir glugga í dag. En ég ætla að telja þá sýn á síðasta degi ársins sem teikn um happ á nýju ári. Þar að auki segir í kvæðinu: „Á jóladaginn sjöunda / hann Jónas færði mér / sjö hvíta svani,…“ og svo framvegis. Takk Jónas! Ég fæ vonandi hjálp við „átta kýr með klöfum“ á morgun!
Með myndum af briminu og landbrotinu undir Melabökkum kveð ég árið og þakka allar heimsóknirnar á heimasíðuna. Lifið heil og gleðilegt ár!

♦ Farewell to 2014! I didn’t get a photo of the seven white swans that flew past my window today but I took it as a good omen for the new year, athough the swans were not swimming, as in: “On the seventh day of Christmas, / My true love gave to me, / Seven swans-a-swimming,… “ – and so forth. Flying is definitely better! But I still wonder if I should expect “Eight maids-a-milking” tomorrow… –?
With these photos from the seashore by our farm I wish you all the best in the year to come: Happy New Year 2015!
Melabakkar-19des2014-2

Ljósmyndir teknar | Photo date: 29.12.2014

Uppstytta | A pause in the rain

MelaleitiFjaran140714AslaugJ

♦ Föstudagsmyndirnar: Fjaran við Melaleiti og Melabakkar í uppstyttu 14. júlí, rigningasumarið 2014. Það er eins gott að skjalfesta þessar fáu stundir sem ekki rignir á suðvesturhorninu!
♦ Photo FridayIt is pretty clear to us now that we have another rainy summer in Southwest-Iceland. So you make a good notice when ever it clears up even just a little. This is my bid for my good-weather-moment this week.

Melabakkar140714AslaugJ

 

MelaleitiFjaran140714AslaugJ2

 

 

 

Ljósmyndir teknar | Photo date: 14.07.2014

Fjörulall | The beach in January

Fjaran4jan-AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Myndir frá göngutúr í hagstæðri vindátt undir Melabökkum við Melaleiti síðustu helgi. Þarna var líka einn einmana selur á steini. Þormóðsskersviti í fjarska.
♦ Photo Friday: The beach by Melabakkar cliffs and Melaleiti last weekend. A storm had passed. Below: One lonely seal (landselur, Phoca vitulina) dozed on a rock. The lighthouse of Þormóðs-skerry in the distance.

Selur4jan-AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 04.01.2014

Ár á enda | Farewell to 2013

Aramot-AsJons

♦ Áramót: Árið 2013 er á enda. Vonandi verður árið 2014 heillaár fyrir heiminn. Ég óska ykkur gleðilegs árs, friðar og farsældar og þakka fyrir allar fjölmörgu heimsóknirnar á heimasíðuna. Ég reyni auðvitað að hafa líflegt á fréttablogginu á næsta ári. Enda síðasta póst ársins á myndum úr Melasveit, svölustu sveitinni! Gleðilegt ár!

♦ New Year: Goodby 2013! I wish all my readers and visitors of this site, an artful, happy and prosperous New Year 2014. Since I opened my homepage I have had so many visitors from all over the world, thank you for visiting!
My old home county has been just the right set for the holiday season: cold and snowy. After a short walk outside, you just want to go inside and curl up with a good book … ahhh. – – – Happy New Year!

Vetur5Melabakkar-©AslaugJ