Norðurljós | Aurora Borealis

Haustið er komið með svalar og stjörnubjartar nætur. Norðurljósin lokkuðu mig út eitt kvöldið í vikunni og ef ég hefði ekki verið plöguð af kvefpest hefði ég sjálfsagt hangið úti hálfa nóttina til að njóta þeirra og stjarnanna – og þá kannski náð betri tökum á því að mynda dýrðina. En það er svo hollt að horfa til himins, fylgjast með stjörnuhrapi, minnast þess að allt er breytingum háð og mannskepnan í mörgu svo smá …

Autumn is here in Iceland with chilly, starry nights. I think I have mentioned my passion for sky gazing and that goes for the night sky too. The northern lights were really nice this week so I tried my luck with the camera. Although I suffered from a bad cold I sneaked out and enjoyed the show. And I guess I would have stayed up half the night just admiring the stars and the dance of the auroras if not for the flu. The moon also peeked out from behind Mt. Skarðsheiði (below) and made scenery even more magical.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 12.09.2017