Fyrstu dagar vetrar | First days of winter

Hrím og norðurljós. Eins og heimurinn veltist um þessar mundir þá eru veðurfréttir bestu fréttirnar: heiður himinn, glampandi sól og logn! Hemaðir pollar og hrím í skugga. Ekki annað hægt en að fagna himni og jörð. Gormánuður hófst með fyrsta vetrardegi laugardaginn 28. október, fullu tungli og norðurljósum. Svo var stórstreymt í gær, 30. október með ómótstæðilegri fjöru. Dásemdardagar!

Frost and northern lights. The way the world is turning at the moment, the weather report brings the best news: clear skies, bright sun and calm weather! Frozen puddles and rime in the shade. Impossible not to praise heaven and earth. The Month of Gor(Slaughter Month) – began with the First Day of Winter on Saturday, October 28, bringing a full moon and the northern lights. Yesterday, October 30, it was spring tide, making a beach walk irresistible at low tide. Truly days of wonder!

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 24.-30.10.2023

Bóndadagur 2023 | Month of Þorri

Föstudagsmyndir: Gleðilegan bóndadag! Gott er nú að mörsugur er liðinn. Eftir fimbulkulda undanfarnar vikur heilsar þorri með rigningu og roki. Tjörustorknir ruðningar og snjóskaflar breytast í manndráps svell sem saltaurinn ræður ekki við. Svo frystir aftur. Þessa daga sem borgin sýnir sínar allra grálegustu hliðar (ég elska hana samt), er lífsnauðsyn að bregða sér út fyrir bæjarmörkin, horfa lengra en í næsta vegg, anda að sér sjávarlofti. Stundum þarf hreint ekki að fara langt – bara rétt út á Seltjarnarnes! Myndirnar eru annars flestar frá Melaleiti – þar léku norðurljós í lofti um síðustu helgi, við sungum fyrir seli og ernir heilsuðu upp á okkur ítrekað. Því miður var ég ekki með aðdráttarlinsu og gæði mynda því slök. En ég læt þær fljóta fyrir stemminguna. Já, og sólin, hún var þarna, þrátt fyrir gaddinn.

Friday photo: Happy Bóndadagur! Today is the first day of the month of Þorri, the fourth winter month, – a day called Bóndadagur: „Farmer’s Day“ or „Husband’s Day“ and we celebrate with good traditional food. This day may wisely be spent indoors: after the freezing cold of the past weeks, Þorri greets us with rain and strong wind. The tar-mixed ruts and snowdrifts turn into murderously slippery ice. Then it freezes again. These days, when the city shows its foulest and darkest side (Reykjavík, I still love you), what a joy it is to get out of town, bathe in the northern-lights, breathe the sea air and watch nature’s creatures, as we did last weekend. We sang to seals and the eagles greeted us repeatedly. And the sun, the sun was there! (Sometimes you don’t have to go far – just go to Seltjarnarnes!) Most of the photos are taken by Melaleiti farm – no quality photos but good mementos.


Landselur (Phoca vitulina) við Melabakka. Neðar: Haförn (Haliaeetus albicilla).
Harbor seal (Phoca vitulina) by Melabakkar cliffs. Below: White-tailed eagle (Haliaeetus albicilla).

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.-19. jan.2023

Norðurljós í september | Aurora Borealis

Föstudagsmyndir: Strax í ágúst, þegar nætur lengjast, má fara að njóta norðurljósa. Hér er tengill á norðurljósaspá fyrir Ísland sem er ágætt að glöggva sig á fyrir norðurljósaveiðar. Þessar myndir voru teknar í Melasveit í byrjun september og þó þær séu ekki í neinum sérstökum gæðum þá má hafa gaman af. Það er nokkurt sport í því að reyna að ná skemmtilegum formum því hreyfingarnar eru miklar og hraðar. Góða helgi, njótið haustsins!

Friday photos: Nights are getting darker and longer, giving us chance to experience the northern lights. These are no quality photos but I still find them enjoyable and just trying to catch some of the movements is fun.
Wish you all a nice weekend! And if in Iceland, you might want to try your luck: see Aurora forecast here.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 06.09.2022

Ljósin í myrkrinu | Aurora Borealis

Norðurljós: Það hefur ekki veitt af því að tendra öll ljós í dumbungnum í nóvember. En áður en ég gef mig alfarið jólaljósum á vald ætla ég að birta nokkrar myndir af himnasendingu frá því 30. október, þegar segulljósin dönsuðu allt í kring og ég var svo lánsöm að vera stödd fjarri sterkum ljósum í borginni. Hér er tengill á norðurljósaspá fyrir Ísland.

The Northern Lights: November has been rainy and dark so we are looking forward to light all the Christmas decorations soon. I never thought I would say this: the more the better, and sooner the better… it is so dark. But before I go gearing up for the artificial lights I’m going to post images from a spectacular night at our farm, where the Northern Lights lit up the sky all around us. Of course we will not be able to enjoy the Northern lights in the madly decorated city…
I hope you enjoy these images – if in Iceland, see Aurora forecast here.

Smellið á myndirnar til að sjá þær ögn stærri. Click on the images for a bit larger view.

Ljósmyndir teknar | Photo date:30.10.2021

Norðurljós | Aurora Borealis

Haustið er komið með svalar og stjörnubjartar nætur. Norðurljósin lokkuðu mig út eitt kvöldið í vikunni og ef ég hefði ekki verið plöguð af kvefpest hefði ég sjálfsagt hangið úti hálfa nóttina til að njóta þeirra og stjarnanna – og þá kannski náð betri tökum á því að mynda dýrðina. En það er svo hollt að horfa til himins, fylgjast með stjörnuhrapi, minnast þess að allt er breytingum háð og mannskepnan í mörgu svo smá …

Autumn is here in Iceland with chilly, starry nights. I think I have mentioned my passion for sky gazing and that goes for the night sky too. The northern lights were really nice this week so I tried my luck with the camera. Although I suffered from a bad cold I sneaked out and enjoyed the show. And I guess I would have stayed up half the night just admiring the stars and the dance of the auroras if not for the flu. The moon also peeked out from behind Mt. Skarðsheiði (below) and made scenery even more magical.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 12.09.2017