Myndabókin Ég vil fisk! (أريد_سمكة) kemur út á allra næstu dögunum í arabískri þýðingu hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Áður hefur bókin komið út í þýðingum á sænsku, færeysku, grænlensku og dönsku. Bókadóma og fleira um Ég vil fisk! má lesa hér.
Book release! My picture book I Want Fish! (أريد_سمكة) has been published in Arabic and will be launched at the Sharjah International Book Fair next month. The publisher is Al Fulk, based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book has already been published in Swedish, Danish, Faroese and Greenlandic. Reviews and more about I Want Fish! here.
Þýðing á spænsku
A Spanish translation: no easy task!
Áhugasamir þýðendur hafa einnig snarað Ég vil fisk! á ensku, frönsku og spænsku, svo útgefendur megi glöggva sig á efni bókarinnar. Þar má nefna að Lawrence Schimel, rithöfundur, þýðandi og útgefendi, hefur þýtt bókina á spænsku. Í viðtali á inkygirl.com segir Lawrence frá ýmsum vandkvæðum og vali sem þýðandi getur staðið frammi fyrir, jafnvel þó textinn sé stuttur eins og í Ég vil fisk!. Þá var einnig viðtal við Lawrence í mexíkanska dagblaðinu Milenio í lok nóvember á síðasta ári. Greininni „El chícharo y el pez“ fylgdu myndir úr bókinni.
Mar sabe lo que quiere! A wonderful Spanish translation is available of the book, done by the skillful translator, writer and publisher Lawrence Schimel. In this interview on inkygirl.com Lawrence discusses the problems to solve and choices to make when translating children’s books, among them I Want Fish! Lawrence was also interviewed for the Mexican newspaper Milenio last year. The article “El chícharo y el pez” (The Pea and the Fish) was illustrated with images from the book.
French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.
Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008