Ég vil fisk! Upplestur á arabísku | I Want Fish! – “أريد سمكة!”

Upplestur á arabísku: Ég vil fisk! (أريد سمكة) kom út í arabískri þýðingu árið 2017, hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hér neðar má sjá myndband af upplestri jórdanska höfundarins og brúðuleikkonunnar Duha Khasawneh – og nú vona ég að ég hafi nafn hennar rétt eftir.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.

Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!

Reading for children: My picture book I Want Fish! (أريد سمكة) was published in Arabic by Al Fulk, a small publishing house based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. In the video above, the Jordanian writer and puppeteer Duha Khasawneh (I hope I get her name right!) reads the book in Arabic, accompanied by a lively puppet. Enjoy listening!

Ég vil fisk! has already been published in Swedish, Danish, Faroese, Greenlandic and Galician. Reviews and more about I Want Fish! here. Dutch, Spanish, French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008

Bók á safni | Museum visit

Safngripur! Svona geta nú leiðir bókanna verið óvæntar og skemmtilegar: Ég vil fisk! hefur ratað á safn. Hún er þarna til sýnis á Sjóminjasafninu við Grandagarð í Reykjavík ásamt fleiri bókum og blöðum tengdum menningu, hafi og sjósókn. Ný grunnsýning Sjóminjasafnsins, Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár, opnaði í júní 2018, en það var fyrst nú á dögunum sem ég skoðaði nýju sýninguna sem er firnafróðleg og í mörgu hugvitsamlega hönnuð. Auðvitað komu ótal fræði- og fagmenn að verkinu en aðalhönnuðir eru Kossmanndejong í Hollandi. Á neðstu hæðinni er svo falleg sýning um hollenska kaupskipið Melckmeyt sem fórst við Flatey árið 1659, en hönnuður þar er Finnur Arnar Arnarson. Svo má nefna skemmtilega listsýningu barna í anddyri: Sögur af sjónum, verkefni sem var styrkt af Barnamenningarsjóði. Mæli með!

At the Maritime Museum: I Want Fish! has found its way to a museum! I would not have guessed that my book “Ég vil fisk!” would end up in a maritime museum – or any museum for that sake. But you never know! Here it is on display at the Reykjavík Maritime Museum. This exhibition, Fish & folk – 150 years of fisheries, opened in 2018, but this was my first time at the museum since the opening of this new permanent exhibition, but not the last! Loaded with information and clever exhibition design by Dutch designers at Kossmanndejong. On the ground floor there is also a beautiful exhibition about the Dutch merchant ship Melckmeyt which foundered off the island of Flatey in 1659. There is also a fine exhibition in the entrance hall with paintings, drawings, poems and book art by children: Stories from the Sea. All highly recommended!


World Book Day 2020 – April 23 – #behindeverybook

Um bókina: Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.

Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!

Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.

About the book: Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008


Bók í boði höfundar – Quarantine reading

Því miður virðist Covid-19-farsóttin síst vera á undanhaldi. Sóttvarnir, sóttkví, einangrun, smitgát og samkomubann munu áfram hafa áhrif á líf okkar næstu misseri. Skólar byrja bráðlega og það er ólíklegt að það sem við köllum „eðlilegt ástand“ verði í boði. Útgefendur og rithöfundar hafa gefið leyfi fyrir upptökum á lestri bóka og miðlun til barna. Hér fyrir neðan er upplestur á galisísku og arabísku.

Regretfully the pandemic is still raiding the world and quarantines and isolation will still be a part of our lives in the coming months. Many publishers and authors have made contributions and offered their books and art for free, supporting homeschooling and families in lockdowns. Below are free readings of my book Ég vil fisk! in Galician and Arabic.

Ég vil fisk! – á galisísku

Þýðandi Quero peixe er Lawrence Schimel, útgefandi er Verdemar / Alvarellos Editora, í Santiago de Compostela á Spáni. Upplestur í umsjón Biblos Clube de Lectores, A Coruña, Spain.

Quero peixe! (I Want Fish!)

Quero peixe is translated by Lawrence Schimel, and was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. Here read for children at Biblos Clube de Lectores, A Coruña, Spain.


Ég vil fisk! – á arabísku

Bók í boði höfundar: Ég vil fisk! (أريد سمكة) kom út í arabískri þýðingu árið 2017, hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Vegna farsóttarinnar má nú um stundarsakir lesa Ég vil fisk! í ókeypis vefútgáfu.

أريد سمكة (I Want Fish!)

Quarantine reading:  My picture book I Want Fish! (أريد سمكة) was published in Arabic by Al Fulk, a small publishing house based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book is temporarily available online at the publishers website.


Neðanmáls: Vinsamlegast virðið sæmdar- og höfundarrétt listamanna sem bjóða efni sitt á veraldarvefnum.
Footnote: Please, respect the copyright of the artists offering their art for free on the www!

Dagur bókarinnar | World Book Day 2020

Dagur bókarinnar: Hér tek ég þátt í herferð Evrópska rithöfundaráðsins sem hvatti rithöfunda og þýðendur til að birta táknrænar myndir sér og framlagi sínu til menninga og lista. „Á bak við hverja bók er listamaður“ segir þar – en þar með lýkur upptalningunni ekki því framlag listamannsins skapar fleiri störf. Í „bókabransanum“ starfa ótal stéttir: útgefendur, ritstjórar, prófarkalesarar, umbrotsfólk, prentarar, bóksalar, og þar fram eftir götum. Allt byrjar með sköpun listamannsins.

Ég mæli með bestu sumargjöfinni: góðri bók.


World Book Day: I am participating in EWC’s (European Writer’s Council) campaign on World Book Day 2020 #behindeverybook – to post a photo of me with one of my books – behind it and then with my face visible. Here is the idea:

„Many debates on the policy level are about « sectors » or « the book industry » – but those with whom the book chain begins are individuals, people, personalities. To praise and celebrate these authors, writers and translators, to make the spirits, minds and faces behind every book visible, is the basic idea of #behindeverybook.“

Happy World Book Day! Share a book!


Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Ég vil fisk! has been published in Swedish, Danish, Faroese, Greenlandic, Arabic and Galician. Reviews and more about I Want Fish! here. Spanish, French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008

Ég vil fisk! – á arabísku | I Want Fish! – “أريد سمكة!”

Bók í boði höfundar: Ég vil fisk! (أريد سمكة) kom út í arabískri þýðingu árið 2017, hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Vegna farsóttarinnar, sóttkvía og heimaskóla, vilja útgefendur og höfundur leggja sitt að mörkum og því má nú um stundarsakir lesa Ég vil fisk! í ókeypis vefútgáfu.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að lesa:

Ég vil fisk! – á arabísku

Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Quarantine reading: Because of the pandemic, quarantines and homeschooling, many publishers and authors want to make a contribution and offer their books and art for free. My picture book I Want Fish! (أريد سمكة) was published in Arabic by Al Fulk, a small publishing house based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book can now temporarily be read online at the publishers website. Click the link below to read the book:

أريد سمكة – I Want Fish! – in Arabic


Ég vil fisk! has already been published in Swedish, Danish, Faroese, Greenlandic and Galician. Reviews and more about I Want Fish! here. Spanish, French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Sögulestur | Story time

Bækur á þrautatímum: Á meðan fjöldi manns vinnur af kappi við að berjast við farsóttina sem herjar á heiminn, er það verkefni okkar hinna að hafa hægt um okkur, sinna okkar nánustu, gæta að andlegri og líkamlegri heilsu og næringu. Það gengur auðvitað mis vel því aðstæður fólks eru ólíkar. Það finna ekki allir ró og frið við brauðbakstur og jógaæfingar. Sumir kljást við veikindi, einangrun og ótta. Eirðarleysi og einbeitingarskort.

Listunnendur vita hvar finna má hjálp. Fyrir töfra listanna má upplifa og skynja ríkidæmi tilfinninganna, láta reyna á vitsmunina og víkka veröldina. Bóklestur styttir stundir, þar má finna annan heim, þangað má hverfa til að gleyma amstrinu, upplifa lífið með augum annarra, glíma við furðu og spurn, fræðast og ferðast. Það eru til bækur um allt, fyrir alla. Það þarf bara að bera sig eftir björginni.

Að undanförnu hefur verið skorað á rithöfunda að vekja athygli á bókum og lestri, en menntamálaráðherra hefur m.a. boðið íslendingum öllum til þátttöku í verkefni sem nefnist Tími til að lesa. Ég vil einnig benda á bókasöfn og bókaverslanir sem bjóða þjónustu sína með breyttum kjörum á farsóttartímum. Rafbækur og hljóðbækur er auðvelt að nálgast og það má versla prentaðar bækur í vefverslunum og fá sendar heim frítt eða fyrir lítið fé.

Barnabækur má lesa á margan hátt – það að láta lesa fyrir sig, lesa myndir og hlusta, er uppskrift að góðri stund. Tölvuskjárinn jafnast auðvitað ekki á við hlýjan faðm en ég ætla samt að bjóða hér sögustundir af skjánum með því að benda á þrjár bækur mínar sem RÚV fékk að gera hreyfimyndir eftir. Það eru myndabækurnar Ég vil fisk!, Gott kvöld og Eggið með hreyfigrafík Ólafar Erlu Einarsdóttur / RÚV. Með því að smella á tenglana („sögustund“) við bækurnar færist þú yfir á vef RÚV.


Ég vil fisk! – sögustund

Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!

© Saga og myndir | story and illustration: Áslaug Jónsdóttir  © Grafísk myndvinnsla | Animation: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV.
🔗 Hér má lesa meira um bókina.
🔗 Hér má kaupa bókina í netverslun Forlagsins. Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.


Gott kvöld – sögustund

Þegar pabbi skreppur frá til að sækja mömmu er strákur aleinn heima með bangsa sér til halds og trausts. En það hægara sagt en gert að hughreysta bangsa sem óttast óboðna gesti eins og hrekkjasvínið, hræðslupúkann, tímaþjófinn, frekjuhundinn og ótal fleiri furðuskepnur. 

© Saga og myndir | story and illustration: Áslaug Jónsdóttir  © Grafísk myndvinnsla | Animation: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV. Ívar Elí Schweitz Jakobsson les.
🔗 Meira um bókina hér. Bókin er uppseld hjá útgefenda.


Eggið – sögustund

Þegar eggið fellur úr hreiðrinu eina vornóttina og vaknar í fangi villikattarins er hrundið af stað atburðarás sem á sér enga líka. Áslaug Jónsdóttir lýsir ferðasögu eggsins í leikandi máli og myndum. 

© Saga og myndir | story and illustration: Áslaug Jónsdóttir  © Grafísk myndvinnsla | Animation: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV. Guðmundur Ólafsson les.
Bókin er uppseld hjá útgefenda.


Books in troubled times: While our heroes are fighting the pandemic that is ruling the world, the task for the rest of us is to stay out of trouble, slow down, care for our loved ones, take care of mental and physical health and nutrition. Of course, this is going up and down, not everyone is getting a kick out of bread baking and yoga exercises. Some suffer from illness, isolation and fear. Restlessness and lack of concentration. All insignificant problems compared to the big issues, the hazard of the epidemic, the dangers facing people in war zones, refugee camps and depressed areas. But the need for relief is everywhere.

Art lovers know that there is help to be found in art. Music, books, films…  Children’s books can be read in many ways, and reading pictures while listening to the story is one of them. The computer screen does not match a warm embrace and being together, but I would still like to share with you three online stories (sorry, all in Icelandic!). It is an adaption of three of my picture books: I Want Fish!, Good Evening and The Egg with my illustrations in simple graphics made by Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV. By clicking on the links you will be taken to the website of the National Broadcasting Service in Iceland.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.

Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Bókadómur í Galisíu | ‘Quero peixe!’ in El Correo Gallego

Bókadómur: Ég vil fisk! kom út á galisísku á síðasta ári og fékk nú í byrjun mars umfjöllun í einu stærsta dagblaðinu þar í landi, El Correo Gallego. Ég hef það fyrir satt að dómurinn hafi verið all góður. Ég reyni að tíunda alla umfjöllun hér á vefnum en auðvitað verður hver að dæma fyrir sig.

Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.
Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Book review in Spain: Quero peixe! (Ég vil fisk!), has just received a fine (or so I’m told!) review in the newspaper El Correo Gallego:

O álbum Quero peixe (Alvarellos, 2019), da escritora e ilustradora islandesa Áslaug Jónsdóttir, traducido ao galego por Lawrence Schimel, ofrece unha historia sobre as dificultades comunicativas entre nenos e adultos que vai in crescendo. A trama sinxela usa, mais non abusa, da repetición como chave argumental, variándoa con imaxinación para o gusto do lector, quen pasa dunha escena á seguinte preguntándose como conseguirá a autora presentar outra vez o mesmo motivo baixo un novo enfoque que xustifique a súa prolongación ata o final feliz, de rigor neste xénero.
O protagonismo corresponde a unha nena, caracterizada polo modo en que afirma os seus desexos e remata por impoñelos fronte á superficial atención que lle prestan seus pais. A presenza dun malentendido, primeiro como desencadenante e logo leitmotiv, resulta moi suxestivo, xa que serve para iniciar o lector, cun exemplo cotiá e accesible, nas dificultades da linguaxe -neste caso a anfiboloxía- que apenas comezou a dominar. Nada impide, en efecto, que a literatura infantil chegue a cuestionar implicitamente a comunicabilidade do seu propio vehículo, mentres en cambio o concilia coas prestacións da imaxe que o ilustra.
Respecto ás ilustracións, o seu estilo mostra unha factura enérxica de marcado contorno, dominada polos trazos e que ao representar a protagonista gritando con lóxica exasperación roza o expresionismo. A falta de entendemento cos seus pais reflíctese en que aparecen mostrados só parcialmente, a miúdo só as súas mans e nunca as súas faces. Un modo hábil de indicar a súa incapacidade para comprender o que desexa a súa filla, quen en cambio domina cada páxina coa súa presenza.
E, por certo, a última ilustración, que a mostra sumida nun feliz soño, carece de texto, como poñendo un selo de mudez sobre a superación das súas dificultades. – El Correo Gallego 10/03/2020

Ég vil fisk! is translated by Lawrence Schimel, and was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar.

Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Ein af tíu bestu í Galisíu | Honor for ‘Quero peixe!’

Viðurkenning í Galisíu: Ég vil fisk! kom út á galisísku á síðasta ári og var nýverið valin ein af tíu bestu þýddu barnabókunum það ár, af bókmenntaritinu Fervenzas Literarias. Listann má skoða hér.

Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


‘I Want Fish!’ in Galicia, Spain: Quero peixe! (Ég vil fisk!), translated by Lawrence Schimel, was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. The book has now been selected by the Galician Literature Magazine Fervenzas Literarias as one of the 10 best children’s books 2019, translated to Galician. See full list here.

Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available. Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Ég vil fisk! komin út í Galisíu | Quero peixe!

Útgáfutíðindi: Ég vil fisk! kom út á galisísku nú fyrir skemmstu. Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel. Í viðtalsgrein á netmiðlinum WORDS without BORDERS fjalla nokkir þýðendur um verkefnin sín, þar á meðal Lawrence Schimel um þýðinguna á Ég vil fisk!, sjá hér: Five Translators on the Joys and Challenges of Translating Children’s Books.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Book release in Galicia, Spain: Quero peixe! is out! Happy to announce that Ég vil fisk! (I Want Fish!) is now available in Galician, fresh from the printers, published by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. Quero peixe! is translated by Lawrence Schimel, who in an article and interview at the site WORDS without BORDERS talks about this task. Further reading: Five Translators on the Joys and Challenges of Translating Children’s Books.

Quero peixe! is the seventh language for Ég vil fisk! has also is published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and now Galician.

Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here or contact Forlagid Rights Agency.

Ljósmyndir: | Photos: © Alvarellos – Facebook –  Verdemar – Facebook

Ég vil fisk! – á galisísku | I Want Fish! – in Galician

Quero Peixe! Ég vil fisk! er væntanleg á galisísku áður en langt um líður. Það er forlagið Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu sem gefur bókina út í þýðingu ljóðskáldsins og þýðandans óþreytandi: Lawrence Schimel. Ég vil fisk! hefur þá komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Á myndinni hér til hliðar fagna Valgerður Benediktsdóttir hjá Réttindastofu Forlagsins og útgefandi hjá Alvarellos nýjum og væntanlegum bókum forlagsins, en þýddar bókmenntir fyrir börn koma út undir merkinu Verdemar.
Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Coming soon in Galician: Quero Peixe! The publishing house Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain is soon to publish my book Ég vil fisk! (I Want Fish!) in Galician, translated by the wonderful writer and poet and energetic translator Lawrence Schimel. This will be the seventh language for Ég vil fisk!, that a part from Icelandic also is published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and now Galician. English, French and Spanish translations are available.

Photo above: At the Bologna Book Fair 2019 – Valgerður Benediktsdóttir from Forlagid Publishing and Henrique Alvarellos, celebrating new releases published by Alvarellos Editora by the label Verdemar. 

Ljósmynd  | Photo © Alvarellos / Facebook screenshot.

Read more about I Want Fish! here or contact Forlagid Rights Agency.

Ljósmynd  | Photo ©Alvarellos – Facebook screenshot.

Á bókamessunni í Gautaborg | Göteborg Book Fair 2018

Gunilla Kindstrand, Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir, Linda Bondestam – and monsters.

Ég þáði boð á Gautaborgarmessuna sem haldin var dagana 27.-30. september 2018. Hér koma nokkrir fréttapunktar þaðan.

Norrænir myndheimarEitt af meginþemum kaupstefnunnar voru myndlýsingar og frásagnir í myndum. „Nordiska bildvärldar“ var umfjöllunarefni ólíkra myndhöfunda búsettum á Íslandi, í Finnlandi og Svíþjóð. Við kynntum verk okkar og ræddum mál myndanna og möguleg norræn sérkenni. Það voru höfundarnir Alex Howes, Johan Egerkrans, Áslaug Jónsdóttir og Linda Bondestam. Umræðum stjórnaði Gunilla Kindstrand. Ég mæli eindregið með því að lesendur kynni sér verk þessara listamanna, magnaðar myndlýsingar og bækur.

Nordic visual worldsI was invited to Göteborg Book Fair held September 27‐30, 2018. There I discussed “Nordic images” with Alex Howes, Linda Bondestam, Johan Egerkrans and our moderator Gunilla Kindstrand. Note: If you don’t know the works of these artists I highly recommend their work – check them out! If not their beautiful books then the ever art they have displayed online. Good stuff!


Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna, Kalle Güettler, Áslaug Jónsdóttir.

Plupp og skrímsli – á arabískuSíðari dagskráin sem ég tók þátt í á bókamessunni var tileinkuð arabískum þýðingum barnabóka, en arabíska er nú það tungumál sem er talað af flestum í Svíþjóð á eftir sænsku. Er finnska komin úr öðru sæti í það þriðja. Fimm skrímslabækur komu út árið 2016 hjá Al Hudhud Publishing í Dubai og Ég vil fisk! árið 2017 hjá Al Fulk í Abu Dhabi. Um þetta ræddi ég ásamt Kalle Güettler og Mona Henning, sem er stofnandi bókaútgáfunnar Dar Al-Muna og gefið hefur út fjöldann allan af sænskum barnabókmenntum á arabísku.

Nordic children’s books – in ArabicMy second discussion and introduction at the book fair regarded Arabic translations of Nordic picture- and children’s books. Five books from the Monster series were published by Al Hudhud Publishing í Dubai in 2016 and I Want Fish! in 2017 by Al Fulk í Abu Dhabi. Also, an important subject in Sweden: children’s access to books in their mother tongue, – the Arabic language being Sweden’s second most common language. This talk I did along with my co-author Kalle Güettler and Mona Henning, publisher at Dar Al-Muna. Mona Henning founded her publishing house in 1984 and has published more than 130 titles of Swedish literature, mostly children’s books.


Íslenskir áheyrendurÞriðji dagskrárliðurinn í Gautaborg var líklega sá skemmtilegasti, en það var að heimsækja hóp Íslendinga: börn, foreldra þeirra og móðurmálskennara, lesa fyrir þau og segja frá í Språkcentrum, tungumálamiðstöðinni í Gautaborg. Dásamlegir áheyrendur sem tóku skrímslum og öðrum skrýtnum verum ákaflega vel.

Reading for Icelandic childrenLast but not the least I was invited to read for Icelandic children living in Göteborg, their parents and teacher of the Icelandic language at the Language Center of Göteborg. Absolutely wonderful audience!

Bækurnar frá ÍslandiBókamessan í Gautaborg er ævinlega gríðarlega vel sótt. Hátt í hundrað þúsund manns renna þar um sali, skoða bækur, selja bækur, kaupa bækur, hlusta á höfunda segja frá. Í básnum hjá OPAL-forlaginu stóð nýjasta bók okkar skrímslahöfundanna á sænsku: Monster i knipa. Vaktina fyrir Ísland stóðu fulltrúar Miðstöðvar íslenskra bókmennta, Íslandsstofu og bókaútgefenda og sinntu mikilvægu kynningarstarfi, enda þurfa íslenskar bókmenntir á öllum sínum lesendum að halda, bæði nær og fjær.

Books from IcelandThe Göteborg Book Fair is the biggest book fair in Scandinavia, a busy, noisy market place for Nordic literature, but also a festival of books for readers and book lovers in Sweden. I met the splendid publishers at OPAL publishing house, where our Swedish title Monster i knipa was presented. The Icelandic stand at the fair is always popular – run by Icelandic Literature Center, in cooperation with Promote Iceland and Icelandic publishers. A small and energetic group of important advocates for Icelandic literature abroad did good work during hectic days at the bustling fair.

Ljósmyndir | photos: Hrefna Haraldsdóttir, Kristín Pálsdóttir, Kristín Bjarnadóttir, Áslaug Jónsdóttir

Ég vil fisk! – á ýmsum tungum | I Want Fish! – in the sea of languages

Myndabókin Ég vil fisk! (أريد_سمكة) kemur út á allra næstu dögunum í arabískri þýðingu hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Áður hefur bókin komið út í þýðingum á sænsku, færeysku, grænlensku og dönsku. Bókadóma og fleira um Ég vil fisk! má lesa hér.

Book release! My picture book I Want Fish! (أريد_سمكة) has been published in Arabic and will be launched at the Sharjah International Book Fair next month. The publisher is Al Fulk, based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book has already been published in Swedish, Danish, Faroese and Greenlandic. Reviews and more about I Want Fish! here.


Þýðing á spænsku
A Spanish translation: no easy task!

Áhugasamir þýðendur hafa einnig snarað Ég vil fisk! á ensku, frönsku og spænsku, svo útgefendur megi glöggva sig á efni bókarinnar. Þar má nefna að Lawrence Schimel, rithöfundur, þýðandi og útgefendi, hefur þýtt bókina á spænsku. Í viðtali á inkygirl.com segir Lawrence frá ýmsum vandkvæðum og vali sem þýðandi getur staðið frammi fyrir, jafnvel þó textinn sé stuttur eins og í Ég vil fisk!. Þá var einnig viðtal við Lawrence í mexíkanska dagblaðinu Milenio í lok nóvember á síðasta ári. Greininni „El chícharo y el pez“ fylgdu myndir úr bókinni.

Mar sabe lo que quiere! A wonderful Spanish translation is available of the book, done by the skillful translator, writer and publisher Lawrence Schimel. In this interview on inkygirl.com Lawrence discusses the problems to solve and choices to make when translating children’s books, among them I Want Fish! Lawrence was also interviewed for the Mexican newspaper Milenio last year. The article “El chícharo y el pez” (The Pea and the Fish) was illustrated with images from the book.


French and English translations are also available for publishers to review. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008


Ég vil fisk! | Shortlisted!

EgVilFisk-AslaugJonsdottir♦ Á úrtökulistanum! Eins og ég sagði frá hér í desember á síðasta ári, þá var myndabókin Ég vil fisk! tilnefnd til Gourmand World Cookbook Awards í þremur flokkum: Best Scandinavian Cuisine Book, Best Children Food Book og Best Fish Book. Bókin er ennfremur vinningshafi í þessum þremur flokkum á Íslandi, samkvæmt kokkabókum Gourmand International.

Á heimasíðu verðlaunanna hefur verið birtur úrtökulisti (Cookbooks and Food Culture Shortlist 2016) fyrir hina ýmsu flokka. Ég vil fisk! er áfram tilnefnd til verðlauna í tveimur flokkum: Best Scandinavian Cuisine Book og Best Children Food Book. Vinningshafar á heimsvísu verða kynntir með viðhöfn þann 28. maí 2016 í Yantzi í Kína.

EgVilFisk-IslCover-2015♦ Shortlisted! As I wrote here in December last year, my little picturebook I Want Fish! – Ég vil fisk! got nominated for the Gourmand World Cookbook AwardsIt was selected the winner in Iceland, and nominated for the next “Gourmand Best in the World”, in three categories: Best Scandinavian Cuisine Book, Best Children Food Book and Best Fish Book. 

Gourmandlogo2Now the shortlists have been revealed, see here on: Cookbooks and Food Culture Shortlist 2016 – on The Gourmand World Cookbook Award’s websiteI Want Fish! – Ég vil fisk! is shortlisted for Best Scandinavian Cuisine Book and Best Children Food Book. World wide winners will be announced on Saturday May 28, 2016 at the annual awards event that takes place in Yantai, China.


I Want Fish! – Ég vil fisk! has been published in five languages and translations are available in English, Spanish and French. See illustrations from the book, read reviews and articles (mostly in Scandinavian languages) on this page.

Ég vil fisk! tilnefnd til verðlauna | Nominations for Gourmand World Cookbook Awards

EgVilFisk-IslCover-2015

♦ Tilnefning! Stundum berst upphefðin að úr óvæntum áttum. Ég vil fisk! var endurútgefin á árinu og er nú tilnefnd til Gourmand World Cookbook Awards í eftirtöldum þremur flokkum:
Best Scandinavian Cuisine Book
Best Children Food Books
Best Fish Book
Bókin er ennfremur vinningshafi í þessum þremur flokkum á Íslandi. Listi yfir vinningshafa í 209 löndum verður birtur á heimasíðu verðlaunanna í febrúar, en vinningshafar á heimsvísu kynntir með viðhöfn þann 28. maí 2016 í Yantzi í Kína.

Þó að Ég vil fisk! sé ekki matreiðslubók, þá kemur matur, áhugi á mat og matarmenning vissulega við sögu og þessi óvænta og skemmtilega viðurkenning sannar að það er hægt að lesa barnabækur á mörgum plönum. Ég vil fisk! fjallar um sterkan vilja og mislukkaðan velvilja, tungumál og skilning – og auðvitað matinn sem sameinar okkur og seður. Á þessari síðu má sjá myndir úr bókinni, lesa greinar og umfjöllun og brot úr bókadómum. Bókin hefur komið út á fimm tungumálum og er til í þýðingu á fleiri tungumálum.

Gourmandlogo2♦ Nomination! Have I got a surprise for you! My little picturebook I Want Fish! – Ég vil fisk! just got nominated for the Gourmand World Cookbook Awards, – although it’s not a cookbook! I Want Fish! – Ég vil fisk! has been selected the winner in Iceland, and nominated for the next “Gourmand Best in the World”, in three categories:
Best Scandinavian Cuisine Book 
Best Children Food Books 
Best Fish Book
The results for all 209 countries will be posted on the Gourmand World Cookbook Award’s website in February. World wide winners will be announced on Saturday May 28, 2016 at the annual awards event that takes place in Yantai, China.

These nominations must be a proof for the fact that good children’s books can be read in surprisingly many levels! I Want Fish! – Ég vil fisk! is a picturebook for the youngest readers. It’s a book about a strong will and a failing goodwill, language and understanding – taken in with several spoonfuls of some very nice and varied dishes! It has been published in five languages and translations are available in English, Spanish and French. See illustrations from the book, read reviews and articles (mostly in Scandinavian languages) on this page.

Ég vil fisk! | I Want Fish!

EgVilFisk-IslCover-2015♦ Endurútgáfa: Ég vil fisk! er komin út á ný, kjörin bók fyrir litla sjálfstæða lestrarhesta. Forlagið – Mál og menning gefur út. Af þessu tilefni hefur bókin fengið sérstaka undirsíðu hér á vefnum, með vísun á umfjöllun og tilvitnunum í bókadóma í Svíþjóð, Danmörku og víðar. Sjá hér: Ég vil fisk! Bókin kom fyrst út árið 2007, þá samtímis á fimm tungumálum: íslensku, færeysku, sænsku, dönsku og grænlensku. Íslenskum bókadómum hefur ekki verið til að dreifa, en mig minnir að einn íslenskur fjölmiðill hafi beðið mig um uppskrift að fiskrétti, um það leyti sem bókin kom út … Barnabókaumfjöllun á Íslandi er yfirleitt í mismikilli lægð, en þeir fáu sem sinna barnabókmenntunum af einhverju viti eiga hrós skilið fyrir eljuna.

♦ RepublishedMy picturebook: Ég vil fisk! (I Want Fish) has just been republished and is out in the stores again. The first edition was published in five languages: Icelandic, Faroese (BFL), Swedish (Kabusa Böcker), Danish and Greenlandic (Milik) in 2007. English, French and Spanish translations are now available for publishers.

I have just put up a special page for the book, see: Ég vil fisk – I Want Fish! with couple of illustrations and a lot of quotes and notes from reviews, although mostly in the Scandinavian languages. I have one book review in English, published in BOOKBIRD:

„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul.“ – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008

EgVilFisk4web

Fiskur hverfur | When books vanish

DN2aug2014

EgVilFisk-SvCover

♦ Myndabækur: Lotta Olsson skrifar í Dagens Nyheter um mikilvægi þess að ungir lesendur hafi úr fjölbreyttu úrvali bóka að moða og ennfremur segir hún frá leit sinni að nýlegum myndabókum. Lotta Olsson fullyrðir að á bókamarkaðinum sé hreinlega að finna svarthol því margar nýrri myndabækur séu uppseldar og ófáanlegar – valið standi aðeins á milli nýútkominna bóka og svo mikið eldri sígildra bóka. Sænska útgáfan af „Ég vil fisk!“ virðist hafa hafnað í þessu svartholi, en um hana segir Lotta: „ …dásamleg lítil saga um tungumál og skilning.“

♦ Picture booksIn an article in Dagens Nyheter, Sweden’s largest morning paper, my book I Want Fish is mention as one of many fairly new books that are sold out and unavailable – but shouldn’t be! Reviewer and journalist Lotta Olsson wanted to buy a selection of books for a young friend but found out that publishers hesitate to reprint older titles: the room is cleared for the new books, creating what Olsson calls “a black hole” between the old classics that are consitently republished and new resently published books. My book “I Want Fish” (Vill ha’ fisk!) seems to have disapeared in that black hole, a book Olsson finds “…adorable little story about language and understanding.”

Ég vil fisk! – I Want Fish!
Mál og menning, 2007.

Þýðingar | Translations:
• Danska | Danish: Jeg vil ha’ fisk!, Milik, Grænland, 2007
• Grænlenska | Greenlandic: Aalisakkamik!, Milik, Grænland, 2007
• Sænska | Swedish: Vill ha’ fisk!, Kabusa, Sweden, 2007
• Færeyska | Faroese: Eg vil hava fisk!, BFL, Faroe Islands, 2007

Umsagnir | Reviews:
„Teksten fokuserer på de voksnes distræte replikker, som afslører deres manglende evne til at lytte, uden at fordømme, men med et indforstået glimt i øjet til børn fra ca. 1 1⁄2 år. … En gennemført og sjov bog …“ – Kari Sønsthagen, Berlinske Tidende 30. júní 2007
„Berättarstrukturen i Áslaug Jónsdóttirs Vill ha fisk är beundransvärd renodlad. … Det hela formar sig till en glasklart enkel skildring av språkets og självmedvetandets framväxt. … Illustrationernas blandteknik skapar djup och resonans, bildytan växlar, får oväntad rörlighet. … Just så här direkt kan en riktigt bra bok interagera.“ – Per Israelson, Svenska Dagbladet, 17. september 2007
„Bilduppslagens öppna ytor och kantiga blandteknik skapar en tvingande materialitet som knivskarpt isolerar språkets och självmedvetandets framväxt i detta intima familjespel. Briljant.“ – Per Israelson, Svenska Dagbladet, 10. desember 2007 – Årets böcker.
Inte för ett ögonblick låter Áslaug Jónsdóttir sina läsare glömma att hennes bilder bara är teckningar på ett papper. … Men den lilla huvudpersonen Hildur blir likafullt levande i kraft av sin viljestyrka och sina känsloutbrott. Redan på första uppslaget spänner hon sin påstridiga blick i läsarna – vad hjälper det då att illustratören försöker tona ner Hildurs inbillningsförmåga genom att teckna hennes fantasi-fångst som en genomskinlig kritflundra. Berättelsen har redan fått ett eget liv.“ – Nisse Larsson, Dagens Nyheter, 8. október 2007
„Då känns det befriande att läsa Vill ha fisk av Áslaug Jónsdóttir med en pappa och mamma som står lika oförstående inför sin dotters önskemål och hela tiden misstolkar hennes önskan “Vill ha fisk”. Föräldrarna turas om att laga mat, handla m.m. som en helt naturlig bisak och Hildur är i bild- och berättelsefokus konsekvent. Den sortens vardagsnära verklighetsbeskrivningar tror jag fungerar allra bäst.“  – Susanna Ekström, Opsis Kalopsis 2/2010, Special – om bilderböcker ur genusperspektiv.
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008