Tilnefning! Í dag voru kunngjörðar tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tvær bækur eru tilnefndar af Íslands hálfu: Skrímsli í vanda ogVertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Dagný Kristjánsdóttir kynnti tilnefningarnar fyrir hönd íslensku dómnefndarinnar í Norræna húsinu en kynning fór einnig fram á sama tíma á barnabókastefnunni í Bologna á Ítalíu.
Skrímsli í vanda er níunda bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir okkur höfundana þrjá: Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sjöunda bókin, Skrímslaerjur, var einnig tilnefnd til verðlaunanna árið 2013, en verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn það haust.
Í umsögn valnefndar um Skrímsli í vanda segir:
„Bókin Skrímsli í vanda fjallar á yfirborðinu um viðbrögð litla og stóra skrímslisins við loðna skrímslinu sem er í heimsókn hjá litla skrímslinu og sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Þegar það er beðið að fara heim til sín kemur í ljós að það á hvergi heima. Þetta setur litla og stóra skrímslið í siðferðilega klípu sem þau leysa á endanum með sínum hætti. Sagan afhjúpar tilfinningar sem allir þekkja, jafnt börn sem fullorðnir, en af því að sagan er marglaga upplifir hver og skilur eftir sínum þroska og reynslu.
Myndirnar og textinn vinna mjög vel saman í að miðla þeirri sögu sem sögð er í bókinni. Myndirnar eru litríkar og líflegar og undirstrika tilfinningar og viðbrögð skrímslanna. Leturbreytingar í textanum gera það líka og hjálpa til við að leggja áherslur í upplestri en gera það einnig að verkum að stundum verður textinn eins og hluti af myndunum.
Ekki er sagt með beinum hætti í textanum hvers vegna loðna skrímslið á ekki í neitt hús að venda. Á einni opnu bókarinnar eru myndir af hugsanlegum ástæðum, til dæmis eldsvoði, náttúruhamfarir og stríð. Myndirnar af loðna skrímslinu sýna að það er grátt leikið, með sáraumbúðir og plástur.
Þannig hefur Skrímsli í vanda ríka skírskotun til samtímans. Ástæðan fyrir því að sumir eiga engan tryggan samstað í tilverunni skiptir ekki öllu máli en viðbrögð samferðafólks gera það.“
Við skrímslahöfundar gleðjumst yfir tíðindunum og erum stoltir höfundar í afar góðum félagsskap. Aðrar tilnefndar bækur eru:
Danmörk: Lynkineser eftir Jesper Wung-Sung & Rasmus Meisler (myndskr.) og Hest Horse Pferd Cheval Love eftir Mette Vedsø.
Finnland: Kurnivamahainen kissa („Kisan með garnirnar gaulandi“, óþýdd) eftir Magdalena Hai & Teemu Juhani (myndskr.) og Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson.
Færeyjar: Træið („Tréð“, óþýdd) eftir Bárð Oskarsson.
Noregur: Ingenting blir som før eftir Hans Petter Laberg og Alice og alt du ikke vet og godt er det eftir Torun Lian.
Samíska málsvæðið: Joekoen sjïehteles ryöjnesjæjja („Fyrirmyndar hreindýrahirðir“, óþýdd) eftir Anne-Grethe Leine Bientie & Meerke Laimi Thomasson Vekterli (myndskr.).
Svíþjóð: Fågeln i mig flyger vart den vill eftir Sara Lundberg og Norra Latin eftir Sara Bergmark Elfgren.
Álandseyjar: Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson.
Verðlaunin verða afhent á Norðurlandaráðsþingi í Osló 30. október 2018. Sjá nánar á vef verðlaunanna.
Skrímsli í vanda hlaut í janúar Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki barna- og ungmennabóka. Lesa má um það hér. Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.
Nomination! Today the national members of the adjudication committee for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize nominated 12 works for the award in 2018. Two books are nominated on behalf of Iceland: Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) and Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels (Be invisible – the story of Ishmael’s escape) by Kristín Helga Gunnarsdóttir. Dagný Kristjánsdóttir presented the nominations on behalf of the Icelandic committee and at the same time all nominees were introduced at the Bologna Children’s Book Fair in Italy.
Monsters in Trouble is the ninth book about the Little Monster and the Big Monster by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. The seventh book in the series, Skrímslaerjur (Monster Squabbles), was nominated in 2013, the first year of the children’s book award.
The jury’s assessment of Skrímsli í vanda reads as follows:
“On the surface, Skrímsli í vanda (in English, “Monster in trouble”) is about two monsters, one big and one small, and how they react to a shaggy monster who visits the little monster and shows no sign of leaving. When the guest is asked to go home, it turns out that it has nowhere to go home to. This creates an ethical dilemma for the two monsters, which they manage to solve in their own way. The story examines feelings familiar to children and adults. Its many layers let the reader experience and understand the story according to their own maturity level and experience.
The illustrations and text form a synthesis to convey the story. The pictures are colourful and lively and depict the monsters’ feelings and reactions. The same is true of the alternating typography that shows where the emphasis is to be placed when reading aloud, which serves to make the text part of the illustrations.
The text does not come right out and say why the shaggy monster has no home. One spread has pictures of several possible reasons, including fire, natural disaster, and war. The pictures show a poorly looking shaggy monster bandaged up with plasters.
In this way Skrímsli í vanda makes a clear reference to present-day situations. The crucial thing is not the reason why someone doesn’t have a home but how those around them react.”
We the author-team are truly happy to receive this honor and are proud to be listed a amongst these great nominees and wonderful books:
Denmark: Lynkineser by Jesper Wung-Sung & Rasmus Meisler (ill.) and Hest Horse Pferd Cheval Love by Mette Vedsø.
Finland: Kurnivamahainen kissa by Magdalena Hai & Teemu Juhani (ill.) and Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson.
Faroe Islands: Træið by Bárð Oskarsson.
Norway: Ingenting blir som før by Hans Petter Laberg and Alice og alt du ikke vet og godt er det by Torun Lian.
The Sami Language Area: Joekoen sjïehteles ryöjnesjæjja by Anne-Grethe Leine Bientie & Meerke Laimi Thomasson Vekterli (ill.).
Sweden: Fågeln i mig flyger vart den vill by Sara Lundberg and Norra Latin by Sara Bergmark Elfgren.
Åland: Pärlfiskaren by Karin Erlandsson.
The winner will be announced and the prize awarded in Oslo, on October 30, 2018. Further reading in English about the nominees and their books here.
In January Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) received the Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction – read more about that here. Click here to read more about the authors and their collaboration,
and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.
Ljósmyndir | photos: © Norræna húsið / The Nordic House. SG & http://www.aslaugjonsdottir.com
Pingback: Nominerade till det stora Nordiska barn- och ungdomslitteraturpriset (igen!) | Kalle Güettler, författare