Skrímsli í vanda í Helsinki | Monsters in Trouble – in Helsinki

Skrímslafréttir! Í dag, 11. apríl 2023, opnaði sýning með myndum úr Skrímsli í vanda í norræna bókasafninu í Helsinki, Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. Í tengslum við sýninguna verða upplestrar og skapandi vinnustofur fyrir börn á leikskólaaldri, unnar í samstarfi við nemendur í kennslufræðum við háskólann í Helsinki.

Áhugasamir geta haft samband við Mikaelu Wickström, sem hefur veg og vanda af verkefninu, en vinnustofurnar eru í boði daglega frá kl. 9.30-10.15. Sýningin stendur til 9. maí.

Hjá Norræna bókagleypirnum má einnig finna margvísleg verkefni og umfjöllun um Skrímsli í vanda á öllum norðurlandamálunum. 

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki

Monsternews! Today, 11 April 2023, an exhibition featuring illustrations from Monsters in Trouble opened at the Nordic Library in Helsinki: Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. In conjunction with the exhibition, readings and creative workshops for preschool children will be conducted in collaboration with students in pedagogy at the University of Helsinki.

All interested can contact Mikaela Wickström for further information. The workshops run daily from 9.30-10.15. The exhibition runs until May 9.

Also available at the children’s book site the “Nordic Book Devourer” are projects for children, study and support material on Monsters in Trouble, available in all the Nordic and Scandinavian languages.

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Sígild skrímsli – ný prentun! | New reprints of two books from the Monster series

Útgáfufréttir! Skrímslabækurnar voru flestar uppseldar á síðasta ári en nú eru fjórar bækur fáanlegar eftir að fyrsta bókin: Nei! sagði litla skrímslið og sú nýjasta: Skrímsli í vanda, voru endurprentaðar. Fyrstu þrjár bækurnar hafa allar verið endurprentaðar en Skrímslapest, Skrímsli á toppnum, Skrímsli í heimsókn, Skrímslaerjur og Skrímslakisi eru uppseldar. Þær verða vonandi einnig endurútgefnar áður en langt um líður.

Nei! sagði litla skrímslið kom fyrst út árið 2004. Hún hlaut Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin og Bókaverðlaun bóksala sem besta íslenska barnabókin 2004. Skrímsli í vanda, kom fyrst út árið 2017. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka og var tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Bækurnar um skrímslin hafa allar verið gefnar út í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á fjölda tungumála: finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku, litháísku, basknesku, katalónsku, kastilísku, galisísku, tékknesku, lettnesku og arabísku. Smellið hér til að sjá myndir úr bókunum og lesa brot úr bókadómum. 

Þó margar bækur séu uppseldar er hægt að panta heimsókn höfundar í skóla og leikskóla og þá eru sögurnar lesnar, myndir sýndar á skjá eða tjaldi og spjallað um bækur. Myndlistarvinnustofur henta einnig smærri hópum.

Monster news! New reprints of two books from the monster series are now in the stores. The first book Nei! sagði litla skrímslið (No! Said Little Monster) and the newest Skrímsli í vanda, (Monsters in Trouble) were long sold out, as well as most of the books from the series. The first three books have already been through the press more than once and twice and the five missing titles will hopefully soon be reprinted.

Nei! sagði litla skrímslið (No! Said Little Monster), first published in 2004, received Dimmalimm – The Icelandic Illustrators Award and The Bookseller’s Prize: Best Icelandic children’s book 2004. Skrímsli í vanda, (Monsters in Trouble), first published in 2017, received the Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction and was nominated to The Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize.

Books from the monster series, written in Icelandic, Swedish and Faroese (more about the authorship here) have been translated to Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese, Lithuanian, Basque, Catalan, Castilian, Galician, Czech, Latvian and Arabic. For illustrations from the books and quotes from reviews: click here. For school visits and workshops see information here.

Umfjöllun um skrímslin á nýnorsku | New reviews in Norway

Bókadómar: Tvær bækur um skrímslin: Skrímsli í heimsókn og Skrímsli í vanda komu út hjá forlaginu Skald í sumarbyrjun, í norskri þýðingu Tove Bakke. Á nýnorskum vefmiðlum hefur birst dálítil umfjöllun um Monsterbesøk og Monsterknipe.

Á bókmenntavef Nynorsksenteret, Nynorskbok.no, er fjallað um báðar bækurnar og þar segir m.a.:

„Dette er stramt komponerte bøker, med gjentaket som viktigaste verkemiddel, men teksten er likevel underhaldande og lettbeint. Illustrasjonane er leikne og uttrykksfulle, og dei støttar opp om og utfyller teksten. Slik er dette bøker som eignar seg fantastisk godt til lesetrening, samtidig som dei er gode samtalebøker.“ – Guro Kristin Gjøsdal, Nynorskbok.no / Nynorsksenteret.

Á bókmenntavefnum Svidal Skriveri er skrifað um Monsterknipe:

„Uttrykket er energisk og kraftfullt. Både i tekst og illustrasjonar er kontrastane ei drivkraft. Mellom det svarte og kvite, mellom det store og det vesle, ispedd klare fargar og organiske former. I teksten er replikkane ofte er sette opp med «monsteraktige» fontar med ulik skriftstorleik alt etter styrken i utropet.
Trass i, eller kanskje fordi at monster ikkje finst, er det lett å identifisere seg med kjenslene dei viser og lære noko av løysingane dei finn når to gode vener skal gje plass til ein tredje.“ – Janne Karin Støylen, Svidal Skriveri: Ny sprett.

Book reviews: Newly published translations of two books from the monster series, released earlier this summer by Skald in Norway, have received couple of nice reviews in online media. For reviews in Norwegian of Monsterbesøk (Monstervisit) and Monsterknipe (Monsters in Trouble) see following links: Nynorskbok.no / Nynorsksenteret and Svidal Skriveri: Ny sprett, 2019.


Fréttir og greinar vegna útgáfunnar: | Articles about the release:
• Sogn Avis: Monstersatsing på barnebøker: – Veldig stas å ta over stafettpinnen.
• Sunnmørsposten: Bles nytt liv i nynorsk barnelitteratur.
• Porten.no: Lokalt forlag satsar på dei yngste, har tilsett barnebokredaktør.

Skrímsli í vanda og Skrímsli í heimsókn á norsku | New titles in Norwegian

Útgáfutíðindi frá Noregi: Norska bókaforlagið Skald heldur áfram útgáfu á bókaflokknum um skrímslin og nú eru nýkomnar úr prentsmiðju Skrímsli í heimsókn og Skrímsli í vanda undir titlunum Monsterbesøk og Monsterknipe. Áður hafa verið gefnar út á norsku bækurnar: Nej! sa VeslemonsterStore monster græt ikkjeMonster i mørketMonsterpest og MonsterbråkHér má lesa kynningar og nokkrar síður úr Monsterbesøk og Monsterknipe á vef forlagsins Skald. Hér er líka skemmtileg frétt um útgáfuna.

Translations – Book release in NorwayTwo new books from the monster series have just been released in Norway: Skrímsli í heimsókn (Monstervisit) and Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) by the titles Monsterbesøk and Monsterknipe. Our publisher in Norway, Skald, has published introductions and few pages online from the books, see the publishers website: Monsterbesøk and Monsterknipe. Previous titles in Norwegian are Nej! sa VeslemonsterStore monster græt ikkjeMonster i mørketMonsterpest and Monsterbråk.

Mynd | Image: screenshot © http://www.skald.no

Bækurnar um skrímslin hafa verið þýddar á fjölda tungumála og þær hafa hlotið verðlaun og viðurkenningar. Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.
The monster series have been translated into many languages and they have received several awards and honors. Click here to read more about the authors and their collaboration, and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

 

Skrímsli í vanda – umfjöllun | Monsters in Trouble – new reviews

BókadómarVegna tilnefninga til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 birtust bókadómar í nokkrum frétta- og netmiðlum skömmu fyrir verðlaunaafhendinguna í Ósló þann 30. október, um bækur sem tilnefndar voru til verðlaunanna. Eins og áður hefur komið fram var Skrímsli í vanda tilnefnd og hér neðar eru brot úr umsögnum.

Book reviewsPrior the Nordic Council Award ceremony, new book reviews were published in several news and web media. Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) was nominated to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018, and below are few clips from these articles. 


„Hér er tekist á við stórar siðferðilegar spurningar í samræmi við þroska þeirra sem lesa eða lesið er fyrir en bækurnar eru ætlaðar yngstu bókormunum.“
– Jórunn Sigurðardóttir, Orð um bækur – RÚV 28.10.2018 🔗

„Historien illustreres med sterke virkemidler, både i tegningene av monstrene, som kan se truende ut med pels og skarpe tenner, men som ikke er for farlige når det kommer til stykket, og i selve tekstens typografi, der enkelte ord står med tjukke typer.
Det er ikke unaturlig å assosiere til flyktninger eller andre nødstilte som trenger hjelp. Det finnes mange måter å vise omsorg på, uten at det skal gå på din egen integritet løs.“
– Anne Cathrine Straume, Med tro på fremtiden – NRK 26.10.2018 🔗

„Stílhreinar, litsterkar og tjáningarríkar myndir Áslaugar bera söguna áfram og velta upp ýmsum möguleikum um hvað geti hafa komið fyrir loðna skrímslið án þess að veita nákvæm svör. Lesendur vita því ekki hvort loðna skrímslið missti hús sitt í eldgosi eða sprengjuregni. Þetta veitir foreldrum kærkomið tækifæri til að ræða við börn sín hlutskipti fólks sem lendir í náttúruhamförum eða stríðsátökum. Á endanum er það heldur ekki aðalatriðið hvers vegna sumir eiga engan tryggan samastað í tilverunni, það sem skiptir máli eru viðbrögð okkar og samhugur því með samkenndina að leiðarljósi getum við gert heiminn að betri stað.“
– Silja Björk Huldudóttir, Mbl 26.10.2018

Umfjöllun á Barnebokkritikk.no er einnig hér – en þar er talsvert um rangfærslur/misskilning í endursögn o.fl. sem ber að taka tillit til.

Fyrri umsagnir má lesa hér. | More reviews (in Icelandic / English / Swedish) here.


Svolítið um öfund og samkeppni milli þjóðaÉg má til með að minnast á þessa fyrirsögn í frétt hjá Danmarks Radio – sem birtist rétt eftir að tillkynnt var að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs yrðu veitt Auði Övu fyrir bók hennar Ör. „Danir sniðgengnir… “ segir þar. „Danskere forbigået til stor nordisk litteraturpris.“ Auðvitað glöddumst við landar hennar Auðar. Það er gaman að vera með Íslendingum í útlöndum þegar vel gengur, við fögnum með vinum sem hljóta verðskuldaða viðurkenningu – en var þetta virkilega keppni milli þjóða? Áfram Ísland? Eru allir bara alltaf í boltanum? Nei, listaverkið vann. Listin og skapandi hugsun vann til verðlauna þetta kvöld. Verk og verkefni sem eru gagnrýnin, örvandi, stuðandi, hvetjandi, lýsandi, skarpskyggn og djúp. Þessi verk sem hreyfa við okkur.

Íslendingum er fullljóst að fámennið gerir margvíslega listsköpun, svo ekki sé minnst á varðveislu þjóðtungunnar, að kraftaverki. Bara það að vera til sem sjálfstæð þjóð með eigin tungu og menningu er afrek. Að vera listamaður á Íslandi er undur. Við erum í sigurliðinu á degi hverjum. Allt umfram það er fáránleg lukka. En einkum virðist öfund og brengluð samkeppni hrjá stærri Norðurlandaþjóðirnar, ég man a.m.k. ekki eftir því að vér fá og smá höfum tekið það nærri okkur að vinna ekki til verðlauna. Því hér tapar enginn.

Umfjöllun á Barnebokkritikk.no kemur einnig inn á þessa skringilegu hugsun. Hér er það nefnt að við höfundar Skrímsli í vanda séum frá þremur löndum – tilnefnd frá Íslandi (þ.e. Skrímsli í vanda var tilnefnd, en ekki sænskar/færeyskar hliðstæður). „Det kan også være interessant å spørre seg hvilket nordisk land som bør få prisen, hvis boken skulle vinne? Siden bøkene er resultat av et nordisk samarbeid, bør vel da prisen deles.“

Þetta er aldeilis frumleg tillaga! Kannski hefði Ísland bara stolið öllu saman!? Ég veit ekki í hvað er vitnað, Smugudeiluna kannski? Ef einhver er í vafa, þá deilum við höfundarnir smáum ritlaunum okkar réttlátlega, og það höfum við ávallt og einnig gert þegar verðlaun eiga í hlut. En ef við hefðum unnið til verðlauna í síðustu viku, þá við hefðum aldrei deilt verðlaunafénu með neinu þjóðríki sérstaklega, öðruvísi en í gegnum lögbundna skatta. En við hefðum sannarlega deilt gleði okkar með vinum og vandamönnum, samverkafólki og listamönnum og hverjum þeim sem hefðu samglaðst okkur: vinum skrímsla, íslenskrar tungu og bókalistar – hvar á hnettinum sem þeir búa!

A thought on jealousy and the rivalry of brotherly nationsFor an Icelander it somewhat hard to understand the really tough competition other (bigger) nations are dealing with. Coming from a thin populated island with a nation of around 350.000 people speaking/writing in a language no one else understands, just about everything we do is a win. Artistic existence is a miracle. Every artist on our island is important and necessary and already just by existing we have won. Anything beyond that is an amazing fun. Or just: hah! We never expected that. Well done!

So when the Danish Public Radio writes: „Danes [Danish authors] shunned…“ – and: „The Nordic Council Literature Prize went to Icelandic Auður Ava Ólafsdóttir – you know there is something wrong with how some people think about literary and artistic awards. Here’s the surprise: It’s the ART that is awarded! All the works that got awarded were inspiring, creative, sharp, critical, encouraging, brave and deep. This year the awards went to artists and project leaders from Iceland, Faroe Islands, Greenland and Norway.

Also: a critic at the Norwegian website Barnebokkritikk.no wrote about our picture book Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) – written by us three co-authors from Iceland, Sweden and Faroe Islands, published in the three countries, but only the Icelandic version (in Icelandic) was nominated by Iceland:
It might also be interesting to ask which Nordic country should receive the prize if the book should win? Since the books are the result of a Nordic cooperation, then the price should be shared.”

Really!? Shared? Wow… fancy that idea! If someone wonders, we, the three authors of the Monster series, share our small royalties fairly, – just as we have shared the prizes we have won so far (yes, we have won prizes) – and if we had won this time, we would NOT have shared the prize particularly with the three states or countries. We would surely have shared the joy with all our friends and family and colleagues and artists and whoever is happy for us and for our art, – and perhaps that weird Icelandic language – where ever they live!

Norrænar bókaveislur | Celebrating literature in Helsinki and Oslo

Katrín Jakobsdóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir

Verðlaun Norðurlandaráðs 2018Fimm verðlaun Norðurlandaráðs voru veitt með pomp og pragt í óperuhúsinu í Ósló 30. október síðastliðinn. Verk íslenskra listamanna voru verðlaunuð í flokki kvikmynda og fagurbókmennta: Kvikmyndin Kona fer í stríð og skáldsagan Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur hlutu þar verðskuldaða viðurkenningu. Tónlistarverðlaunin féllu í skaut norska tónskáldsins Nils Henrik Asheim fyrir verkið Muohta. Í flokki barna- og unglingabókmennta varð myndabókin Træið eftir færeyska listamanninn Bárð Oskarsson fyrir valinu og umhverfisverðlaunin fékk Náttúruauðlindaráðið í Attu í Grænlandi. Allt glæsileg verk og verkefni og ærin ástæða til að fagna, en einkum gladdi að Ör Auðar Övu skyldi verða fyrir valinu.

The Nordic Council awards 2018The five Nordic Council prizes were awarded at a gala in the Opera House in Oslo last week, on October 30th. Two Icelandic works of art were awarded: the film prize went to Kona fer í stríð (Woman at War) and the literature prize to the novel Ör (Hotel Silence) by Auður Ava Ólafsdóttir. The Norwegian composer Nils Henrik Asheim was awarded for his piece Muohta and the picturebook Træið (The Tree) by Faroese artist Bárður Oskarsson was awarded the Children and Young People’s Literature Prize. The Nordic Council Environment Prize 2018 went to the Natural Resource Council of Attu, West Greenland. All wonderful projects and art creations. I was especially happy about Auður Ólafsdóttir’s prize and I recommend her books any time: they are timeless, universal, wonderfully quirky and clever.

From left: scriptwriter Ólafur Egilsson; Iceland’s Prime Minister: Katrín Jakobsdóttir; Iceland’s Minister of Education, Science and Culture: Lilja Alfreðsdóttir; film director and scriptwriter Benedikt Erlingsson; and the star of the evening: writer Auður Ava Ólafsdóttir.

Tilnefndir höfundar: Tólf barna- og unglingabækur voru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018, þar á meðal Skrímsli í vanda. Ásamt öðrum tilnefndum höfundum héldum við skrímsla-teymið til bókamessunnar í Helsinki og svo áfram til Óslóar en í báðum borgum tókum þátt í kynningum og bókmenntaviðburðum. Eins og ævinlega standa upp úr svona ferðum góðar stundir í samheldnum hópi listmanna, sem og gleðin yfir áhugaverðri og vandaðri bókalist.

The Nordic nomineesTwelve children’s and YA-books were nominated to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018, amongst them Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble). And so we traveled along with other nominees to Helsinki Book Fair in Finland and to Oslo in Norway to introduce our works as well as taking part in the nerve-wracking award ceremony. As always the best part was meeting the wonderful authors and illustrators and learning more about their works and art.

Í Helsinki: tilnefndir rit- og myndhöfundar til verðlauna Norðurlandaráðs | Nominees – © Kulturkontakt Nord Helsinki

Children’s book authors at Helsingfors Bokmässa. Moderator Karri Miettinen

Með „mömmu“ Einars ÁskelsÞað var sænska barnabókadrottningin Gunnilla Bergström sem afhenti barna- og unglingabókaverðlaunin á hátíðinni í óperuhúsinu í Ósló. Okkur Kristínu Helgu Gunnarsdóttur þótti firnagaman að hitta hana á Gardemoen og ná að þakka henni fyrir hvetjandi og áhrifaríka ræðu.

With Alfie Atkins “mom“It was a Swedish queen of children’s books, Gunnilla Bergström, who handed out the prize for children’s literature at the gala in the Opera House in Oslo. Author Kristín Helga Gunnarsdóttir and I had the chance to greet her and express our thanks for a memorable and inspiring speech at the ceremony.

Kristín Helga Gunnarsdóttir was nominated for her book: Be invisible – the story of Ishmael’s escape – a dramatic and impressive book and highly recommended reading for both young and adult.

Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gunnilla Bergström, Áslaug Jónsdóttir

VeturveðurVið Kristín Helga létum ekki parraka okkur endalaust innandyra. Gönguferð í björtu veðri í Helsinki hressti eftir þaulsetur á bókamessu. Veðrið var síðra í Ósló: ofankoma við frostmark, dimmt í lofti. En þar ríkti gleðin sannarlega innandyra!

Winter citiesDespite busy days I had the chance to take a long walk in Helsinki with Kristín Helga Gunnarsdóttir. In Oslo a guided tour, sleet and snow awaited – and of course a highly fancy and fabulous gala party!

Myndir | photos © Áslaug Jónsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gitte Söderbäck, Kulturkontakt Nord Helsinki

Mikilvæg og falleg bók | Book review from Sweden

BókadómurStuttir lektorsdómar Bibliotekstjänst, BTJ, hafa löngum verið mikilvægir fyrir bækur í Svíþjóð og framgang þeirra í bókasöfnum landsins. Bækurnar um skrímslin hafa jafnan verið teknar til umfjöllunar í ritum BTJ og fengið ljómandi dóma. Skrímsli í vanda, Monster i knipa, fékk umsögn hjá Mariu Christensen. Þar segir meðal annars:

„Mergjaðar myndlýsingar Áslaugar Jónsdóttur, í dempuðum, dökkum litum, eru allsráðandi og leiða textann. Með einföldum tjáningarleiðum og stundum hjartanístandi túlkun sýna myndirnar á látlausan hátt hvernig brugðist er við þeim sem glatað hafa öllu. […] Skrímslin eru viðfeldin og geðug, þó stóra skrímslið eigi til bæði ólund og ónærgætni. Það er ógerlegt annað en að draga hliðstæður við þjóðfélagsmyndir dagsins í dag og bókin ætti að vera góður grundvöllur fyrir margháttaðar samræður með börnum. Skrímsli í vanda er mikilvæg og falleg bók.“  – Maria Christensen, BTJ-häftet nr 7, 2018.

Book reviewReviews in the Swedish Library Magazine, BTJ, are always important for the books and their distribution to the libraries in Sweden. Monsters in Trouble, – Monster i knipa, the Swedish version of Skrímsli í vanda, got a nice review by Maria Christensen:

Áslaug Jónsdóttir’s powerful illustrations in restrained and dark colors dominate and lead the text. With simple ways of expression and sometimes heartbreaking interpretations, the images show in an uncomplicated way reactions to someone who has lost everything. The text is a collaboration between Kalle Güettler, Rakel Helmsdal and Áslaug Jónsdóttir. All the monsters are sympathetically depicted, even though Big Monster gets both grumpy and thoughtless at times. It is impossible not to draw parallels to today’s societies and this book can be a good starting point for many discussions with young children. Monsters in Trouble is an important and fine book.“ – Maria Christensen, BTJ-häftet nr 7, 2018.

Útgefandi í Svíþjóð | Publisher in Sweden: Opal förlag.
Monster i knipa er bók mánaðarins í vefverslun Opal. | Book of the month at Opal’s webstore, see 🔗.

Skrímslin á Barnamenningarhátíð | Reading at the City Hall of Reykjavík

Upplestur: Skrímslin taka þátt í Barnamenningarhátíð 2018 og hitta Krummaling! Næstkomandi sunnudag, 22. apríl, sýni ég myndir og les úr bókunum um skrímslin. Það verður hægt að glöggva sig á fyrri fundum loðna skrímslisins og skrímslafélaganna tveggja og auðvitað verður nýjasta bókin, Skrímsli í vanda lesin. Um klukkan 11.30 verður svo hægt að hlýða á Kvæðið um Krummaling úr samnefndri bók eftir Aðalstein Ásberg og Högna Sigurþórsson. Upplesturinn fer fram í „Ævintýrahöllinni“ í Ráðhúsi Reykjavíkur, kl 11.00. Dagskrána má kynna sér hér.🔗

Book readingThe annual Children’s Culture Festival is currently held in Reykjavík: from 17-22 April 2018. I will be displaying illustrations and reading from the books about Little Monster and Big Monster, as well as their visiting friend, Furry Monster. The reading will take place in the City Hall of Reykjavík, or the The Adventure Palace, at 11 am. Read more about the festival events here: Children’s Culture Festival. 🔗

Skrímsli í vanda hlaut í janúar Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki barna- og ungmennabóka. Lesa má um það hér. Bókin var ennfremur tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af hálfu Íslands. Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.

In January Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) received the Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction –read more about that here. Last month book was also nominated on behalf of Iceland to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize. Click here to read more about the authors and their collaboration, and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

 

Skrímsli í vanda tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 | Nomination for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018

Tilnefning! Í dag voru kunngjörðar tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tvær bækur eru tilnefndar af Íslands hálfu: Skrímsli í vanda ogVertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Dagný Kristjánsdóttir kynnti tilnefningarnar fyrir hönd íslensku dómnefndarinnar í Norræna húsinu en kynning fór einnig fram á sama tíma á barnabókastefnunni í Bologna á Ítalíu.

Skrímsli í vanda er níunda bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir okkur höfundana þrjá: Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sjöunda bókin, Skrímslaerjur, var einnig tilnefnd til verðlaunanna árið 2013, en verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn það haust.

Í umsögn valnefndar um Skrímsli í vanda segir:

„Bókin Skrímsli í vanda fjallar á yfirborðinu um viðbrögð litla og stóra skrímslisins við loðna skrímslinu sem er í heimsókn hjá litla skrímslinu og sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Þegar það er beðið að fara heim til sín kemur í ljós að það á hvergi heima. Þetta setur litla og stóra skrímslið í siðferðilega klípu sem þau leysa á endanum með sínum hætti. Sagan afhjúpar tilfinningar sem allir þekkja, jafnt börn sem fullorðnir, en af því að sagan er marglaga upplifir hver og skilur eftir sínum þroska og reynslu.

Myndirnar og textinn vinna mjög vel saman í að miðla þeirri sögu sem sögð er í bókinni. Myndirnar eru litríkar og líflegar og undirstrika tilfinningar og viðbrögð skrímslanna. Leturbreytingar í textanum gera það líka og hjálpa til við að leggja áherslur í upplestri en gera það einnig að verkum að stundum verður textinn eins og hluti af myndunum.

Ekki er sagt með beinum hætti í textanum hvers vegna loðna skrímslið á ekki í neitt hús að venda. Á einni opnu bókarinnar eru myndir af hugsanlegum ástæðum, til dæmis eldsvoði, náttúruhamfarir og stríð. Myndirnar af loðna skrímslinu sýna að það er grátt leikið, með sáraumbúðir og plástur.

Þannig hefur Skrímsli í vanda ríka skírskotun til samtímans. Ástæðan fyrir því að sumir eiga engan tryggan samstað í tilverunni skiptir ekki öllu máli en viðbrögð samferðafólks gera það.“

Við skrímslahöfundar gleðjumst yfir tíðindunum og erum stoltir höfundar í afar góðum félagsskap. Aðrar tilnefndar bækur eru:

Danmörk: Lynkineser eftir Jesper Wung-Sung & Rasmus Meisler (myndskr.) og Hest Horse Pferd Cheval Love eftir Mette Vedsø.
Finnland: Kurnivamahainen kissa („Kisan með garnirnar gaulandi“, óþýdd) eftir Magdalena Hai & Teemu Juhani (myndskr.) og Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson.
Færeyjar: Træið („Tréð“, óþýdd) eftir Bárð Oskarsson.
Noregur: Ingenting blir som før eftir Hans Petter Laberg og Alice og alt du ikke vet og godt er det eftir Torun Lian.
Samíska málsvæðið: Joekoen sjïehteles ryöjnesjæjja („Fyrirmyndar hreindýrahirðir“, óþýdd) eftir Anne-Grethe Leine Bientie & Meerke Laimi Thomasson Vekterli (myndskr.).
Svíþjóð: Fågeln i mig flyger vart den vill eftir Sara Lundberg og Norra Latin eftir Sara Bergmark Elfgren.
Álandseyjar: Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson.

Verðlaunin verða afhent á Norðurlandaráðsþingi í Osló 30. október 2018. Sjá nánar á vef verðlaunanna.

Skrímsli í vanda hlaut í janúar Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki barna- og ungmennabóka. Lesa má um það hér. Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.

Nomination! Today the national members of the adjudication committee for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize nominated 12 works for the award in 2018. Two books are nominated on behalf of Iceland: Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) and Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels (Be invisible – the story of Ishmael’s escape) by Kristín Helga Gunnarsdóttir. Dagný Kristjánsdóttir presented the nominations on behalf of the Icelandic committee and at the same time all nominees were introduced at the Bologna Children’s Book Fair in Italy.

Monsters in Trouble is the ninth book about the Little Monster and the Big Monster by Áslaug JónsdóttirKalle Güettler og Rakel Helmsdal. The seventh book in the series, Skrímslaerjur (Monster Squabbles), was nominated in 2013, the first year of the children’s book award.

The jury’s assessment of Skrímsli í vanda reads as follows:

“On the surface, Skrímsli í vanda (in English, “Monster in trouble”) is about two monsters, one big and one small, and how they react to a shaggy monster who visits the little monster and shows no sign of leaving. When the guest is asked to go home, it turns out that it has nowhere to go home to. This creates an ethical dilemma for the two monsters, which they manage to solve in their own way. The story examines feelings familiar to children and adults. Its many layers let the reader experience and understand the story according to their own maturity level and experience.

The illustrations and text form a synthesis to convey the story. The pictures are colourful and lively and depict the monsters’ feelings and reactions. The same is true of the alternating typography that shows where the emphasis is to be placed when reading aloud, which serves to make the text part of the illustrations.

The text does not come right out and say why the shaggy monster has no home. One spread has pictures of several possible reasons, including fire, natural disaster, and war. The pictures show a poorly looking shaggy monster bandaged up with plasters.

In this way Skrímsli í vanda makes a clear reference to present-day situations. The crucial thing is not the reason why someone doesn’t have a home but how those around them react.”

We the author-team are truly happy to receive this honor and are proud to be listed a amongst these great nominees and wonderful books:

Denmark: Lynkineser by Jesper Wung-Sung & Rasmus Meisler (ill.) and Hest Horse Pferd Cheval Love by Mette Vedsø.
Finland: Kurnivamahainen kissa by Magdalena Hai & Teemu Juhani (ill.) and Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson.
Faroe Islands: Træið by Bárð Oskarsson.
Norway: Ingenting blir som før by Hans Petter Laberg and Alice og alt du ikke vet og godt er det by Torun Lian.
The Sami Language Area: Joekoen sjïehteles ryöjnesjæjja by Anne-Grethe Leine Bientie & Meerke Laimi Thomasson Vekterli (ill.).
Sweden: Fågeln i mig flyger vart den vill by Sara Lundberg and Norra Latin by Sara Bergmark Elfgren.
Åland: Pärlfiskaren by Karin Erlandsson.

The winner will be announced and the prize awarded in Oslo, on October 30, 2018. Further reading in English about the nominees and their books here.

In January Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) received the Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction – read more about that here. Click here to read more about the authors and their collaboration,
and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

Ljósmyndir | photos: © Norræna húsið / The Nordic House. SG & http://www.aslaugjonsdottir.com

Beint í hjartastað | Monster i knipa – Swedish reviews

Bókadómur – Norrtelje TidningSænska útgáfan af Skrímsli í vanda, Monster i knipa, kom út hjá bókaútgáfunni Opal í lok janúar og nú eru fyrstu dómarnir að birtast á vefmiðlum þar í landi. Margaretha Levin Blekastad skrifar afar jákvæðan ritdóm í Norrtelje Tidning: Prisbelönta Monster i knipa: “En berättelse med ett stort, varmt hjärta”‘ og segir þar meðal annars eitthvað á þessa lund, í grófri þýðingu:

Skrímsli í vanda er saga með hjartað á réttum stað, þar sem mannúð og mennska birtast í gervi úfinna skrímsla. Það er hreinn unaður að njóta mynda Áslaugar Jónsdóttur, fullum af drepfyndnum húmor, áhrifamikilli togstreitu og beittum tönnum. Það gildir ekki síst hjá litla skrímslinu sem fær að tjá gnægð tilfinninga með dapurlegu og dimmu augnaráði eða sagtenntum skellihlátri. […] Og, sem sagt, með drjúgum skammti af hlýju sem hittir beint í hjartastað.“

Monster i knipa är en berättelse med ett stort, varmt hjärta, där medmänsklighet ryms i en lurvig monsterkostym. Det är en fröjd att ta del av Áslaug Jónsdóttirs bilder, som är fyllda av dråplig humor, dramatik och spetsiga tänder. Inte minst hos lilla monster, som får uttrycka en uppsjö av känslor via en sorgset sotig blick eller ett sågtandat leende.
Arbetet med monsterböckerna startade vid en workshop för 17 år sedan, där utgångspunkten var att väva en berättelse från meningen “Plötsligt knackade någon på dörren”. Sedan dess har Kalle Güettler, Rakel Helmsdal och Áslaug Jónsdóttir fortsatt berätta om de båda kompisarna i historier som bjuder på mycket igenkänning. Och, som sagt, stora doser värme, som går rakt in i hjärtat.“

Bókadómur – Romeoandjuliet.blogg.se: Á bókablogginu Romeo and Juliet fjallar Carolina Edwinzon um Monster i knipa og gefur bókinni 4 stig af 5.

„Det jag nog gillar mest med böckerna om Stora Monster och Lilla Monster är hur känslorna porträtteras, att det känns ärligt och igenkännande. … Boken vann nyligen den isländska motsvarigheten till svenska Augustprisets kategori för bästa barn- och ungdomslitteratur och jag kan absolut förstå varför.“


Book review – Norrtelje TidningThe Swedish version of Monsters in Trouble, Monster i knipa, was released in the end of January, published Opal Publishing House. Now we are receiving the first reviews in Sweden. Margaretha Levin Blekastad writes a nice book review in the Norrtelje Tidning newspaper: “Award winning Monsters in Trouble: ‘A story with a big, warm heart’. Following is a quote from the review – in Swedish!

Monster i knipa är en berättelse med ett stort, varmt hjärta, där medmänsklighet ryms i en lurvig monsterkostym. Det är en fröjd att ta del av Áslaug Jónsdóttirs bilder, som är fyllda av dråplig humor, dramatik och spetsiga tänder. Inte minst hos lilla monster, som får uttrycka en uppsjö av känslor via en sorgset sotig blick eller ett sågtandat leende.
Arbetet med monsterböckerna startade vid en workshop för 17 år sedan, där utgångspunkten var att väva en berättelse från meningen “Plötsligt knackade någon på dörren”. Sedan dess har Kalle Güettler, Rakel Helmsdal och Áslaug Jónsdóttir fortsatt berätta om de båda kompisarna i historier som bjuder på mycket igenkänning. Och, som sagt, stora doser värme, som går rakt in i hjärtat.“

Book review – Romeoandjuliet.blogg.seA Swedish book blogger Carolina Edwinzon reviewed Monsters in Trouble (Monster i knipa) with overall rate: 4 out of 5. See link.

 

 

Verðlaunaskrímsli | The Icelandic Literary Prize 2017

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017:
Þriðjudaginn 30. janúar voru Íslensku bókmenntaverðlaunin veitt við hátíðlega athöfn að Bessastöðum. Heiðurs aðnjótandi að þessu sinni voru: Unnur Þóra Jökulsdóttir fyrir Undur Mývatns: – um fugla, flugur, fiska og fólk, í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Kristín Eiríksdóttir fyrir Elín, ýmislegt, í flokki fagurbókmennta og Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler fyrir Skrímsli í vanda, í flokki barna- og ungmennabóka. Við skrímslahöfundar erum auðvitað himinlifandi og þakklát!

Íslensku bókmenntaverðlaunin voru fyrst veitt árið 1989. Árið 2013 var í fyrsta sinn tilnefnt í flokki barna- og unglingabóka. Skrímsli í vanda er fyrsta myndabókin sem hlýtur verðlaunin. Í umsögn dómnefndar sagði:

„Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal er litríkt og fallegt verk sem tekur á viðfangsefni sem snertir okkur inn að kviku; marglaga saga fyrir alla aldurshópa, sem sómir sér vel í hinum glæsilega skrímslabókaflokki.“

Hér neðar á síðunni eru tenglar á fréttir um verðlaunin og neðst má lesa ræðustúfinn sem ég flutti af tilefninu.

Winners of the Icelandic Literary Prize 2017:
The Icelandic Literary Prize was presented on 30 January 2018 by President Guðni Th. Jóhannesson. The event took place at Bessastaðir, the presidential residence. Unnur Þóra Jökulsdóttir received the award for her book Undur Mývatns (The Wonder of Mývatn), in the category of non-fiction. Kristín Eiríksdóttir received the award for her novel Elín, ýmislegt (Misc.), in the category of fiction. Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler received the award for the book Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) in the category of children and young adult’s fiction.

This is a great honor for us authors and we are sincerely happy and grateful! The Icelandic Literary Prize was founded in 1989 and the category for children’s books was added in 2013. Skrímsli í vanda is the first picturebook to receive this prize. The jury’s motivation reads as follows:

“Monsters in Trouble by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal is a colorful and beautiful work that deals with subjects that touch us all deeply; a multilayered story for all ages, and an impressive addition to the Monster Series.”

Further below are links to news sites and articles, and at the bottom is my speech (in Icelandic) given at the prize celebration.

Áslaug Jónsdóttir (author and illustrator), Sigþrúður Silju Gunnarsdóttir (editor at Forlagið), Kalle Güettler (author).


FRÉTTATENGLAR  |  NEWS LINKS:

Rithöfundarnir Áslaug Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Unnur Jökulsdóttir eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 – RÚV – (The Icelandic National Broadcasting Service) – ruv.is
• RÚV – Íslensku bókmenntaverðlaunin afhent [myndband | video] ruv.is
• RÚV – Þakkarræða Áslaugar Jónsdóttur [myndband | video] ruv.is
Handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 – Miðstöð íslenskra bókmennta – Islit.is
Íslensku bókmenntaverðlaunin – Forseti.is
Konur hrepptu Íslensku bókmenntaverðlaunin – Skáld.is
Afhending Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2017 – Félag íslenskra bókaútgefenda – fibut.is 
Íslensku bókmenntaverðlaunin – Reykjavík bókmenntaborg Unesco – bokmenntaborgin.is
Áslaug, Kristín og Unnur handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna – Vísir – visir.is
• Kristín, Unnur og Áslaug hljóta íslensku bókmenntaverðlaunin – DV – dv.is 
Íslensku bókmenntaverðlaunin – Rithöfundasamband Íslands – rsi.is
Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal hlutu Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki barna- og ungmennabóka fyrir bókina Skrímsli í vanda – IBBY – ibby.is 
Mývatn, Elín og skrímsli best – Morgunblaðið – mbl.is 

• Úr grein Silju Bjarkar Huldudóttur í Morgunblaðinu 31. janúar 2018: Viðtal við Áslaug Jónsdóttur (pdf).

IN ENGLISH
• The Icelandic Literary Prize 2017 presented by President Guðni Th. Jóhannesson – Icelandic Literature Center
• Icelandic Literary Award Winners 2017 – Iceland Review – icelandreview.com
• Icelandic Literary Prize awarded – The Iceland Monitor – icelandmonitor.mbl.is
The Icelandic Literary Prize for 2017 – Reykjavík UNESCO City of Literature – bokmenntaborgin.is

IN SWEDISH: 
Norrteljetidning – norrteljetidning.se
Kalle Güettler hemsida30. jan + 31. jan
Bokförlaget OPAL – Vinnare av Islands litteraturpris!

IN FAROESE:
Rakel Helmsdal – Tíðindi


Forseti Íslands, ágætu gestir og áheyrendur;

Fyrir hönd okkar bókarhöfunda vil ég þakka hjartanlega fyrir þessa góðu viðurkenningu. Rakel Helmsdal átti því miður ekki heimangengt en biður fyrir góðar kveðjur og þökk.

Það er mér sérstök ánægja að standa hér, ekki einasta í hlutverki rithöfundarins, heldur líka sem myndhöfundur og bókateiknari. Ég veit að við unnum öll íslenskri tungu og viljum veg hennar sem mestan. En í baráttunni fyrir tungu og texta má ekki gleyma máli myndanna. Áhrifum þeirra getur verið erfitt að koma í orð, því þær höfða beint til tilfinninganna og oft er sjón sögu ríkari.

Í einni bóka Vilborgar Davíðsdóttur um Auði Djúpúðgu er eftirminnileg lýsing á aðförum norrænna manna í víkingi: þeir köstuðu á bál fagurlega myndlýstum ritum kristinna munka, en hirtu góðmálma og eðalsteina af spjöldum og bókarspennslum. Mér er nær að halda að bókaböðlar af þessu tagi eigi kannski nokkra afkomendur, ef marka má verðmætamatið og hve lítill greinarmunur virðist stundum gerður á því sem vel er unnið og lakar.

Sláum ekki slöku við þegar kemur að myndlýsingum og útliti bóka. Eflum myndlæsi og gerum alvöru úr því að hvetja íslenska bókateiknara til dáða. Til þess þurfa þeir meira en orðin tóm.

Á stundum hljómar misskilin umhyggja fyrir barnamenningu eins og hún sé þjálfun og undirbúningur fyrir æðri listir: fyrir „alvöru“ leikhús, „alvöru“ bókmenntir. Allt léttvægar æfingar fyrir börn og jafnframt fremjendur listarinnar – en hafi ekki raunverulegt listrænt gildi í sjálfu sér, sé ekki fullburða listsköpun því þeir sem njóta eru „bara“ börn.

Það má vel vera að starf okkar barnabókahöfunda stuðli að því að skaffa lesendur og áheyrendur framtíðar, læsa þegna í sífellt flóknara samfélagi, en við skrifum og myndlýsum vegna ástar okkar á þessari listgrein: bókum fyrir börn. Það eru listirnar sem gera okkur mennsk og öll menntun er til lítils ef þar skortir listina. Það sem mestu máli skiptir er ekki að sjá nafnið sitt á bókarkápu, jafnvel ekki það að fá stórkostlegar viðurkenningar eins og þessa, heldur sú nautn að hafa fengið að dvelja um hríð í heimi mynda, orða og sagna – og svo vonandi ná að opna þann heim fyrir fleirum.

Og heimur sagnanna er svo óendanlega fjölbreyttur. Ég er svo heppin að hafa eignast þar góða vini sem hafa fylgt mér í tæp sautján ár. Þessir vinir mínir eru loðnir og dálítið ljótir … Litla skrímslinu og stóra skrímslinu fylgdu ekki síðri vinir: meðhöfundar mínir Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Með þeim hef ég átt frjótt og einstakt samstarf með líflegum samræðum um hugmyndir, tungumál, tilfinningar og gildi. Við þekkjum skrímslin gerla og vera má að titrandi hjörtu, tannhvöss og hávær skrímsli eigi sér fyrirmyndir í samvinnu okkar. En það gildir líka um vináttuna og samhygðina.

Öll stjórnumst við af margvíslegum tilfinningum – jafnvel þegar við höldum að vitsmunirnir ráði. Að geta sett sig í spor annarra er öllum lífsnauðsyn því enginn er hólpinn fyrir óvæntum spuna örlaganna. Að skoða tilfinningar sínar – jafnvel í gegnum loðinn ham skapheitra skrímsla – getur kannski hjálpað stórum og smáum lesendum til að vega og meta mikilvægustu tilfinningar mennskunnar: samlíðun og réttlætiskennd. Við þurfum á því að halda, nú sem aldrei fyrr.

Ég vil að lokum þakka dómnefndinni fyrir að treysta okkur skrímslunum fyrir heiðrinum. Útgefendum okkar á Forlaginu og ritstjóra, Sigþrúði Gunnarsdóttur, þökkum við ljúft samstarf; – kærar þakkir.

Ljósmyndir | Photos: Valgerður B / Forlagið 30.01.2018

Monster i knipa | Book release in Sweden!

Skrímsli í vanda – á sænskuÞá er komið að útgáfudegi í Svíþjóð á sænsku útgáfunni af Skrímsli í vanda. Þar sér annar meðhöfunda minna, Kalle Güettler, um að kynna nýju bókina: Monster i knipa sem kemur út hjá bókaútgáfunni Opal. Um útgáfuboðið má lesa hér á heimasíðu Kalle, en það fer fram n.k. laugardag, 27. janúar kl. 13, í Bokslukaren við Maríutorg í Stokkhólmi. Bókin um skrímslin þrjú í vanda verður þá komin út á frumtungumálunum þremur: íslensku, færeysku og sænsku.

Monsters in Trouble – in SwedenThe Swedish version of Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble by Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler) is soon to be released. My co-author Kalle Güettler will introduce the new book: Monster i knipa, published by Opal, on Saturday 27 January at 1 pm at Bokslukaren, Mariatorget 2, in Stockholm. Read more about the event on Kalle’s website here or the book store’s homepage: here – in Swedish.

To read more about the Monster series click here.
For illustrations from the books and quotes from reviews: click here.
For foreign rights contact Forlagid Rights Agency.

Þetta vilja börnin sjá! | Icelandic children’s book illustration 2017

MyndlýsingarÁ sunnudag, 21. janúar 2018 opnar í Menningarhúsinu Gerðubergi sýningin Þetta vilja börnin sjá! með myndlýsingum úr íslenskum barnabókum sem gefnar voru út á árinu 2017. Myndhöfundarnir sem sýna fjölbreytt verk eru 14 talsins. Á sýningunni má meðal annars sjá myndir úr nýjustu bókinni um litla skrímslið og stóra skrímslið: Skrímsli í vanda. Venju samkvæmt verður sýningin svo sett upp í sýningarsölum víðsvegar um landið, svo sem flest börn megi njóta myndlistarinnar.

Myndir á sýningunni eiga: Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Brian Pilkington, Böðvar Leós, Ellisif Malmo Bjarnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Högni Sigurþórsson, Íris Auður Jónsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Logi Jes Kristjánsson,  Ragnheiður Gestsdóttir, Rán Flygenring og Sigrún Eldjárn.

Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar sunnudaginn 21. janúar kl. 14. Sýningin verður opin mánudaga – föstudaga frá 9-18 og um helgar frá 13-16.

IllustrationThe yearly exhibition of Icelandic children’s book illustrations will open in Gerðuberg Culture House next Sunday, 21 January. The illustrations are all from children’s books published in 2017, and as with previous exhibitions of the kind, they will later on be put on display in various museums and libraries around Iceland.

Fourteen illustrators exhibit their works: Áslaug Jónsdóttir, Bergrún Íris Sævarsdóttir, Brian Pilkington, Böðvar Leós, Ellisif Malmo Bjarnadóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Högni Sigurþórsson, Íris Auður Jónsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdóttir, Logi Jes Kristjánsson,  Ragnheiður Gestsdóttir, Rán Flygenring and Sigrún Eldjárn.

All welcome to the opening on Sunday 21 January at 2 pm! The exhibition is open Mon-Fri from 9 am to 6 pm and Sat-Sun from 1 pm to 4 pm.

Með samkennd að leiðarljósi | Another four star review!

Bókadómur: Á Þorláksmessu, 23. desember, birtist bókadómur um Skrímsli í vanda í Morgunblaðinu. Silja Björk Huldudóttir útdeildi fjórum stjörnum og sagði meðal annars:
„Sem fyrr bera stílhreinar, litsterkar og tjáningarríkar myndir Áslaugar söguna áfram og sumt það mikilvægasta er ekki sagt berum orðum, sem er snjallt.

Margir deila vafalítið þörf skrímslanna til að láta gott af sér leiða og komast, líkt og skrímslin, að því að ef allir leggja sitt lóð á vogarskálarnar er ekkert óyfirstíganlegt. Með samkenndina að leiðarljósi verður heimurinn að betri stað og það eru mikilvæg skilaboð til ungra lesenda.“

Book reviewOn 23. December there was a fine book review in Morgunblaðið newspaper for Skrímsli í vanda – Monsters in trouble. Critic Silja Björk Huldudóttir decorated the review with four stars and wrote:

“As before, the story is carried on by Áslaug’s colorful, clear-cut style and expressive illustrations, and some of the most important things are not written out plainly, which is clever.

There is no doubt that many share the two monster’s need to do good and find, like the monsters, that if everyone pulls their weight, nothing is unachievable. Guided by sympathy and solidarity, the world becomes a better place and that is an important message for young readers.”

Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna | Nomination to the Icelandic Literature Prize

ViðurkenningSkrímsli í vanda er ein þeirra fimmtán bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018, en tilefningar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum 1. desember sl. Skrímsli í vanda er tilnefnd til verðlauna í flokki barna- og ungmennabóka en listi tilnefndra bóka er eftirfarandi:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda. Útgefandi: Mál og menning.
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig?. Útgefandi: Vaka-Helgafell.
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar. Útgefandi: Angústúra.
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels. Útgefandi: Mál og menning.
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri. Útgefandi: Mál og menning.

Nánar: Frétt og myndskeið á RÚV. Frétt á vef FÍBUT.

NominationLast friday, on 1 December, fifteen books were shortlisted to the Icelandic Literature Prize 2018, and among them Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) to the prize for the best children’s and YA book. The prize is in three categories: fiction, non-fiction and children’s/YA books and is hosted by the Association of Icelandic Publishers, FÍBÚT. The prize is handed out by the President of Iceland in January.
List of the nominated children’s and YA books:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble).
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig? (What‘s Wrong With You?). 
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar (Birds).
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels (Stay Invisible: Ishmael‘s Flight).
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri (Your Own Adventure).

Read more about the Monster series and the authors here.

Tv. skjáskot af RÚV. T.h. ljósmynd | photo: Valgerður B.

 

 

 

Neyðars skrímsl | Monsters in Trouble – in the Faroe Islands

Skrímslin á færeyskuÞá er hún komin út hjá Bókadeildinni í Færeyjum, Skrímsli í vanda, eftir okkur skrímslin þrjú: Rakel, Kalle og Áslaugu. Færeyska útgáfan ber titilinn: Neyðars skrímsl. Í frétt á vef Bókadeild Føroya Lærarafelags segir:

„Nú er níggjunda bókin um skrímslini komin! 

Hetta samstarvið og hesar myndabøkurnar um tey smáu skrímslini, sum, hóast navnið, eru sera fitt, eru væl umtóktar í mongum londum. Fyrst og fremst í teimum londum, har rithøvundarnir eru frá, men tær eru eisini týddar til nógv mál; í løtuni eru tær í hvussu er á 17 ymiskum málum.

Neyðars skrímslið í hesari bókini er Loðskrímslið, sum ongastaðni hevur at búgva og er illa fyri. Og sjálvandi má lítla skrímsl taka sær av tí, sjálvt um tað kanska fer at hava við sær, at Loðskrímslið ongantíð fer av stað aftur!

Hetta broytir alt tað, sum Stóra Skrímsl og lítla skrímsl høvdu ætlað sær at gera, men skrímslunum so líkt verður alt loyst í sátt og semju, tí vit eiga at hjálpa einum vini í neyð.

Bókin er 30 bls. og innbundin. Rakel Helmsdal, Kalle Güettler og Áslaug Jónsdóttir hava skrivað, og Áslaug hevur myndprýtt.“

Skrímsli í vanda er væntanleg á sænsku í byrjun ársins 2018. Útgefandinn er Opal í Stokkhólmi.

Book releaseThe new book in the Monster series, Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) by Áslaug, Rakel Helmsdal and Kalle Güettler, is now out in Faroese, published by BFL, Bókadeild Føroya Lærarafelags.

Read more about the three authors collaboration here. More information and illustrations from the previous books in the series here.

Fyndin og sorgleg í senn | Four star review!

Bókadómur: Í Fréttablaðinu í dag, föstudaginn 27. október, birtist ljómandi góður bókadómur um Skrímsli í vanda. Helga Birgisdóttir fjallar um texta, myndir, umbrot og hönnun og segir í niðurstöðu:
„Dásamleg viðbót við frábæran bókaflokk, fyndin og sorgleg í senn með skírskotun til vandamála sem heimurinn allur glímir við og þarf að leysa“.

Book reviewFréttablaðið newspaper brought a fine book review for Skrímsli í vanda – Monsters in trouble  this morning. Critic Helga Birgisdóttir writes about text, illustrations, layout and design and concludes:
“A wonderful addition to a great book series, funny and sad at the same time, with reference to problems the whole world is dealing with and needs to solve.”