Skrímsli í vanda í Helsinki | Monsters in Trouble – in Helsinki

Skrímslafréttir! Í dag, 11. apríl 2023, opnaði sýning með myndum úr Skrímsli í vanda í norræna bókasafninu í Helsinki, Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. Í tengslum við sýninguna verða upplestrar og skapandi vinnustofur fyrir börn á leikskólaaldri, unnar í samstarfi við nemendur í kennslufræðum við háskólann í Helsinki.

Áhugasamir geta haft samband við Mikaelu Wickström, sem hefur veg og vanda af verkefninu, en vinnustofurnar eru í boði daglega frá kl. 9.30-10.15. Sýningin stendur til 9. maí.

Hjá Norræna bókagleypirnum má einnig finna margvísleg verkefni og umfjöllun um Skrímsli í vanda á öllum norðurlandamálunum. 

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki

Monsternews! Today, 11 April 2023, an exhibition featuring illustrations from Monsters in Trouble opened at the Nordic Library in Helsinki: Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. In conjunction with the exhibition, readings and creative workshops for preschool children will be conducted in collaboration with students in pedagogy at the University of Helsinki.

All interested can contact Mikaela Wickström for further information. The workshops run daily from 9.30-10.15. The exhibition runs until May 9.

Also available at the children’s book site the “Nordic Book Devourer” are projects for children, study and support material on Monsters in Trouble, available in all the Nordic and Scandinavian languages.

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli í vanda – umfjöllun | Monsters in Trouble – new reviews

BókadómarVegna tilnefninga til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 birtust bókadómar í nokkrum frétta- og netmiðlum skömmu fyrir verðlaunaafhendinguna í Ósló þann 30. október, um bækur sem tilnefndar voru til verðlaunanna. Eins og áður hefur komið fram var Skrímsli í vanda tilnefnd og hér neðar eru brot úr umsögnum.

Book reviewsPrior the Nordic Council Award ceremony, new book reviews were published in several news and web media. Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) was nominated to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018, and below are few clips from these articles. 


„Hér er tekist á við stórar siðferðilegar spurningar í samræmi við þroska þeirra sem lesa eða lesið er fyrir en bækurnar eru ætlaðar yngstu bókormunum.“
– Jórunn Sigurðardóttir, Orð um bækur – RÚV 28.10.2018 🔗

„Historien illustreres med sterke virkemidler, både i tegningene av monstrene, som kan se truende ut med pels og skarpe tenner, men som ikke er for farlige når det kommer til stykket, og i selve tekstens typografi, der enkelte ord står med tjukke typer.
Det er ikke unaturlig å assosiere til flyktninger eller andre nødstilte som trenger hjelp. Det finnes mange måter å vise omsorg på, uten at det skal gå på din egen integritet løs.“
– Anne Cathrine Straume, Med tro på fremtiden – NRK 26.10.2018 🔗

„Stílhreinar, litsterkar og tjáningarríkar myndir Áslaugar bera söguna áfram og velta upp ýmsum möguleikum um hvað geti hafa komið fyrir loðna skrímslið án þess að veita nákvæm svör. Lesendur vita því ekki hvort loðna skrímslið missti hús sitt í eldgosi eða sprengjuregni. Þetta veitir foreldrum kærkomið tækifæri til að ræða við börn sín hlutskipti fólks sem lendir í náttúruhamförum eða stríðsátökum. Á endanum er það heldur ekki aðalatriðið hvers vegna sumir eiga engan tryggan samastað í tilverunni, það sem skiptir máli eru viðbrögð okkar og samhugur því með samkenndina að leiðarljósi getum við gert heiminn að betri stað.“
– Silja Björk Huldudóttir, Mbl 26.10.2018

Umfjöllun á Barnebokkritikk.no er einnig hér – en þar er talsvert um rangfærslur/misskilning í endursögn o.fl. sem ber að taka tillit til.

Fyrri umsagnir má lesa hér. | More reviews (in Icelandic / English / Swedish) here.


Svolítið um öfund og samkeppni milli þjóðaÉg má til með að minnast á þessa fyrirsögn í frétt hjá Danmarks Radio – sem birtist rétt eftir að tillkynnt var að bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs yrðu veitt Auði Övu fyrir bók hennar Ör. „Danir sniðgengnir… “ segir þar. „Danskere forbigået til stor nordisk litteraturpris.“ Auðvitað glöddumst við landar hennar Auðar. Það er gaman að vera með Íslendingum í útlöndum þegar vel gengur, við fögnum með vinum sem hljóta verðskuldaða viðurkenningu – en var þetta virkilega keppni milli þjóða? Áfram Ísland? Eru allir bara alltaf í boltanum? Nei, listaverkið vann. Listin og skapandi hugsun vann til verðlauna þetta kvöld. Verk og verkefni sem eru gagnrýnin, örvandi, stuðandi, hvetjandi, lýsandi, skarpskyggn og djúp. Þessi verk sem hreyfa við okkur.

Íslendingum er fullljóst að fámennið gerir margvíslega listsköpun, svo ekki sé minnst á varðveislu þjóðtungunnar, að kraftaverki. Bara það að vera til sem sjálfstæð þjóð með eigin tungu og menningu er afrek. Að vera listamaður á Íslandi er undur. Við erum í sigurliðinu á degi hverjum. Allt umfram það er fáránleg lukka. En einkum virðist öfund og brengluð samkeppni hrjá stærri Norðurlandaþjóðirnar, ég man a.m.k. ekki eftir því að vér fá og smá höfum tekið það nærri okkur að vinna ekki til verðlauna. Því hér tapar enginn.

Umfjöllun á Barnebokkritikk.no kemur einnig inn á þessa skringilegu hugsun. Hér er það nefnt að við höfundar Skrímsli í vanda séum frá þremur löndum – tilnefnd frá Íslandi (þ.e. Skrímsli í vanda var tilnefnd, en ekki sænskar/færeyskar hliðstæður). „Det kan også være interessant å spørre seg hvilket nordisk land som bør få prisen, hvis boken skulle vinne? Siden bøkene er resultat av et nordisk samarbeid, bør vel da prisen deles.“

Þetta er aldeilis frumleg tillaga! Kannski hefði Ísland bara stolið öllu saman!? Ég veit ekki í hvað er vitnað, Smugudeiluna kannski? Ef einhver er í vafa, þá deilum við höfundarnir smáum ritlaunum okkar réttlátlega, og það höfum við ávallt og einnig gert þegar verðlaun eiga í hlut. En ef við hefðum unnið til verðlauna í síðustu viku, þá við hefðum aldrei deilt verðlaunafénu með neinu þjóðríki sérstaklega, öðruvísi en í gegnum lögbundna skatta. En við hefðum sannarlega deilt gleði okkar með vinum og vandamönnum, samverkafólki og listamönnum og hverjum þeim sem hefðu samglaðst okkur: vinum skrímsla, íslenskrar tungu og bókalistar – hvar á hnettinum sem þeir búa!

A thought on jealousy and the rivalry of brotherly nationsFor an Icelander it somewhat hard to understand the really tough competition other (bigger) nations are dealing with. Coming from a thin populated island with a nation of around 350.000 people speaking/writing in a language no one else understands, just about everything we do is a win. Artistic existence is a miracle. Every artist on our island is important and necessary and already just by existing we have won. Anything beyond that is an amazing fun. Or just: hah! We never expected that. Well done!

So when the Danish Public Radio writes: „Danes [Danish authors] shunned…“ – and: „The Nordic Council Literature Prize went to Icelandic Auður Ava Ólafsdóttir – you know there is something wrong with how some people think about literary and artistic awards. Here’s the surprise: It’s the ART that is awarded! All the works that got awarded were inspiring, creative, sharp, critical, encouraging, brave and deep. This year the awards went to artists and project leaders from Iceland, Faroe Islands, Greenland and Norway.

Also: a critic at the Norwegian website Barnebokkritikk.no wrote about our picture book Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) – written by us three co-authors from Iceland, Sweden and Faroe Islands, published in the three countries, but only the Icelandic version (in Icelandic) was nominated by Iceland:
It might also be interesting to ask which Nordic country should receive the prize if the book should win? Since the books are the result of a Nordic cooperation, then the price should be shared.”

Really!? Shared? Wow… fancy that idea! If someone wonders, we, the three authors of the Monster series, share our small royalties fairly, – just as we have shared the prizes we have won so far (yes, we have won prizes) – and if we had won this time, we would NOT have shared the prize particularly with the three states or countries. We would surely have shared the joy with all our friends and family and colleagues and artists and whoever is happy for us and for our art, – and perhaps that weird Icelandic language – where ever they live!

Norrænar bókaveislur | Celebrating literature in Helsinki and Oslo

Katrín Jakobsdóttir, Auður Ava Ólafsdóttir, Melkorka Sigríður Magnúsdóttir

Verðlaun Norðurlandaráðs 2018Fimm verðlaun Norðurlandaráðs voru veitt með pomp og pragt í óperuhúsinu í Ósló 30. október síðastliðinn. Verk íslenskra listamanna voru verðlaunuð í flokki kvikmynda og fagurbókmennta: Kvikmyndin Kona fer í stríð og skáldsagan Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur hlutu þar verðskuldaða viðurkenningu. Tónlistarverðlaunin féllu í skaut norska tónskáldsins Nils Henrik Asheim fyrir verkið Muohta. Í flokki barna- og unglingabókmennta varð myndabókin Træið eftir færeyska listamanninn Bárð Oskarsson fyrir valinu og umhverfisverðlaunin fékk Náttúruauðlindaráðið í Attu í Grænlandi. Allt glæsileg verk og verkefni og ærin ástæða til að fagna, en einkum gladdi að Ör Auðar Övu skyldi verða fyrir valinu.

The Nordic Council awards 2018The five Nordic Council prizes were awarded at a gala in the Opera House in Oslo last week, on October 30th. Two Icelandic works of art were awarded: the film prize went to Kona fer í stríð (Woman at War) and the literature prize to the novel Ör (Hotel Silence) by Auður Ava Ólafsdóttir. The Norwegian composer Nils Henrik Asheim was awarded for his piece Muohta and the picturebook Træið (The Tree) by Faroese artist Bárður Oskarsson was awarded the Children and Young People’s Literature Prize. The Nordic Council Environment Prize 2018 went to the Natural Resource Council of Attu, West Greenland. All wonderful projects and art creations. I was especially happy about Auður Ólafsdóttir’s prize and I recommend her books any time: they are timeless, universal, wonderfully quirky and clever.

From left: scriptwriter Ólafur Egilsson; Iceland’s Prime Minister: Katrín Jakobsdóttir; Iceland’s Minister of Education, Science and Culture: Lilja Alfreðsdóttir; film director and scriptwriter Benedikt Erlingsson; and the star of the evening: writer Auður Ava Ólafsdóttir.

Tilnefndir höfundar: Tólf barna- og unglingabækur voru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018, þar á meðal Skrímsli í vanda. Ásamt öðrum tilnefndum höfundum héldum við skrímsla-teymið til bókamessunnar í Helsinki og svo áfram til Óslóar en í báðum borgum tókum þátt í kynningum og bókmenntaviðburðum. Eins og ævinlega standa upp úr svona ferðum góðar stundir í samheldnum hópi listmanna, sem og gleðin yfir áhugaverðri og vandaðri bókalist.

The Nordic nomineesTwelve children’s and YA-books were nominated to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018, amongst them Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble). And so we traveled along with other nominees to Helsinki Book Fair in Finland and to Oslo in Norway to introduce our works as well as taking part in the nerve-wracking award ceremony. As always the best part was meeting the wonderful authors and illustrators and learning more about their works and art.

Í Helsinki: tilnefndir rit- og myndhöfundar til verðlauna Norðurlandaráðs | Nominees – © Kulturkontakt Nord Helsinki

Children’s book authors at Helsingfors Bokmässa. Moderator Karri Miettinen

Með „mömmu“ Einars ÁskelsÞað var sænska barnabókadrottningin Gunnilla Bergström sem afhenti barna- og unglingabókaverðlaunin á hátíðinni í óperuhúsinu í Ósló. Okkur Kristínu Helgu Gunnarsdóttur þótti firnagaman að hitta hana á Gardemoen og ná að þakka henni fyrir hvetjandi og áhrifaríka ræðu.

With Alfie Atkins “mom“It was a Swedish queen of children’s books, Gunnilla Bergström, who handed out the prize for children’s literature at the gala in the Opera House in Oslo. Author Kristín Helga Gunnarsdóttir and I had the chance to greet her and express our thanks for a memorable and inspiring speech at the ceremony.

Kristín Helga Gunnarsdóttir was nominated for her book: Be invisible – the story of Ishmael’s escape – a dramatic and impressive book and highly recommended reading for both young and adult.

Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gunnilla Bergström, Áslaug Jónsdóttir

VeturveðurVið Kristín Helga létum ekki parraka okkur endalaust innandyra. Gönguferð í björtu veðri í Helsinki hressti eftir þaulsetur á bókamessu. Veðrið var síðra í Ósló: ofankoma við frostmark, dimmt í lofti. En þar ríkti gleðin sannarlega innandyra!

Winter citiesDespite busy days I had the chance to take a long walk in Helsinki with Kristín Helga Gunnarsdóttir. In Oslo a guided tour, sleet and snow awaited – and of course a highly fancy and fabulous gala party!

Myndir | photos © Áslaug Jónsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gitte Söderbäck, Kulturkontakt Nord Helsinki

Mikilvæg og falleg bók | Book review from Sweden

BókadómurStuttir lektorsdómar Bibliotekstjänst, BTJ, hafa löngum verið mikilvægir fyrir bækur í Svíþjóð og framgang þeirra í bókasöfnum landsins. Bækurnar um skrímslin hafa jafnan verið teknar til umfjöllunar í ritum BTJ og fengið ljómandi dóma. Skrímsli í vanda, Monster i knipa, fékk umsögn hjá Mariu Christensen. Þar segir meðal annars:

„Mergjaðar myndlýsingar Áslaugar Jónsdóttur, í dempuðum, dökkum litum, eru allsráðandi og leiða textann. Með einföldum tjáningarleiðum og stundum hjartanístandi túlkun sýna myndirnar á látlausan hátt hvernig brugðist er við þeim sem glatað hafa öllu. […] Skrímslin eru viðfeldin og geðug, þó stóra skrímslið eigi til bæði ólund og ónærgætni. Það er ógerlegt annað en að draga hliðstæður við þjóðfélagsmyndir dagsins í dag og bókin ætti að vera góður grundvöllur fyrir margháttaðar samræður með börnum. Skrímsli í vanda er mikilvæg og falleg bók.“  – Maria Christensen, BTJ-häftet nr 7, 2018.

Book reviewReviews in the Swedish Library Magazine, BTJ, are always important for the books and their distribution to the libraries in Sweden. Monsters in Trouble, – Monster i knipa, the Swedish version of Skrímsli í vanda, got a nice review by Maria Christensen:

Áslaug Jónsdóttir’s powerful illustrations in restrained and dark colors dominate and lead the text. With simple ways of expression and sometimes heartbreaking interpretations, the images show in an uncomplicated way reactions to someone who has lost everything. The text is a collaboration between Kalle Güettler, Rakel Helmsdal and Áslaug Jónsdóttir. All the monsters are sympathetically depicted, even though Big Monster gets both grumpy and thoughtless at times. It is impossible not to draw parallels to today’s societies and this book can be a good starting point for many discussions with young children. Monsters in Trouble is an important and fine book.“ – Maria Christensen, BTJ-häftet nr 7, 2018.

Útgefandi í Svíþjóð | Publisher in Sweden: Opal förlag.
Monster i knipa er bók mánaðarins í vefverslun Opal. | Book of the month at Opal’s webstore, see 🔗.

Skrímsli í vanda tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 | Nomination for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018

Tilnefning! Í dag voru kunngjörðar tilnefningar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Tvær bækur eru tilnefndar af Íslands hálfu: Skrímsli í vanda ogVertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur. Dagný Kristjánsdóttir kynnti tilnefningarnar fyrir hönd íslensku dómnefndarinnar í Norræna húsinu en kynning fór einnig fram á sama tíma á barnabókastefnunni í Bologna á Ítalíu.

Skrímsli í vanda er níunda bókin um litla skrímslið og stóra skrímslið eftir okkur höfundana þrjá: Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Sjöunda bókin, Skrímslaerjur, var einnig tilnefnd til verðlaunanna árið 2013, en verðlaunin voru veitt í fyrsta sinn það haust.

Í umsögn valnefndar um Skrímsli í vanda segir:

„Bókin Skrímsli í vanda fjallar á yfirborðinu um viðbrögð litla og stóra skrímslisins við loðna skrímslinu sem er í heimsókn hjá litla skrímslinu og sýnir ekki á sér neitt fararsnið. Þegar það er beðið að fara heim til sín kemur í ljós að það á hvergi heima. Þetta setur litla og stóra skrímslið í siðferðilega klípu sem þau leysa á endanum með sínum hætti. Sagan afhjúpar tilfinningar sem allir þekkja, jafnt börn sem fullorðnir, en af því að sagan er marglaga upplifir hver og skilur eftir sínum þroska og reynslu.

Myndirnar og textinn vinna mjög vel saman í að miðla þeirri sögu sem sögð er í bókinni. Myndirnar eru litríkar og líflegar og undirstrika tilfinningar og viðbrögð skrímslanna. Leturbreytingar í textanum gera það líka og hjálpa til við að leggja áherslur í upplestri en gera það einnig að verkum að stundum verður textinn eins og hluti af myndunum.

Ekki er sagt með beinum hætti í textanum hvers vegna loðna skrímslið á ekki í neitt hús að venda. Á einni opnu bókarinnar eru myndir af hugsanlegum ástæðum, til dæmis eldsvoði, náttúruhamfarir og stríð. Myndirnar af loðna skrímslinu sýna að það er grátt leikið, með sáraumbúðir og plástur.

Þannig hefur Skrímsli í vanda ríka skírskotun til samtímans. Ástæðan fyrir því að sumir eiga engan tryggan samstað í tilverunni skiptir ekki öllu máli en viðbrögð samferðafólks gera það.“

Við skrímslahöfundar gleðjumst yfir tíðindunum og erum stoltir höfundar í afar góðum félagsskap. Aðrar tilnefndar bækur eru:

Danmörk: Lynkineser eftir Jesper Wung-Sung & Rasmus Meisler (myndskr.) og Hest Horse Pferd Cheval Love eftir Mette Vedsø.
Finnland: Kurnivamahainen kissa („Kisan með garnirnar gaulandi“, óþýdd) eftir Magdalena Hai & Teemu Juhani (myndskr.) og Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson.
Færeyjar: Træið („Tréð“, óþýdd) eftir Bárð Oskarsson.
Noregur: Ingenting blir som før eftir Hans Petter Laberg og Alice og alt du ikke vet og godt er det eftir Torun Lian.
Samíska málsvæðið: Joekoen sjïehteles ryöjnesjæjja („Fyrirmyndar hreindýrahirðir“, óþýdd) eftir Anne-Grethe Leine Bientie & Meerke Laimi Thomasson Vekterli (myndskr.).
Svíþjóð: Fågeln i mig flyger vart den vill eftir Sara Lundberg og Norra Latin eftir Sara Bergmark Elfgren.
Álandseyjar: Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson.

Verðlaunin verða afhent á Norðurlandaráðsþingi í Osló 30. október 2018. Sjá nánar á vef verðlaunanna.

Skrímsli í vanda hlaut í janúar Íslensku bókmenntaverðlaunin 2017 í flokki barna- og ungmennabóka. Lesa má um það hér. Smellið hér til að lesa meira um tilurð bókanna og samvinnu höfundanna og áfram hér til að lesa meira um bækurnar: sjá myndir og glefsur úr bókadómum.

Nomination! Today the national members of the adjudication committee for the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize nominated 12 works for the award in 2018. Two books are nominated on behalf of Iceland: Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) and Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels (Be invisible – the story of Ishmael’s escape) by Kristín Helga Gunnarsdóttir. Dagný Kristjánsdóttir presented the nominations on behalf of the Icelandic committee and at the same time all nominees were introduced at the Bologna Children’s Book Fair in Italy.

Monsters in Trouble is the ninth book about the Little Monster and the Big Monster by Áslaug JónsdóttirKalle Güettler og Rakel Helmsdal. The seventh book in the series, Skrímslaerjur (Monster Squabbles), was nominated in 2013, the first year of the children’s book award.

The jury’s assessment of Skrímsli í vanda reads as follows:

“On the surface, Skrímsli í vanda (in English, “Monster in trouble”) is about two monsters, one big and one small, and how they react to a shaggy monster who visits the little monster and shows no sign of leaving. When the guest is asked to go home, it turns out that it has nowhere to go home to. This creates an ethical dilemma for the two monsters, which they manage to solve in their own way. The story examines feelings familiar to children and adults. Its many layers let the reader experience and understand the story according to their own maturity level and experience.

The illustrations and text form a synthesis to convey the story. The pictures are colourful and lively and depict the monsters’ feelings and reactions. The same is true of the alternating typography that shows where the emphasis is to be placed when reading aloud, which serves to make the text part of the illustrations.

The text does not come right out and say why the shaggy monster has no home. One spread has pictures of several possible reasons, including fire, natural disaster, and war. The pictures show a poorly looking shaggy monster bandaged up with plasters.

In this way Skrímsli í vanda makes a clear reference to present-day situations. The crucial thing is not the reason why someone doesn’t have a home but how those around them react.”

We the author-team are truly happy to receive this honor and are proud to be listed a amongst these great nominees and wonderful books:

Denmark: Lynkineser by Jesper Wung-Sung & Rasmus Meisler (ill.) and Hest Horse Pferd Cheval Love by Mette Vedsø.
Finland: Kurnivamahainen kissa by Magdalena Hai & Teemu Juhani (ill.) and Pärlfiskaren eftir Karin Erlandsson.
Faroe Islands: Træið by Bárð Oskarsson.
Norway: Ingenting blir som før by Hans Petter Laberg and Alice og alt du ikke vet og godt er det by Torun Lian.
The Sami Language Area: Joekoen sjïehteles ryöjnesjæjja by Anne-Grethe Leine Bientie & Meerke Laimi Thomasson Vekterli (ill.).
Sweden: Fågeln i mig flyger vart den vill by Sara Lundberg and Norra Latin by Sara Bergmark Elfgren.
Åland: Pärlfiskaren by Karin Erlandsson.

The winner will be announced and the prize awarded in Oslo, on October 30, 2018. Further reading in English about the nominees and their books here.

In January Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) received the Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction – read more about that here. Click here to read more about the authors and their collaboration,
and for still further reading click here to read more about the books: read quotes from reviews and see illustrations.

Ljósmyndir | photos: © Norræna húsið / The Nordic House. SG & http://www.aslaugjonsdottir.com

Með samkennd að leiðarljósi | Another four star review!

Bókadómur: Á Þorláksmessu, 23. desember, birtist bókadómur um Skrímsli í vanda í Morgunblaðinu. Silja Björk Huldudóttir útdeildi fjórum stjörnum og sagði meðal annars:
„Sem fyrr bera stílhreinar, litsterkar og tjáningarríkar myndir Áslaugar söguna áfram og sumt það mikilvægasta er ekki sagt berum orðum, sem er snjallt.

Margir deila vafalítið þörf skrímslanna til að láta gott af sér leiða og komast, líkt og skrímslin, að því að ef allir leggja sitt lóð á vogarskálarnar er ekkert óyfirstíganlegt. Með samkenndina að leiðarljósi verður heimurinn að betri stað og það eru mikilvæg skilaboð til ungra lesenda.“

Book reviewOn 23. December there was a fine book review in Morgunblaðið newspaper for Skrímsli í vanda – Monsters in trouble. Critic Silja Björk Huldudóttir decorated the review with four stars and wrote:

“As before, the story is carried on by Áslaug’s colorful, clear-cut style and expressive illustrations, and some of the most important things are not written out plainly, which is clever.

There is no doubt that many share the two monster’s need to do good and find, like the monsters, that if everyone pulls their weight, nothing is unachievable. Guided by sympathy and solidarity, the world becomes a better place and that is an important message for young readers.”

Tilnefning til Íslensku bókmenntaverðlaunanna | Nomination to the Icelandic Literature Prize

ViðurkenningSkrímsli í vanda er ein þeirra fimmtán bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2018, en tilefningar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum 1. desember sl. Skrímsli í vanda er tilnefnd til verðlauna í flokki barna- og ungmennabóka en listi tilnefndra bóka er eftirfarandi:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda. Útgefandi: Mál og menning.
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig?. Útgefandi: Vaka-Helgafell.
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar. Útgefandi: Angústúra.
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels. Útgefandi: Mál og menning.
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri. Útgefandi: Mál og menning.

Nánar: Frétt og myndskeið á RÚV. Frétt á vef FÍBUT.

NominationLast friday, on 1 December, fifteen books were shortlisted to the Icelandic Literature Prize 2018, and among them Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble) to the prize for the best children’s and YA book. The prize is in three categories: fiction, non-fiction and children’s/YA books and is hosted by the Association of Icelandic Publishers, FÍBÚT. The prize is handed out by the President of Iceland in January.
List of the nominated children’s and YA books:

  • Áslaug Jónsdóttir, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler: Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble).
  • Elísa Jóhannsdóttir: Er ekki allt í lagi með þig? (What‘s Wrong With You?). 
  • Hjörleifur Hjartarson og Rán Flygenring: Fuglar (Birds).
  • Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishmaels (Stay Invisible: Ishmael‘s Flight).
  • Ævar Þór Benediktsson: Þitt eigið ævintýri (Your Own Adventure).

Read more about the Monster series and the authors here.

Tv. skjáskot af RÚV. T.h. ljósmynd | photo: Valgerður B.

 

 

 

Fyndin og sorgleg í senn | Four star review!

Bókadómur: Í Fréttablaðinu í dag, föstudaginn 27. október, birtist ljómandi góður bókadómur um Skrímsli í vanda. Helga Birgisdóttir fjallar um texta, myndir, umbrot og hönnun og segir í niðurstöðu:
„Dásamleg viðbót við frábæran bókaflokk, fyndin og sorgleg í senn með skírskotun til vandamála sem heimurinn allur glímir við og þarf að leysa“.

Book reviewFréttablaðið newspaper brought a fine book review for Skrímsli í vanda – Monsters in trouble  this morning. Critic Helga Birgisdóttir writes about text, illustrations, layout and design and concludes:
“A wonderful addition to a great book series, funny and sad at the same time, with reference to problems the whole world is dealing with and needs to solve.”