Verðlaun Norðurlandaráðs 2018: Fimm verðlaun Norðurlandaráðs voru veitt með pomp og pragt í óperuhúsinu í Ósló 30. október síðastliðinn. Verk íslenskra listamanna voru verðlaunuð í flokki kvikmynda og fagurbókmennta: Kvikmyndin Kona fer í stríð og skáldsagan Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur hlutu þar verðskuldaða viðurkenningu. Tónlistarverðlaunin féllu í skaut norska tónskáldsins Nils Henrik Asheim fyrir verkið Muohta. Í flokki barna- og unglingabókmennta varð myndabókin Træið eftir færeyska listamanninn Bárð Oskarsson fyrir valinu og umhverfisverðlaunin fékk Náttúruauðlindaráðið í Attu í Grænlandi. Allt glæsileg verk og verkefni og ærin ástæða til að fagna, en einkum gladdi að Ör Auðar Övu skyldi verða fyrir valinu.
The Nordic Council awards 2018: The five Nordic Council prizes were awarded at a gala in the Opera House in Oslo last week, on October 30th. Two Icelandic works of art were awarded: the film prize went to Kona fer í stríð (Woman at War) and the literature prize to the novel Ör (Hotel Silence) by Auður Ava Ólafsdóttir. The Norwegian composer Nils Henrik Asheim was awarded for his piece Muohta and the picturebook Træið (The Tree) by Faroese artist Bárður Oskarsson was awarded the Children and Young People’s Literature Prize. The Nordic Council Environment Prize 2018 went to the Natural Resource Council of Attu, West Greenland. All wonderful projects and art creations. I was especially happy about Auður Ólafsdóttir’s prize and I recommend her books any time: they are timeless, universal, wonderfully quirky and clever.

From left: scriptwriter Ólafur Egilsson; Iceland’s Prime Minister: Katrín Jakobsdóttir; Iceland’s Minister of Education, Science and Culture: Lilja Alfreðsdóttir; film director and scriptwriter Benedikt Erlingsson; and the star of the evening: writer Auður Ava Ólafsdóttir.
Tilnefndir höfundar: Tólf barna- og unglingabækur voru tilnefndar til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2018, þar á meðal Skrímsli í vanda. Ásamt öðrum tilnefndum höfundum héldum við skrímsla-teymið til bókamessunnar í Helsinki og svo áfram til Óslóar en í báðum borgum tókum þátt í kynningum og bókmenntaviðburðum. Eins og ævinlega standa upp úr svona ferðum góðar stundir í samheldnum hópi listmanna, sem og gleðin yfir áhugaverðri og vandaðri bókalist.
The Nordic nominees: Twelve children’s and YA-books were nominated to the Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize 2018, amongst them Skrímsli í vanda (Monsters in Trouble). And so we traveled along with other nominees to Helsinki Book Fair in Finland and to Oslo in Norway to introduce our works as well as taking part in the nerve-wracking award ceremony. As always the best part was meeting the wonderful authors and illustrators and learning more about their works and art.

Í Helsinki: tilnefndir rit- og myndhöfundar til verðlauna Norðurlandaráðs | Nominees – © Kulturkontakt Nord Helsinki
Með „mömmu“ Einars Áskels: Það var sænska barnabókadrottningin Gunnilla Bergström sem afhenti barna- og unglingabókaverðlaunin á hátíðinni í óperuhúsinu í Ósló. Okkur Kristínu Helgu Gunnarsdóttur þótti firnagaman að hitta hana á Gardemoen og ná að þakka henni fyrir hvetjandi og áhrifaríka ræðu.
With Alfie Atkins “mom“: It was a Swedish queen of children’s books, Gunnilla Bergström, who handed out the prize for children’s literature at the gala in the Opera House in Oslo. Author Kristín Helga Gunnarsdóttir and I had the chance to greet her and express our thanks for a memorable and inspiring speech at the ceremony.
Kristín Helga Gunnarsdóttir was nominated for her book: Be invisible – the story of Ishmael’s escape – a dramatic and impressive book and highly recommended reading for both young and adult.
Veturveður: Við Kristín Helga létum ekki parraka okkur endalaust innandyra. Gönguferð í björtu veðri í Helsinki hressti eftir þaulsetur á bókamessu. Veðrið var síðra í Ósló: ofankoma við frostmark, dimmt í lofti. En þar ríkti gleðin sannarlega innandyra!
Winter cities: Despite busy days I had the chance to take a long walk in Helsinki with Kristín Helga Gunnarsdóttir. In Oslo a guided tour, sleet and snow awaited – and of course a highly fancy and fabulous gala party!
Myndir | photos © Áslaug Jónsdóttir, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Gitte Söderbäck, Kulturkontakt Nord Helsinki
Pingback: En minnesvärd resa till öst och väst | Kalle Güettler, författare