Nýtt ár! | January 2019

2019Hratt flýgur… Tvær vikur eru liðnar af nýja árinu, en ég hef lítið sinnt bloggi og þaðan af síður samfélagsmiðlum. En hér með óska ég óska öllum lesendum síðunnar gæfu og gengis á árinu – og bestu þakkir til hlutaðeigandi fyrir gefandi samskipti og samvinnu á árinu sem leið! Vonandi get ég sagt tíðindi af margvíslegum sköpunarverkunum á komandi vikum og mánuðum.

Ljósmyndirnar voru teknar í skammdeginu núna í janúar. Veturinn virðist í hvorugan fótinn geta stigið, en kemur og fer – hrím breytist í titrandi tár og skammvinn dagsbirtan kallar fram tregablandnar skuggamyndir, – er nótt, er dagur? Svo hækkar sól á lofti. Gleðilegt ár!

2019Time, time … I can’t believe that two weeks have already gone by since New Year. And I have not attended to my blog or site properly these last months – also consciously cut down my use of the overrated social media. Still, here I am! And a very happy, prosperous new year 2019 to you all: my readers and all the good people I have been in contact with and cooperated with last year!

These two photos are taken earlier this month. Winter has been blowing hot and cold, mostly without snow, making the short days even darker. Rime and frost turn in to shivering drops of dew, and even the light is so fragile, it’s there and then it’s gone. But days are getting longer and the blue specks of sky are giving good promises. Happy 2019!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 5.01.+13.01.2019