Páskar | Easter 2020

Gleðilega páska! Mér voru færðar páskaliljur og túlipanar í vikunni, en þegar ég hélt sjálf til blómasalans eftir vendi á laugardegi fyrir páska greip ég í tómt: laukblómin gulu voru uppseld í gervöllu landinu og salan fram úr öllum væntingum hins reynda blómasala. Mér finnst eitthvað sérlega fallegt við þá stöðu: fólk leggur sig fram við að gleðja bæði sig og aðra með blómum þegar pestarfárið grúfir yfir.
Páskaliljurnar standa í fullum blóma með ilm af hunangi og grænu grasi og það var sérlega róandi að skissa gulu blómbikarana.

Happy Easter! My daughter brought us daffodils and tulips already last week, but when I went out to buy a bouquet as a present the yellow ones were all sold out and the florist said he had never sold so many flowers in such a short time. This is a good sign: in troubled times we seek beauty and try to brighten up our lives and present others with signs of tranquillity and love.
The daffodils are now in full bloom, bringing a scent of honey and fresh grass. It was was especially soothing to sketch the yellow bulbs.

Skissa gerð | Sketch made Apr. 2020