Þorraþræll | Last day of the month of Þorri

Matur og menning: Í dag er þorraþræll, síðasti dagur þorra. Margir tengja gamaldags íslenska hvunndagsrétti þorranum, – og sumir halda að „þorramatur“ og þorrablót hafi verið „fundinn upp“ af vertum í Reykjavík. Það er svona álíka nákæmt og að drauga- og álfasögur hafi verið fundnar upp af túristaleiðsögumönnum. Ýkjurnar tilheyra vissulega sölumennskunni, en grunnurinn á sér mun dýpri rætur, menningarlegar, sögulegar og landfræðilegar. Eins og öll matarmenning í heiminum.

Á hverju ári – sérlega í kringum þorra – dúkka upp þeir sem telja súrmat, reyktan mat og kæstan vera óæti og ómenningu sem við skulum nú hafa þroskast frá sem þjóð. Skrifa jafnvel um það árlegar greinar, einhverskonar manifesto gegn ímynduðum meginstraumi þorrablótsunnenda og ábendingu um að í raun þurfi að fletta ofan af þeim sem þykjast éta súrt og kæst sér til ánægju. Mér myndi aldrei detta í hug að halda því fram að öllum ætti að þykja þessi sami matur góður, því bragðlaukar fólks eru misjafnir og miklu skiptir hvaða mataræði fólk ólst upp við sem börn. Og svo það sé sagt, þá ólst ég upp við ýmsa þessa rétti á borðum vikulega eða daglega, allt eftir árstíma. Sumt þótti mér betra en annað, en ekkert af þeim mat get ég flokkað undir „ómenningu“. Satt best að segja er mér fyrirmunað að skilja æsinginn – til eða frá – yfir jafn sjálfsögðum réttum og nú eru kallaðir „þorramatur“ og sem bera útsjónasemi forferðranna fagurt vitni: hvernig mátti geyma mat og vinna úr árstíðabundinni uppskeru og afla. Það má auðvitað ekki gleymast að ekki síst fiskur fékkst ferskur stóran hluta úr árinu – úr sjó, ám og vötnum, og var dagleg fæða margra. En á norðurhjaranum gengu yfir litlar ísaldir og fiskur eða grasbítar voru því helsti kosturinn: próteinríkt fæði, hert, reykt, þurrkað, kæst, súrsað, saltað, – neytt á þeim árstíma þegar fátt fékkst ferskt. Fæðunnar var eðlilega aflað þegar best var og birgðir unnar fyrir veturinn. Matarsóun óþekkt. Engin af þessum vinnsluaðferðum er einstök, alls staðar í heiminum finnast hliðstæðar verkunaraðferðir sem gera matinn geymsluþolinn, hollari og heilsusamlegri – eða hreinlega ætan þar sem ákveðin ómeltanleg efni eiga í hlut.

Ég veit ekki hvaðan hún kemur þessi heimóttarlega minnimáttarkennd fyrir íslenskri matarsögu – sem er þá einkum borin saman við suður-evrópska matarmenningu, en sjaldnast er farið víðar í samanburðinum, enda ná ferðlög Íslendinga oft ekki lengra en þangað. Og reyndar er þá yfirleitt vísað til þess sem er á borðum þar nú – en ekki aftur í tíma. Mér finnst óskiljanlegt að tala um skort og ómenningu í sömu andrá og súrmat og kæsta skötu, en vera svo æði snokin fyrir niðursoðnu grænmeti í súrum ediklegi eða vel kæstum og grámygluðum ostum. Allt er þetta frábær matur og menningarlegur – en auðvitað aldrei að allra smekk.

Síðastliðið sumar var ég beðin um afnot af nokkrum teikningum sem ég gerði fyrir ritið Súrt og sætt eftir Sigríði Sigurðardóttur, þá safnstjóra í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ, en sumar þeirra voru einnig nýttar í smáritið Eldamennska í íslensku torfbæjunum eftir Hallgerði Gísladóttur. Ég var líka beðin um að bæta við myndum – hvar við sögu kom saltfiskur, hákarl og skata. Teikningarnar eru nú hluti af sýningu um matarhefðir, á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum í Hrútafirði.

Þegar ég vann teikningarnar var mér var í mun að sýna matargleðina eins og ég þekkti hana. Það eru til góðir kokkar og síðri – sama gildir um verkun á matvælum. Þar getur vissulega skilið á milli menningar og ómenningar eða kunnáttu og þekkingarleysis. Matargleði og matarmenning kemur fram í undirbúningi og verkun, tilbúningi og eldamennsku, neyslu og veislu, –  því kynntist ég best hjá fólki sem fann ekki að það hefði skort tómata eða ólífur í lífinu. Það var menning að fylgjast með og taka þátt í þeim verkum og njóta svo matarins.

Verði öllum að góðu – og gleðilega góu!

Illustration: In a stack of papers on my desk I found some old drawings, and a couple of new ones I made last summer, illustrations commissioned for educational purposes in local history museums in Northern Iceland. And since today is Þorraþræll, the last day of the month of Þorri, a month when we like to feast on good traditional food, this was a proper time to post some of these illustrations. (My lengthy text above are my thoughts on different views of „Þorramatur“ – in Icelandic only this time).

According to the old calendar we still have two more winter months a head and tomorrow will be the first day of Góa.

myndlýsingar | illustrations © Áslaug Jónsdóttir

Teikning dagsins | And then I ate it

Teiknidagurinn: Alltaf má læra eitthvað nýtt! Samkvæmt bestu heimildum er sextándi maí dagur teiknilistarinnar. Svo ég ákvað að skissa í snatri það sem hendi var næst: hráefnið í kvöldmatinn. Reyndar eyddi ég deginum í að teikna og klippa myndlýsingar í næstu bók, en það er annað mál. Það er fátt betra fyrir sinnið en að teikna, að leyfa hugsuninni að tengjast höndinni og pára eitthvað á blað.

Drawing Day! Although I spent most of the day drawing, coloring and cutting paper for my next picturebook I decided I had to make a different kind drawing, – a quick sketch before dinner. I found out that today is Drawing Day and what better than to doodle your food? „Drawing Day is celebrated on May 16 and the best way to celebrate it is by expressing yourself through drawing just about anything you like.“ Happy Drawing Day!

Skissa/teikning gerð | Sketch/drawing made: 16.05.2021 ©Áslaug Jónsdóttir

Páskar | Easter 2020

Gleðilega páska! Mér voru færðar páskaliljur og túlipanar í vikunni, en þegar ég hélt sjálf til blómasalans eftir vendi á laugardegi fyrir páska greip ég í tómt: laukblómin gulu voru uppseld í gervöllu landinu og salan fram úr öllum væntingum hins reynda blómasala. Mér finnst eitthvað sérlega fallegt við þá stöðu: fólk leggur sig fram við að gleðja bæði sig og aðra með blómum þegar pestarfárið grúfir yfir.
Páskaliljurnar standa í fullum blóma með ilm af hunangi og grænu grasi og það var sérlega róandi að skissa gulu blómbikarana.

Happy Easter! My daughter brought us daffodils and tulips already last week, but when I went out to buy a bouquet as a present the yellow ones were all sold out and the florist said he had never sold so many flowers in such a short time. This is a good sign: in troubled times we seek beauty and try to brighten up our lives and present others with signs of tranquillity and love.
The daffodils are now in full bloom, bringing a scent of honey and fresh grass. It was was especially soothing to sketch the yellow bulbs.

Skissa gerð | Sketch made Apr. 2020

Grænt er gott fyrir augun | What to draw when you miss summer?

Sakna grænni daga! Í illviðrum og vetrarhörkum með tilheyrandi hörmungarfréttum má reyna að bæta geð með því hugsa til sumarsins. Teikna grænt, „því græni liturinn er hollur fyrir augun“¹.  Rifja upp daga með safaríkum gróðri. En auðvitað má ekki leyfa sér að dreyma um Paradís án þess að muna eftir höggorminum! Hér er það vissulega bara spikfeit lirfa í spínatbeði.
Jæja, enn eigum við eftir að þreyja þorrann og góuna! Daginn lengir, það birtir …

Missing summer! The weather has been horrid in Iceland these last weeks, really a killer, no jokes there. So I miss summer and the green bliss of the vegetation immensely! Still, I can’t even allow the dream of summer to linger without also reminding myself that there is always that snake in Paradise – ok, just a caterpillar in my spinach in this case.
There are still long months of winter ahead but the daylight is slowly increasing, thankfully.

Skissa gerð | Sketch made: Jan. 2020  | ¹ H.C. Andersen, Ljóti andarunginn.

Gleðilegt nýtt ár! | Happy New Year – 2020!

Gleðilegt ár allir vinir nær og fjær! Fyrsti dagur ársins barði að dyrum með rigningu og roki eða í besta falli slyddu. Fyrr í vikunni hafði þó snjóað einn daginn svo örlítið birti til meðan dagsljóss gætti. Þangað sótti ég myndefnið í skissuna sem skyldi líka vera til minnis um hlýtt hús og gullna birtu úr gáttum sem mynda skarpa andstæðu við grámann og blámann í öllum kalsanum úti.

Happy New Year, dear friends and visitors! The first year of the day has only offered cold wind, rain and sleet. So for my first sketch of the year I looked back for an inspiration in some photos I took few days ago, a day when fresh snow brightened up our dark winter day. I made a quick sketch from the photo, as to remind me of the warmth of the house and it’s welcoming lights, when the windows glow bright in contrast with the grey and blue surroundings.

Skissa gerð | Sketch made: 01.01.2020

Fjöðrum fengin | Feathers and quills

Fjaðurpenslar og hvannarburstarÉg skemmti mér við að gera pensla úr fundnum fjöðrum og fleiru í gær. Nú þarf ég að láta reyna á gæðin! Það eru til margvíslegar og jafnframt fornar aðferðir til að nýta fjaðrir og fjaðurstafi í pensla og skriffæri og ákveðin ánægja í því að nýta það annars hverfur út í veður og vind. Mæli með!

Feathered paint brushes: I gave making my own paint brushes a try yesterday, mostly from feathers I had picked up last winter, not knowing what I would make out of them. But making brushes was fun! Now I have to test them a bit more, with watercolors and inks, and perhaps make more of those angelica-brushes …

Ljósmyndir teknar | Photo date: 10.08.2018

Hvað nú litla skrímsli? | What’s up Little Monster?

skrimslaskissjan-2017♦ MánudagsrissSkrímslin tvö eru alltaf eitthvað að bralla. Þau halda áfram að banka á dyr og setjast að mér við teikniborðið. Hvað þau taka sér næst fyrir krumlur og klær er leyndarmál eða öllu heldur óleyst mál! Við höfundarnir þrír: Áslaug, Kalle og Rakel, eigum handrit í skúffunum sem við höldum áfram að pússa og senda á milli. En vonandi verður ekki langt í næst bók.

Upplifunarsýningin Skrímslin bjóða heim heldur brátt af stað í ferðalag og verður væntanlega opnuð í Norðurlandahúsinu í Færeyjum 1. apríl næstkomandi.

Samið hefur verið um útgáfu á fleiri erlendum þýðingum á skrímslabókunum og verður sagt frá þeim útgáfum síðar.

♦ Monday sketchingLittle Monster and Big Monster tend to turn up at my desk time and again, bringing their odd stories to be told in pictures and words. We the three authors, Áslaug, Kalle and Rakel, have a few manuscripts we are working on. What the monsters are up to is still a secret, or still unsolved! But hopefully new books will come out of it before all too long.

The interactive exhibition Visit to the Monsters will go traveling and open in the Nordic House in Tórshavn in the Faroe Islands in April.

Rights have been sold for more books in the Monster series to be published abroad, more languages and titles. Further monster news about that when time comes!

Skissa dags. | Sketch date: Jan. 2017

Tsantsa | Shrunken head – Happy Halloween!

wunder-head-aslaugj

♦ MánudagsrissMyndin úr skissubókinni er valin í tilefni dagsins og tilheyrandi hrollvekjustemningar. Vinsældir Hrekkjavöku virðast sífellt aukast, ótengt upprunalegum siðum og trúarbrögðum, enda er góður bisness í hrollinum. Í Wunderkammer Olbricht í Me Collectors Room í Berlín staldraði ég við tsantsa, þurrkað mannshöfð frá 19. öld, eða að minnsta kosti meintu mannshöfði, ættuðu frá Jivaro indíánum í Ekvador. Samansaumaður munnurinn var verulega hrollvekjandi en þykkt, dökkt hárið var furðu fallegt.

♦ Monday sketchIn Wunderkammer Olbricht in Me Collectors Room in Berlin I picked up the sketchbook when I faced a small shrunken head or tsantsa (Ecuador – Jivaro, 19th century). A very odd and hair-raising item indeed, whether real or not. The thick black hair was incredibly lively, but the face quite ghastly with the lips sewn together. So many rituals connected with death are crazy!

I wish those of you celebrating All Saints’ Eve a Happy Halloween!

Skissa dags. | Sketch date: 20.10.2016

Kúrbítur | Zucchini

zuccini2016aslaugj

♦ MánudagsrissKvöldmaturinn í skissubókinni! Í gær uppskar ég nokkra kúrbíta ef það færi nú að frysta í vikunni. Ég tíndi til fjórar tegundir og get sem fyrr vottað það augljósa, að ferskleiki hefur óumdeilanleg áhrif á bragðgæði. Hinsvegar er þolinmæðin með blýantinn ekkert sérstök þegar langt er liðið á daginn og viðfangsefnið á leið á pönnuna!
♦ Monday sketchingSummer’s last harvest in the sketch book. My patience was not particularly high in the afternoon – looking at supper’s main ingredient: tasty home-grown zucchinis!

Skissa dags. | Sketch date: 26.09.2016

Mánudagsriss – á ferð | Sketching at 60 mph?

ferd-4

♦ MánudagsrissÞað kemur alveg fyrir að mér leiðist í bíl. Sérstaklega ef ég er farþegi á leið sem ég hef farið oft. Þá er bara að finna sér eitthvað til dundurs, taka til dæmis upp skissubókina og draga línur sem gætu minnt á landslagið sem þýtur hjá. Rissa hæðir og hóla, hús á stangli, stundum skepnur á beit, þó óðum fækki grasbítum á túnum og engjum.
♦ Monday sketchDrawing in a moving car… some might suggest it was driving pretty fast. I am not a particularly patient passenger and if I know the road too well I get bored. Making some super fast sketches can be fun, it makes you study the landscape passing by in a different way. Few lines, new view, flip to next page and draw more. Sometimes the roads are bumpy but that doesn’t matter, – as long as you don’t get car sick!

ferd-2

ferd-3

ferd-1

Skissur dags. | Sketch date: 21.08.2016

Fljótt, fljótt! | Quick sketch for a quick bird

þúfutittlingurSkissa©AslaugJ

♦ MánudagsrissSmáfugl rissaður í fljótheitum. Stálpaðir ungar æfa flugfimi og fluguveiðar allt í kringum húsið þessar mundir. Sumir eru forvitnari og kjarkaðri en aðrir.
♦ Monday sketch: Very, very, very quick sketch on a Monday. If it looks like something it should be a young meadow pipit.

Skissa dags. | Sketch date: 08.08.2016

Sykurertur í sólinni | Snow peas in the sun

Baunir©AslaugJ

♦ MánudagsrissMánudagsskissan kemur á þriðjudegi því ég náði ekki að setja riss á blað í gær, á frídegi verslunarmanna. Ekki þurfti ég þó að fara í búð eftir viðfangsefninu: sykurerturnar komu beint af grasinu og enda örugglega á diskinum mínum.
♦ Monday sketch: No, I am sorry, this is a Tuesday drawing! 😉 Doodled some sweet snow peas I picked this morning.

Skissa dags. | Sketch date: 02.08.2016

Mánudagsriss | Sketching on a rainy Monday

Skissa250716Jardarber-©AslaugJ

♦ MánudagsrissÉg ætla að gera tilraun til þess að birta aðeins meira af teikningum á blogginu, svo ljósmyndirnar taki ekki alveg yfir myndefnið. Skissurnar verða ekki valdar af því að þær séu svo góðar, heldur af því að þær eru annað hvort æfingar eða frumriss í vinnslu, sem allt hefur sinn tilgang í sköpunarstarfinu. (Já, ég át þessi jarðarber og marga ættingja þeirra, beint upp úr garðinum.)

♦ Monday sketchYay! It’s strawberry season in Iceland now! I am going to try to do a little bit more of posting drawings and sketches on my site. I tend to pick photos rather than drawings when I want people to see what I see… So Mondays will be sketch days, when there is time. I’ll just post some exercises, doodles and scribbles or what ever I am working on in sketches. Have a creative week y’all!

Skissa dags. | Sketch date: 25.07.2016