Sjáðu! kynningarmyndband | Book presentation

Sjáðu! Útgefendur mínir á Forlaginu gerðu röð myndbanda þar sem höfundar kynna nýútkomin verk sín. Það var ekki annað að gera en vippa af sér sóttvarnargrímunni og setjast fyrir framan upptökuvélina. Veskú!

Myndabókin Sjáðu! – myndavers fyrir börn er harðspjaldabók fyrir allra yngstu börnin, en bókin ætti einnig að höfða til eldri barna sem skilja myndirnar og textann á sinn hátt. Oft eru myndbækur lesnar fyrir barnahóp eða systkini á mismunandi aldri og hér ættu allir að geta notið. Hugmyndin var líka að ungur lesandi gæti séð eitthvað nýtt eftir því sem bætist við þroska og skilning, þannig myndi bókin „vaxa með barninu“.
Útgefandi Mál og menning. Texti útgefenda á baksíðu kápu:

„Sjáðu! er myndaævintýri fyrir allra yngstu börnin þar sem upplagt er að benda, skoða og undrast. Stutt vers leiða lesendur í gegnum furðuheim sem vekur spurningar og vangaveltur. Þetta er enn ein listasmíð Áslaugar Jónsdóttur en bækur hennar hafa komið út um víða veröld við góðan orðstír. Sjáðu! er bók sem vex með barninu.“

Bókin fæst í helstu bókabúðum og vefverslunum þeirra, til dæmis hér:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta


See! My publishers at Forlagið have made a series of short video presentations where authors introduce their new books. (Did you know you can play videos on YouTube faster or slower? Much funnier that way…)

My new picturebook, “Sjáðu!” – is a board book for the youngest children, but I hope it appeals to a bit broader age group since picturebooks are often read to siblings and small groups of children of different age and I wanted all to enjoy. My aim was also that this could be a book that “lasted” for a bit longer than the few first months of the child, – as the child grows and develops it would discover more and more things to ponder about. The publisher is Forlagið – Mál og menning. The back cover text reads something like:

„See! is an adventure in pictures for the youngest children, where it is ideal to show and point, look and marvel. The short verses lead the readers through a strange world that sparks off questions and reflections.
This is yet another work of art by Áslaug Jónsdóttir whose books have been published in many languages with splendid reception. See! is a book that grows with the child.“

Sjáðu! can be bought in bookstores and online bookshops like:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta