Sjáðu! á sýningu | Look! IBBY Honour List 2022: virtual exhibitions

Heiðurslisti IBBY 2022: Síðastliðið vor var tilkynnt að myndabókin mín Sjáðu! hefði verið valin á Heiðurslista IBBY samtakanna 2022 fyrir myndlýsingar. Nú er Heimsþing IBBY nýafstaðið en þar voru bækur á Heiðurslistum kynntar, m.a. í stafrænum sýningarsölum sem eru öllum opnir. Hér má sjá allar bækur sem voru útnefndar fyrir myndlýsingar, útnefndar bækur textahöfunda og bækur úrvals þýðenda. IBBY á Íslandi tilnefndi einnig Ævar Þór Benediktsson í flokk rithöfunda fyrir bókina Þín eigin undirdjúp og Ingunni Snædal í flokk þýðenda fyrir bókina Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: Horfin.

Fleiri áhugaverðar sýningar má sjá á vef IBBY í Malasíu, svo sem verðlaunamyndir á sýningunni Power of Stories – H.C.Andersen Award og Nami Concours; og myndlýsingar frá Bratislava tvíæringnum BIB 2021 – Bienále ilustrácií Bratislava.


IBBY Honour List 2022: Last spring it was announced that my picture book Sjáðu! (Look!) was selected for the IBBY Honor List 2022 for illustration. IBBY in Iceland also nominated Author Ævar Þór Benediktsson for his book Þín eigin undirdjúp and poet Ingunn Snædal for her translation of the Swedish: Handbok för Superhjältar. All books are now exhibited in the visual art galleries of IBBY Malaysia, organized in conjunction with the 38th IBBY International Congress.

See: Power of Stories Virtual Exhibition is a showcase of selected illustrations from:
– IBBY Honour Lists of illustration/artisttext/author – and translation/translator
– BIB 2021 Biennial of Illustrations Bratislava
– Nami Concours
– Hans Christian Andersen Awards

Enjoy!


Sjáðu! Viðurkenningar og bókadómar | LOOK! – Honours and reviews

♦ Útnefning á HEIÐURSLISTA IBBY 2022 fyrir myndlýsingar.
Selected for the IBBY HONOUR LIST 2022 for illustration.
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Katrín Lilja, Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Katrín Lilja, Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web.
Bókadómur: „Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið.“ Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.
Book review: Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  Bóksala stúdenta

Sjáðu! – umfjöllun | Review

Bókadómur: Á vefsíðunni Lestrarklefinn er öflug umfjöllun um bókmenntir og leiklist og það er ekki ónýtt þegar dagblöðin virðast ekki ráða við að halda uppi gagnrýni og umræðu.

Í Lestrarklefanum birtist á sínum tíma lofsamlegur bókadómur um Sjáðu! – á útgáfuári bókarinnar, eftir Katrínu Lilju Jónsdóttur, en nú í vor kom þessi fína umsögn frá Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur þar sem mælt er með bókum fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar á meðal Sjáðu!

„Sjáðu eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið. […] Myndskreytingarnar í þessari bók eru yndislegar, það er margt um að vera á blaðsíðunum en ekki þannig að það sé yfirþyrmandi. En mér finnst oft verða mikill glundroði í mörgum ungbarnabókum, eitthvað sem ég er lítt hrifin af. En hérna tekst Áslaugu mjög vel til að hafa jafnvægi á síðunum og í sögunni. Tvö börn kanna heiminn í kringum sig og sjá hina ýmsu hluti á leið sinni. Það er ótrúlega skemmtilegt að benda á ýmsar kynjaverur og tala um þær eða biðja barnið um að finna hluti á blaðsíðunum. Textinn er líka skemmtilegur í vísnaformi. Þetta er bók sem getur alveg klárlega vaxið með barninu.“ – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Ég er glöð að lesa að ég hafi hitt í mark með því að forðast ofhlæði og óreiðu, en ég leitaðist við að blanda saman bæði einföldum formum og flóknari smáatriðum sem gætu höfðað til barna á mismunandi aldri. Eitthvað sem gæti til dæmis hentað í lestri fyrir systkini og svo auðvitað vildi ég að bókin gæti „vaxið með barninu“.

Hér neðar eru tenglar á umfjöllun og listi yfir ýmsan heiður sem Sjáðu! hefur hlotnast.

Book review: The website Lestrarklefinn publishes reviews on literature and plays and when my book Sjáðu! came out it received a praising review by Katrín Lilja Jónsdóttir. Some weeks ago this nice review by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir was published. She recommended books for young children and their parents, amongst them Sjáðu!

Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read. […] The illustrations are wonderful, there is a lot going on on the pages but nowhere overwhelming. I often find that there is too much of a chaos in many infant books, something I do not like. But here Áslaug succeeds very well in balancing the pages and the story. Two children explore the world around them and see all sorts of things on their way. It is fun to point out various odd creatures and animals and talk about them or ask the child to find things and objects on the pages. The rhymed text is also entertaining. This is a book that can clearly grow with the child.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

I am glad to read that I have managed to avoid overload and clutter, but I tried to mix both simple shapes and more complicated details that might appeal to children of different ages. Something that could for example be enjoyable for reading to siblings, – and then of course I wished the book could “grow with the child”.

Below are links to reviews and a list of various honors that Sjáðu! (LOOK!) has received.


Sjáðu! Viðurkenningar og bókadómar | LOOK! – Honours and reviews

♦ Útnefning á HEIÐURSLISTA IBBY 2022 fyrir myndlýsingar.
Selected for the IBBY HONOUR LIST 2022 for illustration.
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web.
Bókadómur: „Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið.“ Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.
Book review: Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  Bóksala stúdenta

Vorvindar IBBY 2021 | IBBY award 2021

Viðurkenning: Samtökin IBBY á Íslandi veittu á dögunum „Vorvinda“, eða sínar árlegu viðurkenningar vegna barnamenningar. Á heimasíðu IBBY segir: „Vorvindum er ætlað að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu og því sem vel er gert innan barnamenningar.“ Upphaflega voru þessar viðurkenningar veittar að vori, eins og nafnið bendir til, en heimsfaraldurinn aftraði því í ár, eins og fleiru.

Athöfnin var í Borgarbókasafninu Grófinni, sunnudaginn 19. september 2021, og þar fengu eftirtaldir viðurkenningu, eins og segir frá í frétt á vef IBBY og hér á vef RÚV:

Arndís Þórarinsdóttir, rithöfundur, fékk viðurkenningu fyrir að hafa síðastliðinn áratug sannað sig sem einn okkar fremsti barnabókahöfundur. Hún hefur einnig skipað stóran sess á sviði barnabókmennta með lestarhvatningu ýmiskonar og er öflug talskona barnabókmennta í umræðunni á Íslandi.

Áslaug Jónsdóttir, mynd- og rihöfundur hlaut Vorvinda fyrir framlag hennar til bókmennta fyrir yngstu kynslóðina. Þá sérstaklega fyrir myndversið Sjáðu! þar sem lesendur fylgja börnum um ævintýralega veröld í bundnu máli með fallegum myndlýsingum.

Kristín Ragna Gunnarsdóttir rit- og rithöfundur hlaut viðurkenningu fyrir að miðla goðsögum til barna í gegnum bækur sínar og myndlýsingar sem og með töfrandi og fræðandi barnasýningum.

„7. bekkur mælir með” og Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir. Nemendur og foreldrar í Fossvogsskóla hljóta Vorvinda fyrir bókaklúbb og tímaritsútgáfu. „7. bekkur mælir með”. Þriðja veturinn í röð eru nemendur í 7. bekk í Fossvogsskóla með bókaklúbb og gefa jafnframt út tímarit með bókaumsögnum sínum. Blaðið kemur út mánaðarlega og er dreift til allra í árgangnum.

Að auki var ég heiðruð með þessum texta:

Myndir og bækur Áslaugar Jónsdóttur eru fyrir löngu orðnar þekktar, jafnt innan sem utan landsteinanna. Frá því að fyrsta bók hennar kom út árið 1990 hefur Áslaug starfað ötullega að barnamenningu sem mynd- og rithöfundur og einnig sem grafískur hönnuður og myndlistamaður. Áslaug hefur skrifað og myndlýst fjölda bóka, samið barnaleikrit og tekið þátt í sýningum erlendis og á Íslandi, en hún er hvað þekktust fyrir myndlýsingar sínar í sögunum Litla skrímsli og Stóra skrímsli, sem hún skrifaði ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Meðal annarra bóka hennar má nefna Ég vil fisk sem hún skrifaði og myndlýsti og einnig myndlýsingar hennar í Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem löngu eru orðnar sígildar og órjúfanlegur hluti af sögunni um hnöttinn bláa.

Áslaug hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framlag sitt til barnamenningar, m.a. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar, Íslensku bókmenntaverðlaunin. Eins hefur hún verið á heiðurslista IBBY, sem og tilnefnd til ALMA og H.C. Andersen verðlaunanna.

Þó Áslaug hafi hlotið ýmsar viðurkenningar fram að þessu og að verk hennar séu orðin sígild í bókahillum heimilanna, þá langaði stjórn IBBY að þessu sinni að veita Áslaugu Vorvindaviðurkenningu fyrir framlag hennar til bókmennta fyrir yngstu kynslóðina.

Það vill svo til að á þeim litla örmarkaði sem Ísland er, koma út mjög fáar íslenskar bækur á hverju ári fyrir okkar allra yngsta fólk og það getur komið niður á fjölbreytileika bókanna. Þó er svo gríðarlega mikilvægt að næra þennan hóp lesenda framtíðarinnar með fjölbreyttu efni af ýmsum toga. Það starfar enginn að barnamenningu nema að viðkomandi hafi brennandi áhuga og ástríðu fyrir því starfi sem oft og tíðum getur virst sem hreint og beint hugsjónastarf. Það fer ekki á milli mála í verkum Áslaugar að hún brennur fyrir bókmenntum yngstu kynslóðarinnar, bæði þeirra sem eru enn ólæs sem og þeirra sem eru farin að vinna sig í gegnum stafina og lesa sjálf. Og þar spila myndirnar lykilhlutverk. Flæði texta og mynda gengur einstaklega vel upp í verkum Áslaugar, en að þessu sinni langar okkur að þakka henni sérstaklega fyrir myndaversið Sjáðu! sem kom út haustið 2020.

Í Sjáðu! fylgja lesendur börnum um ævintýralega veröld í bundnu máli. Frásögnin er leikandi létt og skemmtileg, óvænt, fyndin og spennandi. Myndir og knappur textinn flétta sama sögu sem hrífur lesandann með sér. Sjáðu! hentar vel fyrir margendurtekinn lestur eins og svo oft vill verða með lesendahóp á þessum aldri og sagan dýpkar við hvern lestur. Lesandinn uppgötvar sífellt eitthvað nýtt og getur jafnvel leikið sér sjálfur með því að segja söguna með sínum eigin orðum. Lesturinn örvar málþroska og stækkar heim hins unga lesanda. En ekki síst býður lestur bókarinnar upp á dýrmæta og gefandi samverustund hins unga og hins eldri lesanda.

Það er dýrmætt fyrir okkur að í bókaflóruna bætist við nýjar íslenskar bækur fyrir lesendur framtíðarinnar. Við erum þakklát fyrir verk Áslaugar fyrir okkar yngsta fólk og einnig fyrir okkur sem eldri erum og fáum að njóta verka hennar. Það er því okkur sannur heiður að veita Áslaugu Jónsdóttur Vorvinda viðurkenningu IBBY 2021 fyrir framlag hennar til barnamenningar á Íslandi.“ – texti: Linda Ólafsdóttir fyrir IBBY á Íslandi.


HonourIBBY Iceland annually presents the Vorvindar award for outstanding work in the field of children’s books and/or cultural activities especially aimed at children and this year there was an award ceremoni at Reykjavík City Library in Grófin on Sunday September19, 2021.

There were four happy recipients of the awards: author Arndís Þórarinsdóttir, author/illustrator Áslaug Jónsdóttir, author/illustrator Kristín Ragna Gunnarsdóttir, and a group of 7th grade students and their teacher Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir, who publish a monthly magazine with book reccommenations and reviews for their fellow students.

My book Sjáðu!, a board book for the youngest readers, was especially mentioned in the statement for the award.


SJÁÐU! – tenglar | LOOK! – links:
♦ Útnefning á Heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna 2022. Sjáðu! tilnefnd fyrir myndlýsingar.
Nomination for the IBBY Honour List 2022. Sjáðu! (Look!) is nominated for illustration.
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web. 

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson   |  Bóksala stúdenta

Sjáðu! á Heiðurslista IBBY | Selected for IBBY Honour List 2022

Viðurkenning: Samtökin IBBY á Íslandi hafa útnefnt þrjár bækur á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna 2022 og er Sjáðu! tilnefnd fyrir myndlýsingar. Hér má lesa frétt IBBY á Íslandi. IBBY á Íslandi tilnefnir einnig Ævar Þór Benediktsson í flokk rithöfunda fyrir bókina Þín eigin undirdjúp og Ingunni Snædal í flokk þýðenda fyrir bókina Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: Horfin.

Í frétt á vef IBBY segir:
„Annað hvert ár er rithöfundi, myndhöfundi og þýðanda er veittur þessi heiður og fara tilnefndu bækurnar þeirra á bókasýningu sem ferðast um heiminn í tvö ár.
Viðurkenningarskjöl vegna heiðurslistans eru afhent á Alþjóðlegu þingi IBBY, þar sem bæklingur með tilnefndum bókum er kynntur í fyrsta sinn. Eftir þessa kynningu fara sjö sett af bókunum á ferðalag um heiminn og eru sýnd á ráðstefnum og alþjóðlegum bókasýningum. Eftir það eru bækurnar geymdar í alþjóðlegu barnabókasöfnunum í München, Zurich og í Bratislava.“

Þetta er í fjórða sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY. Árið 2016 var það Skrímslakisi og árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.

asl_krakkakvHonour: IBBY Iceland announced their selection of books for the IBBY Honour List 2022 and my book Sjáðu! (Look!) is nominated for illustration. Author Ævar Þór Benediktsson is seclected for his book Þín eigin undirdjúp and poet Ingunn Snædal for her translation of the Swedish: Handbok för Superhjältar.

The criteria goes as follows: “The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”  The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the forth time on the list; previously in 2016 for Skrímslakisi (Monster Kitty) by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal and in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.

Blái hnötturinn USA ISL UK

The Honour List diplomas are presented at the IBBY Congresses where the catalogue is introduced and the books are shown for the first time. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs.

Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept in Munich (International Youth Library), Zurich (Swiss Institute for Child and Youth Media, SIKIM), Bratislava (Bibiana Research Collection), St. Petersberg (RBBY Central Children’s Library), Tokyo (IBBY), Kuala Lumpur (Book City Corporation of Malaysia), Tucson (World of Words) and, until 2014, in Evanston (Northwestern University Library). For more about the IBBY Honour List see here.


SJÁÐU! – tenglar | LOOK! – links:
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web. 

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta

Gleðilega góða daga! | Celebrating Earth, summer and books

Sjáðu! Áslaug Jónsdóttir

Gleðilegt sumar! Í gær var sumardagurinn fyrsti, dagur sem færir manni ævinlega sól í hjarta, sama hvernig viðrar. Degi Jarðar var líka fagnað í gær og vonandi geta sem flestir dagar verið dagar Jarðar, ekki veitir af. Sumarmyndin hér ofar er myndlýsing úr bókinni Sjáðu! sem kom út síðasta haust. Kannski svipar myndefnið dálítið til Geldingadala sem njóta nú frægðar vegna eldsumbrota.

Í dag er svo alþjóðlegur dagur bókarinnar og af því tilefni reis litla skrímslið upp af teikniborðinu (mynd neðar) og tók sér bók í hönd. Hjá mér eru nú allir dagar skrímsladagar, en ný bók í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið – já, og loðna skrímslið, kemur út í haust á þremur tungumálum, íslensku, sænsku og færeysku.

Days of celebration: Yesterday was the First Day of Summer in Iceland. A national holiday and an absolute favorite day for every Icelander, bringing light in our hearts no matter how the weather treats us. The days are getting brighter and winter is slowly stepping back. Yesterday was also Earth Day, putting focus on the most important issue of all: how we can restore our Earth. The illustration above is from my picturebook Sjáðu! (Look! 2020), picked for the occasion as the lambs are soon to be born and at the moment, new volcanos are forming in Iceland.

Today is the World Book Day so Little Monster (below) picked up a book to read. I am working on new illustrations for the next book in the book series about Little Monster and Big monster – and Furry Monster, so every day is a “Monster Day” at the drawing desk these days. The new book will be published in Icelandic, Swedish and Faroese this fall.

© Áslaug Jónsdóttir

Sjáðu! tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar | Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards

Tilnefning: Í dag var tilkynnt um 15 tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021 en verðlaunin eru veitt í þremur flokkum: flokki frumsaminna barna- og ungmennabóka, flokki þýddra barna- og ungmennabóka og flokki myndlýsinga í barna- og ungmennabók. Sjáðu! var tilnefnd til verðlaunanna í flokki myndríkra bóka. Umsögn dómnefndar hljómar svo:

„Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“

Eftirtaldar bækur eru tilnefndar til verðlaunanna.

Frumsamdar bækur á íslensku:

  • Blokkin á heimsenda eftir Arndísi Þórarinsdóttur og Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur.
  • Dularfulla styttan og drengurinn sem hvarf eftir Snæbjörn Arngrímsson.
  • Herra Bóbó, Amelía og ættbrókin eftir Yrsu Sigurðardóttur.
  • Skógurinn eftir Hildi Knútsdóttur.
  • Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur.

Myndlýstar bækur:

  • Hestar eftir Rán Flygenring og Hjörleifur Hjartarson.
  • Hvíti björn og litli maur eftir Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur og José Federico Barcelona.
  • Nóra eftir Birtu Þrastardóttur.
  • Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur.
  • Sundkýrin Sæunn eftir Freydísi Kristjánsdóttur og Eyþór Jóvinsson.

Þýddar bækur

  • Danskvæði um söngfugla og slöngur eftir Suzanne Collins. Magnea J. Matthíasdóttir þýddi.
  • Múmínálfarnir – Seint í nóvember eftir Tove Jansson. Þórdís Gísladóttir þýddi.
  • Ókindin og Bethany e. Jack Meggitt-Phillips. Guðni Kolbeinsson þýddi.
  • Ótrúleg ævintýri Brjálinu Hansen 3 eftir Finn-Ole Heinrich og Rán Flygenring. Jón St. Kristjánsson þýddi.
  • Villnorn 4 og 5 – Blóðkindin og Fjandablóð eftir Lene Kaaberbøl. Þýðandi Jón St. Kristjánsson.

Nomination: Today my book Sjáðu! (Look!) received a nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021 along with 14 other books. The awards are given out in three categories: for original Icelandic children’s books; for an outstanding translation of a foreign children’s book; and for illustrated children’s books. The awards and related projects are hosted in cooperation between the Department of Education and Youth and the Department of Culture and Tourism and managed by in Reykjavík UNESCO City of Literature. Sjáðu! was nominated in the category of illustrated books.

A great honor! And I am delighted to be in the good company of all these wonderful artists.

Ljósmyndir hér ofar | Photos above © Reykjavíkurborg / Bókmenntaborgin


Tenglar | Links:
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web. 

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta

Sjáðu! á Bókmenntavefnum | Book review

Umfjöllun: Bókmenntavefurinn birti nú í desember umfjöllun um þrjár nýjar myndabækur, ætluðum ungum lesendum. Þar er meðal annars fjallað um Sjáðu!.

Um textann segir: „Hann er stuttur en hnitmiðaður og er bæði hljómfagur og áhugaverður. […] Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. […] Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“

– María Bjarkadóttir / Bókmenntavefurinn

🔗 Umfjöllunin á Bókmenntavefnum.


Book review: Sjáðu! received a fine review at Bókmenntavefurinn, – the Icelandic Literature Web, a website under the supervision of the Reykjavík City Library in cooperation with the Reykjavík UNESCO City of Literature.

“The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also extremely beautiful.”
– María Bjarkadóttir / The Literature Web


Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta

Sjáðu! tilnefnd til Fjöruverðlauna | Nomination for the Icelandic Women’s Literature Prize

Tilnefning: Barnabókin Sjáðu! hlaut tilnefningu til Fjöruverðlaunanna 2021 í dag. Vegna samkomutakmarkanna var tilnefningarathöfn aflýst en heiðrinum er sannarlega fagnað hér við vinnuborðið!

Fjöruverðlaunin eru veitt árlega í þremur flokkum: flokki fagurbókmennta, flokki fræðibóka og rita almenns eðlis, og flokki barna- og unglingabókmennta og hljóta 9 bækur tilnefningu, þrjár í hverjum flokki. Tilnefningar eru eftirfarandi:

– í flokki barna- og unglingabókmennta:

Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur
Iðunn og afi pönk eftir Gerði Kristnýju
Vampírur, vesen og annað tilfallandi eftir Rut Guðnadóttur

– í flokki fagurbókmennta:

Aprílsólarkuldi eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur
Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur
Undir Yggdrasil eftir Vilborgu Davíðsdóttur

– í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis:

Íslenskir matþörungar – ofurfæða úr fjörunni eftir Eydísi Mary Jónsdóttur, Hinrik Carl Ellertsson, Karl Petersson og Silju Dögg Gunnarsdóttur
Konur sem kjósa: Aldarsaga eftir Erlu Huldu Halldórsdóttur, Kristínu Svövu Tómasdóttur, Ragnheiði Kristjánsdóttur og Þorgerði H. Þorvaldsdóttur
Þættir úr sögu lyfjafræðinnar á Íslandi frá 1760 eftir Hilmu Gunnarsdóttur
Í flokki barna- og unglingabókmennta

Fjöruverðlaunin eru bókmenntaverðlaun kvenna sem veitt hafa verið frá árinu 2007 og frá árinu 2020 einnig trans, kynsegin og intersex höfundum og bókum þeirra.

Nomination: My book Sjáðu! (Look!) received a nomination for Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize today. Due to restrictions on gatherings there were no official nomination festivities but this honor is certainly celebrated here at my work desk.

Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize is awarded annually in three categories: the category of fiction, the category of non-fiction and general literature, and the category of children’s and YA literature. Nine books are nominated, three in each category. The prize was handed out for the first time in 2007. It is a literature prize for Icelandic women (cis and trans) and from 2020 including trans, gay and intersex authors and their books.

Tenglar | Links:
Fjöruverðlaunin – frétt á vef. | Fjöruverðlaunin news site.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta

Bókadómur – Sjáðu! | Book review

Bókadómur: Lestrarklefinn er vefsíða með umfjallanir um bókmenntir og lestur og þar fékk Sjáðu! fínasta fimm-stjörnu dóm undir fyrirsögninni „Harðspjalda gullmoli“.

„Saman skapa textinn og myndirnar skemmtileg hugrif sem hafa nær dáleiðandi áhrif á bæði þann sem les og þann sem hlustar. Teikningarnar eru barnslegar og fjörugar og draga augu lesandans út í öll horn á hverri opnu.“ ★★★★★ – Katrín Lilja Jónsdóttir / Lestrarklefinn

Book review: Sjáðu! received a nice five-star review at Lestrarklefinn, a website with book reviews and articles on literature and reading. The headline read: „A gold nugget of a board book“, followed by five stars.  Link to the review here at Lestrarklefinn. ★★★★★


Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta

Sjáðu! kynningarmyndband | Book presentation

Sjáðu! Útgefendur mínir á Forlaginu gerðu röð myndbanda þar sem höfundar kynna nýútkomin verk sín. Það var ekki annað að gera en vippa af sér sóttvarnargrímunni og setjast fyrir framan upptökuvélina. Veskú!

Myndabókin Sjáðu! – myndavers fyrir börn er harðspjaldabók fyrir allra yngstu börnin, en bókin ætti einnig að höfða til eldri barna sem skilja myndirnar og textann á sinn hátt. Oft eru myndbækur lesnar fyrir barnahóp eða systkini á mismunandi aldri og hér ættu allir að geta notið. Hugmyndin var líka að ungur lesandi gæti séð eitthvað nýtt eftir því sem bætist við þroska og skilning, þannig myndi bókin „vaxa með barninu“.
Útgefandi Mál og menning. Texti útgefenda á baksíðu kápu:

„Sjáðu! er myndaævintýri fyrir allra yngstu börnin þar sem upplagt er að benda, skoða og undrast. Stutt vers leiða lesendur í gegnum furðuheim sem vekur spurningar og vangaveltur. Þetta er enn ein listasmíð Áslaugar Jónsdóttur en bækur hennar hafa komið út um víða veröld við góðan orðstír. Sjáðu! er bók sem vex með barninu.“

Bókin fæst í helstu bókabúðum og vefverslunum þeirra, til dæmis hér:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta


See! My publishers at Forlagið have made a series of short video presentations where authors introduce their new books. (Did you know you can play videos on YouTube faster or slower? Much funnier that way…)

My new picturebook, “Sjáðu!” – is a board book for the youngest children, but I hope it appeals to a bit broader age group since picturebooks are often read to siblings and small groups of children of different age and I wanted all to enjoy. My aim was also that this could be a book that “lasted” for a bit longer than the few first months of the child, – as the child grows and develops it would discover more and more things to ponder about. The publisher is Forlagið – Mál og menning. The back cover text reads something like:

„See! is an adventure in pictures for the youngest children, where it is ideal to show and point, look and marvel. The short verses lead the readers through a strange world that sparks off questions and reflections.
This is yet another work of art by Áslaug Jónsdóttir whose books have been published in many languages with splendid reception. See! is a book that grows with the child.“

Sjáðu! can be bought in bookstores and online bookshops like:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta

Sjáðu! – myndavers fyrir börn | Book release!

Ný bók: Myndabókin Sjáðu! – myndavers fyrir börn er komin út og í verslanir. Þetta er harðspjaldabók fyrir allra yngstu börnin, en bókin ætti einnig að höfða til eldri barna sem skilja myndirnar og textann á sinn hátt. Oft eru myndbækur lesnar fyrir barnahóp eða systkini á mismunandi aldri og hér ættu allir að geta notið. Hugmyndin var líka að ungur lesandi gæti séð eitthvað nýtt eftir því sem bætist við þroska og skilning, þannig myndi bókin „vaxa með barninu“. Útgefandi er Mál og menning. Texti útgefenda á baksíðu kápu:

„Sjáðu! er myndaævintýri fyrir allra yngstu börnin þar sem upplagt er að benda, skoða og undrast. Stutt vers leiða lesendur í gegnum furðuheim sem vekur spurningar og vangaveltur. Þetta er enn ein listasmíð Áslaugar Jónsdóttur en bækur hennar hafa komið út um víða veröld við góðan orðstír. Sjáðu! er bók sem vex með barninu.“

Bókin fæst í helstu bókabúðum og vefverslunum þeirra, til dæmis hér:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  Heimkaup  |  Bóksala stúdenta


See! Take a look! Here is my new picturebook, “Sjáðu!” – now in the stores! It’s a board book for the youngest children, but I hope it appeals to a bit broader age group since picturebooks are often read to siblings and small groups of children of different age and I wanted all to enjoy. My aim was also that this could be a book that “lasted” for a bit longer than the few first months of the child, – as the child grows and develops it would discover more and more things to ponder about. The publisher is Forlagið – Mál og menning. The back cover text reads something like:

„See is an adventure in pictures for the youngest children, where it is ideal to show and point, look and marvel. The short verses lead the readers through a strange world that sparks off questions and reflections.
This is yet another work of art by Áslaug Jónsdóttir whose books have been published in many languages with splendid reception. See! is a book that grows with the child.“

Sjáðu! can be bought in bookstores and online bookshops like:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  HeimkaupBóksala stúdenta

Sjáðu! | A new book off to the printers!

Verkalok: Í gær sendi ég af stað prentskjöl fyrir nýja myndabók. Loksins, loksins, er mér óhætt að segja, því ég hóf vinnu við verkefnið fyrir meira en tveimur árum. Útgáfan frestaðist af ýmsum orsökum en vonandi birtist gripurinn í bókabúðum í haust. Bókin heitir Sjáðu! og kemur út hjá Máli og menningu.

Þetta er harðspjaldabók fyrir allra yngstu börnin en hugmyndin var að ná til eldri barna líka, því oft eru bækurnar lesnar fyrir barnahóp eða systkini á mismunandi aldri. Íslenskar harðspjaldabækur eða bendibækur eru fremur sjaldgæfar og ég var því harla ánægð þegar útgefendur mínir samþykktu hugmyndina og ég gat vikið frá því bókarformi sem ég hef annars unnið með hingað til.

Þar til bókin kemur út ætla ekki að afhjúpa mikið meira en titilinn og svo nokkar myndir frá vinnuferlinu, skissur og dóterí. Næstu verkefni bíða og alltaf góð tilfinning að hreinsa borðið og byrja á nýju.


See! Yesterday I sent a new picturebook off to the printers. Finally, finally, I dare say, since I started working on the project more than two years ago! The publication was postponed for various reasons, but if all goes well my little book will appear in the bookstores in the autumn. This is a board book for the youngest children, but my idea was that it could appeal to a bit broader age group since picturebooks are often read to siblings and small groups of children of different age.

Icelandic board books are rather rare but we have huge stacks of toy books and translations of international board books as well as books with out words. I was therefore extremely happy when my publishers at Mál og Menning / Forlagið approved the project and I could deviate from the book format I have otherwise worked with so far.

I’m not going to reveal much more than the title “Sjáðu!” = “See!” and some snapshots from the working process. I am looking forward to clean my desk and make room for new projects. Yay!