Bókadómur: Nýjasta bókin í bókaflokknum um skrímslin, Skrímslaleikur, kom út hjá Máli og menningu / Forlaginu á dögunum og í Lestrarklefanum birtist hér þessi fíni dómur um bókina. Katrín Lilja Jónsdóttir er sagnfræðingur og blaðakona og skrifar þar meðal annars:
„Ég veit ekki hvað það er við skrímslabækurnar sem nær okkur mæðginum fullkomlega. Við skoðum myndlýsingar Áslaugar í þaula, dáumst að þeim og dýrkum. Hún hefur einstakan stíl klippimynda sem okkur finnst einfaldlega frábær. Myndirnar eru litríkar, lifandi og fullar af tilfinningum. Við ræðum saman um söguþráðinn, pælum í gjörðum sögupersónanna og framhaldi. Við gjörsamlega týnum okkur í bókinni og svo er hún skyndilega búin! Tilfinningar skrímslanna eru hráar og barnslegar svo börn eiga auðvelt með að sjá sjálf sig í þeim. Þau hafa upplifað aðstæður þeirra, gert það sem þau gera, leikið með sömu leikföng. Því gefa bækurnar gott tækifæri til að ræða um daginn og veginn, þær gefa foreldrum og forráðamönnum rými til að ræða um erfiða hluti.
Öll börn á leikskólaaldri ættu að kynnast litla skrímsli, stóra skrímsli og loðna skrímsli. Og í nýjustu bókinni, fara með þeim í leikhús!“ Katrín Lilja – Lestrarklefinn – 22.09.2021
Það gleður okkur höfundana ósegjanlega þegar bækurnar okkar virðast rata til sinna!
Skrímslaleikur á sænsku, Teatermonster, er nú þegar komin út hjá Argasso forlaginu, og Skrímslaleikur kemur út á færeysku hjá BFL – Bókadeildinni, ásamt fleiri endurútgáfum.
Skrímslaleikur er tíunda bókin um skrímslin. Hér má sjá myndir og lesa brot úr dómum um allar fyrri skrímslabækurnar. Bækunar hafa verið endurprentaðar síðustu ár, en þrír titlar eru uppseldir:
Nei! sagði litla skrímslið
Stór skrímsli gráta ekki
Skrímsli í myrkrinu
Skrímslapest
Skrímsli í heimsókn
Skrímsli á toppnum – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímslaerjur – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímslakisi – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímsli í vanda
Skrímslaleikur
Book review: Skrímslaleikur (2021) received a very nice review in Lestrarklefinn, (The Reading Chamber) – a website with book reviews and articles on literature and reading. Katrín Lilja Jónsdóttir is a historian and journalist and she writes:
“I do not know what it is about the monster books that completely captures us, me and my son. We study Áslaug’s illustrations closely, admire them and worship them. She has a unique style of collage that we simply find spectacular. The pictures are colorful, vibrant and full of emotion. We talk about the plot, delve into the actions of the characters and the consequences. We completely get lost in the book and then it’s suddenly finished! The monsters’ emotions are raw and juvenile, so children can easily see themselves in them. They have experienced their situation, done what they do, played with the same toys. Therefore, the book series provide a good opportunity to talk about their daily life, they give parents and caretakers opportunity to talk about difficult things.
All preschoolers should be familiar with Little Monster, Bing Monster and Furry Monster. And in this latest book, go along to the theater!” Katrín Lilja – Lestrarklefinn – 22.09.2021
Thanks to Lestrarklefinn! We, the authors, are truly grateful and happy when we see that our books make their way to their readers!
Skrímslaleikur is the tenth book in the series. Most of the books have repetitively been republished, but three titles are sold out at the moment. See list above. Skrímslaleikur is the book of the month in September at Forlagid’s Bookstore.
The Swedish version, Teatermonster, has already been published by Argasso publishing house, and the Faroese version, Skrímslaleikur, and more reprints in Faroese are published by Bókadeildin.
🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗 Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.
🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗 Links to more news on the Monster series.
Pingback: Skrímslaleikur – fleiri ritdómar | Monster Act – more reviews | Áslaug Jónsdóttir