Vinir tveir | Two friends

Litla skrímslið og stóra skrímslið var frumsýnt í Hofi hjá Leikfélagi Akureyrar þann 13. janúar síðastliðinn. Það var gaman að taka þátt í gleðinni í Hofi og fagna með þessum listagóða sýningarhópi sem Jenný Lára Anórsdóttir stýrði af mikilli fagmennsku. Sýningar verða þéttar næstu helgar, til 11. febrúar. Miðasalan er á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is.

Little Monster and Big Monster had premiere at Akureyri Theater, in the Black Box at Hof Culture Center, on January 13th. It was great fun to be in the audience and to celebrate a very good work of gifted group of artists, directed by Jenný Lára Arnórsdóttir. Shows will run all next weekends, ending on february 11th. Tickets at mak.is.


Skrímslasöngurinn: Góð tónlist er auðvitað ómissandi í öllum sviðsverkum. Að þessu sinni var það Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem samdi nýtt og grípandi lag við vísur skrímslanna: Vinir tveir. Sönginn má finna hér á Spotify og með hlekknum hér neðar, á Youtube.

The Monster song: Good music is, of course, essential in all stage works. This time it was Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson who composed a lovely new song to the verses of the monsters: Two Friends. The song can be found here on Spotify and by the link above on Youtube.

Myndir hér neðar og efst | photos, top and below: © Unnar Anna Árnadóttir / Leikfélag Akureyrar / MAK.

Hér má lesa efnisskrá sýningarinnar. Og meira um sýninguna á vef Menningarfélags Akureyrar. 
Hér má svo lesa meira um leikritið um skrímslin á þessari heimasíðu.   

More info (in Icelandic):
The playbill online. And more about the production at the site of Akureyri Culture Company.
And a bit more about the play on this site.  


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli að leik! | Monsters at play!

Skrímsli í leikhúsinu! Það hefur verið hreint dásamlegt að fylgjast með skrímslunum holdgerast í hæfileikaríkum leikurum hjá Leikfélagi Akureyrar síðustu daga, en LA hefur tekið til sýninga leikritið um svörtu skrímslin tvö. Hér má sjá Margréti Sverrisdóttur í hlutverki litla skrímslisins og Hjalta Rúnar Jónsson í hlutverki stóra skrímslisins. 

Búningana hannaði Björg Marta Gunnarsdóttir og gervi Harpa Birgisdóttir. Leikstjóri verksins er Jenný Lára Arnórsdóttir og grípandi tónlist samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Um hljóðmynd og ljós sjá Árni F. Sigurðsson og Benni Sveinsson. Sýningarstjóri er Unnur Anna Árnadóttir.

Frumsýning er næstkomandi laugardag, 13. janúar, í Svarta kassanum í Hofi og þá verður sko dúndurgaman! Miðasalan er á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is.

Monster theater! It has been an absolut pleasure to watch rehearsals at Akureyri Theater this week and to see the two monsters come alive in the two talented actors: Margrét Sverrisdóttir as Little Monster and Hjalti Rúnar Jónsson as Big Monster. This is a new production of my play “Little Monster and Big Monster in the Theater” by Akureyri Theatre Company (LA – Leikfélag Akureyrar).

Costumes are designed by Björg Marta Gunnarsdóttir and make-up artist is Harpa Birgisdóttir. Director is Jenný Lára Arnórsdóttir and the catchy music is composed by Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Sound and lighting designers are Árni F. Sigurðsson and Benni Sveinsson. Stage manager is Unnur Anna Árnadóttir.

The premiere is next Saturday, January 13th, in the Black Box at Hof Culture Center in Akureyri and I am surely looking forward to it! Tickets at mak.is.

Click here to read a bit more about the play and the premiere in the National Theater of Iceland in the season 2011-2012. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímslapest í Japan | Monster Flu in Japan

Skrímslafréttir! Myndabókin Skrímslapest kemur út í Japan í dag, 2. nóvember 2023, hjá forlaginu Yugi Shobou í Tokyo. Þýðandi er Shohei Akakura en þetta er þriðja bókin um skrímslin sem hann þýðir. Titillinn á japönsku er: かいぶつかぜ.

Á síðasta ári gaf forlagið Yugi Shobou út tvo titla úr bókaflokknum um skrímslin: Skrímsli í myrkrinuまっくらやみのかいぶつ, og Stór skrímsli gráta ekki, おおきいかいぶつは なかないぞ.  Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou.

Á dögunum birtist svo viðtal og umfjöllun um skrímslabækurnar og höfunda þeirra í japanska vefritinu 絵本ナビ (ehonnavi.net), sem er tileinkað barnabókum. Hér má líta greinina í vefritinu

———

Monsternews! New title in Japanese! Skrímslapest (Monster Flu) will be released today, November 2nd 2023, by the Tokyo based publishers, Yugi Shobou. The book is is translated by Shohei Akakura with the title: かいぶつかぜ. 

Yugi Shobou has previously published two titles from the Monster series in 2022: Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) , まっくらやみのかいぶつ, and Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) おおきいかいぶつは なかないぞ!

In October, an interview and an article on the Monster series and their authors was published at the Japanese Children’s book site 絵本ナビ (ehonnavi.net). Click here for the article

Grein í vefritinu 絵本ナビ (www.ehonnavi.net) | Article in 絵本ナビ:
🔗 https://www.ehonnavi.net/specialcontents/contents.asp?id=2099


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency / Reykjavík Literary Agency

Skrímslin á svið á ný | Monster Act in Akureyri

Skrímslafréttir! Leikfélag Akureyrar tekur til sýninga verkið Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu í byrjun næsta árs. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir og miðasala hefst á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is, áður en langt um líður. Fylgist með fréttum frá menningarbænum Akureyri! 
Hér má lesa örlítið um leikritið og frumsýninguna í Þjóðleikhúsinu leikárið 2011-2012. 

Monsternews! In the new year Akureyri Theatre Company (LA – Leikfélag Akureyrar) will do a new production of my play “Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu” (Little Monster and Big Monster in the Theater). Director is Jenný Lára Arnórsdóttir and tickets will be available soon at mak.is, the website of Akureyri Culture Company (ACC). So stay tuned for more news!
Click here to read a bit more about the play and the premiere in the National Theater of Iceland in the season 2011-2012. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Öll skrímslin í Danmörku! | New releases in Denmark

Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin komu út í byrjun júní. Útgefendur okkar í Danmörku, Vild Maskine, gáfu út nýja þýðingu af fyrstu bókinni, Nei! sagði litla skrímslið, endurútgáfu Skrímsli í myrkrinu, auk þess að gefa út í fyrsta sinn á dönsku bækurnar Skrímsli í vanda og Skrímslaleik. Hér hefur útgefandinn orðið: 

„Hep! Så er der fire nye bøger i den populære serie om Store Monster og lille monster. To helt nye, ‘Teatermonster’ og ‘Monstre i knibe’, samt to genudgivelser: ‘NEJ! siger lille monster’ og ‘Monstre i mørket’. Så nu findes alle ti bind i den prisvindende og velanmeldte serie for første gang på dansk!
“Tegningerne er venligt voldsomme i en bolsjestribet farvelægning. Historien rammer et punkt, som er fælles for børn i alle formater.” ❤️❤️❤️❤️
Anmeldelse af ‘Monsterbesøg’ i Politiken.“

Nú er sem sagt allur bókaflokkurinn kominn út á dönsku! Í fyrra voru það Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi sem komu út á dönsku í fyrsta sinn, en bækurnar Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki voru endurútgefnar. Skrímsli í heimsókn og Skrímslaerjur komu út hjá fyrri útgefenda, Torgard, og eru enn á markaði. 

New releases: In Denmark, four books from the book series about the black and furry monsters were published in June. Our new publishing house in Denmark, Vild Maskine (e: Wild Machine), released a new translation of the first book in the series, No! Said Little Monster, and a new print of Monsters in the Dark, as well as publishing for the first time in Danish the books Monsters in Trouble and Monster Act. (See titles in Danish in image at top).

Now the entire book series is out in Danish! Last year it was Monster at the Top and Monster Kitty that were published in Danish for the first time, but the books Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry were republished. Monster Visit and Monster Squabbles, published by our previous publishers, Torgard, and are still on the market.

The series has received good reviews in Denmark and we hope the new titles find their way to more happy readers! 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

 


 


 

 

Skrímslin í Japan | More monsters in Japan

Skrímslafréttir! Forlagið Yugi Shobou í Tokyo gaf út á síðast ári tvo titla úr bókflokknum um skrímslin: Skrímsli í myrkrinu, まっくらやみのかいぶつ, og Stór skrímsli gráta ekki, おおきいかいぶつは なかないぞ.  Nú er þess að vænta að þriðja bókin í japanskri þýðingu, Skrímslapest, komi út á árinu 2023. Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou.

Bækurnar eru um þessar mundir kynntar á sérstökum Íslandsdögum sem haldnir eru í einni af stóru úthverfaborgum Tokyo, Tama borg. Á dagskrá kennir ýmissa grasa, þar er bæði lamb og skyr, en sérstök bókamessa er haldin dagana 10. til 18. júní, í Maruzen, Cocoria Tama Center. Skrímslabækur, myndir og upplýsingar eru til sýnis í bókasafninu í Parthenon Tama Library Lounge, frá 7. júní til 26. júní.

Samkvæmt útgefendum okkar í Japan láta börn sem fullorðnir vel af bókunum og við fengum leyfi til að birta myndir og myndbönd sem fylgja fréttinni. Myndir © Yugi Shobou og upphafsmenn mynda. 


Monsternews! The Tokyo based publishers, Yugi Shobou in Japan published two titles from the monsterseries in 2022: Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) , まっくらやみのかいぶつ, and Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) おおきいかいぶつは なかないぞ!The third book Skrímslapest (Monster Flu) is to be released in 2023. 

The books are currently being presented at special ‘Iceland Days’ held in one of Tokyo’s large suburbs, Tama City. The program involves Icelandic culture, food and nature, but at one time there is a special book fair from June 10 to 18, at Maruzen, Cocoria Tama Center. Yugi Shobou will be presenting the Monster series with pictures and information in the library in the Parthenon Tama Library Lounge, from June 7th to June 26th.

Tama City was the host town of Iceland at the Tokyo 2020 Olympic and Paralympic Games. Tama City signed a memorandum of understanding on friendship and cooperation with the Embassy of Iceland in Japan, and in honor of Iceland’s Independence Day on June 17th, an event will be held where you can experience Iceland. 

According to our publishers in Japan, the books are well received by both children as adults, and we were granted permission to publish the photos and videos accompanying the story. Images © Yugi Shobou and photographers to the originals.



Bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa nú komið út á alls 19 tungumálum.
The books from the Nordic Monster series have now been released in 19 languages. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency / Reykjavík Literary Agency

 

 

Skrímsli í vanda í Helsinki | Monsters in Trouble – in Helsinki

Skrímslafréttir! Í dag, 11. apríl 2023, opnaði sýning með myndum úr Skrímsli í vanda í norræna bókasafninu í Helsinki, Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. Í tengslum við sýninguna verða upplestrar og skapandi vinnustofur fyrir börn á leikskólaaldri, unnar í samstarfi við nemendur í kennslufræðum við háskólann í Helsinki.

Áhugasamir geta haft samband við Mikaelu Wickström, sem hefur veg og vanda af verkefninu, en vinnustofurnar eru í boði daglega frá kl. 9.30-10.15. Sýningin stendur til 9. maí.

Hjá Norræna bókagleypirnum má einnig finna margvísleg verkefni og umfjöllun um Skrímsli í vanda á öllum norðurlandamálunum. 

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki

Monsternews! Today, 11 April 2023, an exhibition featuring illustrations from Monsters in Trouble opened at the Nordic Library in Helsinki: Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. In conjunction with the exhibition, readings and creative workshops for preschool children will be conducted in collaboration with students in pedagogy at the University of Helsinki.

All interested can contact Mikaela Wickström for further information. The workshops run daily from 9.30-10.15. The exhibition runs until May 9.

Also available at the children’s book site the “Nordic Book Devourer” are projects for children, study and support material on Monsters in Trouble, available in all the Nordic and Scandinavian languages.

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli í myrkrinu – í Japan | Monsters in the Dark – in Japanese

Skrímslafréttir! Myndabókin „Skrímsli í myrkrinu“ hefur verið seld til Japans. Forlagið Yugi Shobou gefur út og væntir þess að titillinn, まっくらやみのかいぶつ, komi út 1. desember. „Skrímsli í myrkrinu“ er önnur bókin úr bókaflokknum um skrímslin sem kemur út í Tokyo, en „Stór skrímsli gráta ekki“ kom út fyrr á árinu undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou. Bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa nú komið út á alls 19 tungumálum.

Monsternews! Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) has been sold to Japan. The title in Japanese, まっくらやみのかいぶつ, is expected out on December 1st. For more information see the Tokyo based publishers homepage: Yugi Shobou.

This is the second book from the book series about Little Monster and Big Monster that is published in Japan, as Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) came out earlier this year at Yugi Shobou by the title おおきいかいぶつは なかないぞ!Books from the Nordic Monster series have now been released in 19 languages. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Sjáðu! á sýningu | Look! IBBY Honour List 2022: virtual exhibitions

Heiðurslisti IBBY 2022: Síðastliðið vor var tilkynnt að myndabókin mín Sjáðu! hefði verið valin á Heiðurslista IBBY samtakanna 2022 fyrir myndlýsingar. Nú er Heimsþing IBBY nýafstaðið en þar voru bækur á Heiðurslistum kynntar, m.a. í stafrænum sýningarsölum sem eru öllum opnir. Hér má sjá allar bækur sem voru útnefndar fyrir myndlýsingar, útnefndar bækur textahöfunda og bækur úrvals þýðenda. IBBY á Íslandi tilnefndi einnig Ævar Þór Benediktsson í flokk rithöfunda fyrir bókina Þín eigin undirdjúp og Ingunni Snædal í flokk þýðenda fyrir bókina Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: Horfin.

Fleiri áhugaverðar sýningar má sjá á vef IBBY í Malasíu, svo sem verðlaunamyndir á sýningunni Power of Stories – H.C.Andersen Award og Nami Concours; og myndlýsingar frá Bratislava tvíæringnum BIB 2021 – Bienále ilustrácií Bratislava.


IBBY Honour List 2022: Last spring it was announced that my picture book Sjáðu! (Look!) was selected for the IBBY Honor List 2022 for illustration. IBBY in Iceland also nominated Author Ævar Þór Benediktsson for his book Þín eigin undirdjúp and poet Ingunn Snædal for her translation of the Swedish: Handbok för Superhjältar. All books are now exhibited in the visual art galleries of IBBY Malaysia, organized in conjunction with the 38th IBBY International Congress.

See: Power of Stories Virtual Exhibition is a showcase of selected illustrations from:
– IBBY Honour Lists of illustration/artisttext/author – and translation/translator
– BIB 2021 Biennial of Illustrations Bratislava
– Nami Concours
– Hans Christian Andersen Awards

Enjoy!


Sjáðu! Viðurkenningar og bókadómar | LOOK! – Honours and reviews

♦ Útnefning á HEIÐURSLISTA IBBY 2022 fyrir myndlýsingar.
Selected for the IBBY HONOUR LIST 2022 for illustration.
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Katrín Lilja, Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Katrín Lilja, Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web.
Bókadómur: „Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið.“ Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.
Book review: Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  Bóksala stúdenta

Skrímsli í bókagleði | Poster monsters!

Skrímslin í Danmörku: Litla skrímslið og stóra skrímslið hafa víða um veröld ratað og nú inn á veggspjald með ýmsum karakterum og fígúrum úr klassískum barnabókmenntum. Veggspjaldið á rætur að rekja til danska verkefnisins „BOGglad“ sem var sett á fót til að ýta undir endurnýjun á barnabókakosti í bókasöfnum, á leikskólum, frístundaheimilum og félagsheimilum, – og vera um leið hvatning til þess að nýta bókmenntir í daglegu lífi barna. Þetta danska verkefni stuðlar sem sagt að því að koma bókunum til barnanna, auðvelda aðgengi og auka úrval. Það er vel og við skrímslahöfundar erum stolt af þátttöku skrímslanna. Veggspjaldið má t.d. nálgast hér

Það fer enginn í grafgötur um mikilvægi lestrar og áhrif bókmennta á andlegan þroska barna. Eitt og annað er gert til þess að hvetja börn til bóklestrar og oft fær keppnisfólkið þar útrás, því það má mæla magn, fjölda bóka og blaðsíðna, lestrarhraða, o.s.frv. Skólabókasöfnin kvarta undan fjárskorti og bókaskorti og þegar nýju bækurnar loks berast eru lestrarhestarnir fljótir að afgreiða þær og naga tómar hillurnar. Lesa auðvitað allt.

Hvað er svo gert hér til þess að koma íslenskum bókum út til barnanna? Ekki hefur mátt nefna það að afnema virðisaukaskatt af bókum sem hefði þó gert innkaup bæði bókasafna og einstaklinga léttari fyrir pyngjuna. Ekki hef ég orðið vör við átak á borð við hina dönsku bókagleði, BOGglad, sem styrkir innkaup og eykur dreifingu. Ekki heldur neitt sem minnir á hið ágætu innkaupakerfi Menningarráðsins norska – sem tryggir norskum útgefendum sölu og, ekki síst, dreifingu á barnabókum í norsk bókasöfn. Þessi verkefni stuðla einmitt að því að koma bókunum til barnanna.

Á Íslandi eyða barnabókahöfundar, rit- og myndhöfundar, löngum stundum í að skrifa vandaðar umsóknir í sjóði fyrir listamenn. Oftar en ekki enda þær umsóknir í pappírstætaranum, – laun og styrkir engir eða brotabrot af því sem til þarf að lifa af þeirri list að skapa bókmenntir fyrir börn. Helst af öllu vildum við lifa af sölulaunum bóka okkar, en markaðurinn er lítill og flesta menningarstarfsemi okkar þarf á einhvern hátt að styrkja úr sameiginlegum sjóðum. En það mætti líka reyna að stækka ögn markaðinn, til dæmis með styrkjum til bókakaupa, auka þannig bókakost barna í skólum, á söfnum og á heimilum. 

Stofnaður var sjóðurinn AUÐUR sem styrkir útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku. Styrkirnir eru veittir útgefendum. Skaparar bókanna sjá ekkert af þessum styrkjum og ekkert tryggir dreifingu bókanna til lesendahópsins. Menningarráðherra hefur ennfremur ýjað að því að sjóðnum verði breytt á þann hátt að eingöngu verði veittir styrkir til að miðla fornbókmenntum og norrænni goðafræði til barna, þ.e. sértækir styrkir til útgefenda, – styrkir sem stýra útgáfum efnislega. Það er all sérstök hugmynd, svo ekki sé meira sagt. Nokkrir styrkir eru veittir til þýðinga, enn og aftur veittir útgefendum. 

Þeir sem kaupa inn barnabækur verða auðvitað og augljóslega að sýna hagsýni en það er hörmulegt ef innkaupin litast svo mjög af sparnaði að allt sé það í stíl við kakósúpu og kex. Rétt eins og þegar við ræðum um að matarræði í skólamötuneytum megi ekki snúast eingöngu um ódýra, næringarlitla fyllingu í maga, þá þarf að þora að ræða þá andlegu nagga sem börnum er boðið upp á, það er að segja: gæðin skipta máli. Vandaðar bækur eru til ótal margar, íslenskar og þýddar, en illa samið samið efni, hroðvirknislega þýtt og skaðlega illa myndlýst er svo greinilega á borðum líka. Fyrr eða síðar kemur í ljós að það er ekki nóg að telja titla og blaðsíður, næringin skiptir máli. 


Find the Monsters! Little Monster and Big Monster have found their way around the world and now onto a Danish poster with various characters and figures from classic children’s literature. The poster is made in connection with the project “BOGglad”, which was set up to promote book reading, renew the collections of children’s books in libraries, kindergartens, leisure centers and clubs, – and at the same time be an incentive to help activate literature in children’s daily lives. This Danish project helps bring the books to the children, make more children’s books accessible and increase the collections in libraries, schools and kindergartens. A wonderful initiative! We monster-authors are proud of Little Monster’s and Big Monster’s participation! The poster is available for download here.


Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin komu út á dögunum í Danmörku hjá forlaginu Vild Maskine. Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi koma nú út á dönsku í fyrsta sinn, en Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki hafa lengi verið uppseldar og koma nú út á nýjan leik. 

New releases in Denmark: Four books from The Monster series were released in June by our new publishing house, Vild Maskine.  Monster at the Top and Monster Kitty are now being published in Danish for the first time, but Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry have not been sold out for a long time but will now be available in the stores again. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

For further information contact Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! – umfjöllun | Review

Bókadómur: Á vefsíðunni Lestrarklefinn er öflug umfjöllun um bókmenntir og leiklist og það er ekki ónýtt þegar dagblöðin virðast ekki ráða við að halda uppi gagnrýni og umræðu.

Í Lestrarklefanum birtist á sínum tíma lofsamlegur bókadómur um Sjáðu! – á útgáfuári bókarinnar, eftir Katrínu Lilju Jónsdóttur, en nú í vor kom þessi fína umsögn frá Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur þar sem mælt er með bókum fyrir ung börn og foreldra þeirra, þar á meðal Sjáðu!

„Sjáðu eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið. […] Myndskreytingarnar í þessari bók eru yndislegar, það er margt um að vera á blaðsíðunum en ekki þannig að það sé yfirþyrmandi. En mér finnst oft verða mikill glundroði í mörgum ungbarnabókum, eitthvað sem ég er lítt hrifin af. En hérna tekst Áslaugu mjög vel til að hafa jafnvægi á síðunum og í sögunni. Tvö börn kanna heiminn í kringum sig og sjá hina ýmsu hluti á leið sinni. Það er ótrúlega skemmtilegt að benda á ýmsar kynjaverur og tala um þær eða biðja barnið um að finna hluti á blaðsíðunum. Textinn er líka skemmtilegur í vísnaformi. Þetta er bók sem getur alveg klárlega vaxið með barninu.“ – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Ég er glöð að lesa að ég hafi hitt í mark með því að forðast ofhlæði og óreiðu, en ég leitaðist við að blanda saman bæði einföldum formum og flóknari smáatriðum sem gætu höfðað til barna á mismunandi aldri. Eitthvað sem gæti til dæmis hentað í lestri fyrir systkini og svo auðvitað vildi ég að bókin gæti „vaxið með barninu“.

Hér neðar eru tenglar á umfjöllun og listi yfir ýmsan heiður sem Sjáðu! hefur hlotnast.

Book review: The website Lestrarklefinn publishes reviews on literature and plays and when my book Sjáðu! came out it received a praising review by Katrín Lilja Jónsdóttir. Some weeks ago this nice review by Díana Sjöfn Jóhannsdóttir was published. She recommended books for young children and their parents, amongst them Sjáðu!

Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read. […] The illustrations are wonderful, there is a lot going on on the pages but nowhere overwhelming. I often find that there is too much of a chaos in many infant books, something I do not like. But here Áslaug succeeds very well in balancing the pages and the story. Two children explore the world around them and see all sorts of things on their way. It is fun to point out various odd creatures and animals and talk about them or ask the child to find things and objects on the pages. The rhymed text is also entertaining. This is a book that can clearly grow with the child.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

I am glad to read that I have managed to avoid overload and clutter, but I tried to mix both simple shapes and more complicated details that might appeal to children of different ages. Something that could for example be enjoyable for reading to siblings, – and then of course I wished the book could “grow with the child”.

Below are links to reviews and a list of various honors that Sjáðu! (LOOK!) has received.


Sjáðu! Viðurkenningar og bókadómar | LOOK! – Honours and reviews

♦ Útnefning á HEIÐURSLISTA IBBY 2022 fyrir myndlýsingar.
Selected for the IBBY HONOUR LIST 2022 for illustration.
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web.
Bókadómur: „Sjáðu! eftir Áslaugu Jónsdóttur er líklega ein af betri barnabókum sem ég hef lesið.“ Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.
Book review: Sjáðu! (LOOK!) by Áslaug Jónsdóttir is probably one of the best children’s books I have read.” – Díana Sjöfn, Lestrarklefinn, 2022.

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson  |  Bóksala stúdenta

Skrímslin í Japan | Big Monsters Don’t Cry in Japanese

Skrímslafréttir! Fyrir um ári var undirritaður samningur við lítið útgáfufyrirtæki í Tokyo um útgáfu á bókinni „Stór skrímsli gráta ekki“. Nú hefur forlagið Yugi Shobou kunngjört um útgáfudag, en þann 15. júlí kemur bókin út í Japan undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Við skrímslahöfundar fögnum því að hinar ýmsu bækur úr bókaflokknum um skrímslin svörtu hafa nú brátt komið út á alls 19 tungumálum! Sjá upplýsingar á japönsku á síðu bókarinnar hjá Yugi Shobou.

Monsternews! We proudly announce a book release in Japan on July 15. Almost a year ago a contract was made with Yugi Shobou Publishing in Tokyo for the rights to publish Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) in Japanese. The Japanese title is おおきいかいぶつは なかないぞ!We the authors celebrate that books from the Nordic Monster series will now soon have been released in 19 languages! More information in Japanese for the book here


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

For further information contact Forlagid Rights Agency.

 


 

 


 

 

Skrímslin í Danmörku | New releases in Denmark

Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin koma út í Danmörku 13. júní næstkomandi. Í Danmörku höfum við nú nýjan útgefanda: Vild Maskine, sem er lítið en framsækið forlag staðsett í Vordingborg, en fyrri útgefandi var Torgard.  

Mads Heinesen útgefandi hjá Vild Maskine var kampakátur með nýju bækurnar, brakandi fínar og volgar úr prentvélunum. Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi koma nú út á dönsku í fyrsta sinn, en Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki hafa lengi verið uppseldar og koma nú út á nýjan leik. 

New releases: We are happy to announce that four books from the monster series will be released in Denmark on June13th. Our new publishing house, Vild Maskine, (e: Wild Machine) is a small but progressive publishing house located in Vordingborg.

Mads Heinesen, publisher at Vild Maskine, was happy with the new books, warm from the printing presses. Monster at the Top and Monster Kitty are now being published in Danish for the first time, but Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry have not been sold out for a long time but will now be available in the stores again. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

 


 

 


 

 

Ljóslifandi leikhús! | Monster Visit in Norway

Monsters at play! Big Monster, Little Monster and Furry Monster met Norwegian families last weekend when Adele Duus premiered the play Monster Visit – Monsterbesøk in Norwegian, a play based on the book by same name, one of the creations by the author team Jónsdóttir, Güettler and Helmsdal. As an outdoor theater, performed in the midst of winter in Norway, one might say that the event involved some risks – but Adele and the monsters did great, despite heavy skies threatening with storm and hail.

Lys Levende Adele is a one-woman-theater run by Adele Duus, who has specialized in storytelling and adapting children’s books to theater. The project Monsterbesøk is made in collaboration with libraries and cultural institutions in Hordaland, Sogn- and Fjordane in west-Norway. The project aims to connect outdoor activities and culture, and the play is staged at public cabins that are within a walking distance for families with children. For example, by the cabin Sjöbua i Byngja, which does not merely offer a shelter to enjoy your packed meal but also has a small library, a small selection of books – among them books from the Monster series. Harsh winter weather does not hinder Norwegians from enjoying outdoors recreation and literature! An exemplary idea!

Publisher in Norway is Skald forlag.

Monsterbesøk – Sjöbua i Byngja © ljósmyndir | photos: Adele Lærum Duus / Elise Duus / Strilabiblioteket Alver kommune Norge.

Sýningar á Monsterbesøk í janúar, febrúar og mars 2022:
Performances January – March 2022: 

29.01.22 Øygarden – Larslihytta
30.01.22  Alver – Sjöbua i Byngja
17.02.22 Samnanger
18.02.22 Stord
18.02.22 Fitjar
19.02.22  Kvinnherad
20.02.22 Tysnes
11.02.22  Sogndal
10.03.22  Lærdal
12.03.22  Luster
13.03.22  Årdal


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

The Monster Series have been published in many languages.
English translations available. Contact Forlagid Rights Agency.

Skrímslaleikur – fleiri ritdómar | Monster Act – more reviews

Skrímsli á bak við grímur: Á vef Bókmenntaborgarinnar er ljómandi fínn bókadómur um Skrímslaleik. Þar fjallar Kristín Lilja um myndabækur sem koma út hjá Forlaginu, Dimmu og AM forlagi og lesa má hér með því að fara á síðuna Bókmenntaumfjöllun

„Myndir Áslaugar Jónsdóttur eru, eins og hinum bókunum, litríkar og skemmtilegar. Persónueinkenni hverrar persónu kjarnast vel í myndunum og litlir lesendur, sem þekkja persónurnar nú þegar, eiga ekki í neinum vandræðum með að þekkja stóra skrímslið og litla skrímslið þó þau séu í búningum og loðna skrímslið þekki þau ekki.“ … „Skrímslaleikur er skemmtileg viðbót við bækurnar um skrímslavinina sem takast alltaf á við vandamálin sem við þeim blasa og hjálpast að, hvert með sína styrkleika að vopni.“
– Kristín Lilja / Bókmenntavefurinn, nóvember 2021

Skrímsli og skúffuskáld: Í nýlegum hlaðvarpsþætti Skúffuskálda er líka fjallað um nokkrar nýútkomnar bækur. Gyða og Anna Margrét spjalla þar m.a. um Skrímslaleik. Hér má hlusta á þáttinn, en umræðan um skrímslin hefst á 52. mín. Til umfjöllunar eru Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur, Skrímslaleikur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Guettler og Rakel Helmsdal, Drottningin sem kunni allt nema… eftir Gunnar Helgason og Rán Flyering, Olía eftir Svikaskáld, Merking eftir Fríðu Ísberg og Myrkrið á milli stjarnanna eftir Hildi Knútsdóttur. 


Book review: Skrímslaleikur (Monster Act) was reviewed at the LiteratureWeb – run by Reykjavík UNESCO City of Literature, along with picturebooks by Ulf Stark, Anna Höglund and Carson Ellis. The whole review is here – in Icelandic. Skrímslaleikur is the tenth book in the series, published in 2021 by Forlagið, in Reykjavík, Iceland, Bókadeildin in the Faroe Islands and Argasso publishing house in Sweden. 

Monsters behind masks. “Áslaug Jónsdóttir’s pictures are, like in the other books, colorful and funny. The traits of each character are well embodied in the illustrations and young readers, who already know the characters, have no problem recognizing Big Monster and Little Monster even though they are in costumes and Furry Monster does not know them again. “…” Monster Act is a fun addition to the book series about the monster friends who always find a way to deal with the problems they face by helping each other out, using their different strength and skills.”
– Kristín Lilja / The LiteratureWeb, Nov 2021

The Drawer Poets Podcast: Skrímslaleikur (Monster Act) has also been reviewed at the podcast Skúffuskáld (Drawer poets) along with several new books for both children and adults. The episode where Gyða and Anna Margrét chat about books is here – in Icelandic. Discussion about the Monster series starts at 52nd min.


Fyrri póstar um umfjöllun og bókadóma um Skrímslaleik:
Previously posted reviews for Skrímslaleikur (Monster Act):


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

 



 

Skrímslaleikur – bókadómur í Morgunblaði | Monster Act – a four star review

Bókadómur: Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu dómur um Skrímslaleik, nýjustu bókina í bókaflokknum um skrímslin. Þar fer Sólrún Lilja Ragnarsdóttir lofsamlegum orðum um efni og innihald:

Dularfull skrímsli. … Líkt og fyrri bækur um skrímslin er Skrímslaleikur skemmtilega myndlýst af Áslaugu Jónsdóttur. Myndirnar fanga vel augu yngstu lesendanna sem sjá alltaf eitthvað nýtt og spennandi í hvert skipti sem bókin er lesin. Benda, spyrja og túlka með sínum eigin orðum. Skrímslaleikur sló strax í gegn hjá yngstu fjölskyldumeðlimunum á mínu heimili og gerð krafa um að hún sé lesin aftur og aftur. Og aftur. Það er sannarlega auðsótt mál því hér [er] um að ræða skemmtilega barnabók með fallegan boðskap, sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman af.“ ★★★★
– Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Morgunblaðið 8. nóvember 2021


Book review: Skrímslaleikur (Monster Act) received a fine four-star review in Morgunblaðið newspaper earlier this month. Critic Sólrún Lilja Ragnarsdóttir writes: 

“”Mysterious monsters … Like previous books about the monsters, Skrímslaleikur is humorously illustrated by Áslaug Jónsdóttir. The pictures capture the attention of the youngest readers who always see something new and exciting every time the book is read. They point, they ask and interpret in their own words. Skrímslaleikur was an immediate success with the youngest family members in my home and demands were made to read it over and over again. And again. Which is certainly an easy matter as this is a fun children’s book with a beautiful message that both children and adults enjoy. “” – Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Morgunbladid newspaper, 8 November 2021

Skrímslaleikur is the tenth book in the series, published in 2021 by Forlagið, in Reykjavík, Iceland, Bókadeildin in the Faroe Islands and Argasso publishing house in Sweden.

 

 

 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.



 

Dagur íslenskrar tungu 2021 | Icelandic Language Day

Gleðilegan dag íslenskrar tungu! Hér fyrir ofan eru Leiðindaskjóðan og Fýlupokinn, persónur úr myndabókinni Gott kvöld, en í dag sem aðra daga ætti að forðast þeirra félagsskap og skemmta sér þess í stað með tungumálinu! Það er óhætt að með bóklestri í jólabókaflóðinu þegar nýjar bækur koma út nánast daglega og auðvitað bólgnar alnetið jafnt og þétt út af hlaðvörpum og hljóðbókum og allskyns textum, rituðum og rauluðum. Í tilefni dagsins langar mig til að mæla með uppáhaldsvefnum mínum, sem er auðvitað Málið.is. Sjáið til dæmis þessa fögru „orða-mynd“ af tengslum orðsins „orðgnótt“ . Hana má kalla fram þegar orðinu er slegið upp í málinu og fylgt eftir inn í íslenskt orðanet. Góða skemmtun á degi íslenskrar tungu!


Icelandic Language DayToday is Icelandic Language Day“day of the Icelandic tongue”, celebrated on 16 November each year on the birthday of the Icelandic poet Jónas Hallgrímsson. Due to covid-19-restrictions my almost yearly school visits are cancelled this time, but since every day is the day of the Icelandic language in schools in Iceland, I will do my visits later!

For those of you interested in the Icelandic language here are my recommendations for the day:

  • Jónas Hallgrímsson – Selected Poetry and Prose – Edited and translated with notes and commentary by Dick Ringler – the original poems in Icelandic and excellent translations in English.
  • Málið – web portal: “The objective of Málið (www.malid.is) is to facilitate digital searching for information on the Icelandic language and learning about language usage through simple, one-stop online access.”

Above are two characters from my book Gott kvöld (Good Evening) where I illustrated some of the odd creatures that appear in our language, and a book that I often choose to read in my school visits.

Happy Icelandic Language Day!


tenglar | links:
Meira um bókina Gott kvöld | More about the book Gott kvöld (Good Evening).
♦ Meira um leikritið Gott kvöld | More about the play Gott kvöld (Good Evening).

Contact: – Forlagid Rights Agency.

 

Skrímslaleikur – dómur í Lestrarklefanum | Monster Act – review

Bókadómur: Nýjasta bókin í bókaflokknum um skrímslin, Skrímslaleikur, kom út hjá Máli og menningu / Forlaginu á dögunum og í Lestrarklefanum birtist hér þessi fíni dómur um bókina. Katrín Lilja Jónsdóttir er sagnfræðingur og blaðakona og skrifar þar meðal annars:

„Ég veit ekki hvað það er við skrímslabækurnar sem nær okkur mæðginum fullkomlega. Við skoðum myndlýsingar Áslaugar í þaula, dáumst að þeim og dýrkum. Hún hefur einstakan stíl klippimynda sem okkur finnst einfaldlega frábær. Myndirnar eru litríkar, lifandi og fullar af tilfinningum. Við ræðum saman um söguþráðinn, pælum í gjörðum sögupersónanna og framhaldi. Við gjörsamlega týnum okkur í bókinni og svo er hún skyndilega búin! Tilfinningar skrímslanna eru hráar og barnslegar svo börn eiga auðvelt með að sjá sjálf sig í þeim. Þau hafa upplifað aðstæður þeirra, gert það sem þau gera, leikið með sömu leikföng. Því gefa bækurnar gott tækifæri til að ræða um daginn og veginn, þær gefa foreldrum og forráðamönnum rými til að ræða um erfiða hluti.
Öll börn á leikskólaaldri ættu að kynnast litla skrímsli, stóra skrímsli og loðna skrímsli. Og í nýjustu bókinni, fara með þeim í leikhús!“
Katrín Lilja – Lestrarklefinn – 22.09.2021

Það gleður okkur höfundana ósegjanlega þegar bækurnar okkar virðast rata til sinna! 

Skrímslaleikur á sænsku, Teatermonster, er nú þegar komin út hjá Argasso forlaginu, og Skrímslaleikur kemur út á færeysku hjá BFL – Bókadeildinni, ásamt fleiri endurútgáfum. 

Skrímslaleikur er tíunda bókin um skrímslin. Hér má sjá myndir og lesa brot úr dómum um allar fyrri skrímslabækurnar. Bækunar hafa verið endurprentaðar síðustu ár, en þrír titlar eru uppseldir:

Nei! sagði litla skrímslið
Stór skrímsli gráta ekki 
Skrímsli í myrkrinu
Skrímslapest
Skrímsli í heimsókn
Skrímsli á toppnum – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímslaerjur – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímslakisi – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímsli í vanda
Skrímslaleikur


Book review: Skrímslaleikur (2021) received a very nice review in Lestrarklefinn, (The Reading Chamber) – a website with book reviews and articles on literature and reading. Katrín Lilja Jónsdóttir is a historian and journalist and she writes: 

“I do not know what it is about the monster books that completely captures us, me and my son. We study Áslaug’s illustrations closely, admire them and worship them. She has a unique style of collage that we simply find spectacular. The pictures are colorful, vibrant and full of emotion. We talk about the plot, delve into the actions of the characters and the consequences. We completely get lost in the book and then it’s suddenly finished! The monsters’ emotions are raw and juvenile, so children can easily see themselves in them. They have experienced their situation, done what they do, played with the same toys. Therefore, the book series provide a good opportunity to talk about their daily life, they give parents and caretakers opportunity to talk about difficult things.
All preschoolers should be familiar with Little Monster, Bing Monster and Furry Monster. And in this latest book, go along to the theater!”
 Katrín Lilja – Lestrarklefinn – 22.09.2021

Thanks to Lestrarklefinn! We, the authors, are truly grateful and happy when we see that our books make their way to their readers! 

Skrímslaleikur is the tenth book in the series. Most of the books have repetitively been republished, but three titles are sold out at the moment. See list above. Skrímslaleikur is the book of the month in September at Forlagid’s Bookstore. 

The Swedish version, Teatermonster, has already been published by Argasso publishing house, and the Faroese version, Skrímslaleikur,  and more reprints in Faroese are published by Bókadeildin.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Vorvindar IBBY 2021 | IBBY award 2021

Viðurkenning: Samtökin IBBY á Íslandi veittu á dögunum „Vorvinda“, eða sínar árlegu viðurkenningar vegna barnamenningar. Á heimasíðu IBBY segir: „Vorvindum er ætlað að vekja athygli á verkum og starfsemi sem hleypir ferskum og endurnærandi vindum inn í íslenska barnamenningu og því sem vel er gert innan barnamenningar.“ Upphaflega voru þessar viðurkenningar veittar að vori, eins og nafnið bendir til, en heimsfaraldurinn aftraði því í ár, eins og fleiru.

Athöfnin var í Borgarbókasafninu Grófinni, sunnudaginn 19. september 2021, og þar fengu eftirtaldir viðurkenningu, eins og segir frá í frétt á vef IBBY og hér á vef RÚV:

Arndís Þórarinsdóttir, rithöfundur, fékk viðurkenningu fyrir að hafa síðastliðinn áratug sannað sig sem einn okkar fremsti barnabókahöfundur. Hún hefur einnig skipað stóran sess á sviði barnabókmennta með lestarhvatningu ýmiskonar og er öflug talskona barnabókmennta í umræðunni á Íslandi.

Áslaug Jónsdóttir, mynd- og rihöfundur hlaut Vorvinda fyrir framlag hennar til bókmennta fyrir yngstu kynslóðina. Þá sérstaklega fyrir myndversið Sjáðu! þar sem lesendur fylgja börnum um ævintýralega veröld í bundnu máli með fallegum myndlýsingum.

Kristín Ragna Gunnarsdóttir rit- og rithöfundur hlaut viðurkenningu fyrir að miðla goðsögum til barna í gegnum bækur sínar og myndlýsingar sem og með töfrandi og fræðandi barnasýningum.

„7. bekkur mælir með” og Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir. Nemendur og foreldrar í Fossvogsskóla hljóta Vorvinda fyrir bókaklúbb og tímaritsútgáfu. „7. bekkur mælir með”. Þriðja veturinn í röð eru nemendur í 7. bekk í Fossvogsskóla með bókaklúbb og gefa jafnframt út tímarit með bókaumsögnum sínum. Blaðið kemur út mánaðarlega og er dreift til allra í árgangnum.

Að auki var ég heiðruð með þessum texta:

Myndir og bækur Áslaugar Jónsdóttur eru fyrir löngu orðnar þekktar, jafnt innan sem utan landsteinanna. Frá því að fyrsta bók hennar kom út árið 1990 hefur Áslaug starfað ötullega að barnamenningu sem mynd- og rithöfundur og einnig sem grafískur hönnuður og myndlistamaður. Áslaug hefur skrifað og myndlýst fjölda bóka, samið barnaleikrit og tekið þátt í sýningum erlendis og á Íslandi, en hún er hvað þekktust fyrir myndlýsingar sínar í sögunum Litla skrímsli og Stóra skrímsli, sem hún skrifaði ásamt Kalle Güettler og Rakel Helmsdal. Meðal annarra bóka hennar má nefna Ég vil fisk sem hún skrifaði og myndlýsti og einnig myndlýsingar hennar í Bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem löngu eru orðnar sígildar og órjúfanlegur hluti af sögunni um hnöttinn bláa.

Áslaug hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir framlag sitt til barnamenningar, m.a. Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar, Íslensku bókmenntaverðlaunin. Eins hefur hún verið á heiðurslista IBBY, sem og tilnefnd til ALMA og H.C. Andersen verðlaunanna.

Þó Áslaug hafi hlotið ýmsar viðurkenningar fram að þessu og að verk hennar séu orðin sígild í bókahillum heimilanna, þá langaði stjórn IBBY að þessu sinni að veita Áslaugu Vorvindaviðurkenningu fyrir framlag hennar til bókmennta fyrir yngstu kynslóðina.

Það vill svo til að á þeim litla örmarkaði sem Ísland er, koma út mjög fáar íslenskar bækur á hverju ári fyrir okkar allra yngsta fólk og það getur komið niður á fjölbreytileika bókanna. Þó er svo gríðarlega mikilvægt að næra þennan hóp lesenda framtíðarinnar með fjölbreyttu efni af ýmsum toga. Það starfar enginn að barnamenningu nema að viðkomandi hafi brennandi áhuga og ástríðu fyrir því starfi sem oft og tíðum getur virst sem hreint og beint hugsjónastarf. Það fer ekki á milli mála í verkum Áslaugar að hún brennur fyrir bókmenntum yngstu kynslóðarinnar, bæði þeirra sem eru enn ólæs sem og þeirra sem eru farin að vinna sig í gegnum stafina og lesa sjálf. Og þar spila myndirnar lykilhlutverk. Flæði texta og mynda gengur einstaklega vel upp í verkum Áslaugar, en að þessu sinni langar okkur að þakka henni sérstaklega fyrir myndaversið Sjáðu! sem kom út haustið 2020.

Í Sjáðu! fylgja lesendur börnum um ævintýralega veröld í bundnu máli. Frásögnin er leikandi létt og skemmtileg, óvænt, fyndin og spennandi. Myndir og knappur textinn flétta sama sögu sem hrífur lesandann með sér. Sjáðu! hentar vel fyrir margendurtekinn lestur eins og svo oft vill verða með lesendahóp á þessum aldri og sagan dýpkar við hvern lestur. Lesandinn uppgötvar sífellt eitthvað nýtt og getur jafnvel leikið sér sjálfur með því að segja söguna með sínum eigin orðum. Lesturinn örvar málþroska og stækkar heim hins unga lesanda. En ekki síst býður lestur bókarinnar upp á dýrmæta og gefandi samverustund hins unga og hins eldri lesanda.

Það er dýrmætt fyrir okkur að í bókaflóruna bætist við nýjar íslenskar bækur fyrir lesendur framtíðarinnar. Við erum þakklát fyrir verk Áslaugar fyrir okkar yngsta fólk og einnig fyrir okkur sem eldri erum og fáum að njóta verka hennar. Það er því okkur sannur heiður að veita Áslaugu Jónsdóttur Vorvinda viðurkenningu IBBY 2021 fyrir framlag hennar til barnamenningar á Íslandi.“ – texti: Linda Ólafsdóttir fyrir IBBY á Íslandi.


HonourIBBY Iceland annually presents the Vorvindar award for outstanding work in the field of children’s books and/or cultural activities especially aimed at children and this year there was an award ceremoni at Reykjavík City Library in Grófin on Sunday September19, 2021.

There were four happy recipients of the awards: author Arndís Þórarinsdóttir, author/illustrator Áslaug Jónsdóttir, author/illustrator Kristín Ragna Gunnarsdóttir, and a group of 7th grade students and their teacher Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir, who publish a monthly magazine with book reccommenations and reviews for their fellow students.

My book Sjáðu!, a board book for the youngest readers, was especially mentioned in the statement for the award.


SJÁÐU! – tenglar | LOOK! – links:
♦ Útnefning á Heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna 2022. Sjáðu! tilnefnd fyrir myndlýsingar.
Nomination for the IBBY Honour List 2022. Sjáðu! (Look!) is nominated for illustration.
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web. 

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson   |  Bóksala stúdenta

Skrímslaleikur, pest og heimsókn! | Monster Act, – Monster Flu and Monster visit!

Nýjar bækur og endurprentanir! Nýjasta bókin í skrímslabókaflokknum, Skrímslaleikur, er komin út hjá Máli og menningu / Forlaginu og út í allar betri bókabúðir. Skrímslaleikur er bók mánaðarins hjá bókabúð Forlagisins og fæst þar á kostakjörum. Tvær fyrri bækur, sem lengi hafa verið ófáanlegar, voru líka endurprentaðar í þetta sinn: Skrímslapest og Skrímsli í heimsókn. Í Skrímslapest segir frá bráðsmitandi sjúkdómi og í Skrímsli í heimsókn er loðna skrímsli í fyrsta sinn kynnt til sögunnar. Hér má sjá myndir og lesa brot úr dómum um allar fyrri skrímslabækurnar. 

Skrímslaleikur á sænsku, Teatermonster, er nú þegar komin út hjá Argasso forlaginu, en von er á færeysku útgáfunni og fleiri endurútgáfum á færeysku með haustinu. 

Skrímslin 2021: Nýir titlar og endurprentanir | The Monster series: New titles and reprints in 2021.

A new book and reprints! The latest book in the monster book series: Skrímslaleikur (Monster Act), published by Mál og menning / Forlagið, is out and in all bookstores. Skrímslaleikur is the book of the month at Forlagid’s Bookstore. Two previous books, which have been sold out for a long time, were also reprinted: Skrímslapest (Monster Flu) and Skrímsli í heimsókn (Monster Visit). In Monster Flu the two monsters, Big Monster and Little Monster, learn about a highly contagious disease and in Monster Visit they meet Furry Monster for the first time. See images and read excerpts from reviews about all the previous monster books here.

The Swedish version, Teatermonster, has already been published by Argasso publishing house, and the Faroese version and more reprints in Faroese are expected in the autumn.

A spread from Skrímslaleikur (2021).

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Sjáðu! á Heiðurslista IBBY | Selected for IBBY Honour List 2022

Viðurkenning: Samtökin IBBY á Íslandi hafa útnefnt þrjár bækur á heiðurslista alþjóðlegu IBBY samtakanna 2022 og er Sjáðu! tilnefnd fyrir myndlýsingar. Hér má lesa frétt IBBY á Íslandi. IBBY á Íslandi tilnefnir einnig Ævar Þór Benediktsson í flokk rithöfunda fyrir bókina Þín eigin undirdjúp og Ingunni Snædal í flokk þýðenda fyrir bókina Handbók fyrir ofurhetjur. Fimmti hluti: Horfin.

Í frétt á vef IBBY segir:
„Annað hvert ár er rithöfundi, myndhöfundi og þýðanda er veittur þessi heiður og fara tilnefndu bækurnar þeirra á bókasýningu sem ferðast um heiminn í tvö ár.
Viðurkenningarskjöl vegna heiðurslistans eru afhent á Alþjóðlegu þingi IBBY, þar sem bæklingur með tilnefndum bókum er kynntur í fyrsta sinn. Eftir þessa kynningu fara sjö sett af bókunum á ferðalag um heiminn og eru sýnd á ráðstefnum og alþjóðlegum bókasýningum. Eftir það eru bækurnar geymdar í alþjóðlegu barnabókasöfnunum í München, Zurich og í Bratislava.“

Þetta er í fjórða sinn sem mér hlotnast sá heiður að vera tilnefnd sem myndhöfundur á heiðurslista IBBY. Árið 2016 var það Skrímslakisi og árið 2004 var það fyrir Krakkakvæði eftir Böðvar Guðmundsson og árið 2002 fyrir Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Hér má lesa meira um heiðurslista IBBY samtakanna.

asl_krakkakvHonour: IBBY Iceland announced their selection of books for the IBBY Honour List 2022 and my book Sjáðu! (Look!) is nominated for illustration. Author Ævar Þór Benediktsson is seclected for his book Þín eigin undirdjúp and poet Ingunn Snædal for her translation of the Swedish: Handbok för Superhjältar.

The criteria goes as follows: “The IBBY Honour List is a biennial selection of outstanding, recently published books, honouring writers, illustrators and translators from IBBY member countries. The IBBY Honour List is one of the most widespread and effective ways of furthering IBBY’s objective of encouraging international understanding through children’s literature.”  The national sections of IBBY can nominate one book for each of the three categories. I am honoured to have my name for the forth time on the list; previously in 2016 for Skrímslakisi (Monster Kitty) by Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler and Rakel Helmsdal and in 2004 for Krakkakvæði (Poems for Children) by Böðvar Guðmundsson and in 2002 for Sagan af bláa hnettinum (The Story of the Blue Planet) by Andri Snær Magnason.

Blái hnötturinn USA ISL UK

The Honour List diplomas are presented at the IBBY Congresses where the catalogue is introduced and the books are shown for the first time. Thereafter seven parallel sets of the books circulate around the world at exhibitions during conferences and book fairs.

Permanent collections of the IBBY Honour List books are kept in Munich (International Youth Library), Zurich (Swiss Institute for Child and Youth Media, SIKIM), Bratislava (Bibiana Research Collection), St. Petersberg (RBBY Central Children’s Library), Tokyo (IBBY), Kuala Lumpur (Book City Corporation of Malaysia), Tucson (World of Words) and, until 2014, in Evanston (Northwestern University Library). For more about the IBBY Honour List see here.


SJÁÐU! – tenglar | LOOK! – links:
Tilnefning til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar 2021. Umsögn dómnefndar: „Sjáðu! er rímað myndavers þar sem tvö brosmild börn leiða yngstu lesendurna í ferð um borg og sveit, um heima og geima. Á hverri opnu birtist ný veröld þar sem ægir saman spennandi dýrum, þjóðsagnaverum og ævintýrapersónum. Orðaleikir og litríkar myndirnar kalla á spurningar og vangaveltur um allt sem fyrir augu ber; önd með hatt, ástfangna skessu, glaðar ruslatunnur og brosmildar kýr. Myndir Áslaugar eru ævintýralegar og fullar af lífi og kallast skemmtilega á við kveðinn textann svo úr verður fjörugur leikur fyrir börn og fullorðna saman.“
Nomination for The Reykjavík Children’s Book Awards 2021.
Tilnefning til Fjöruverðlaunanna 2021 – frétt og umsögn dómnefndar á vef.
Nominated to Fjöruverðlaunin, the Icelandic Women’s Literature Prize 2021. Fjöruverðlaunin – judges review.
Bókadómur: „Harðspjalda gullmoli“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
Book review: „A gold nugget of a board book.“ ★★★★★ – Lestrarklefinn.
♦ Bókadómur: Myndirnar er fullar af leik og ímyndunaraflinu gefinn laus taumurinn, þær vekja undrun og áhuga og barnið sem hlustar getur leitað að hlutunum sem nefndir eru í þulunum og tekið þannig virkan þátt í lestrinum. Tónninn í textanum er léttur og glaðlegur, og hann er auk þess einstaklega fallegur.“Bókmenntavefurinn
Book review: “The pictures are full of play and the imagination is unleashed, they arouse wonder and interest and the child who listens can look for the things mentioned in the rhymes and thus take an active part in the reading. […] The tone of the text is light and cheerful, and it is also beautiful.”  – The Icelandic Literature Web. 

Information in English – publishers catalog – Forlagid Rights Agency.

Sjáðu! í vefverslunum | Sjáðu! in online bookshops:
Forlagið vefverslun  |  Penninn Eymundsson Heimkaup  |  Bóksala stúdenta

Gleðilega góða daga! | Celebrating Earth, summer and books

Sjáðu! Áslaug Jónsdóttir

Gleðilegt sumar! Í gær var sumardagurinn fyrsti, dagur sem færir manni ævinlega sól í hjarta, sama hvernig viðrar. Degi Jarðar var líka fagnað í gær og vonandi geta sem flestir dagar verið dagar Jarðar, ekki veitir af. Sumarmyndin hér ofar er myndlýsing úr bókinni Sjáðu! sem kom út síðasta haust. Kannski svipar myndefnið dálítið til Geldingadala sem njóta nú frægðar vegna eldsumbrota.

Í dag er svo alþjóðlegur dagur bókarinnar og af því tilefni reis litla skrímslið upp af teikniborðinu (mynd neðar) og tók sér bók í hönd. Hjá mér eru nú allir dagar skrímsladagar, en ný bók í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið – já, og loðna skrímslið, kemur út í haust á þremur tungumálum, íslensku, sænsku og færeysku.

Days of celebration: Yesterday was the First Day of Summer in Iceland. A national holiday and an absolute favorite day for every Icelander, bringing light in our hearts no matter how the weather treats us. The days are getting brighter and winter is slowly stepping back. Yesterday was also Earth Day, putting focus on the most important issue of all: how we can restore our Earth. The illustration above is from my picturebook Sjáðu! (Look! 2020), picked for the occasion as the lambs are soon to be born and at the moment, new volcanos are forming in Iceland.

Today is the World Book Day so Little Monster (below) picked up a book to read. I am working on new illustrations for the next book in the book series about Little Monster and Big monster – and Furry Monster, so every day is a “Monster Day” at the drawing desk these days. The new book will be published in Icelandic, Swedish and Faroese this fall.

© Áslaug Jónsdóttir

Bók á safni | Museum visit

Safngripur! Svona geta nú leiðir bókanna verið óvæntar og skemmtilegar: Ég vil fisk! hefur ratað á safn. Hún er þarna til sýnis á Sjóminjasafninu við Grandagarð í Reykjavík ásamt fleiri bókum og blöðum tengdum menningu, hafi og sjósókn. Ný grunnsýning Sjóminjasafnsins, Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár, opnaði í júní 2018, en það var fyrst nú á dögunum sem ég skoðaði nýju sýninguna sem er firnafróðleg og í mörgu hugvitsamlega hönnuð. Auðvitað komu ótal fræði- og fagmenn að verkinu en aðalhönnuðir eru Kossmanndejong í Hollandi. Á neðstu hæðinni er svo falleg sýning um hollenska kaupskipið Melckmeyt sem fórst við Flatey árið 1659, en hönnuður þar er Finnur Arnar Arnarson. Svo má nefna skemmtilega listsýningu barna í anddyri: Sögur af sjónum, verkefni sem var styrkt af Barnamenningarsjóði. Mæli með!

At the Maritime Museum: I Want Fish! has found its way to a museum! I would not have guessed that my book “Ég vil fisk!” would end up in a maritime museum – or any museum for that sake. But you never know! Here it is on display at the Reykjavík Maritime Museum. This exhibition, Fish & folk – 150 years of fisheries, opened in 2018, but this was my first time at the museum since the opening of this new permanent exhibition, but not the last! Loaded with information and clever exhibition design by Dutch designers at Kossmanndejong. On the ground floor there is also a beautiful exhibition about the Dutch merchant ship Melckmeyt which foundered off the island of Flatey in 1659. There is also a fine exhibition in the entrance hall with paintings, drawings, poems and book art by children: Stories from the Sea. All highly recommended!


World Book Day 2020 – April 23 – #behindeverybook

Um bókina: Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.

Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!

Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.

About the book: Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Review in English:
„The frustration of a child whose parents refuse to understand what she wants is beautifully rendered. Colours, fonts, backgrounds, and especially the facile expressions all reinforce her emotions. Unnur is shown in all her glory and hardheadness, while the parents are only seen in bits and pieces. The contentment on Unnur’s face when she finally gets what she craves will warm the soul. – Ernst Bond, Bookbird Vol.46 2008


Bók í boði höfundar – Quarantine reading

Því miður virðist Covid-19-farsóttin síst vera á undanhaldi. Sóttvarnir, sóttkví, einangrun, smitgát og samkomubann munu áfram hafa áhrif á líf okkar næstu misseri. Skólar byrja bráðlega og það er ólíklegt að það sem við köllum „eðlilegt ástand“ verði í boði. Útgefendur og rithöfundar hafa gefið leyfi fyrir upptökum á lestri bóka og miðlun til barna. Hér fyrir neðan er upplestur á galisísku og arabísku.

Regretfully the pandemic is still raiding the world and quarantines and isolation will still be a part of our lives in the coming months. Many publishers and authors have made contributions and offered their books and art for free, supporting homeschooling and families in lockdowns. Below are free readings of my book Ég vil fisk! in Galician and Arabic.

Ég vil fisk! – á galisísku

Þýðandi Quero peixe er Lawrence Schimel, útgefandi er Verdemar / Alvarellos Editora, í Santiago de Compostela á Spáni. Upplestur í umsjón Biblos Clube de Lectores, A Coruña, Spain.

Quero peixe! (I Want Fish!)

Quero peixe is translated by Lawrence Schimel, and was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. Here read for children at Biblos Clube de Lectores, A Coruña, Spain.


Ég vil fisk! – á arabísku

Bók í boði höfundar: Ég vil fisk! (أريد سمكة) kom út í arabískri þýðingu árið 2017, hjá útgáfufyrirtækinu Al Fulk í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Vegna farsóttarinnar má nú um stundarsakir lesa Ég vil fisk! í ókeypis vefútgáfu.

أريد سمكة (I Want Fish!)

Quarantine reading:  My picture book I Want Fish! (أريد سمكة) was published in Arabic by Al Fulk, a small publishing house based in Abu Dhabi in the United Arab Emirates. The book is temporarily available online at the publishers website.


Neðanmáls: Vinsamlegast virðið sæmdar- og höfundarrétt listamanna sem bjóða efni sitt á veraldarvefnum.
Footnote: Please, respect the copyright of the artists offering their art for free on the www!

Skrímslavaktin og sögustund á norsku | Monsters on watch and story time in Norwegian – Monsters in the Dark

Skrímslavaktin: Skrímslin hafa staðið sína plikt undanfarnar vikur og mánuði og fylgst með mannlífinu út um glugga, eins og fjölmargir bangsar og önnur tuskudýr, sem gist hafa gluggakistur um allan heim. En nú var kominn tími til að viðra af sér rykið og kíkja út á svalir! Skrímslin halda hinsvegar áfram að huga að sóttvörnum, minnug þess hve skrímslapestir smitast auðveldlega.

Monsters on the watch: The two monsters have done their best to stay safe during the covid-19 pandemic, and just like so many teddybears and other creatures, they watched life in our street from the window. Happy to know that things are better in Iceland for the time being, the monster went out on the balcony for some fresh air and a little wind in the fur. They will still stick to all precautionary rules for good health, knowing how contagious the horrid monster flu is.

 


Sögustund á norsku: Eins og ég hef sagt frá áður þá fékk nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr nokkrum bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið. Þriðja sögulestur er nú að finna á vef Nynorsk kultursenter. Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les Skrímsli í myrkrinu – Monster i mørket, sem kom út hjá forlaginu Skald árið 2012. Alls hafa sjö bækur úr bókaflokknum um skrímslin í norskri þýðingu Tove Bakke.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:

Monster i mørket – sögustund á norsku

„Dette er ei bok som handlar om å vere redd. Mange er mørkredde, særleg når ein er åleine, og då tenker ein kanskje på om det er eit monster under senga. Men kva med Veslemonster og Storemonster, er dei mørkredde? Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om dei to monstervenene i mørket.“


Keep reading! The Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, got permission to post readings and illustrations from a selection of books from the the monster series – the books about Little Monster and Big Monster. Here comes the third reading, where Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads Monsters in the Dark – Monster i mørket. Click this link for the reading or on the video below.

Seven books from the series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð á tímum heimsfaraldursins. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web due to the pandemic. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Ný sögustund á norsku | Story time in Norwegian – Big Monsters Don’t Cry

Sögustund á norsku: Nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr nokkrum bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið og annar sögulestur hefur nú verið birtur á vef Nynorsk kultursenter. Í þetta sinn er það Stór skrímsli gráta ekki. Sjö bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa verið gefnar út hjá forlaginu Skald í norskri þýðingu Tove Bakke.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:

Store monster græt ikkje – sögustund á norsku

„Dette er ei bok om å vere liten sjølv om ein er stor. Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om Veslemonster og Storemonster som er gode vener, men det er ikkje alltid det er så greitt å vera stor og sterk. I alle fall når bestevenen din heiter Veslemonster og FRYKTELEG FLINK til alt han gjer. Storemonster prøver og prøver, men får ingenting til. Han kjenner seg klossete og dum. Men store monster græt ikkje.“

Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les.


Keep reading! We granted the Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, permission to post readings and illustrations from a selection of books from the the monster series – the books about Little Monster and Big Monster. Seven books from the series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke. Here comes the second reading, from Big Monsters Don’t CryStore monster græt ikkje in Norwegian. Click this link for the reading or on the video below. Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads and there are some nice animations in the video too.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð á tímum heimsfaraldursins. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web due to the pandemic. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Sögustund á norsku | Story time in Norwegian

Sögustund á norsku: Sjö bækur um skrímslin tvö, litla og stóra skrímslið, hafa verið gefnar út hjá forlaginu Skald í norskri þýðingu Tove Bakke. Nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr bókunum og fyrsti sögulestur hefur nú verið birtur á vef Nynorsk kultursenter.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:

Nei! sa Veslemonster – sögustund á norsku

„Dette er ei bok om det å vere stor sjølv om ein er liten. Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om Veslemonster og Storemonster som er gode vener, men av og til er det ikkje så lett å være liten. Storemonster skal alltid bestemme. Og så lyg han. Og så hermar han. Veslemonster veit ikkje kva han skal gjere. Mest av alt har han berre lyst å rope NEI!“

Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les.


Quarantine reading: Seven books from the monster series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke. We granted the Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, permission to post readings and illustrations from a selection of books, starting with No! Said Little Monster. Click this link for the reading or on the video below. Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Sögulestur | Story time

Bækur á þrautatímum: Á meðan fjöldi manns vinnur af kappi við að berjast við farsóttina sem herjar á heiminn, er það verkefni okkar hinna að hafa hægt um okkur, sinna okkar nánustu, gæta að andlegri og líkamlegri heilsu og næringu. Það gengur auðvitað mis vel því aðstæður fólks eru ólíkar. Það finna ekki allir ró og frið við brauðbakstur og jógaæfingar. Sumir kljást við veikindi, einangrun og ótta. Eirðarleysi og einbeitingarskort.

Listunnendur vita hvar finna má hjálp. Fyrir töfra listanna má upplifa og skynja ríkidæmi tilfinninganna, láta reyna á vitsmunina og víkka veröldina. Bóklestur styttir stundir, þar má finna annan heim, þangað má hverfa til að gleyma amstrinu, upplifa lífið með augum annarra, glíma við furðu og spurn, fræðast og ferðast. Það eru til bækur um allt, fyrir alla. Það þarf bara að bera sig eftir björginni.

Að undanförnu hefur verið skorað á rithöfunda að vekja athygli á bókum og lestri, en menntamálaráðherra hefur m.a. boðið íslendingum öllum til þátttöku í verkefni sem nefnist Tími til að lesa. Ég vil einnig benda á bókasöfn og bókaverslanir sem bjóða þjónustu sína með breyttum kjörum á farsóttartímum. Rafbækur og hljóðbækur er auðvelt að nálgast og það má versla prentaðar bækur í vefverslunum og fá sendar heim frítt eða fyrir lítið fé.

Barnabækur má lesa á margan hátt – það að láta lesa fyrir sig, lesa myndir og hlusta, er uppskrift að góðri stund. Tölvuskjárinn jafnast auðvitað ekki á við hlýjan faðm en ég ætla samt að bjóða hér sögustundir af skjánum með því að benda á þrjár bækur mínar sem RÚV fékk að gera hreyfimyndir eftir. Það eru myndabækurnar Ég vil fisk!, Gott kvöld og Eggið með hreyfigrafík Ólafar Erlu Einarsdóttur / RÚV. Með því að smella á tenglana („sögustund“) við bækurnar færist þú yfir á vef RÚV.


Ég vil fisk! – sögustund

Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!

© Saga og myndir | story and illustration: Áslaug Jónsdóttir  © Grafísk myndvinnsla | Animation: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV.
🔗 Hér má lesa meira um bókina.
🔗 Hér má kaupa bókina í netverslun Forlagsins. Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.


Gott kvöld – sögustund

Þegar pabbi skreppur frá til að sækja mömmu er strákur aleinn heima með bangsa sér til halds og trausts. En það hægara sagt en gert að hughreysta bangsa sem óttast óboðna gesti eins og hrekkjasvínið, hræðslupúkann, tímaþjófinn, frekjuhundinn og ótal fleiri furðuskepnur. 

© Saga og myndir | story and illustration: Áslaug Jónsdóttir  © Grafísk myndvinnsla | Animation: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV. Ívar Elí Schweitz Jakobsson les.
🔗 Meira um bókina hér. Bókin er uppseld hjá útgefenda.


Eggið – sögustund

Þegar eggið fellur úr hreiðrinu eina vornóttina og vaknar í fangi villikattarins er hrundið af stað atburðarás sem á sér enga líka. Áslaug Jónsdóttir lýsir ferðasögu eggsins í leikandi máli og myndum. 

© Saga og myndir | story and illustration: Áslaug Jónsdóttir  © Grafísk myndvinnsla | Animation: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV. Guðmundur Ólafsson les.
Bókin er uppseld hjá útgefenda.


Books in troubled times: While our heroes are fighting the pandemic that is ruling the world, the task for the rest of us is to stay out of trouble, slow down, care for our loved ones, take care of mental and physical health and nutrition. Of course, this is going up and down, not everyone is getting a kick out of bread baking and yoga exercises. Some suffer from illness, isolation and fear. Restlessness and lack of concentration. All insignificant problems compared to the big issues, the hazard of the epidemic, the dangers facing people in war zones, refugee camps and depressed areas. But the need for relief is everywhere.

Art lovers know that there is help to be found in art. Music, books, films…  Children’s books can be read in many ways, and reading pictures while listening to the story is one of them. The computer screen does not match a warm embrace and being together, but I would still like to share with you three online stories (sorry, all in Icelandic!). It is an adaption of three of my picture books: I Want Fish!, Good Evening and The Egg with my illustrations in simple graphics made by Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV. By clicking on the links you will be taken to the website of the National Broadcasting Service in Iceland.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.

Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Bókadómur í Galisíu | ‘Quero peixe!’ in El Correo Gallego

Bókadómur: Ég vil fisk! kom út á galisísku á síðasta ári og fékk nú í byrjun mars umfjöllun í einu stærsta dagblaðinu þar í landi, El Correo Gallego. Ég hef það fyrir satt að dómurinn hafi verið all góður. Ég reyni að tíunda alla umfjöllun hér á vefnum en auðvitað verður hver að dæma fyrir sig.

Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.
Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


Book review in Spain: Quero peixe! (Ég vil fisk!), has just received a fine (or so I’m told!) review in the newspaper El Correo Gallego:

O álbum Quero peixe (Alvarellos, 2019), da escritora e ilustradora islandesa Áslaug Jónsdóttir, traducido ao galego por Lawrence Schimel, ofrece unha historia sobre as dificultades comunicativas entre nenos e adultos que vai in crescendo. A trama sinxela usa, mais non abusa, da repetición como chave argumental, variándoa con imaxinación para o gusto do lector, quen pasa dunha escena á seguinte preguntándose como conseguirá a autora presentar outra vez o mesmo motivo baixo un novo enfoque que xustifique a súa prolongación ata o final feliz, de rigor neste xénero.
O protagonismo corresponde a unha nena, caracterizada polo modo en que afirma os seus desexos e remata por impoñelos fronte á superficial atención que lle prestan seus pais. A presenza dun malentendido, primeiro como desencadenante e logo leitmotiv, resulta moi suxestivo, xa que serve para iniciar o lector, cun exemplo cotiá e accesible, nas dificultades da linguaxe -neste caso a anfiboloxía- que apenas comezou a dominar. Nada impide, en efecto, que a literatura infantil chegue a cuestionar implicitamente a comunicabilidade do seu propio vehículo, mentres en cambio o concilia coas prestacións da imaxe que o ilustra.
Respecto ás ilustracións, o seu estilo mostra unha factura enérxica de marcado contorno, dominada polos trazos e que ao representar a protagonista gritando con lóxica exasperación roza o expresionismo. A falta de entendemento cos seus pais reflíctese en que aparecen mostrados só parcialmente, a miúdo só as súas mans e nunca as súas faces. Un modo hábil de indicar a súa incapacidade para comprender o que desexa a súa filla, quen en cambio domina cada páxina coa súa presenza.
E, por certo, a última ilustración, que a mostra sumida nun feliz soño, carece de texto, como poñendo un selo de mudez sobre a superación das súas dificultades. – El Correo Gallego 10/03/2020

Ég vil fisk! is translated by Lawrence Schimel, and was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar.

Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available.
Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Ein af tíu bestu í Galisíu | Honor for ‘Quero peixe!’

Viðurkenning í Galisíu: Ég vil fisk! kom út á galisísku á síðasta ári og var nýverið valin ein af tíu bestu þýddu barnabókunum það ár, af bókmenntaritinu Fervenzas Literarias. Listann má skoða hér.

Quero peixe! kemur út undir merkjum Verdemar hjá Alvarellos Editora í Santiago de Compostela í Galisíu. Þýðandi er Lawrence Schimel.

Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku. Meira má lesa um Ég vil fisk! hér.


‘I Want Fish!’ in Galicia, Spain: Quero peixe! (Ég vil fisk!), translated by Lawrence Schimel, was published in Galician last year, by Alvarellos Editora in Santiago de Compostela in Spain, by the label Verdemar. The book has now been selected by the Galician Literature Magazine Fervenzas Literarias as one of the 10 best children’s books 2019, translated to Galician. See full list here.

Ég vil fisk! has been translated and published in Faroese, Swedish, Danish, Greenlandic, Arabic and Galician. Preliminary translations in English, French and Spanish are available. Read more about I Want Fish! here. For further information contact Forlagid Rights Agency.

Sígild skrímsli – ný prentun! | New reprints of two books from the Monster series

Útgáfufréttir! Skrímslabækurnar voru flestar uppseldar á síðasta ári en nú eru fjórar bækur fáanlegar eftir að fyrsta bókin: Nei! sagði litla skrímslið og sú nýjasta: Skrímsli í vanda, voru endurprentaðar. Fyrstu þrjár bækurnar hafa allar verið endurprentaðar en Skrímslapest, Skrímsli á toppnum, Skrímsli í heimsókn, Skrímslaerjur og Skrímslakisi eru uppseldar. Þær verða vonandi einnig endurútgefnar áður en langt um líður.

Nei! sagði litla skrímslið kom fyrst út árið 2004. Hún hlaut Dimmalimm – Íslensku myndskreytiverðlaunin og Bókaverðlaun bóksala sem besta íslenska barnabókin 2004. Skrímsli í vanda, kom fyrst út árið 2017. Hún hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka og var tilnefnd til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.

Bækurnar um skrímslin hafa allar verið gefnar út í heimalöndum höfundanna: Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð, en auk þess hafa sögurnar verið þýddar á fjölda tungumála: finnsku, norsku, dönsku, frönsku, spænsku, kínversku, litháísku, basknesku, katalónsku, kastilísku, galisísku, tékknesku, lettnesku og arabísku. Smellið hér til að sjá myndir úr bókunum og lesa brot úr bókadómum. 

Þó margar bækur séu uppseldar er hægt að panta heimsókn höfundar í skóla og leikskóla og þá eru sögurnar lesnar, myndir sýndar á skjá eða tjaldi og spjallað um bækur. Myndlistarvinnustofur henta einnig smærri hópum.

Monster news! New reprints of two books from the monster series are now in the stores. The first book Nei! sagði litla skrímslið (No! Said Little Monster) and the newest Skrímsli í vanda, (Monsters in Trouble) were long sold out, as well as most of the books from the series. The first three books have already been through the press more than once and twice and the five missing titles will hopefully soon be reprinted.

Nei! sagði litla skrímslið (No! Said Little Monster), first published in 2004, received Dimmalimm – The Icelandic Illustrators Award and The Bookseller’s Prize: Best Icelandic children’s book 2004. Skrímsli í vanda, (Monsters in Trouble), first published in 2017, received the Icelandic Literary Prize 2017 in the category of children and young adult’s fiction and was nominated to The Nordic Council Children and Young People’s Literature Prize.

Books from the monster series, written in Icelandic, Swedish and Faroese (more about the authorship here) have been translated to Finnish, Norwegian, Danish, French, Spanish, Chinese, Lithuanian, Basque, Catalan, Castilian, Galician, Czech, Latvian and Arabic. For illustrations from the books and quotes from reviews: click here. For school visits and workshops see information here.