Vinir tveir | Two friends

Litla skrímslið og stóra skrímslið var frumsýnt í Hofi hjá Leikfélagi Akureyrar þann 13. janúar síðastliðinn. Það var gaman að taka þátt í gleðinni í Hofi og fagna með þessum listagóða sýningarhópi sem Jenný Lára Anórsdóttir stýrði af mikilli fagmennsku. Sýningar verða þéttar næstu helgar, til 11. febrúar. Miðasalan er á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is.

Little Monster and Big Monster had premiere at Akureyri Theater, in the Black Box at Hof Culture Center, on January 13th. It was great fun to be in the audience and to celebrate a very good work of gifted group of artists, directed by Jenný Lára Arnórsdóttir. Shows will run all next weekends, ending on february 11th. Tickets at mak.is.


Skrímslasöngurinn: Góð tónlist er auðvitað ómissandi í öllum sviðsverkum. Að þessu sinni var það Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sem samdi nýtt og grípandi lag við vísur skrímslanna: Vinir tveir. Sönginn má finna hér á Spotify og með hlekknum hér neðar, á Youtube.

The Monster song: Good music is, of course, essential in all stage works. This time it was Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson who composed a lovely new song to the verses of the monsters: Two Friends. The song can be found here on Spotify and by the link above on Youtube.

Myndir hér neðar og efst | photos, top and below: © Unnar Anna Árnadóttir / Leikfélag Akureyrar / MAK.

Hér má lesa efnisskrá sýningarinnar. Og meira um sýninguna á vef Menningarfélags Akureyrar. 
Hér má svo lesa meira um leikritið um skrímslin á þessari heimasíðu.   

More info (in Icelandic):
The playbill online. And more about the production at the site of Akureyri Culture Company.
And a bit more about the play on this site.  


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli að leik! | Monsters at play!

Skrímsli í leikhúsinu! Það hefur verið hreint dásamlegt að fylgjast með skrímslunum holdgerast í hæfileikaríkum leikurum hjá Leikfélagi Akureyrar síðustu daga, en LA hefur tekið til sýninga leikritið um svörtu skrímslin tvö. Hér má sjá Margréti Sverrisdóttur í hlutverki litla skrímslisins og Hjalta Rúnar Jónsson í hlutverki stóra skrímslisins. 

Búningana hannaði Björg Marta Gunnarsdóttir og gervi Harpa Birgisdóttir. Leikstjóri verksins er Jenný Lára Arnórsdóttir og grípandi tónlist samdi Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Um hljóðmynd og ljós sjá Árni F. Sigurðsson og Benni Sveinsson. Sýningarstjóri er Unnur Anna Árnadóttir.

Frumsýning er næstkomandi laugardag, 13. janúar, í Svarta kassanum í Hofi og þá verður sko dúndurgaman! Miðasalan er á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is.

Monster theater! It has been an absolut pleasure to watch rehearsals at Akureyri Theater this week and to see the two monsters come alive in the two talented actors: Margrét Sverrisdóttir as Little Monster and Hjalti Rúnar Jónsson as Big Monster. This is a new production of my play “Little Monster and Big Monster in the Theater” by Akureyri Theatre Company (LA – Leikfélag Akureyrar).

Costumes are designed by Björg Marta Gunnarsdóttir and make-up artist is Harpa Birgisdóttir. Director is Jenný Lára Arnórsdóttir and the catchy music is composed by Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Sound and lighting designers are Árni F. Sigurðsson and Benni Sveinsson. Stage manager is Unnur Anna Árnadóttir.

The premiere is next Saturday, January 13th, in the Black Box at Hof Culture Center in Akureyri and I am surely looking forward to it! Tickets at mak.is.

Click here to read a bit more about the play and the premiere in the National Theater of Iceland in the season 2011-2012. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímslapest í Japan | Monster Flu in Japan

Skrímslafréttir! Myndabókin Skrímslapest kemur út í Japan í dag, 2. nóvember 2023, hjá forlaginu Yugi Shobou í Tokyo. Þýðandi er Shohei Akakura en þetta er þriðja bókin um skrímslin sem hann þýðir. Titillinn á japönsku er: かいぶつかぜ.

Á síðasta ári gaf forlagið Yugi Shobou út tvo titla úr bókaflokknum um skrímslin: Skrímsli í myrkrinuまっくらやみのかいぶつ, og Stór skrímsli gráta ekki, おおきいかいぶつは なかないぞ.  Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou.

Á dögunum birtist svo viðtal og umfjöllun um skrímslabækurnar og höfunda þeirra í japanska vefritinu 絵本ナビ (ehonnavi.net), sem er tileinkað barnabókum. Hér má líta greinina í vefritinu

———

Monsternews! New title in Japanese! Skrímslapest (Monster Flu) will be released today, November 2nd 2023, by the Tokyo based publishers, Yugi Shobou. The book is is translated by Shohei Akakura with the title: かいぶつかぜ. 

Yugi Shobou has previously published two titles from the Monster series in 2022: Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) , まっくらやみのかいぶつ, and Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) おおきいかいぶつは なかないぞ!

In October, an interview and an article on the Monster series and their authors was published at the Japanese Children’s book site 絵本ナビ (ehonnavi.net). Click here for the article

Grein í vefritinu 絵本ナビ (www.ehonnavi.net) | Article in 絵本ナビ:
🔗 https://www.ehonnavi.net/specialcontents/contents.asp?id=2099


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency / Reykjavík Literary Agency

Skrímslin á svið á ný | Monster Act in Akureyri

Skrímslafréttir! Leikfélag Akureyrar tekur til sýninga verkið Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu í byrjun næsta árs. Leikstjóri er Jenný Lára Arnórsdóttir og miðasala hefst á vef Menningarfélags Akureyrar, mak.is, áður en langt um líður. Fylgist með fréttum frá menningarbænum Akureyri! 
Hér má lesa örlítið um leikritið og frumsýninguna í Þjóðleikhúsinu leikárið 2011-2012. 

Monsternews! In the new year Akureyri Theatre Company (LA – Leikfélag Akureyrar) will do a new production of my play “Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu” (Little Monster and Big Monster in the Theater). Director is Jenný Lára Arnórsdóttir and tickets will be available soon at mak.is, the website of Akureyri Culture Company (ACC). So stay tuned for more news!
Click here to read a bit more about the play and the premiere in the National Theater of Iceland in the season 2011-2012. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.

 

Öll skrímslin í Danmörku! | New releases in Denmark

Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin komu út í byrjun júní. Útgefendur okkar í Danmörku, Vild Maskine, gáfu út nýja þýðingu af fyrstu bókinni, Nei! sagði litla skrímslið, endurútgáfu Skrímsli í myrkrinu, auk þess að gefa út í fyrsta sinn á dönsku bækurnar Skrímsli í vanda og Skrímslaleik. Hér hefur útgefandinn orðið: 

„Hep! Så er der fire nye bøger i den populære serie om Store Monster og lille monster. To helt nye, ‘Teatermonster’ og ‘Monstre i knibe’, samt to genudgivelser: ‘NEJ! siger lille monster’ og ‘Monstre i mørket’. Så nu findes alle ti bind i den prisvindende og velanmeldte serie for første gang på dansk!
“Tegningerne er venligt voldsomme i en bolsjestribet farvelægning. Historien rammer et punkt, som er fælles for børn i alle formater.” ❤️❤️❤️❤️
Anmeldelse af ‘Monsterbesøg’ i Politiken.“

Nú er sem sagt allur bókaflokkurinn kominn út á dönsku! Í fyrra voru það Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi sem komu út á dönsku í fyrsta sinn, en bækurnar Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki voru endurútgefnar. Skrímsli í heimsókn og Skrímslaerjur komu út hjá fyrri útgefenda, Torgard, og eru enn á markaði. 

New releases: In Denmark, four books from the book series about the black and furry monsters were published in June. Our new publishing house in Denmark, Vild Maskine (e: Wild Machine), released a new translation of the first book in the series, No! Said Little Monster, and a new print of Monsters in the Dark, as well as publishing for the first time in Danish the books Monsters in Trouble and Monster Act. (See titles in Danish in image at top).

Now the entire book series is out in Danish! Last year it was Monster at the Top and Monster Kitty that were published in Danish for the first time, but the books Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry were republished. Monster Visit and Monster Squabbles, published by our previous publishers, Torgard, and are still on the market.

The series has received good reviews in Denmark and we hope the new titles find their way to more happy readers! 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

 


 


 

 

Skrímslin í Japan | More monsters in Japan

Skrímslafréttir! Forlagið Yugi Shobou í Tokyo gaf út á síðast ári tvo titla úr bókflokknum um skrímslin: Skrímsli í myrkrinu, まっくらやみのかいぶつ, og Stór skrímsli gráta ekki, おおきいかいぶつは なかないぞ.  Nú er þess að vænta að þriðja bókin í japanskri þýðingu, Skrímslapest, komi út á árinu 2023. Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou.

Bækurnar eru um þessar mundir kynntar á sérstökum Íslandsdögum sem haldnir eru í einni af stóru úthverfaborgum Tokyo, Tama borg. Á dagskrá kennir ýmissa grasa, þar er bæði lamb og skyr, en sérstök bókamessa er haldin dagana 10. til 18. júní, í Maruzen, Cocoria Tama Center. Skrímslabækur, myndir og upplýsingar eru til sýnis í bókasafninu í Parthenon Tama Library Lounge, frá 7. júní til 26. júní.

Samkvæmt útgefendum okkar í Japan láta börn sem fullorðnir vel af bókunum og við fengum leyfi til að birta myndir og myndbönd sem fylgja fréttinni. Myndir © Yugi Shobou og upphafsmenn mynda. 


Monsternews! The Tokyo based publishers, Yugi Shobou in Japan published two titles from the monsterseries in 2022: Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) , まっくらやみのかいぶつ, and Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) おおきいかいぶつは なかないぞ!The third book Skrímslapest (Monster Flu) is to be released in 2023. 

The books are currently being presented at special ‘Iceland Days’ held in one of Tokyo’s large suburbs, Tama City. The program involves Icelandic culture, food and nature, but at one time there is a special book fair from June 10 to 18, at Maruzen, Cocoria Tama Center. Yugi Shobou will be presenting the Monster series with pictures and information in the library in the Parthenon Tama Library Lounge, from June 7th to June 26th.

Tama City was the host town of Iceland at the Tokyo 2020 Olympic and Paralympic Games. Tama City signed a memorandum of understanding on friendship and cooperation with the Embassy of Iceland in Japan, and in honor of Iceland’s Independence Day on June 17th, an event will be held where you can experience Iceland. 

According to our publishers in Japan, the books are well received by both children as adults, and we were granted permission to publish the photos and videos accompanying the story. Images © Yugi Shobou and photographers to the originals.



Bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa nú komið út á alls 19 tungumálum.
The books from the Nordic Monster series have now been released in 19 languages. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency / Reykjavík Literary Agency

 

 

Skrímsli í vanda í Helsinki | Monsters in Trouble – in Helsinki

Skrímslafréttir! Í dag, 11. apríl 2023, opnaði sýning með myndum úr Skrímsli í vanda í norræna bókasafninu í Helsinki, Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. Í tengslum við sýninguna verða upplestrar og skapandi vinnustofur fyrir börn á leikskólaaldri, unnar í samstarfi við nemendur í kennslufræðum við háskólann í Helsinki.

Áhugasamir geta haft samband við Mikaelu Wickström, sem hefur veg og vanda af verkefninu, en vinnustofurnar eru í boði daglega frá kl. 9.30-10.15. Sýningin stendur til 9. maí.

Hjá Norræna bókagleypirnum má einnig finna margvísleg verkefni og umfjöllun um Skrímsli í vanda á öllum norðurlandamálunum. 

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki

Monsternews! Today, 11 April 2023, an exhibition featuring illustrations from Monsters in Trouble opened at the Nordic Library in Helsinki: Nordisk kulturkontakt, Kajsaniemigatan 9. In conjunction with the exhibition, readings and creative workshops for preschool children will be conducted in collaboration with students in pedagogy at the University of Helsinki.

All interested can contact Mikaela Wickström for further information. The workshops run daily from 9.30-10.15. The exhibition runs until May 9.

Also available at the children’s book site the “Nordic Book Devourer” are projects for children, study and support material on Monsters in Trouble, available in all the Nordic and Scandinavian languages.

Ljósmyndir | photos © Mikaela Wickström / Nordisk kulturkontakt, Helsinki


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli í myrkrinu – í Japan | Monsters in the Dark – in Japanese

Skrímslafréttir! Myndabókin „Skrímsli í myrkrinu“ hefur verið seld til Japans. Forlagið Yugi Shobou gefur út og væntir þess að titillinn, まっくらやみのかいぶつ, komi út 1. desember. „Skrímsli í myrkrinu“ er önnur bókin úr bókaflokknum um skrímslin sem kemur út í Tokyo, en „Stór skrímsli gráta ekki“ kom út fyrr á árinu undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou. Bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa nú komið út á alls 19 tungumálum.

Monsternews! Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) has been sold to Japan. The title in Japanese, まっくらやみのかいぶつ, is expected out on December 1st. For more information see the Tokyo based publishers homepage: Yugi Shobou.

This is the second book from the book series about Little Monster and Big Monster that is published in Japan, as Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) came out earlier this year at Yugi Shobou by the title おおきいかいぶつは なかないぞ!Books from the Nordic Monster series have now been released in 19 languages. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency.

 

Skrímsli í bókagleði | Poster monsters!

Skrímslin í Danmörku: Litla skrímslið og stóra skrímslið hafa víða um veröld ratað og nú inn á veggspjald með ýmsum karakterum og fígúrum úr klassískum barnabókmenntum. Veggspjaldið á rætur að rekja til danska verkefnisins „BOGglad“ sem var sett á fót til að ýta undir endurnýjun á barnabókakosti í bókasöfnum, á leikskólum, frístundaheimilum og félagsheimilum, – og vera um leið hvatning til þess að nýta bókmenntir í daglegu lífi barna. Þetta danska verkefni stuðlar sem sagt að því að koma bókunum til barnanna, auðvelda aðgengi og auka úrval. Það er vel og við skrímslahöfundar erum stolt af þátttöku skrímslanna. Veggspjaldið má t.d. nálgast hér

Það fer enginn í grafgötur um mikilvægi lestrar og áhrif bókmennta á andlegan þroska barna. Eitt og annað er gert til þess að hvetja börn til bóklestrar og oft fær keppnisfólkið þar útrás, því það má mæla magn, fjölda bóka og blaðsíðna, lestrarhraða, o.s.frv. Skólabókasöfnin kvarta undan fjárskorti og bókaskorti og þegar nýju bækurnar loks berast eru lestrarhestarnir fljótir að afgreiða þær og naga tómar hillurnar. Lesa auðvitað allt.

Hvað er svo gert hér til þess að koma íslenskum bókum út til barnanna? Ekki hefur mátt nefna það að afnema virðisaukaskatt af bókum sem hefði þó gert innkaup bæði bókasafna og einstaklinga léttari fyrir pyngjuna. Ekki hef ég orðið vör við átak á borð við hina dönsku bókagleði, BOGglad, sem styrkir innkaup og eykur dreifingu. Ekki heldur neitt sem minnir á hið ágætu innkaupakerfi Menningarráðsins norska – sem tryggir norskum útgefendum sölu og, ekki síst, dreifingu á barnabókum í norsk bókasöfn. Þessi verkefni stuðla einmitt að því að koma bókunum til barnanna.

Á Íslandi eyða barnabókahöfundar, rit- og myndhöfundar, löngum stundum í að skrifa vandaðar umsóknir í sjóði fyrir listamenn. Oftar en ekki enda þær umsóknir í pappírstætaranum, – laun og styrkir engir eða brotabrot af því sem til þarf að lifa af þeirri list að skapa bókmenntir fyrir börn. Helst af öllu vildum við lifa af sölulaunum bóka okkar, en markaðurinn er lítill og flesta menningarstarfsemi okkar þarf á einhvern hátt að styrkja úr sameiginlegum sjóðum. En það mætti líka reyna að stækka ögn markaðinn, til dæmis með styrkjum til bókakaupa, auka þannig bókakost barna í skólum, á söfnum og á heimilum. 

Stofnaður var sjóðurinn AUÐUR sem styrkir útgáfu barna- og ungmennabóka sem skrifaðar eru á íslensku. Styrkirnir eru veittir útgefendum. Skaparar bókanna sjá ekkert af þessum styrkjum og ekkert tryggir dreifingu bókanna til lesendahópsins. Menningarráðherra hefur ennfremur ýjað að því að sjóðnum verði breytt á þann hátt að eingöngu verði veittir styrkir til að miðla fornbókmenntum og norrænni goðafræði til barna, þ.e. sértækir styrkir til útgefenda, – styrkir sem stýra útgáfum efnislega. Það er all sérstök hugmynd, svo ekki sé meira sagt. Nokkrir styrkir eru veittir til þýðinga, enn og aftur veittir útgefendum. 

Þeir sem kaupa inn barnabækur verða auðvitað og augljóslega að sýna hagsýni en það er hörmulegt ef innkaupin litast svo mjög af sparnaði að allt sé það í stíl við kakósúpu og kex. Rétt eins og þegar við ræðum um að matarræði í skólamötuneytum megi ekki snúast eingöngu um ódýra, næringarlitla fyllingu í maga, þá þarf að þora að ræða þá andlegu nagga sem börnum er boðið upp á, það er að segja: gæðin skipta máli. Vandaðar bækur eru til ótal margar, íslenskar og þýddar, en illa samið samið efni, hroðvirknislega þýtt og skaðlega illa myndlýst er svo greinilega á borðum líka. Fyrr eða síðar kemur í ljós að það er ekki nóg að telja titla og blaðsíður, næringin skiptir máli. 


Find the Monsters! Little Monster and Big Monster have found their way around the world and now onto a Danish poster with various characters and figures from classic children’s literature. The poster is made in connection with the project “BOGglad”, which was set up to promote book reading, renew the collections of children’s books in libraries, kindergartens, leisure centers and clubs, – and at the same time be an incentive to help activate literature in children’s daily lives. This Danish project helps bring the books to the children, make more children’s books accessible and increase the collections in libraries, schools and kindergartens. A wonderful initiative! We monster-authors are proud of Little Monster’s and Big Monster’s participation! The poster is available for download here.


Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin komu út á dögunum í Danmörku hjá forlaginu Vild Maskine. Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi koma nú út á dönsku í fyrsta sinn, en Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki hafa lengi verið uppseldar og koma nú út á nýjan leik. 

New releases in Denmark: Four books from The Monster series were released in June by our new publishing house, Vild Maskine.  Monster at the Top and Monster Kitty are now being published in Danish for the first time, but Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry have not been sold out for a long time but will now be available in the stores again. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

For further information contact Forlagid Rights Agency.

Skrímslin í Japan | Big Monsters Don’t Cry in Japanese

Skrímslafréttir! Fyrir um ári var undirritaður samningur við lítið útgáfufyrirtæki í Tokyo um útgáfu á bókinni „Stór skrímsli gráta ekki“. Nú hefur forlagið Yugi Shobou kunngjört um útgáfudag, en þann 15. júlí kemur bókin út í Japan undir titlinum おおきいかいぶつは なかないぞ!Við skrímslahöfundar fögnum því að hinar ýmsu bækur úr bókaflokknum um skrímslin svörtu hafa nú brátt komið út á alls 19 tungumálum! Sjá upplýsingar á japönsku á síðu bókarinnar hjá Yugi Shobou.

Monsternews! We proudly announce a book release in Japan on July 15. Almost a year ago a contract was made with Yugi Shobou Publishing in Tokyo for the rights to publish Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) in Japanese. The Japanese title is おおきいかいぶつは なかないぞ!We the authors celebrate that books from the Nordic Monster series will now soon have been released in 19 languages! More information in Japanese for the book here


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

For further information contact Forlagid Rights Agency.

 


 

 


 

 

Skrímslin í Danmörku | New releases in Denmark

Nýjar útgáfur í Danmörku: Fjórar bækur úr bókaflokknum um skrímslin koma út í Danmörku 13. júní næstkomandi. Í Danmörku höfum við nú nýjan útgefanda: Vild Maskine, sem er lítið en framsækið forlag staðsett í Vordingborg, en fyrri útgefandi var Torgard.  

Mads Heinesen útgefandi hjá Vild Maskine var kampakátur með nýju bækurnar, brakandi fínar og volgar úr prentvélunum. Skrímsli á toppnum og Skrímslakisi koma nú út á dönsku í fyrsta sinn, en Skrímslapest og Stór skrímsli gráta ekki hafa lengi verið uppseldar og koma nú út á nýjan leik. 

New releases: We are happy to announce that four books from the monster series will be released in Denmark on June13th. Our new publishing house, Vild Maskine, (e: Wild Machine) is a small but progressive publishing house located in Vordingborg.

Mads Heinesen, publisher at Vild Maskine, was happy with the new books, warm from the printing presses. Monster at the Top and Monster Kitty are now being published in Danish for the first time, but Monster Flu and Big Monsters Don’t Cry have not been sold out for a long time but will now be available in the stores again. 


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

 


 

 


 

 

Ljóslifandi leikhús! | Monster Visit in Norway

Monsters at play! Big Monster, Little Monster and Furry Monster met Norwegian families last weekend when Adele Duus premiered the play Monster Visit – Monsterbesøk in Norwegian, a play based on the book by same name, one of the creations by the author team Jónsdóttir, Güettler and Helmsdal. As an outdoor theater, performed in the midst of winter in Norway, one might say that the event involved some risks – but Adele and the monsters did great, despite heavy skies threatening with storm and hail.

Lys Levende Adele is a one-woman-theater run by Adele Duus, who has specialized in storytelling and adapting children’s books to theater. The project Monsterbesøk is made in collaboration with libraries and cultural institutions in Hordaland, Sogn- and Fjordane in west-Norway. The project aims to connect outdoor activities and culture, and the play is staged at public cabins that are within a walking distance for families with children. For example, by the cabin Sjöbua i Byngja, which does not merely offer a shelter to enjoy your packed meal but also has a small library, a small selection of books – among them books from the Monster series. Harsh winter weather does not hinder Norwegians from enjoying outdoors recreation and literature! An exemplary idea!

Publisher in Norway is Skald forlag.

Monsterbesøk – Sjöbua i Byngja © ljósmyndir | photos: Adele Lærum Duus / Elise Duus / Strilabiblioteket Alver kommune Norge.

Sýningar á Monsterbesøk í janúar, febrúar og mars 2022:
Performances January – March 2022: 

29.01.22 Øygarden – Larslihytta
30.01.22  Alver – Sjöbua i Byngja
17.02.22 Samnanger
18.02.22 Stord
18.02.22 Fitjar
19.02.22  Kvinnherad
20.02.22 Tysnes
11.02.22  Sogndal
10.03.22  Lærdal
12.03.22  Luster
13.03.22  Årdal


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

The Monster Series have been published in many languages.
English translations available. Contact Forlagid Rights Agency.

Gleðileg jól 2021! | Season’s Greetings!



JÓL 2021! Kæru lesendur síðunnar og vinir nær og fjær: Gleðileg jól! Hjartans þakkir fyrir góðar viðtökur á nýju bókinni okkar, Skrímslaleik. Njótið hátíðanna í ást og friði!
❤️
HAPPY HOLIDAYS! Dear readers and friends near and far: I wish you all peace and joy! Thank you for giving my blog and my art some of your time. Love to you all!

© Áslaug Jónsdóttir 

Bókspjall og barnastund | What’s up Furry Monster?

Bókaspjall beint til þín: Í annað sinn var ákveðið að að blása af Bókamessu í Bókmenntaborg í nóvember, aftur vegna heimsfaraldurs og sóttvarna. Þess í stað var fjölbreyttri netdagskrá streymt á Facebook. Hér má kynna sér dagskrá og þætti á viðburðasíðu Bókmenntaborgarinnar á Fb. Barnabækur voru m.a. kynntar sunnudaginn 5. desember, þar með talin bókin Skrímslaleikur og fleiri bækur íslenskra höfunda. Þetta má sjá hér: Bókaspjall beint til þín – Bókaspjall – Jólasögustund fyrir börn og fjölskyldur. (Skrímslaleikur frá 22.10 mín).

Barnastund í bókabúð: Í nýendurvakinni bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 verður efnt til „barnastunda“ á laugardag og sunnudag. Við Sigrún Eldjárn ætlum að vera leggja saman krafta okkar með Rauðri viðvörun og Skrímslaleik. Hvað það verður veit nú enginn, en við verðum á staðnum kl 14 – 15 á laugardag, 11. desember. Hér er tengill á viðburðinn á Facebook. 


Online book readings: For the second year in a row, the City of Literature Book Fair, held in November each year, had to be canceled due to the Covid-19 pandemic. The fair is run by the Association of Icelandic Publishers and the Reykjavík UNESCO City of Literature. Instead a series of online readings and events was made: See (in Icelandic) the programme and the events Facebook. Skrímslaleikur (Monster Act) was on the programme on Dec 5, see: Bókaspjall beint til þín – Bókaspjall – Jólasögustund fyrir börn og fjölskyldur. (From 22.10 mín).

Authors visit on Laugavegur: “Mál og menning” old bookstore on Laugavegur 18 has been revived. The place now houses a bookstore, a bar / coffee house with live music, stand-ups and readings. On Saturday from 2pm to 3pm I will find myself in the children’s books section along with author/artist Sigrún Eldjárn where we will meet our audience and introduce our new books. Link to the event on Facebook.


🔗 Skrímslaleikur: fleiri fréttir, bókadómar og umfjöllun á þessum vef. | Monster Act: news and book reviews on this site.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here; and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


 

Skrímslaleikur – fleiri ritdómar | Monster Act – more reviews

Skrímsli á bak við grímur: Á vef Bókmenntaborgarinnar er ljómandi fínn bókadómur um Skrímslaleik. Þar fjallar Kristín Lilja um myndabækur sem koma út hjá Forlaginu, Dimmu og AM forlagi og lesa má hér með því að fara á síðuna Bókmenntaumfjöllun

„Myndir Áslaugar Jónsdóttur eru, eins og hinum bókunum, litríkar og skemmtilegar. Persónueinkenni hverrar persónu kjarnast vel í myndunum og litlir lesendur, sem þekkja persónurnar nú þegar, eiga ekki í neinum vandræðum með að þekkja stóra skrímslið og litla skrímslið þó þau séu í búningum og loðna skrímslið þekki þau ekki.“ … „Skrímslaleikur er skemmtileg viðbót við bækurnar um skrímslavinina sem takast alltaf á við vandamálin sem við þeim blasa og hjálpast að, hvert með sína styrkleika að vopni.“
– Kristín Lilja / Bókmenntavefurinn, nóvember 2021

Skrímsli og skúffuskáld: Í nýlegum hlaðvarpsþætti Skúffuskálda er líka fjallað um nokkrar nýútkomnar bækur. Gyða og Anna Margrét spjalla þar m.a. um Skrímslaleik. Hér má hlusta á þáttinn, en umræðan um skrímslin hefst á 52. mín. Til umfjöllunar eru Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur, Skrímslaleikur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Guettler og Rakel Helmsdal, Drottningin sem kunni allt nema… eftir Gunnar Helgason og Rán Flyering, Olía eftir Svikaskáld, Merking eftir Fríðu Ísberg og Myrkrið á milli stjarnanna eftir Hildi Knútsdóttur. 


Book review: Skrímslaleikur (Monster Act) was reviewed at the LiteratureWeb – run by Reykjavík UNESCO City of Literature, along with picturebooks by Ulf Stark, Anna Höglund and Carson Ellis. The whole review is here – in Icelandic. Skrímslaleikur is the tenth book in the series, published in 2021 by Forlagið, in Reykjavík, Iceland, Bókadeildin in the Faroe Islands and Argasso publishing house in Sweden. 

Monsters behind masks. “Áslaug Jónsdóttir’s pictures are, like in the other books, colorful and funny. The traits of each character are well embodied in the illustrations and young readers, who already know the characters, have no problem recognizing Big Monster and Little Monster even though they are in costumes and Furry Monster does not know them again. “…” Monster Act is a fun addition to the book series about the monster friends who always find a way to deal with the problems they face by helping each other out, using their different strength and skills.”
– Kristín Lilja / The LiteratureWeb, Nov 2021

The Drawer Poets Podcast: Skrímslaleikur (Monster Act) has also been reviewed at the podcast Skúffuskáld (Drawer poets) along with several new books for both children and adults. The episode where Gyða and Anna Margrét chat about books is here – in Icelandic. Discussion about the Monster series starts at 52nd min.


Fyrri póstar um umfjöllun og bókadóma um Skrímslaleik:
Previously posted reviews for Skrímslaleikur (Monster Act):


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

 



 

Skrímslin á skjánum | Monster-zoom!

Skrímslaþing: Norræna skrímslabandalagið hittist á skjánum á dögunum en auðvitað nýtum við tæknina til fulls og virðum ströngustu sóttvarnir á tímum heimsfaraldurs. Þó það nú væri. Við fögnuðum góðum umsögnum um nýju bókina okkar, Skrímslaleik, og spáðum jafnvel aðeins í framtíðina … Litla skrímslið, stóra skrímslið og loðna skrímslið höfðu líka eitt og annað til málanna að leggja, en þau vilja umfram allt hafa nóg fyrir stafni og helst ekki gefa okkur höfundunum mikið frí. En allt hefur sinn tíma. Úr fjarlægari útlöndum er það svo helst að frétta að bókin Stór skrímsli gráta ekki er væntanleg á japönsku hjá litlu útgáfufélagi í Tokyo, Yugi Publishers. Þessi útgáfutíðindi komu m.a. fram í frétt hjá Miðstöð íslenskra bókmennta svo við erum ekki að ljóstra upp neinu leyndarmáli. Samningurinn var undirritaður í sumar, 2021. 

The monsters meet: The Nordic Monster Alliance had an online meeting this week. Of course we make use of all the available technology in the times of the pandemic when travels and gatherings are troublesome. We discussed and celebrated good reviews of our new book, Monster Act (Skrímslaleikur), and even tried to look a little bit ahead – into the future… could there be a chance for a meeting in the flesh? Little monster, Big monster and Furry monster also had some things to contribute, but above all they want action and activity and preferably not give us authors much time off. But everything has its time. From more distant lands, the news are out that our book Big Monsters Don’t Cry (Stór skrímsli gráta ekki) is to be translated and published in Japanese by a small publishing company in Tokyo, Yugi Publishers. This is stated in the news at the Icelandic Literature Center, so we are not revealing any secrets. We signed the agreement this summer, 2021.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


 

Skrímslaleikur – bókadómur í Morgunblaði | Monster Act – a four star review

Bókadómur: Fyrir nokkru birtist í Morgunblaðinu dómur um Skrímslaleik, nýjustu bókina í bókaflokknum um skrímslin. Þar fer Sólrún Lilja Ragnarsdóttir lofsamlegum orðum um efni og innihald:

Dularfull skrímsli. … Líkt og fyrri bækur um skrímslin er Skrímslaleikur skemmtilega myndlýst af Áslaugu Jónsdóttur. Myndirnar fanga vel augu yngstu lesendanna sem sjá alltaf eitthvað nýtt og spennandi í hvert skipti sem bókin er lesin. Benda, spyrja og túlka með sínum eigin orðum. Skrímslaleikur sló strax í gegn hjá yngstu fjölskyldumeðlimunum á mínu heimili og gerð krafa um að hún sé lesin aftur og aftur. Og aftur. Það er sannarlega auðsótt mál því hér [er] um að ræða skemmtilega barnabók með fallegan boðskap, sem bæði börn og fullorðnir hafa gaman af.“ ★★★★
– Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Morgunblaðið 8. nóvember 2021


Book review: Skrímslaleikur (Monster Act) received a fine four-star review in Morgunblaðið newspaper earlier this month. Critic Sólrún Lilja Ragnarsdóttir writes: 

“”Mysterious monsters … Like previous books about the monsters, Skrímslaleikur is humorously illustrated by Áslaug Jónsdóttir. The pictures capture the attention of the youngest readers who always see something new and exciting every time the book is read. They point, they ask and interpret in their own words. Skrímslaleikur was an immediate success with the youngest family members in my home and demands were made to read it over and over again. And again. Which is certainly an easy matter as this is a fun children’s book with a beautiful message that both children and adults enjoy. “” – Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Morgunbladid newspaper, 8 November 2021

Skrímslaleikur is the tenth book in the series, published in 2021 by Forlagið, in Reykjavík, Iceland, Bókadeildin in the Faroe Islands and Argasso publishing house in Sweden.

 

 

 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.



 

Viðtal við Kalle Güettler | Interview with co-author Kalle Güettler

Blaðagrein: Í héraðsblaðinu Norrtelje Tidning birtist á dögunum fínt viðtal við Kalle Güettler, sænska meðhöfundinn að skrímslabókaflokknum, um samstarf okkar höfundanna þriggja. Þar var líka fjallað um nýjustu bókina, Skrímslaleik, sem á sænsku heitir Teatermonster. Hér segir Kalle frá á heimasíðunni sinni. Skrímslin eru auðvitað kát yfir því að komast á dagblaðaprent, sem er ekki endilega gefið mál á stafrænum tímum. Teatermonster er kemur út hjá forlaginu Argasso.

Newspaper article: The local newspaper Norrtelje Tidning recently published a very nice interview with Kalle Güettler, our Swedish co-author of the monster book series, which also covered our latest book: Teatermonster / Skrímslaleik or Monster Act. Read more on Kalle’s website here. Of course, the monsters are happy to get a review in a real newspaper print!

🔗 Fleiri fréttir og dómar um Skrímslaleik / Teatermonster á heimsíðunni
🔗 More reviews and news on this site about Monster Act / Skrímslaleikur / Teatermonster. 

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗 Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


 

Skrímslaleikur – dómur í Lestrarklefanum | Monster Act – review

Bókadómur: Nýjasta bókin í bókaflokknum um skrímslin, Skrímslaleikur, kom út hjá Máli og menningu / Forlaginu á dögunum og í Lestrarklefanum birtist hér þessi fíni dómur um bókina. Katrín Lilja Jónsdóttir er sagnfræðingur og blaðakona og skrifar þar meðal annars:

„Ég veit ekki hvað það er við skrímslabækurnar sem nær okkur mæðginum fullkomlega. Við skoðum myndlýsingar Áslaugar í þaula, dáumst að þeim og dýrkum. Hún hefur einstakan stíl klippimynda sem okkur finnst einfaldlega frábær. Myndirnar eru litríkar, lifandi og fullar af tilfinningum. Við ræðum saman um söguþráðinn, pælum í gjörðum sögupersónanna og framhaldi. Við gjörsamlega týnum okkur í bókinni og svo er hún skyndilega búin! Tilfinningar skrímslanna eru hráar og barnslegar svo börn eiga auðvelt með að sjá sjálf sig í þeim. Þau hafa upplifað aðstæður þeirra, gert það sem þau gera, leikið með sömu leikföng. Því gefa bækurnar gott tækifæri til að ræða um daginn og veginn, þær gefa foreldrum og forráðamönnum rými til að ræða um erfiða hluti.
Öll börn á leikskólaaldri ættu að kynnast litla skrímsli, stóra skrímsli og loðna skrímsli. Og í nýjustu bókinni, fara með þeim í leikhús!“
Katrín Lilja – Lestrarklefinn – 22.09.2021

Það gleður okkur höfundana ósegjanlega þegar bækurnar okkar virðast rata til sinna! 

Skrímslaleikur á sænsku, Teatermonster, er nú þegar komin út hjá Argasso forlaginu, og Skrímslaleikur kemur út á færeysku hjá BFL – Bókadeildinni, ásamt fleiri endurútgáfum. 

Skrímslaleikur er tíunda bókin um skrímslin. Hér má sjá myndir og lesa brot úr dómum um allar fyrri skrímslabækurnar. Bækunar hafa verið endurprentaðar síðustu ár, en þrír titlar eru uppseldir:

Nei! sagði litla skrímslið
Stór skrímsli gráta ekki 
Skrímsli í myrkrinu
Skrímslapest
Skrímsli í heimsókn
Skrímsli á toppnum – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímslaerjur – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímslakisi – UPPSELD / SOLD OUT
Skrímsli í vanda
Skrímslaleikur


Book review: Skrímslaleikur (2021) received a very nice review in Lestrarklefinn, (The Reading Chamber) – a website with book reviews and articles on literature and reading. Katrín Lilja Jónsdóttir is a historian and journalist and she writes: 

“I do not know what it is about the monster books that completely captures us, me and my son. We study Áslaug’s illustrations closely, admire them and worship them. She has a unique style of collage that we simply find spectacular. The pictures are colorful, vibrant and full of emotion. We talk about the plot, delve into the actions of the characters and the consequences. We completely get lost in the book and then it’s suddenly finished! The monsters’ emotions are raw and juvenile, so children can easily see themselves in them. They have experienced their situation, done what they do, played with the same toys. Therefore, the book series provide a good opportunity to talk about their daily life, they give parents and caretakers opportunity to talk about difficult things.
All preschoolers should be familiar with Little Monster, Bing Monster and Furry Monster. And in this latest book, go along to the theater!”
 Katrín Lilja – Lestrarklefinn – 22.09.2021

Thanks to Lestrarklefinn! We, the authors, are truly grateful and happy when we see that our books make their way to their readers! 

Skrímslaleikur is the tenth book in the series. Most of the books have repetitively been republished, but three titles are sold out at the moment. See list above. Skrímslaleikur is the book of the month in September at Forlagid’s Bookstore. 

The Swedish version, Teatermonster, has already been published by Argasso publishing house, and the Faroese version, Skrímslaleikur,  and more reprints in Faroese are published by Bókadeildin.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímslaleikur, pest og heimsókn! | Monster Act, – Monster Flu and Monster visit!

Nýjar bækur og endurprentanir! Nýjasta bókin í skrímslabókaflokknum, Skrímslaleikur, er komin út hjá Máli og menningu / Forlaginu og út í allar betri bókabúðir. Skrímslaleikur er bók mánaðarins hjá bókabúð Forlagisins og fæst þar á kostakjörum. Tvær fyrri bækur, sem lengi hafa verið ófáanlegar, voru líka endurprentaðar í þetta sinn: Skrímslapest og Skrímsli í heimsókn. Í Skrímslapest segir frá bráðsmitandi sjúkdómi og í Skrímsli í heimsókn er loðna skrímsli í fyrsta sinn kynnt til sögunnar. Hér má sjá myndir og lesa brot úr dómum um allar fyrri skrímslabækurnar. 

Skrímslaleikur á sænsku, Teatermonster, er nú þegar komin út hjá Argasso forlaginu, en von er á færeysku útgáfunni og fleiri endurútgáfum á færeysku með haustinu. 

Skrímslin 2021: Nýir titlar og endurprentanir | The Monster series: New titles and reprints in 2021.

A new book and reprints! The latest book in the monster book series: Skrímslaleikur (Monster Act), published by Mál og menning / Forlagið, is out and in all bookstores. Skrímslaleikur is the book of the month at Forlagid’s Bookstore. Two previous books, which have been sold out for a long time, were also reprinted: Skrímslapest (Monster Flu) and Skrímsli í heimsókn (Monster Visit). In Monster Flu the two monsters, Big Monster and Little Monster, learn about a highly contagious disease and in Monster Visit they meet Furry Monster for the first time. See images and read excerpts from reviews about all the previous monster books here.

The Swedish version, Teatermonster, has already been published by Argasso publishing house, and the Faroese version and more reprints in Faroese are expected in the autumn.

A spread from Skrímslaleikur (2021).

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímslaleikur á sænsku | Teatermonster – Monster Act

Bókaútgáfa: Þessi eintök voru að koma með hraðpóstinum! Skrímslaleikur eða Teatermonster er komin út hjá Argasso forlaginu, Von er á íslensku útgáfunni í lok mánaðar. Hér má lesa um fyrsta sænska bókadóminn:

„Teatermonster er tíunda sænsk-íslenska-færeyska myndabókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, sem er eins og hin fyrri spennandi árangur af norrænu samstarfi, sameiginlegum hugmyndum, ósviknum húmor og mikilli sköpunargleði.“ …  „Textinn flæðir með hrynjandi, tilfinningu og  smá innskotum af rími. Útlit og umbrot er úthugsað og fjölbreytt og verður hluti af myndskreytingunum þar sem textinn miðlar á grafískan hátt tilfinningunum á bak við það sem sagt er. Listrænar myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og klippimyndum og þær bera söguna áfram með því að miðla öllum þeim sterku tilfinningum sem persónurnar upplifa. Sögurnar um skrímslavinina eru orðnar eftirlætislestur margra barna síðan fyrsta bókin kom út árið 2004 og það er ánægjulegt að út komi enn ein bók af jafn háum gæðum og þær fyrri. … Heildarstigagjöf: 5“
– Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

“Teatermonster är den tionde svensk-isländsk-färöiska bilderboken om Lilla monster och Stora monster, som liksom de tidigare är ett spännande resultat av nordiskt samarbete, gemensamma idéer, genuin humor och ett stort mått kreativitet.”  …  “Texten flyter med rytm, känsla och inslag av rim. Layouten är genomarbetad och varierad och blir till en del av illustrationerna då texten också grafiskt förmedlar känslorna bakom det som sägs. De konstnärliga bilderna är i blandteknik med inslag av collage och de bär berättelsen framåt genom att förmedla alla de starka känslor som karaktärerna känner. Berättelserna om monsterkompisarna har blivit många barns favoritläsning sedan den första boken kom ut 2004, och det är glädjande att det kommer ännu enbok av lika hög kvalitet som de tidigare.” … “Helhetsbetyg: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

Book release: Happy author/illustrator/book designer! Our new book in the Monster series Skrímslaleikur / Teatermonster / Monster Act is out in Sweden, published Argasso. It has already received a fine review in Sweden. Swedish quotation above, translation below: 

“Monster Act is the tenth Swedish-Icelandic-Faroese picture book about Little Monster and Big Monster, which, like the previous ones, is an exciting result of Nordic collaboration, joint ideas, genuine humor and a great deal of creativity.” … “The text flows with rhythm, flair and elements of rhyme. The layout is well thought-through and varied and becomes part of the illustrations as the text also graphically conveys the emotions behind what is said. The artistic images are in mixed media and collage and they carry the story forward by conveying all the strong emotions that the characters feel. The stories about the monster friends have become many children’s favorite reading since the first book was published in 2004, and it is gratifying that there is now yet another book of the same high quality as the previous ones.”
“Overall rating: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímslaleikur: bókadómur í Svíþjóð | Teatermonster – review

Bókadómur: Það er ekki beðið með bókadómana í Svíþjóð, þó bókin okkar Skrímslaleikur sé reyndar ekki komin út. BTJ, Bibliotekstjänst í Svíþjóð, gefur reglubundið út rit með umsögnum um valdar bækur og gefur einkunn frá 1 upp í 5. Teatermonster, sem kemur út í haustbyrjun hjá Argasso forlaginu, fékk fínan dóm hjá Helene Ehriander í nýútgefnu BTJ-hefti nr 16, 2021, – og fullt hús stiga: fimm af fimm mögulegum. Þar segir til dæmis, í laufléttri þýðingu (sjá frumtexta neðar): 

„Teatermonster er tíunda sænsk-íslenska-færeyska myndabókin um litla skrímslið og stóra skrímslið, sem er eins og hinar fyrri spennandi árangur af norrænu samstarfi, sameiginlegum hugmyndum, ósviknum húmor og mikilli sköpunargleði.“ …  „Textinn flæðir með hrynjandi, tilfinningu og smá innskotum af rími. Útlit og umbrot er úthugsað og fjölbreytt og verður hluti af myndskreytingunum þar sem textinn miðlar á grafískan hátt tilfinningunum á bak við það sem sagt er. Listrænar myndirnar eru unnar með blandaðri tækni og klippimyndum og þær bera söguna áfram með því að miðla öllum þeim sterku tilfinningum sem persónurnar upplifa. Sögurnar um skrímslavinina eru orðnar eftirlætislestur margra barna síðan fyrsta bókin kom út árið 2004 og það er ánægjulegt að út komi enn ein bók af jafn háum gæðum og þær fyrri. … Heildarstigagjöf: 5“ – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

“Teatermonster är den tionde svensk-isländsk-färöiska bilderboken om Lilla monster och Stora monster, som liksom de tidigare är ett spännande resultat av nordiskt samarbete, gemensamma idéer, genuin humor och ett stort mått kreativitet.”  …  “Texten flyter med rytm, känsla och inslag av rim. Layouten är genomarbetad och varierad och blir till en del av illustrationerna då texten också grafiskt förmedlar känslorna bakom det som sägs. De konstnärliga bilderna är i blandteknik med inslag av collage och de bär berättelsen framåt genom att förmedla alla de starka känslor som karaktärerna känner. Berättelserna om monsterkompisarna har blivit många barns favoritläsning sedan den första boken kom ut 2004, och det är glädjande att det kommer ännu enbok av lika hög kvalitet som de tidigare.” … “Helhetsbetyg: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

Book review: Although our new book in the Monster series: Monster Act is not out yet, the first book review has already been published in Sweden. The Swedish Library Magazine, BTJ, Bibliotekstjänst publishes reviews on selected books, giving grades from 1 to í 5. Monster Act is published by Argasso and received a fine review from lecturer Helene Ehriander in the last magazine, rating Monster Act with with 5 points. Swedish quotation above, translation below: 

“Monster Act is the tenth Swedish-Icelandic-Faroese picture book about Little Monster and Big Monster, which, like the previous ones, is an exciting result of Nordic collaboration, joint ideas, genuine humor and a great deal of creativity.” … “The text flows with rhythm, flair and elements of rhyme. The layout is well thought-through and varied and becomes part of the illustrations as the text also graphically conveys the emotions behind what is said. The artistic images are in mixed media and collage and they carry the story forward by conveying all the strong emotions that the characters feel. The stories about the monster friends have become many children’s favorite reading since the first book was published in 2004, and it is gratifying that there is now yet another book of the same high quality as the previous ones.”
“Overall rating: 5.”  – Helene Ehriander, BTJ-häfte nr 16, 2021.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímsli á leiðinni | Monsters on the way

Nýjar bækur og endurprentanir: Það er komið að því að kynna nýja bók eftir okkur félagana í skrímsla-þríeykinu! Bókin Teatermonster er nú þegar komin í kynningu hjá forlaginu okkar í Svíþjóð, Argasso, en Skrímslaleikur kemur út hjá Máli og menningu / Forlaginu í haust sem og Bókadeildinni í Færeyjum. 

Að auki koma út tvær endurútgáfur á íslensku: Skrímslapest og Skrímsli í heimsókn og heilar fimm endurútgáfur á færeysku: Nei! segði lítla skrímsl, Myrkaskrímsl, Skrímslasótt, Skrímslahæddir, og Skrímslavitjan. Það var því í mörgu að snúast á skrifstofu skrímslanna á Melhaganum. Höfundar og ritstjórar í þremur löndum sendu inn breytingar og viðbætur og þegar gömul og glötuð skjöl finnast ekki verður að gera sumt upp á nýtt. Allt skiptir máli á síðustu metrunum: kommurnar, bilin, millimetrarnir. Svo ekki sé minnst á villur sem hafa slæðst inn! Við höfum verið lánsöm með góða ritstjóra í öllum löndum og ég get vottað að röntgenaugu Sigþrúðar á Forlaginu eru ómetanleg. 

Þegar listrænni angist yfir myndum og texta loks sleppir er ég ævinlega á nálum yfir því að koma prentskjölum frá mér þannig að úr verði sómasamleg bók. Til dæmis eru prentprófílar merkilegar skepnur. Útkoman á prentverki er á endanum einhverskonar sáttargerð milli hugmynda og hæfni og milli tækni og þess áþreifanlega. Þegar ný bók kemur út er ég svo gjörn á að stara á möguleg mistök að mér þykir best að henda bókinni út í horn og líta ekki á hana. Eina ráðið er þó að halda áfram og trúa því að gera megi betur næst. 

Litið um öxl … Ég hef oftast unnið að bókunum mínum á fleiri en einum stað: á vinnustofu á Grensás hjá Sigurborgu Stefáns og í Melaleiti. En vegna smitfaraldursins og ýmissa utanaðkomandi aðstæðna varð vinnuhornið heima að taka við skrímslafárinu. Því til viðbótar mátti ég heita múruð inni, en framkvæmdir við húsið hafa staðið yfir í nær hálft ár með drynjandi múrbroti og vélanna söng. Ógleymanlegur tími í mörgu tilliti. Áfram herjar veirupestin á okkur, sem aldrei fyrr. Sannkölluð skrímslapest!

New books and reprints: It’s time to introduce a new book about Little Monster and Big Monster, by us three co-authors Áslaug, Kalle and Rakel! Our new book in the Monster series, Monster Act, has already been presented by our publishing house in Sweden, Argasso, where the title is Teatermonster. Skrímslaleikur  in Icelandic will be published by Mál og menning / Forlagið this autumn, as well as by Bókadeildin in the Faroe Islands, under the same title. 

In addition, two titles in Icelandic will be reprinted: Skrímslapest (Monster Flu) and Skrímsli í heimsókn (Monster Visit) and a total of five titles in Faroese will be reprinted: Nei! segði lítla skrímsl, Myrkaskrímsl, Skrímslasótt, Skrímslahæddir, and Skrímslavitjan. There was therefore a lot going on at the monsters’ office in Melhagi, as authors and editors in three countries sent and submitted changes and additions, and when old and lost documents are not found, some have to be reconstructed. Every tiny thing matters at the last meters: the commas, the spaces, the millimeters. Not to mention errors that have crept in! We have been fortunate to have good editors in all countries and I my editor Sigþrúður’s x-ray eyes are invaluable.

When I finally (try to) let go of the artistic anguish over text and illustrations and turn to work on the book design and layout, I am always anxious about if the printing documents on my screen will ever come out as a decent book. The result, a printed book, is ultimately a kind of reconciliation between ideas and skills and between technology and the tangible. When a new book is published, I tend to stare at possible mistakes and prefer to throw the book into a corner and not look at it at all. (Bad PR!) Still, there is only one thing to do: keep going and believe that one can do a little bit better next time.

Looking back … I have usually worked on my books in more than one place: in my friend Sigurborg Stefans’ spacious studio and at our farm Melaleiti. But due to the pandemic and various other external circumstances, my work corner at home had to do for this monster session. In addition, I was somewhat locked up inside with windows and balcony closed as construction work on the house has been going on for almost half a year, with machines singing. An unforgettable time in many ways. The plague of covid-19 continues in Iceland, with rising numbers of infections – mostly in fully vaccinated people. Truly a Monster Flu!

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímsli hér og þar | Monsters out and about

Skrímsli á ferð! Bækurnar um skrímslin hafa komið út á ýmsum tungumálum og það er alltaf gaman þegar þeirra er getið af góðu. Í heimsfaraldrinum hefur miðlun sagna til barna verið mikilvæg og menningarstofnanir og bókavefir lagt sig fram um að benda á gott efni fyrir börn. Hér eru nokkrir af nýrri tenglum á vefnum þar sem skrímslin koma við sögu.

Monsters on the move! The book series about Little Monster and Big Monster has been published in various languages ​​and it is always a joy to follow their travels around the world. During the pandemic, storytelling and online presentation of literature for children has been important and cultural institutions and book bloggers have made an effort to point out good books for children. Below is a selection of recent links to sites where books from the Monster series play a role.


SVÍÞJÓÐ: Sænska ríkisútvarpið er hér með skemmtilegan lestur á Nej! sa lilla monster í barnaútvarpi Sveriges Radio. Leiklestur og hljóðmyndir koma í stað myndlýsinganna og það heppnast furðu vel.

SWEDEN: The National Public Radio in Sweden has made a nice reading of No! Said Little Monster – Nej! sa lilla monster í – on their children’s radio. Dramatic reading and sound effects make up for the lack of illustrations.

FINNLAND: Finnska fréttablaðið Maaseudun Tulevaisuus fjallar í grein um það að takast á við ótta og myrkur í öruggu skjóli barnabóka, þar sem mælt er með Ei! sanoi pieni hirviö, (Nei! sagði litla skrímslið) sem kom út hjá Pieni Karhu í þýðingu Sari Peltonen.

FINLAND: In an article in the Finnish newspaper Maaseudun Tulevaisuus, Aura Pilkama covers the issue of dealing with fear and danger in the safe environment of children’s books. And one of her recommendations is Ei! sanoi pieni hirviö, (No! Said Little Monster), published by Pieni Karhu and translated by Sari Peltonen.

DANMÖRK: Monsterklammeri (Skrímslaerjur) fékk góða dóma í Danmörku á síðasta ári bæði hjá Politiken og Dansk Bibliotekscenter og á Litteratursiden. Hjá Køge bibliotek var bókin svo talin upp í lista yfir bestu myndabækur ársins. Útgefandi er Torgard, þýðandi Hugin Eide.

DENMARK: Monsterklammeri (Monster Squabbles) received fine reviews last year in Politiken newspaper and the Danish Library Center as well as the literature site Litteratursiden. At Køge Library it was listed as one of the best picture books of the year. Published by Torgard, translated by Hugin Eide.

KÓLUMBÍA: Stofnunin AR Fundación í Kólumbíu útbjó þessa sögustund með spænskum upplestri á Los monstruos grandes no lloran (Stór skrímsli gráta ekki).

COLOMBIA: The AR Fundación in Colombia had a story time with a Spanish reading of Los monstruos grandes no lloran (Big Monsters Don’t Cry).

LITHÁEN: Litháíski bókmenntagagnrýnandinn Eglė Baliutavičiūtė skrifar á bókmenntavefinn sinn og mælir með skrímslabókunum tveimur: Dideli pabaisiukai neverkia og Mažasis Pabaisiukas sako Ne! sem komu út hjá Burokėlis í þýðingu Jurgita Marija Abraitytė.

LITHUANIA: On her website, the Lithuanian literary critic Eglė Baliutavičiūtė recommends the two monster books: Dideli pabaisiukai neverkia and Mažasis Pabaisiukas sako Ne! published by Burokėlis, translated by Jurgita Marija Abraitytė.

LETTLAND: Sýningin Barnabókaflóðið var eitt af dagskráratriðum á bókmenntahátíðinni Mýrinni í Norræna húsinu árið 2018. Sýningin var hönnuð af Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur og nú hefur lettnesk útgáfa sýningarinnar: „Grāmatu plūdi – Ziemeļi satiek Baltiju bērnu grāmatās“, verið tilnefnd til Lettnesku hönnunarverðlaunanna. Á sýningunni, sem sett var upp síðasta haust í lettnesku þjóðarbókhlöðunni, Latvijas Nacionālo bibliotēku, flæddu saman norrænar og baltneskar barnabókmenntir og skrímslin áttu þar sinn sess. Í myndbandinu hér fyrir neðan má einmitt hlusta á upplestur á Briesmonītis teica Nē! (Nei! sagði litla skrímslið), sem kom út hjá Liels un mazs í þýðingu Dens Dimiņš.

LATVIA: The exhibition “Barnabókaflóðið” (The Children’s Book Flood) was a successful event at the International Children’s Literature Festival Mýrin in the Nordic house in Reykjavík in 2018. The exhibition was designed by Kristín Ragna Gunnarsdóttir, and now a Latvian version “Grāmatu plūdi – Ziemeļi satiek Baltiju bērnu grāmatās“ – has been nominatied for the Latvian Design Award. The exhibition, which was set up last autumn at the Latvian National Library, Latvijas Nacionālo bibliotēku, brought together Nordic and Baltic children’s literature, where the monsters had their place. In the video below you can listen to a reading of: Briesmonītis teica Nē! (No! Said the little monster), published by Liels un mazs, translated by Dens Dimiņš.

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímslastund | Online storytime

Sögustund! Það er orðið langt síðan að skrímslin hafa fengið að fara út að hitta börn og bókaunnendur. Og þó covid-19 smit séu fá á Íslandi um þessar mundir verður auðvitað að hafa varann á og jafnvel skrímsli þurfa að huga að réttum sóttvörnum. Af sömu ástæðu er heldur ekki hóað í stórar upplestrarsamkundur en sögum og bókum miðlað stafrænt. Skrímslasögustund frá Bókasafni Reykjanesbæjar var streymt á Fésbók í dag, laugardaginn 27. febrúar, og upptökuna má spila næstu daga. Hér er hlekkur á viðburðinn sem er í boði Bókasafns Reykjanesbæjar: Notaleg sögustund

Reading time! It has been such a long time since the two monsters have gone out to meet their audience! And although the current situation of the covid-19 pandemic in Iceland is fairly good, all appropriate precautions must be taken. So no gathering of listener when reading in the Library of Reykjanesbær, but instead the event was streamed on Facebook today, Sat. Feb. 27th. See link here. It will still be available for few days on. 

p.s. Reykjanesbær is the biggest community on the Reykjanes peninsula, best known for the Keflavik International Airport. The Reykjanes peninsula has gained all our attention in the last few days since a earthquake swarm started in the area on February 24th. More information on the earthquakes here.

 

🔗 Read more about the Nordic monster series here; and about the authors and the collaboration of the authors here.

 

Skrímslafundur | Monster meeting

Gleði! Við vinirnir og vinnufélagarnir í skrímslaþríeykinu hittumst á netfundi í síðustu viku og fórum yfir handrit sem við höfum átt í handraðanum. Við erum orðin því vön að endurskoðun – jafnvel þegar við teljum að allt sé klappað og kárt – sé mikilvægur þáttur af vinnunni við skrímslabækurnar, enda eru sögurnar iðulega afrakstur hugmynda sem kviknuðu mörgum árum áður en þær hafa komið út í bókarformi.

Við söknum þess auðvitað að geta ekki ferðast á milli landa til að hittast og vinna að nýjum bókarhugmyndum. Í gegnum tíðina höfum við átt skemmtilega og skapandi vinnustofufundi í Tórshavn og Mobacken og Melaleiti og reyndar víðar. Vonandi náum við endurfundum þegar pestarfárinu líkur. Þangað til verða samskipti á netinu að duga.

Þessa dagana legg ég drög að vinnu við myndlýsingar og umbrot á nýju bókinni okkar sem vonandi kemur út á næsta ári, 2021, á þremur tungumálum: íslensku, færeysku og sænsku.

Joy! Last week I met with my friends and colleagues in the monster-team at an online meeting. We reviewed a manuscript we have had under way and we had a good discussion, as always. We have become accustomed to the fact that these revisions – although we at some point have considered the manuscript all done – are an important part of the work with our book series, as the stories often are the result of ideas that sparked many years before they are published in a book form.

Of course we miss not being able to travel between countries to meet and work on new book ideas. We have had great fun and creative days at our workshops in Tórshavn and Mobacken and Melaleiti. Hopefully we will be able to meet again and work together face to face in near and safer future. Until then, the online correspondence will have to do.

I will soon start to work on illustrations and layout of our new book, which is planned to be published next year, 2021, in three languages: Icelandic, Faroese and Swedish.

🔗 Read more about the Nordic monster series here; and about the authors and the collaboration of the authors here.

Gamla myndin: Ég rakst á þessa fínu mynd af okkur frá vinnustofudögum í Melaleiti í lok október árið 2007. Tíminn flýgur!
The old photo: I just came across a nice photo from our workshop at Melaleiti in late October 2007. Time flies!

Ljósmynd | Photo: © Jón Atli Árnason

Skrímslavaktin og sögustund á norsku | Monsters on watch and story time in Norwegian – Monsters in the Dark

Skrímslavaktin: Skrímslin hafa staðið sína plikt undanfarnar vikur og mánuði og fylgst með mannlífinu út um glugga, eins og fjölmargir bangsar og önnur tuskudýr, sem gist hafa gluggakistur um allan heim. En nú var kominn tími til að viðra af sér rykið og kíkja út á svalir! Skrímslin halda hinsvegar áfram að huga að sóttvörnum, minnug þess hve skrímslapestir smitast auðveldlega.

Monsters on the watch: The two monsters have done their best to stay safe during the covid-19 pandemic, and just like so many teddybears and other creatures, they watched life in our street from the window. Happy to know that things are better in Iceland for the time being, the monster went out on the balcony for some fresh air and a little wind in the fur. They will still stick to all precautionary rules for good health, knowing how contagious the horrid monster flu is.

 


Sögustund á norsku: Eins og ég hef sagt frá áður þá fékk nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr nokkrum bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið. Þriðja sögulestur er nú að finna á vef Nynorsk kultursenter. Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les Skrímsli í myrkrinu – Monster i mørket, sem kom út hjá forlaginu Skald árið 2012. Alls hafa sjö bækur úr bókaflokknum um skrímslin í norskri þýðingu Tove Bakke.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:

Monster i mørket – sögustund á norsku

„Dette er ei bok som handlar om å vere redd. Mange er mørkredde, særleg når ein er åleine, og då tenker ein kanskje på om det er eit monster under senga. Men kva med Veslemonster og Storemonster, er dei mørkredde? Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om dei to monstervenene i mørket.“


Keep reading! The Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, got permission to post readings and illustrations from a selection of books from the the monster series – the books about Little Monster and Big Monster. Here comes the third reading, where Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads Monsters in the Dark – Monster i mørket. Click this link for the reading or on the video below.

Seven books from the series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð á tímum heimsfaraldursins. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web due to the pandemic. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Ný sögustund á norsku | Story time in Norwegian – Big Monsters Don’t Cry

Sögustund á norsku: Nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr nokkrum bókum um litla skrímslið og stóra skrímslið og annar sögulestur hefur nú verið birtur á vef Nynorsk kultursenter. Í þetta sinn er það Stór skrímsli gráta ekki. Sjö bækur úr bókaflokknum um skrímslin hafa verið gefnar út hjá forlaginu Skald í norskri þýðingu Tove Bakke.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:

Store monster græt ikkje – sögustund á norsku

„Dette er ei bok om å vere liten sjølv om ein er stor. Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om Veslemonster og Storemonster som er gode vener, men det er ikkje alltid det er så greitt å vera stor og sterk. I alle fall når bestevenen din heiter Veslemonster og FRYKTELEG FLINK til alt han gjer. Storemonster prøver og prøver, men får ingenting til. Han kjenner seg klossete og dum. Men store monster græt ikkje.“

Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les.


Keep reading! We granted the Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, permission to post readings and illustrations from a selection of books from the the monster series – the books about Little Monster and Big Monster. Seven books from the series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke. Here comes the second reading, from Big Monsters Don’t CryStore monster græt ikkje in Norwegian. Click this link for the reading or on the video below. Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads and there are some nice animations in the video too.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð á tímum heimsfaraldursins. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web due to the pandemic. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Sögustund á norsku | Story time in Norwegian

Sögustund á norsku: Sjö bækur um skrímslin tvö, litla og stóra skrímslið, hafa verið gefnar út hjá forlaginu Skald í norskri þýðingu Tove Bakke. Nýnorska menningarmiðstöðin fékk leyfi fyrir upplestri og myndbirtingu úr bókunum og fyrsti sögulestur hefur nú verið birtur á vef Nynorsk kultursenter.

Smellið á tengilinn hér fyrir neðan til að fara á heimasíðu menningarmiðstöðvarinnar:

Nei! sa Veslemonster – sögustund á norsku

„Dette er ei bok om det å vere stor sjølv om ein er liten. Guro Ljone, formidlar ved Olav H. Hauge-senteret les her om Veslemonster og Storemonster som er gode vener, men av og til er det ikkje så lett å være liten. Storemonster skal alltid bestemme. Og så lyg han. Og så hermar han. Veslemonster veit ikkje kva han skal gjere. Mest av alt har han berre lyst å rope NEI!“

Guro Ljone, verkefnastjóri við Olav H. Hauge-setrið, les.


Quarantine reading: Seven books from the monster series have been published in Norwegian by Skald publishing house, translated by Tove Bakke. We granted the Neo-Norwegian Culture Center: Nynorsk kultursenter, permission to post readings and illustrations from a selection of books, starting with No! Said Little Monster. Click this link for the reading or on the video below. Guro Ljone, cultural communicator at the Olav H. Hauge Center, reads.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.
Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

„Vildt charmerende“ | More reviews in Denmark

Skrímslaerjur: Bókasafnsfræðingar hjá Dansk Bibliotekscenter gefa út umsagnir um nýjar bækur og Skrímslaerjur, Monsterklammeri, fær fínan dóm og skrímslin þykja hreinlega mikil sjarmatröll. Í úttekt DBC: segir:

„Bøgerne om Lille Monster og Store Monster er vildt charmerende, og denne bog er ingen undtagelse. Der er store følelser på spil mellem de to gode venner, der oplever en dag, hvor det hele ikke går, som det plejer. Noget, børn kan relatere til. Man kan snakke om uenighed, vrede, dårlig samvittighed og tilgivelse og få en følelse af, at selvom man skændes en enkelt dag, er man stadig gode venner. Både billedsiden og teksten spiller på følelserne med vilde tegninger og store, fede bogstaver, når noget tydeliggøres.“

Bækurnar um skrímslin koma út á dönsku hjá forlaginu Torgard í Kaupmannahöfn og eru þýddar af Hugin Eide. Hér má lesa fleiri dóma.


Book review in DenmarkThe Danish Library Central, DBC, publishes reviews of new books and recommendations for the Danish libraries. Monsterklammeri (Skrímslaerjur / Monster Squabbles) received a good review:

“The books on Little Monster and Big Monster are extremely charming, and this book is no exception. There are big feelings at stake between the two good friends who are experiencing a day when things are not going all too well. Something kids can relate to. It invites discussion about disagreement, anger, bad conscience and forgiveness and the feeling that even if you quarrel a single day, you are still good friends. Both the pictures and the text play on the emotions with wild drawings and big, bold letters when something is of special importance.”

The book series about Little Monster and Big Monster is published in Denmark by Torgard in Copenhagen, translated by Hugin Eide. Read more reviews here.

Tilvitnun úr bókadómi | Quoted book review: @DBC 2020