Norðurljós í september | Aurora Borealis

Föstudagsmyndir: Strax í ágúst, þegar nætur lengjast, má fara að njóta norðurljósa. Hér er tengill á norðurljósaspá fyrir Ísland sem er ágætt að glöggva sig á fyrir norðurljósaveiðar. Þessar myndir voru teknar í Melasveit í byrjun september og þó þær séu ekki í neinum sérstökum gæðum þá má hafa gaman af. Það er nokkurt sport í því að reyna að ná skemmtilegum formum því hreyfingarnar eru miklar og hraðar. Góða helgi, njótið haustsins!

Friday photos: Nights are getting darker and longer, giving us chance to experience the northern lights. These are no quality photos but I still find them enjoyable and just trying to catch some of the movements is fun.
Wish you all a nice weekend! And if in Iceland, you might want to try your luck: see Aurora forecast here.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 06.09.2022