Fyrstu dagar vetrar | First days of winter

Hrím og norðurljós. Eins og heimurinn veltist um þessar mundir þá eru veðurfréttir bestu fréttirnar: heiður himinn, glampandi sól og logn! Hemaðir pollar og hrím í skugga. Ekki annað hægt en að fagna himni og jörð. Gormánuður hófst með fyrsta vetrardegi laugardaginn 28. október, fullu tungli og norðurljósum. Svo var stórstreymt í gær, 30. október með ómótstæðilegri fjöru. Dásemdardagar!

Frost and northern lights. The way the world is turning at the moment, the weather report brings the best news: clear skies, bright sun and calm weather! Frozen puddles and rime in the shade. Impossible not to praise heaven and earth. The Month of Gor(Slaughter Month) – began with the First Day of Winter on Saturday, October 28, bringing a full moon and the northern lights. Yesterday, October 30, it was spring tide, making a beach walk irresistible at low tide. Truly days of wonder!

Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on the images to enlarge.

Ljósmyndir teknar | Photo dates: 24.-30.10.2023

Vorið nálgast! | Winter withdraws

Föstudagsmyndin: Vetur hopar, dagurinn er orðinn lengri en nóttin. Á Ægisíðu skildu gárurnar eftir mynstur í fjörunni.
Friday photo: Spring equinox is here already, on March 20. The calm sea left icy patterns on Ægisíða beach.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.03.2023

Allt á hvolfi | Upside down

 

Föstudagsmyndin: Stundum þegar allt er á hvolfi er nauðsynlegt að horfa á hlutina frá öðru sjónarhorni. Munið þið þann barnaleik að ganga um með spegil í láréttri stöðu og stara á það sem hann sýndi? Það var skrýtinn heimur en þó kunnuglegur: allt á hvolfi, húsgögn héngu í „loftinu“, ljósakrónurnar stóðu sperrtar upp og gardínur sveigðu upp á við, allt var öfugsnúið.

Og svona getur himininn yfir Reykjavík verið furðulegur. Eins og þungt teppi.

Friday photo: Sometimes when everything is upside down, it is necessary to look at things from a different perspective. Do you remember this children play and the genius act of walking around with a mirror in a horizontal position and enjoy that odd world it revealed? Everything was strange, yet familiar: the furniture hanging upside down from the “ceiling”, the chandeliers sticking out of the „floor“ and curtains swaying upwards.

And this is how the sky over Reykjavík can be strange. Like a heavy carpet.

Ljósmynd tekinr | Photo date: 18.06.2022

Norðurljós í september | Aurora Borealis

Föstudagsmyndir: Strax í ágúst, þegar nætur lengjast, má fara að njóta norðurljósa. Hér er tengill á norðurljósaspá fyrir Ísland sem er ágætt að glöggva sig á fyrir norðurljósaveiðar. Þessar myndir voru teknar í Melasveit í byrjun september og þó þær séu ekki í neinum sérstökum gæðum þá má hafa gaman af. Það er nokkurt sport í því að reyna að ná skemmtilegum formum því hreyfingarnar eru miklar og hraðar. Góða helgi, njótið haustsins!

Friday photos: Nights are getting darker and longer, giving us chance to experience the northern lights. These are no quality photos but I still find them enjoyable and just trying to catch some of the movements is fun.
Wish you all a nice weekend! And if in Iceland, you might want to try your luck: see Aurora forecast here.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 06.09.2022

Dagur íslenskrar náttúru | Day of Icelandic Nature 2022

Föstudagsmyndir: Íslensk náttúra er heiðruð 16. september. En hún á auðvitað alla daga ársins og stjórnar lífi okkar leynt og ljóst, í stóru og smáu. Í lok ágúst heimsótti ég Hvalvatnsfjörð í Fjörðum. Þar er fátt sem minnir á fyrri byggð: „Grær yfir allt sem eitt sinn var,“ eins og Böðvar Guðmundsson orti svo fallega í Næturljóði úr Fjörðum. En náttúran var þar sannarlega í allri sinni dýrð og ljósmyndir gera því reyndar á engan veg næg skil.

Ljóð og lag Böðvars, Næturljóð úr Fjörðum, er endalaust hægt að hlusta á, hér í flutningi Kristjönu Arngrímsdóttur.

Til hamingju með dag íslenskrar náttúru, góða helgi!

Friday photos: September 16th is the day we celebrate Icelandic Nature, or since 2010. Icelandic nature is all sorts: delicate, brutal and all between. But always worth celebrating, in big and small.

Late in August I visited for the first time the remote and deserted valleys of Fjörður – beautiful valleys in the mountain range between Eyjafjörður and Skjálfandi. A memorable trip in fabulous weather.

Poet and songwriter Böðvar Guðmundsson wrote a wonderful song, „Nocturne from Fjörður“ (Næturljóð úr Fjörðum), here performed by Kristjana Arngrímsdóttir. I recommend listening, even if the lyrics may be incomprehensible to you.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 30.08.2022

Morgunfrúr í ágúst | Marigolds in August

Föstudagsmyndir: Föðuramma mín, Salvör Jörundardóttir var fædd 26. ágúst, árið 1893, á milli okkar voru 70 ár. Hún var tengingin við aðra og gjörólíka tíma, hún lifði öld umbyltingar á Íslandi. Það þyrfti langt mál til að segja hennar sögu, en við sonardætur hennar nutum þess sannarlega að búa undir sama þaki og hún og afi. Amma var í eðli sínu fagurkeri og kunni þá list að búa til veislu og hátíðlegt andrúmsloft af minnsta tilefni. Morgunfrú í vasa á dúklögðu borði, eitthvað fallegt og lystugt á fati…

Nú er ágúst brátt á enda og sumarblómin leggjast undan kaldri norðanáttinni svo það er eins gott að skera gullfíflana ofan í vasa. Kvöldhiminninn er endalaust sjónarspil, næturnar dimmari.

Góða helgi!

Friday photos: My paternal grandmother was born on this day, August 26, in 1893, thus 70 years between us. She was the connection to a different age, and lived through a century of great transition in Iceland. Her story is surely a material for a long essay, but we her granddaughters enjoyed living under the same roof as her and our grandfather. My grandmother was an aesthete by nature and knew the art of creating a festive atmosphere for even the smallest occasions. Marigolds in a small vase on a cloth-covered table, something beautiful and tasty on a plate…

Now August is coming to an end and the flowers are giving in under the cold northern wind, so one might as well bring a few in and put them in a vase. The evening sky is an endless spectacle, the nights are getting darker.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21./22./25./26.08.2022

Undir regnboganum | Over the rainbow – and under

Föstudagsmyndir: Skýin, himinninn og hafið – allt er þetta endurtekið myndefni, en það er einfaldlega ekki hægt annað en dást að dýrðinni sem veðrabrigðin skapa. Skarðsheiði og Melaleiti undir regnboganum í ágúst.
Góða helgi!

Friday photos: I know this is a repeated theme in my photography: the mountains, the sky, the sea … But I just can’t help myself, I am always enchanted, in awe, by nature’s spectacles.
Happy weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 15.-17.08.2022

Sumarský | Variations of grey

Föstudagsmyndir: Ef varla sést til sólar er altént hægt að spá í skýin. Hlusta á öldurnar. Finna góðan stein …
Njótið daganna, góða helgi!

Friday photos: When the sun barely shows itself, at least you can still study the clouds. Listen to the waves at the beach. Find an interesting stone …
Enjoy your days, have a nice weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.-06.08.2022

Vegur | Road

Dimmir dagar. Jæja, kæra dagbók… Nú loks þegar öllu minni ógn stafar af covid-heimsfaraldrinum, þá datt vænisjúkum leiðtoga Rússlands í hug að setja allt í bál og brand í Evrópu með innrás í Úkraínu og öllum þeim hryllingi sem fylgir stríði. Baráttuandi Úkraínumanna er aðdáunarverður og árásarþjóðin hefur nú þegar tapað stríðinu, hvað sem landvinningum líður. Vonandi tekst bræðraþjóðunum í sameiningu að koma raunveruleikafirrtum heimsvaldasinna (og hans líkum) frá völdum í Rússlandi og bjarga því sem bjargað verður. Vonandi er ljós við enda ófærunnar.

Náttúran er söm við sig og lætur okkur kenna á veðri og vindum, enda er öfgum í veðri spáð um alla jörð. Einmitt þegar við ættum öll að einbeita okkur að því að bjarga mannkyninu frá tortímingu af völdum hamfarahlýnunar, mengunar og ofneyslu – og nota til þess dýr og góð ráð, – þá er nú dælt dýrmætum fjármunum í hergögn og stríðsvélar. Það er eins og okkur sé ekki viðbjargandi. Samt er ekki í boði að bíða þess sem verða vill og sem betur fer er múgur og margmenni að vinna að bættum heimi – manna og náttúru, – og allir geta lagt sitt litla lóð á vogarskálarnar. Ég hnýti hér í lokin við tengil á neyðaraðstoð Rauða krossins.

Dark days. Oh, dear diary… After the long and bleak years of the covid-19 pandemic ruling the world, one considered the threat to be diminishing, and brighter times ahead. Then Russia’s paranoid leader felt it was time to start a war in Europe. The horrible invasion of Ukraine has been condemned by all with a few odd exceptions. The resistance and the spirit of the Ukrainians is admirable and the attacking nation has already lost the war, no matter what they conquer. The people of Russia must be pitied and hopefully these nations will together succeed in getting the imperialistic madman from power in Russia and are able to save what can be saved. Hopefully there is a light at the end of this rough road.

Nature is the real ruler of the world and harries us with the weather and winds, as more extreme weather is forecast all over the earth. So just when we should all focus on saving humanity from destruction by catastrophic and global climate change, pollution and overconsumption – with all our means, the precious resources and capital is now being pumped into military equipment and war machines. Are we beyond saving?

Still, it is not an option just to wait to see what will happen and fortunately, a mob and many people are working towards a better world – people and nature. Please contact the Red Cross for donations for humanitarian aid – „humanitarian needs are enormous, but together we can address them. Your donation will make a huge difference to families in need right now.“

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 22.02 – 03.03.2022

Þúfur | Snowy tussocks

Föstudagsmyndir – Vetrardagar: Þrátt fyrir stutta daga og oft dimma eru litir og form, ljós og skuggar ekki síður áhugaverðir að vetri, en um bjarta sumardaga. Litaskalinn er blár en þar eru engu að síður ótal blæbrigði. Það hefur snjóað heil ósköp síðan þessar myndir voru teknar með tilheyrandi ófærð og önuglyndi í umferðinni. Þetta eru kjöraðstæður til að hægja á og gefa sér tíma í góða útivist þegar veður leyfa.

Friday Photos – Winterdays: Despite short days and gloomy weather these darkest months of winter, the colors of nature, light and shadows are no less interesting than the ones on the brightest days of summer. The palette is blue but what a range! It has snowed a lot in Iceland since these photos were taken, making roads and street impassable and many travellers annoyed. These are ideal conditions to slow down and enjoy a good time outdoors when the weather allows.

 

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 06.02 – 15.02.2022

Gleðilegt sumar! | Happy First Day of Summer!

Sumardagurinn fyrsti 2020: Fegin kveð ég veturinn og satt best að segja gæti ég þurrkað út nokkra mánuði án þess að sakna nokkurs. Sumardagurinn fyrsti er dagur vonar: „bráðum kemur betri tíð“… Og dagarnir hafa lengst svo um munar: sólin rís fyrir klukkan sex að morgni og sest ekki fyrr en um hálf tíu að kvöldi. Vorið kemur.

Í gær, síðasta vetrardag, var alþjóðlegum degi jarðar fagnað víða um heim með sérstakri áherslu á baráttu í loftslagsmálum. Það er ekki seinna vænna. Rétt eins og í baráttunni við heimsfaraldurinn og veirusóttina þurfum öll að leggjast á eitt: breyta lífsháttum, venjum og kerfum. Það verður ekki auðvelt en kostir í stöðunni eru ekki aðrir.

Annars ætla ég að mæla með þeirri góðu skemmtun að fljúga flugdreka (það er til urmull leiðbeininga um heimagerða flugdreka – sem fljúga í alvöru – á netinu). Njótið dagsins, veðurs og vinda. Gleðilegt sumar!

First Day of Summer 2020: The First Day of Summer is celebrated in Iceland today. “Sumardagurinn fyrsti”  is a national holiday, the first Thursday after 18 April, falling between 19 April and 25 April, and the first day of the summer month Harpa, according to the Old Norse calendar.

Yesterday, 22 April, the Last Day of Winter in Iceland, was also the international Earth Day, celebrated for the 50th time, and in 2020 with the urgent theme: Climate action. Just as with the coronavirus pandemic we must all react to the serious threat facing earth and human mankind. We have to find ways for a better future and now is the time. And yes, we can.

The First Day of Summer is the day where we enjoy outdoor games: try to fly a kite – enjoy the wind and now the clear air for most parts. Take care, stay safe.

Ljósmyndi tekin | Photo date: 26.07.2008

Himinn, maður, jörð | Earth, man and sky

Júní: Ég hef ekki gefið mér tíma til að fikta við myndir og fréttir um hríð. Það kemur. En er ekki júní indælastur allra mánuða? Jú, takk, meiri júní í allt.

June: I will NOT say it … I will not say that I have been to busy to post anything for a good while … OK, I said it! Any way. I love the spring. I love bright June: all the delicate colors of the sky and the bright green colors of the fields! Go enjoy summer!

Ljósmynd tekin | Photo date: 04.06.2017