Viðtal og bókadómur | An interview and a book review

Eftir flóðið! Að venju höfum við höfundar beðið spenntir í desember í von um að fá bókadóma og viðbrögð frá lesendum við afurðum ársins. Ég ætla ekki að kvarta yfir viðtökunum sem „Allt annar handleggur“ hefur fengið, þau hafa sannarlega verið vonum framar. En mikið væri gaman ef bókaumfjöllun í fjölmiðlunum væri meiri og þéttari, árið um kring! Ég skil vel að vinnuþjakaðir blaðamenn nái ekki að vinna sig niður jólabókastaflann á einum mánuði eða svo, en mætti ekki koma með fleiri bókadóma næstu mánuði? Varla gengur menningarumfjöllun út á jólagjafasölu eintóma? 

Pennarnir á Lestrarklefanum hafa staðið sig vel og Rebekka Sif fjallaði þar um Allt annan handlegg eins og lesa má í greininni sem ber yfirskriftina Óhapp verður að velheppnaðri bók. Í ritdómi sínum segir Rebekka m.a.:

„Bókin er einstaklega skapandi gjörningur úr smiðju Áslaugar sem varð fyrir því óhappi að handleggsbrjóta sig. …Limrurnar eru flestar skondnar og munu vekja upp kátínu lesenda. … Að mínu mati er Allt annar handleggur bók fyrir allan aldur þrátt fyrir að hún sé skráð sem barnabók í Bókatíðindum. Ég sé hana fyrir mér sem skemmtilega tækifærisgjöf ef létta þarf lund fullorðins fólks en börnin verða nú auðvitað hrifin af henni, og þá sérstaklega ljósmyndunum og fígúrunum sem Áslaug hefur skapað svo skemmtilega.“

Hér má lesa dálítið meira um bókina í fyrri pósti. Útgefandi er forlagið Dimma

After the Christmas Book Flood: My new book, Allt annar handleggur (On the Other Hand), a collection of hand puppetry photos and limericks, has been well received by readers of all ages. As usual in December, we authors wait anxiously for book reviews and reactions from readers to the products of the past months. I can not complain about the reception my new book has received, it has certainly exceeded my expectations! On the literary webzine Lestrarklefinn (The Reading Room) Rebekka Sif wrote about Allt annar handleggur in an article entitled Óhapp verður að velheppnaðri bók (Accident Becomes a Successful Book). In her review, Rebekka says, among other things:

“The book is an extremely creative work of art from Áslaug´s workshop, who had the misfortune of breaking her arm. … The limericks are funny and will make the readers laugh. … In my opinion, ‘Allt annar handleggur’ is a book for all ages, although it is listed as a children’s book. I see it as a fun gift if someone’s mood needs to be lightened, but the children will of course like it, and especially the photographs and figures that Áslaug has created so amusingly.

You can read a bit more about the book in my previous post here. Published by the fine publishing house Dimma

Viðtal í Mogga. Í nóvember tók Kristín Heiða Hauksdóttir, sá líflegi blaðamaður hjá Morgunblaðinu, viðtal við mig um „Allt annan handlegg“ og tilurð bókarinnar. Sjá hér fyrir neðan. 

Interview. In November, the lively journalist at Morgunblaðið, Kristín Heiða Hauksdóttir, interviewed me about “Allt annar handleggur” and the idea and creation of the book. See below.

Samsett mynd: ÁJ: kápumynd + viðtalsgrein | Photo composite ÁJ: book cover + newspaper article

 

🔗Tenglar | links: Bókatíðindi  |  Dimma útgáfa  |  Bókabúð Forlagsins  |  Bóksala stúdenta  |

Allt annar handleggur | On the Other Hand

Ný bók! Sjálfshjálpar- og gleðibókin „Allt annar handleggur“ er komin út! Í bókinni haldast í hendur ljósmyndir og limrur og þar kynnast lesendur allra handa kvikindum. Bókin er ætluð börnum og fullorðnum á öllum aldri. Útgefandi er hið listagóða forlag Dimma

Tilurð bókarinnar má rekja til handleggsbrots, sem varð kveikja að föndri með fatla og umbúðir, og um leið flótta frá ónotum og ama til að létta skap handlama listamanns. Dag hvern var höndin dubbuð upp sem ýmsar fígúrur. Skilyrðið var að nota það sem hendi var næst, ekkert mátti kaupa nýtt og allt varð að skapa á örstuttum tíma. Úr uppátækinu varð til myndasyrpa með 34 mismunandi persónum og kynjaverum þar sem leikmunir voru sóttir í ýmsar ruslakistur: dótakassa, eldhússkúffur og fataskápa. Fígúrurnar voru myndaðar í snatri og leiknum lauk. Síðar bættust við limrur sem túlka hverja persónu, en það kveðskaparform hæfði efninu prýðilega.

Bókin getur vonandi líka veitt innblástur til leikja. Það er gamalgróin list að leika við hvern sinn fingur: allt frá einföldum fingra- og klappleikjum til flóknari brúðuleikja. Gleymum aldrei leiknum, sama hvað á dynur!


Book release! My new book of limericks and “express” hand puppets is out! The title:“Allt annar handleggur” could be translated to “On the Other Hand”. In the book, photographs and limericks hold hands, and the reader meets all sort of handsome creatures! The book is intended for both children and adults – a book for the whole family. It is published by the small but excellent publishing house Dimma

A broken arm sparked off a daily play and creations with the cast and bandages, – an escape from a futile and painful period, and a way to lighten the mood of a disabled artist. Each day the useless hand was dressed up and decorated to depict various characters. The condition was to use what was closest to hand, nothing could be bought new and everything had to be created in a very short time. This game resulted in a photo series with 34 different characters and creatures, where props were collected from various boxes and bins: toy boxes, kitchen drawers and wardrobes. The figures were formed as fast as possible, snapped in a photo and the game was over. Later, limericks were added to interpret each character, the form of verse I felt fitted the idea best.

I also hope the book can be an inspiration for games and play. Hand- and finger games are an age-old art: from simple finger and clapping games to more complex plays of puppetry. Never forget to play, no matter what!

🔗Tenglar | links: Bókatíðindi  |  Dimma útgáfa  |  Bókabúð Forlagsins  |  Bóksala stúdenta  |
(Verður uppfært!)

Til minnis: ljóðabók! | Poetry book release!

LJÓÐ: Ljóðabókin „til minnis“ var að koma úr prentun og því skal fagnað! Kverið hefur verið lengi í pípunum en ljóðin eru þó flest frá síðustu tíu árum eða svo. Bókin skiptist í tvo kafla, 30 ljóð í hvorum kafla og nokkrar svart-hvítar ljósmyndir fylgja. Útgefandi er Mál og menning. 

Ljóðin í kaflanum útfiri tengjast náttúru og landi en í kaflanum næði er farið um borgina. Ljóðin eiga uppruna sinn í einskonar ljóðadagbók og fjalla því um hversdaglegar augnabliksmyndir úr náttúru og borg, litaðar af mismunandi árstíðum, veðrum og vindum. Ljósmyndirnar eru af sama meiði og ljóðin: mig langar að lesandinn staldri við svo ég megi spyrja: sérðu það sem ég sé?

POETRY: My new book of poems “til minnis:” is just out and it’s time to celebrate! The title could be translated as memo:” or to do:”or perhaps “don’t forget:”. The book has been in the pipeline for quite some time, but most of the poems are from the last ten years or so. Published by Forlagið – Mál og menning. 

The book is divided into two chapters, 30 poems in each chapter, followed by several black-and-white photos. The first half relates to nature and land, while in the second chapter is dedicated to the city. The poems originate from a poetry-diary of sorts, so they deal with everyday scenes in nature and city, always colored by the seasons, weathers and winds. The photographs are of the same nature as the poems: I would like the reader to pause so that I may ask: do you see what I see?

TMM – kápa og ljóð | Cover illustration and poetry

Ljóð og mynd: Nú á dögunum kom út fyrsta hefti Tímarits Máls á menningar á árinu 2023. Ég á kápumyndina og þrjú ljóð í heftinu. Ég ætla að leyfa mér að mæla með ritinu sem birtir margvíslegt efni: smásögur, ljóð, gagnrýni og pistla. Á tímum athyglisbrests, eða til dæmis á ferðalögum, hefur TMM oft reynst mér góður félagi því þar er að finna eitthvað fyrir allra stunda hæfi: mínútuljóð og kortérskvæði, hálftíma greinar og lengri lestur, – umfram allt gott efni og fjölbreytt.

Kápumyndin er klippimynd / myndblendi með þeirri tækni sem ég hef oft notað: efniviðurinn er endurunnið prentefni, glanstímarit og þess háttar, klippt með skærum, límt. Kolkrabbinn sem spáir í framtíðina er svo ekkert slor, en til alls vís.

Collage and poetry: The first issue 2023 of the Icelandic culture magazine TMM was published recently. I did the cover image and I also have three poems published in this issue. I would like to recommend the magazine for readers of the Icelandic language. It presents a variety of content: short stories, poetry, reviews and articles. In times of constant attention disorders and e.g. during travels, TMM has often proved to be a good companion, because there is something for every occasion and time slot: minute poems and quarter-hour poetry, half-hour chapters and longer articles, – and above all, good content and varied.

The cover illustration is a collage / montage, recycling printed material and magazines. One of my favorite art techniques. The octopus that predicts the future is a clever creature, both all-knowing and ominous …

Bókakápa | Book cover for Rakel Helmsdal

Honsumrodiweb

♦ Bókakápa: Samstarfskona mín í Færeyjum, Skrímsla-Rakel Helmsdal, er að senda frá sér nýja bók fyrir ungmenni á öllum aldri. Ég fékk það skemmtilega verkefni að gera kápu á bókina. Sagan segir frá stúlkunni Argantael og er að mörgu leyti bæði átaka- og áhrifamikil. Bókin heitir á frummálinu: „Hon, sum róði eftir ælaboganum eða „Hún, sem réri eftir regnboganum“. Rakel mun fagna útgáfunni á miðvikudaginn, 19. mars, í Gamla Bókhandil í Torshavn. Hér má lesa um bókina og viðtal við Rakel í Sandoyar Portalurin. 

Til hamingju með nýju bókina, Rakel!

♦ Book cover: My friend and co-author Rakel Helmsdal has a new book coming out. I had the honor to do the cover design. This is a young-adult fiction, a dramatic story of the girl Argantael, her troubles and emotional turmoil. The title in Faroese is: “Hon, sum róði eftir ælaboganum or: “She, who rowed towards the rainbow”.

See more: Rakel’s homepage and the publisher Bókadeildinand an interview with Rakel in Sandoyar Portalurin.

Congratulations on the new book, Rakel!

HonSumRodi-CoverWeb

Tímamótabækur í afmælisriti | Book design and printing

Oddi70-Blai1999

♦ Grafísk hönnun. Mér áskotnaðist eintak af afmælisriti Odda sem gefið var út á síðasta ári í tilefni af 70 ára afmæli prentsmiðjunnar. Saga fyrirtæksins er rakin með því að velja og kynna eitt bókverk frá hverju ári, en auk þess eru í bókinni kaflar um grafíska hönnun, framfarir í prentun, starfrænu byltinguna o.fl. Árið 1999 er það Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason sem markar tímamótin. Þar segir m.a. frá því þegar drifið var í endurprentun í Odda í desember, en fyrst upplagið var prentað erlendis. Í textanum segir svo: „Áslaug Jónsdóttir teiknaði myndirnar í ævintýri Andra Snæs og á sinn þátt í velgengni verksins. Kápumynd hennar af hnettinum bláa og sólinni sem brosir við börnunum er einkar vel heppnuð.“ (Sótt fram í 70 ár Oddi 1943-2013, bls. 85).
Oddi70coverÞað er skemmtilegt að glugga í ritið, lesa 70 ára hönnunarsögu af bókakápum og rifja upp áhugaverða kafla í sögu grafískrar hönnunar á Íslandi í greinum eftir Guðmund Odd Magnússon og fleiri. Bókin er hönnuð af Halldóri Þorsteinssyni.

♦ Graphic design. Iceland’s largest printing company, Oddi, celebrated 70 years in business last year. An anniversary book was published, focusing on graphic design and book printing. For every year a successful book is represented as a milestone in the history of the company. The Story of the Blue Planet  by Andri Snær Magnason was chosen for the year 1999. The very first edition was printed abroad but Oddi did the reprinting already in December because of good sales and the nomination to the Icelandic Literary Prize, which Andri Snær Magnason later received for the book.
A review of the illustrations and the cover goes as follows: “Áslaug Jónsdóttir illustrated Magnason’s fable and contributed to the success of the book. The cover with the blue planet and the sun smiling towards the children is excellently carried out.”

This anniversary book of Oddi Printing gives an interesting overview of graphic design and book design in Iceland for 70 years. Texts by Goddur, Guðmundur Oddur Magnússon et al. Book design by Halldór Þorsteinsson.

Oddi70-58-59Oddi70-62-63Oddi70endpapers

Þrjár kápur | Three covers

Blái hnötturinn USA ISL UK

BókaútgáfaSagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason heldur áfram að gera víðreist. Nú er hvað úr hverju von á bresku útgáfunni hjá Pushkin Press í London. Ég fékk eintakið mitt með póstinum í síðustu viku (til hægri). Bandaríska útgáfan (til vinstri) kom út í lok síðasta árs hjá  Seven Stories Press og hefur fengið fína dóma og viðurkenningar. Báðar þessar útgáfur eru í öðru broti en íslenska frumútgáfan og dökki geimurinn á kápunni fékk að fjúka. Kápu- og bókarhönnun var í höndum erlendu útgefendanna.

 Bókadómur. School Library Journal birti á dögunum bókadóm um Söguna af bláa hnettinum og hann má lesa hér fyrir neðan. Þar segir m.a.: „Well-paced, with some wonderful, story-enhancing color illustrations.“

Book release. The UK-version of The Story of the Blue Planet by Andri Snær Magnason is soon to be released by Pushkin Press in London. I got my copy in the mail last week. The US-version (left) was published several months ago by Seven Stories Press and has received excellent reviews and honors. The two English versions have the original illustrations, but differ quite a bit from the original edition in layout. Cover and book design was made by the publishing houses.

♦ Book review. School Library Journal has published a review on The Story of the Blue Planet, stating: “Well-paced, with some wonderful, story-enhancing color illustrations.”

“Those who enjoyed Adam Gidwitz’s A Tale Dark and Grimm (Dutton, 2010) may find Magnason’s cautionary ecological tale a perfect compliment. Like Gidwitz, Magnason does not shy away from graphic descriptions of danger and death. That being said, as in all good fables, he begins with once upon a time and readers learn of an innocuous-looking blue planet floating in space. It is inhabited solely by children, who live an idyllic, although somewhat savage life (they hunt for food, even clubbing seals). They are happy and this is most fully realized once a year when the butterflies of the Blue Mountains follow the sun across the sky, a beautiful and breathtaking sight. But as in all good tales and life itself, things are never static. Enter the villain, Mr. Goodday, who lands on the planet and is discovered by the protagonists, Brimir and Hulda. Mr. Goodday, over the course of a very short time, corrupts the children by giving them the power to fly and by introducing them to, among other things, the concept of sefishness. In the process the planet is corrupted as well, affecting the entire ecosystem. After a number of harrowing events, Mr. Goodday is outsmarted by Hulda, who offers to fulfill his greatest wish in return for restoring the children and planet to their former states. Well-paced, with some wonderful, story-enhancing color illustrations.” — Mary Beth Rassulo, Ridgefield Library, CT