Skrímsli klippt og skorin | Clear-cut monsters!

Skrímsli í bígerð: Fyrr í mánuðinum sendi ég nýjar myndlýsingar í skönnun, afrakstur vinnu undanfarinna mánuða. Ný bók um vinina þrjá: litla skrímslið, stóra skrímslið og loðna skrímslið kemur út í haust, ef allt gengur að óskum.

Aðferðin við myndlýsingarnar er hin sama og fyrr: ég skissa og teikna, klippi og raða, lita og lími. Ég hef oft reytt hár mitt (sem kann að útskýra hárafarið) yfir aðferðinni sem ég valdi fyrstu bókinni. Það gengur ekki að skipta algerlega um aðferð þó það megi auðvitað sjá einhverja þróun í myndsmíðinni frá því fyrir meira en 20 árum. En með límklístraða fingur hugsa ég mér stundum þegjandi þörfina og velti fyrir mér hversu margar þúsundir bita ég hafi klippt og klístrað í þágu skrímslanna. Kannski væri líka gaman að telja tennur, málaðar með pensli no. 1 eða 2 … Og af hverju ekki klippa þetta bara allt saman í tölvu? Það hef ég hugleitt líka og stundum notað þá aðferð í öðru samhengi. En þegar allt kemur til alls, er bara eitthvað ómótstæðilegt og fullnægjandi við það að vinna með höndunum: handleika verkfæri, liti, pappír. Raða, fella saman. Mistökin fylgja með, það handgerða skín einhvern veginn í gegn, þó myndvinnsla og prentun skapi síðan prentgripinn.

Gervigreindin á ugglaust eftir að gera betur. En hún verður aldrei annað en gervi. 

Monsters underway: A new book in the Monsterseries is in the making. Earlier this month I sent my illustrations for scanning, as a result of my work of the past months. A new book about the three friends: Little Monster, Big Monster and Furry Monster will hopefully be published this fall.

The technique I use is the same as before: I sketch and draw, cut and collage, color and glue. I’ve often torn my hair out (I know, doesn’t look good) because of this method I chose for the first book. It impossible to change the method now (at least after so many books in the series), although you can of course see some development in the image making since more than 20 years ago. But with sticky and glued fingers, I sometimes wonder how many thousands of pieces I have cut and pasted to make monsters. Maybe it would also be fun to count teeth, painted with brush no. 1 or 2… And why not just draw digitally and put it all together on the computer? I have thought about that too and sometimes use that method in other contexts. But after all, there’s just something irresistible and fulfilling about working with your hands: handling tools, colors, paper. Arranging, combining. Mistakes are included, the handmade is always present to some extent, although image processing and printing then create a printed and processed result.

The artificial intelligence will surely eventually do better. But it will never be anything but artificial.


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.

  For further information about the Monster Series contact Forlagid Rights Agency.