TMM – kápa og ljóð | Cover illustration and poetry

Ljóð og mynd: Nú á dögunum kom út fyrsta hefti Tímarits Máls á menningar á árinu 2023. Ég á kápumyndina og þrjú ljóð í heftinu. Ég ætla að leyfa mér að mæla með ritinu sem birtir margvíslegt efni: smásögur, ljóð, gagnrýni og pistla. Á tímum athyglisbrests, eða til dæmis á ferðalögum, hefur TMM oft reynst mér góður félagi því þar er að finna eitthvað fyrir allra stunda hæfi: mínútuljóð og kortérskvæði, hálftíma greinar og lengri lestur, – umfram allt gott efni og fjölbreytt.

Kápumyndin er klippimynd / myndblendi með þeirri tækni sem ég hef oft notað: efniviðurinn er endurunnið prentefni, glanstímarit og þess háttar, klippt með skærum, límt. Kolkrabbinn sem spáir í framtíðina er svo ekkert slor, en til alls vís.

Collage and poetry: The first issue 2023 of the Icelandic culture magazine TMM was published recently. I did the cover image and I also have three poems published in this issue. I would like to recommend the magazine for readers of the Icelandic language. It presents a variety of content: short stories, poetry, reviews and articles. In times of constant attention disorders and e.g. during travels, TMM has often proved to be a good companion, because there is something for every occasion and time slot: minute poems and quarter-hour poetry, half-hour chapters and longer articles, – and above all, good content and varied.

The cover illustration is a collage / montage, recycling printed material and magazines. One of my favorite art techniques. The octopus that predicts the future is a clever creature, both all-knowing and ominous …

Og svo visnar allt … | After the party

Klippimynd dagsins: Það var kominn tími á klippimynd á blogginu. Ég er hvort eð er eitthvað strand í verkefnunum. Þá er gott að grípa pappír og skæri og hugsa sem minnst. Enda er undirmeðvitundin er ævinlega sístarfandi.

Sumri hallar og allt það. Það hefur verið dálítið veisluglatt, þrátt fyrir risjótt veður og vinda. Brúðkaup og afmæli hafa verið haldin eftir minnst tveggja ára margvíslegar fjarvistir og félagsforðun. Og eftir alla gleðina kemur svo tiltektin, frágangurinn, uppvaskið og uppgjörið. Síðust fara blómin sem visna loks í vösunum.

Collage of the day: It was time for a quick collage for the blog. My projects are a bit stuck anyway. It can be a relief just to grab some paper and scissors and think as little as possible … yet, the subconsciousness is always at work: I have got flowers on my mind.

This summer has been a bit festive, despite the dull, gloomy weather. It has been the time of happy weddings and birthday parties, after more than two long years of various social avoidance caused by the pandemic. And after all the joy and celebrations comes the tidying and cleaning up. Last to go are the flowers that finally wither in the vases.

Skissa/myndlýsing | Sketch/illustration 11.08.2022 ©Áslaug Jónsdóttir

Föstudagur á teikniborðinu | Friday party on my desk

SkrPar23052014Aslaug

♦ Föstudagsklipp: Ekkert flipp, bara óreiðan á teikniborðinu. Litla skrímslið hefur eðlilega miklar áhyggjur af þessu óstandi.
♦ Friday collageYes, I am still working on a new book about Little Monster and Big Monster and it has been somewhat chaotic. This of course worries Little Monster.
More about The monster series here and here.

Kan2305214Aslaug

Skr23052014Aslaug

LM23052014Aslaug