
Myndlýsingar: Skrímslaveisla var tilnefnd til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar við athöfn í Iðnó í gær, mánudaginn 14. apríl 2025. Fimmtán bækur eru tilnefndar til verðlauna: fimm fyrir frumasamdan texta, fimm fyrir myndlýsingar og fimm fyrir þýðingar. Hér má kynna sér allar tilnefndar bækur. Umsögn dómnefndar um Skrímslaveislu hljóðar svo:
„Eins og sagan og persónurnar sem við þekkjum nú svo vel kalla á, þá svara myndirnar með þessari frábærri orku sem fær virkilega að njóta sín. Litirnir skærir, formin fjölbreytt, kræsilegar veitingar og glæsileg veisluhöld. Jafnframt fylgjumst við með tilfinningum skrímslanna og ekki er annað hægt en að upplifa á sama tíma pirringinn, vináttuna og fögnuðinn. Sannkölluð myndaveisla.“
Verðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í Höfða, þann 23. apríl og mun Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri afhenda verðlaunin.

Illustrations: Skrímslaveisla (Monster Feast) was nominated for the Reykjavík Children’s Book Award at a ceremony in Iðnó Culture House yesterday, Monday, April 14, 2025. Fifteen books are nominated for the award: five for original text, five for illustrations and five for translations. (For all nominated books, follow this link!). The jury’s review about Skrímslaveisla read thus:
“As the story and the well known characters require, the images respond with this wonderful energy that really come to their own. The colors are bright, the shapes are varied, the food looks delicious and the party gorgeous. At the same time, we follow the emotions of the monsters and it is impossible not to experience the irritation, friendship and joy, all at the same time. A true feast of illustration.”
The award will be presented at a ceremony in Höfði House on April 23, and Mayor Heiða Björg Hilmisdóttir will present the award.
