Dagur jarðar 2019 | Earth Day 2019

Dagur jarðar: Í gær, 22. apríl, var Dagur jarðar, dagur umhverfis og náttúruverndar. Ég eyddi deginum í sveitinni, eins og svo oft áður, – hugaði örlítið að gróðri og ræktun, en aðallega dáðist ég að kraftinum í plöntunum sem spíruðu upp úr jörðinni við sólarylinn, algjörlega án minnar hjálpar. Daginn áður gekk ég ásamt fleirum með sjó, undir Mela- og Ásbökkum. Á móts við Mela blasti við ófögur sjón, en þar hefur úrgangur af öllu tagi verið urðaður nærri sjávarbakkanum. Við landbrot og sjógang flæðir þessi ófögnuður um allar strendur. Skólabókardæmi um skammsýni og sóðaskap úr öllum böndum.

Earth Day: Yesterday April 22 was Earth Day. As often before on this day I was enjoying the first days of spring at our family farm – pre-planting potatoes and admiring green sprouts coming up from the soil everywhere. The day before I had a long good walk along at the beach by Melabakkar and Ásbakkar cliffs. It was both invigorating (above) and sad (below), as we found more plastic and rubbish at the shore than ever before, – this time mainly due to outrageous and irresponsible disposal of garbage at a neighbor farm. Yet another horrible text book example of incredible short-sightedness and a very ugly “skeleton in the closet”.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21.04.2019