Í skóla á sunnudegi | In school on a Sunday

Með krökkunum í Trys spalvos. Ljósm.|Photo: Litháíski móðurmálsskólinn

Með krökkunum í Trys spalvos. Ljósm.|Photo: Litháíski móðurmálsskólinn

NE!-Lit♦ Föstudagsmyndin: Þegar ég hafði samband við Litháíska móðurmálsskólann og vildi senda skólanum nokkur eintök af bókunum um skrímslin á litháísku, var mér boðið í heimsókn af skólastjóranum Jurgitu Millerienė. Skólinn „Trys spalvos“ (Þrír litir), sem hefur nú aðsetur í Landakotsskóla, hefur verið starfræktur í rúmlega 10 ár og telur um fimmtíu nemendur. Á hverjum sunnudegi koma litháísk börn í skólann til að læra móðurmálið, sum langt að. Allt starfið er unnið í sjálfboðavinnu á vegum Félags Litháa á Íslandi.
Það voru fjörugir krakkar sem hlustuðu á upplestur á íslensku og litháísku og þau létu hendur standa fram úr ermum þegar þeim bauðst að teikna kostuleg skrímsli af öllu tagi. Kærar þakkir fyrir móttökurnar Þrír litir!

Tvær bækur um skrímslin hafa komið út á litháísku: Mažasis Pabaisiukas sako NE! (Nei! sagði litla skrímslið) og Dideli pabaisiukai neverkia (Stór skrímsli gráta ekki). Nánari upplýsingar um útgáfuna má finna á Fb-síðu Burokėlis, heimasíðu og á bókmenntasíðunni Naujosknygos.

Dideli-pab-Lit♦ Photo Friday: I wanted to send the Lithuanian school in Iceland copies of the two books in the Monster series that have been translated to Lithuanian, but instead I was promptly invited by headmaster Jurgita Millerienė to visit the school “Trys spalvos” (Three Colours), based in Landskotsskóli. There a large number of Lithuanian children meet up every Sunday to learn and practice their mother tongue. Trys spalvos had 10 years anniversary last year and is run by the Lithuanian Association in Iceland, and based on the voluntary work of the generous teachers.
It was a lively group of pupils that listened to readings in Icelandic and Lithuanian last Sunday. And there was no hesitation when they got to draw their own black monsters! Thank you for your warm welcome Trys spalvos!

The titles available in Lithuanian are: Mažasis Pabaisiukas sako NE! (No! said Little Monster) and Dideli pabaisiukai neverkia (Big Monsters Don’t Cry). For more information see Burokėlis Facebook pagehomepage and at the Lithuanian book site Naujosknygos.

TrysSpalvos-©Aslaug14

Ljósmyndir teknar | Photo date: 25.01.2015