Bókverk hjá Handverki og hönnun | Book art exhibition

BÓKVERK: Minn góði listahópur ARKIR opnaði á dögunum sýningu á bókverkum, textílbókverkasýninguna SPOR EFTIR SPOR, en þar teflum við saman verkum sem tengjast á einhvern hátt þráðlistinni. Sýningin er framhald af samvinnu- og sýningarverkefninu SPOR | TRACES í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi, 2020-2022, en þar sýndu ARKIR bókverk ásamt erlendum gestum. Það verkefni má kynna sér nánar hér: SPOR | TRACES.

Sýningin opnaði 6. október 2022, í sýningarrými Handverks og hönnunar á Eiðistorgi. Hún er opin frá kl 12-16 mánudaga til laugardaga, út október. Lokadagur 31. október.

 

BOOK ART: My art group ARKIR opened a new exhibition earlier this month, the textile book art exhibition SPOR EFTIR SPOR or “STICH BY STICH”. The exhibition is a continuation of the international project SPOR | TRACES that lead to a two year exhibition at the Textile Museum in Blönduós in 2020-2022. Read more about that project here: SPOR | TRACES. 

The exhibition opened October 6, 2022, in the exhibition space of Handverk og hönnun / Crafts and Design, located at Eidistorg, Seltjarnarnes. The exhibition is open from 12 noon to 4 pm Monday to Saturday, throughout October.

Nokkrar nærmyndir ef verkum á sýningunni. Smellið á myndirnar til að stækka
Book details. Click on the images to enlarge.

Bókverk á kynningarmynd: | Book art by Bryndís Bragadóttir – Veggspjald hönnun: | Poster design: Áslaug Jónsdóttir.

Vika til jóla! | Still looking for Christmas presents?

SkrimslaPakkiJol2013AslaugJ

♦ Jól 2013: Miðbær Reykjavíkur er hátíðlegur þessa dagana: hvítur snjór og ljósadýrð um strætin öll. Það er upplagt að gera sér ferð í bæinn, kíkja á jólamarkaðinn á Ingólfstorgi og koma svo við í Aðalstræti 10 og líta á sýninguna „Jólapakkinn minn …“ á Skörinni, sýningarrými Handverks og hönnunar. Ég skrifað um þátttökuna og hugmyndina á bak við jólapakkana mína hér.

♦ Christmas 2013: Reykjavík downtown is is just the right set for Christmas these days: with white snow falling and colorful lights in every street. Here’s my tip to get you in the right mood: Take a stroll down Laugavegur and Austurstræti, go visit the Christmas market at Ingólfstorg, and then, just by, in Aðalstræti 10 (Kraum) – see the exhibition „Jólapakkinn minn …“ (My Christmas Parcel) at Craft and Design. I’m participating with two parcels and you can read more about it all here.

♦ Jólagjafir: Hvað sem um jólabókaflóðið má segja, þá er vönduð bók ævinlega góð jólagjöf. Það er með ólíkindum hvað rúmast í einum litlum ferköntuðum pakka: Heill heimur opnast! Ég bendi öllum, sem annt er um andlega heilsu og vitsmunalegt ástand sinna nánustu, að gefa góða bók í jólagjöf. Þar er eitthvað fyrir alla: Bókatíðindin má lesa hér. Svo bendi ég á að skrímslabækurnar eru til á nokkrum tungumálum, þær má kaupa víðsvegar á netinu og senda til erlendra vina og ættingja. Sjá lista yfir nokkra bókavefi hér fyrir neðan. Njótið bóka um jólin!

♦ Christmas gifts: “The Book Flood before Christmas” in Iceland has its pros and cons, but I still can think of no better present than a book. In a good book you can find all the other things you want for Christmas: Peace, love, happiness, good health … In fact, reading is important for your mental health! So go book shopping!

And then my totally egocentric tip: What about picturebooks for your youngest friends and family members? You can shop the books in the Monster series online, in several different languages (and more coming soon!) See the list below!

Íslenska / Icelandic:  |  Forlagid.is  |  Eymundsson.is  |  Boksala.is  |
Danska / Danish:  |  ArnoldBusck.dk  | Willamdam.dk  |
Færeyska / Faroese:  |  Bokhandil.fo  |
Franska / French:  |  Amazon.fr  | Circonflexe.fr  |
Sænska / Swedish:  |  Cdon.se  |  Adlibris.com  |  Bokus.com  |  Bokia.se  |
Norska / Norvegian (nn, bm):  |  Tanum.no  |  Bokkilden.no  |  Haugenbok.no  |
Spænska / Spanish:  | Amazon.com  |
Kínverska / Chinese:  |  Amazon.cn  |
Finnska / Finnish:  |  Pienikarhu.fi  |

Note also, in Danish / Faroese / Swedish / Greenlandic – in same stores: Ég vil fisk!

Jólapakkar | Christmas gift wrapping

SkrímslaPakki2AslaugJ

♦ Sýning. Á sunnudag, 1. desember, opnar sýningin „Jólapakkinn minn …“ á Skörinni, sýningarrými Handverks og hönnunar í Aðalstræti 10. Tuttugu hönnuðir og listamenn sýna jólapakka af öllum stærðum og gerðum, frá 1. desember 2013 til 7. janúar 2014. Og ég tek þátt í sýningunni með dyggri aðstoð litla og stóra skrímslisins!

Ég hafði tvennt í huga þegar ég útbjó pakkana fyrir sýninguna: annars vegar bækur og hins vegar endurvinnslu. Ég gef oftast bækur í jólagjöf og stundum eru það reyndar mínar eigin bækur. (Þetta hafa ættingjar og vinir þurft að þola). Skrímslabækurnar eru auðþekkjanlegar í laginu og þegar innhald gjafarinnar er svo augljóst hef ég kannski bara brugðið slaufu utan um bókina. En nú reyndi ég að vanda mig aðeins meira …

Eins og mörgum óar mér gjafapappírsflóðið um jólin. Það er eitthvað alveg galið við að rífa fallegan pappír í tætlur og henda í ruslið. Ég átti dágott safn af gömlum, notuðum jólapappír og ákvað að endurvinna hann. Umbúðirnar eru því einskonar pappírsdúkur sem er ofinn úr notuðum jólapappír. Slaufur á pökkunum eru líka úr endurunnum gjafapappír. Sumstaðar er pappírinn svolítið snjáður eða krumpaður, en hvað gerir það til? Litla skrímslið og stóra skrímslið eru hæstánægð með gjafirnar og koma færandi hendi. Þau vita að bók er best!

SkrimslaPakki1AslaugJ♦ Exhibition. I am participating in the exhibition „Jólapakkinn minn …“ (My Christmas Parcel) at CRAFT AND DESIGN in Aðalstræti 10, Reykjavík. Twenty designers and artists show creative Christmas packaging and wrapping design. My theme is recycling and books, since there is no Christmas without books under the tree! The gifts are wrapped up in recycled, woven Christmas wrapping paper, with paper bows from recycled paper. The books are represented by the characters from the Monster series, who had a hand in whole process …

The exhibition opens Sunday, 1. Dec and is open until 7. January 2014. Go take a look!