♦ Afmæli! Böðvar Guðmundsson rithöfundur er 75 ára í dag. Böðvar er fjölhæfur höfundur og ég hef haft dálæti á mörgum verka hans, skáldsögum og ljóðum, en af þeim stafar gjarnan ljúf hlýja og lunkinn húmor. Ég skemmti mér því vel við að myndlýsa ljóðin hans í bókinni Krakkakvæði sem kom út árið 2002 og er sennilega löngu uppseld. Bókin var útnefnd á Heiðurslista IBBY árið 2004 fyrir myndlýsingar. Myndin hér að ofan er við kvæðið „Ef“ eftir Böðvar Guðmundsson, og ekki úr vegi að rifja það upp fyrst við erum að telja árin hans Böðvars:
Ef tærnar á mér væru 29
og tungurnar 7,
ef eyrun á mér væru 80
og augun 32
og fingurnir væru 22
þá teldi ég bæði fljótar og meir.
En ósköp væri þá
erfitt að prjóna
og enginn leikur
að komast í skóna
og ferleg gleraugu
þyrfti ég þá
og þvílíkan hlustarverk
mundi ég fá,
og ekki mundi það
öllum hlíta
sig í tungurnar
7 að bíta.
♦ Birthday! Author and poet, dramatist and translator Böðvar Guðmundsson is 75 today! Congratulations Böðvar! I enjoyed doing the artwork for his book of poems for children: Krakkakvæði, published in 2002 by Mál og menning, imprint of Forlagið. The illustration above was made for his imaginative rhymed verse: “If”. The book was selected for the IBBY Honour List 2004 for its illustrations. For more about Böðvar and his works see this link. Some of his works are available in Danish, English, French and German.