Dagur íslenskrar náttúru | Day of Icelandic Nature 2022

Föstudagsmyndir: Íslensk náttúra er heiðruð 16. september. En hún á auðvitað alla daga ársins og stjórnar lífi okkar leynt og ljóst, í stóru og smáu. Í lok ágúst heimsótti ég Hvalvatnsfjörð í Fjörðum. Þar er fátt sem minnir á fyrri byggð: „Grær yfir allt sem eitt sinn var,“ eins og Böðvar Guðmundsson orti svo fallega í Næturljóði úr Fjörðum. En náttúran var þar sannarlega í allri sinni dýrð og ljósmyndir gera því reyndar á engan veg næg skil.

Ljóð og lag Böðvars, Næturljóð úr Fjörðum, er endalaust hægt að hlusta á, hér í flutningi Kristjönu Arngrímsdóttur.

Til hamingju með dag íslenskrar náttúru, góða helgi!

Friday photos: September 16th is the day we celebrate Icelandic Nature, or since 2010. Icelandic nature is all sorts: delicate, brutal and all between. But always worth celebrating, in big and small.

Late in August I visited for the first time the remote and deserted valleys of Fjörður – beautiful valleys in the mountain range between Eyjafjörður and Skjálfandi. A memorable trip in fabulous weather.

Poet and songwriter Böðvar Guðmundsson wrote a wonderful song, „Nocturne from Fjörður“ (Næturljóð úr Fjörðum), here performed by Kristjana Arngrímsdóttir. I recommend listening, even if the lyrics may be incomprehensible to you.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 30.08.2022

Böðvar Guðmundsson 75 ára | Birthday and finger counting

Ef-Krakkakvaedi-BG-AslaugJweb

♦ Afmæli! Böðvar Guðmundsson rithöfundur er 75 ára í dag. Böðvar er fjölhæfur höfundur og ég hef haft dálæti á mörgum verka hans, skáldsögum og ljóðum, en af þeim stafar gjarnan ljúf hlýja og lunkinn húmor. Ég skemmti mér því vel við að myndlýsa ljóðin hans í bókinni Krakkakvæði sem kom út árið 2002 og er sennilega löngu uppseld. Bókin var útnefnd á Heiðurslista IBBY árið 2004 fyrir myndlýsingar. Myndin hér að ofan er við kvæðið „Ef“ eftir Böðvar Guðmundsson, og ekki úr vegi að rifja það upp fyrst við erum að telja árin hans Böðvars:

Ef asl_krakkakv

Ef tærnar á mér væru 29
og tungurnar 7,
ef eyrun á mér væru 80
og augun 32
og fingurnir væru 22
þá teldi ég bæði fljótar og meir. 

En ósköp væri þá
erfitt að prjóna
og enginn leikur
að komast í skóna
og ferleg gleraugu
þyrfti ég þá
og þvílíkan hlustarverk
mundi ég fá,
og ekki mundi það
öllum hlíta
sig í tungurnar
7 að bíta. 

♦ Birthday! Author and poet, dramatist and translator Böðvar Guðmundsson is 75 today! Congratulations Böðvar! I enjoyed doing the artwork for his book of poems for children: Krakkakvæði, published in 2002 by Mál og menning, imprint of Forlagið. The illustration above was made for his imaginative rhymed verse: “If”. The book was selected for the IBBY Honour List 2004 for its illustrations. For more about Böðvar and his works see this link. Some of his works are available in Danish, English, French and German.

Thingv2002AslaugJweb

Böðvar Guðmundsson og rithöfundarnir Guðrún Hannesdóttir
og Kristín Steinsdóttir á Þingvöllum árið 2006