Maður og stígur | Man and Path


Ljóð: Sólin sem sefur er fjórða bókin í ritröðinni „Nordens Allerbedste Pensumløse Poesi“ (NAPP), sem þýða mætti: „Bestu ljóð Norðurlanda utan skuldunámskrár“. Í Danmörku, Svíþjóð, Noregi og á Íslandi hafa ritstjórnir ungra ljóðavina lesið allar ljóðabækur sem hafa komið út á tilteknu almanaksári og valið þau ljóð sem þeim þóttu best og snertu þau dýpst. Þetta hefur skilað sér í árlegu safnriti með ljóðum frá öllum Norðurlöndunum. Ljóðin eru birt á frummálinu, ásamt enskri þýðingu. Ljóðasöfn NAPP eru gefin út í nánu samstarfi við Poesiens Hus í Danmörku, en Sólin sem sefur  kom út í apríl 2024. Nánar má lesa um verkefnið hér á síðunni Ordskælv.dk

Ungmennin völdu m.a. ljóðið „maður og stígur“, úr ljóðabókinni „til minnis:“ Enska þýðingu gerði Larissa Kyzer. Ljóð og þýðingu má lesa hér neðar. 

Poetry: The Sun Sleeping is the fourth book in the series Nordens Allerbedste Pensumløse Poesi – NAPP.  In Denmark, Sweden, Norway and Iceland, boards of young editors have read all the collections of poetry that have been published in a given year and have chosen their favorite poems, chosen for an annual collection of poems from all the Nordic countries. The poems are published in their original language, with English translations. The NAPP collection of poetry is published in close collaboration with Poesiens Hus in Denmark, and the book The Sun Sleeping was published in April 2024. For more information see Ordskælv.dk

The Icelandic board chose the poem “man and path” from my book „til minnis:“. English translation by Larissa Kyzer. 


Áslaug Jónsdóttir

maður og stígur

þegar morgnar
eftir snjókomu í borginni
mokar hann tröppur og stíg
æfðum handtökum
fyrstur allra

vetur eftir vetur
er stígurinn
sópaður og greiður
svo hún
þurfi aldrei að vaða snjó
á sinni leið

skóflan er enn létt
í styrkri hendi
en bakið bognar æ meir
álútur mokar hann tröppur og stíg
sem hún
gengur ekki lengur óstudd

þegar morgnar
eftir snjókomu í borginni
löngu eftir komu sjúkrabílsins
löngu eftir langdregna hringingu
kirkjuklukkunnar
mokar hann tröppur og stíg
fyrstur allra
eins og hann eigi von
á heimkomu

– – –

man and path

by Áslaug Jónsdóttir
translated by Larissa Kyzer

when day breaks
after a snow in the city
he shovels the steps and path
with practiced motions
before anyone else

winter after winter
he keeps the path
swept and cleared
so she will never
have to wade
through the snow

the shovel is still light
in his strong hands
though his back is more bowed
stooped, he shovels the steps and path
that she can no longer
walk on her own

when day breaks
after a snow in the city
long after the ambulance arrives
long after the lengthy tolling
of the church bells
he shovels the steps and path
before anyone else
as if he is expecting her
to come home


Ljóðskáldin sem eiga ljóð í sýnisbókinni frá 2023  |  Poets represented in the anthology 2023: 
Danmörk | Denmark: Nicolaj Stochholm, Victor Lange, Luka Holmegaard, Liv Ea, Caspar Eric, Signe Gjessing, Duncan Wiese, Anna RIeder & Birgit Bundesen, Nath Krause, Cæcilie Højberg Poulsen, Maja Mittag, Bobbi-Johanne Østervang. Svíþjóð | Sweden: Lena Sjöberg, Sara Nyman, Rebecca Sand, Eva-Stina Byggmästar, Hanna Granlund, Linnea Swedenmark, Emilia Aalto, Elis Monteverde Burrau, Channa Riedel. Noregur | Norway: Rune Christiansen, Sondre H. Bjørgum, Helge Torvund, Unnveig Aas, M. Seppola Simonsen, Øyvind Rimbereid, Mona Høvring, Nora Aschim, Kirsti Blom. Ísland | Iceland: Hanna Óladóttir,Magnea J. Matthíasdóttir, Fríða Þorkelsdóttir, Halla Gunnarsdóttir, Helen Cova, Sigurbjörg Þrastardóttir, Birgitta Björg Guðmarsdóttir, Símon Jón Jóhannsson, Áslaug Jónsdóttir, Harpa Rún Kristjánsdóttir, Finnur Torfi Hjörleifsson, Karl Ólafur Hallbjörnsson, Gyrðir Elíasson, Sigríður Hagalín, Matthías Johannessen, Brynja Hjálmsdóttir.


til minnis:  í vefverslunum | Online bookstores:
Bókabúð Forlagsins – vefverslun og Bókatíðindi
Bókabúð stúdenta – vefverslun.
Salka – vefverslun. 
Sigvaldi – Icelandic Book Service and Store.

Skrímslapest | Translation by Larissa Kyzer

MonsterPox

♦ Þýðingar. Hér er skemmtilegt myndband með enskri þýðingu á Skrímslapest eftir nema í íslensku fyrir erlenda nemendur við Háskóla Íslands. Larissa Kyzer er bókasafnsfræðingur og hlaut styrk frá Fulbrightstofnuninni til að læra íslensku. Hún hefur skrifað greinar og bókadóma í Reykjavík Grapevine og er stofnandi minnsta bókasafnsins á Íslandi, The Little Free Library Reykjavík, sem er staðsett í Hljómskálagarðinum undir vökulu auga Bertel Thorvaldsen. Larissa skrifaði líka bloggfærslu um þýðinguna í vefdagbók sem hún kallar Eth & Thorn og er um íslenskunámið.

♦ Translations. If you would like to read one of the books about the Little Monster and the Big Monster in English here is a translation by a student in Icelandic language: Larissa Kyzer, a freelance writer and librarian. She is a Fulbright grantee studying Icelandic as a second language at the University of Iceland. She has already made her mark on our little City of Literature by founding the first free library in Iceland: Little Free Library ReykjavíkLarissa also writes a blog about her studies in Iceland: Eth & Thorn, where she posted her thoughts about the translation. Enjoy her version of Skrímslapest: Monster Pox!