Umfjöllun – til minnis: | Book review

Bókadómur: Ég rakst nýverið á umfjöllun um „til minnis:“ á þeim ágæta bókmenntavef: Skáld.is, en þar skrifa konur um konur sem skrifa. Ritdómurinn hafði farið fram hjá mér þegar hann birtist síðasta haust. Magnea Þuríður Ingvarsdóttir skrifar grein sem ber titilinn: Er náttúran mín eða þín? Hún heldur í ferðalag inn í ljóðin og segist þar finna: „Endalaust fagrar hendingar og litlar myndir af náttúrunni“. Umfjöllunina má finna hér á skald.is.

Book Review: I recently came across a review of my book of poetry: til minnison the excellent literature website: Skáld.is, where women write about women who write. I had missed the review when it was published last fall. Magnea Þuríður Ingvarsdóttir writes an article entitled: Is the nature mine or yours? She describes how the reader goes on a journey into the poetry and says she finds there: “Endless beautiful lines and images of nature”. The review can be found here at skald.is.

til minnis:  í vefverslunum | Online bookstores:
Bókabúð Forlagsins – vefverslun og Bókatíðindi – ON SALE!
Bókabúð stúdenta – vefverslun.
Salka – vefverslun – ON SALE!
Sigvaldi – Icelandic Book Service and Store.

Bókadómur – til minnis: | Book review

BókadómurÍ byrjun júnímánaðar birtist í Morgunblaðinu prýðilegasti bókadómur eftir Einar Fal Ingólfsson um ljóðabókina til minnis:. Í fjölmiðlaeklunni er gleðiefni að fá góða umfjöllun og jákvæða umsögn! 

Book Review: At the beginning of June, the Morgunblaðið newspaper published a splendid book review about my book of poetry: til minnis: (The title could be translated as memo:”or to do:”or perhaps “don’t forget:”).The review was written by Einar Falur Ingólfsson, an acclaimed photographer and artist, and who did not seem to mind that I had slipped some black-and-white photos into the book. Einar Falur says: “One of the main characteristics of the poems is the purposeful use of imagery and not least personification, which often works out beautifully and purposefully.”

til minnis: í vefverslunum | Online bookstores:
Bókabúð Forlagsins – vefverslun og Bókatíðindi.
Bókabúð stúdenta – vefverslun.
Salka – vefverslun.
Sigvaldi – Icelandic Book Service and Store.

Orð um bók | On the radio

Orð um bækurÍ vikulegum bókmenntaþætti er útvarpskonan Jórunn Sigurðardóttir óþreytandi í að kynna margvíslegar bókmennir, með viðtölum við höfunda, upplestri og umfjöllun. Í síðasta þætti, sunnudag 30. apríl, fjallaði Jórunn meðal annars um ljóðbókina til minnis: og fékk mig til að lesa nokkur ljóð. Þættir Jórunnar, Orð um bækur, eru á RÚV, Rás 1 og þá má nálgast hér. Þá er einnig að finna á helstu hlaðvarpsveitum.

Uppfært 6. maí: grein á heimasíðu RÚV, Lífið er alls staðar í kring, byggt á viðtalinu í þætti Jórunnar.

Í dag, fyrsta maí, er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins og ég óska öllum heilla í baráttunni.

Words on books: In her weekly literary program, radio host Jórunn Sigurðardóttir is tireless in introducing and casting light on a variety of literature, with interviews, readings and reviews. Last episode, Sunday, April 30, included a piece on my new poetry book, til minnis:, and I read a few poems. The radio program “Orð um bækur” (Words on Books), is on the Icelandic Public Radio, RÚV, Channel 1 and can be accessed here. The radio program can also be found on all main podcast apps.

Update May 6: An article on RÚV website, Lífið er alls staðar í kring, based on the interview in the radio program.

Today, the first of May, is the International Labor Day and I wish every worker success in their fight for better life.

til minnis: í vefverslunum | Online bookstores:
Bókabúð Forlagsins – vefverslun og Bókatíðindi.
Bókabúð stúdenta – vefverslun.
Salka – vefverslun.
Sigvaldi – Icelandic Book Service and Store.

Til minnis: ljóðabók! | Poetry book release!

LJÓÐ: Ljóðabókin „til minnis“ var að koma úr prentun og því skal fagnað! Kverið hefur verið lengi í pípunum en ljóðin eru þó flest frá síðustu tíu árum eða svo. Bókin skiptist í tvo kafla, 30 ljóð í hvorum kafla og nokkrar svart-hvítar ljósmyndir fylgja. Útgefandi er Mál og menning. 

Ljóðin í kaflanum útfiri tengjast náttúru og landi en í kaflanum næði er farið um borgina. Ljóðin eiga uppruna sinn í einskonar ljóðadagbók og fjalla því um hversdaglegar augnabliksmyndir úr náttúru og borg, litaðar af mismunandi árstíðum, veðrum og vindum. Ljósmyndirnar eru af sama meiði og ljóðin: mig langar að lesandinn staldri við svo ég megi spyrja: sérðu það sem ég sé?

POETRY: My new book of poems “til minnis:” is just out and it’s time to celebrate! The title could be translated as memo:” or to do:”or perhaps “don’t forget:”. The book has been in the pipeline for quite some time, but most of the poems are from the last ten years or so. Published by Forlagið – Mál og menning. 

The book is divided into two chapters, 30 poems in each chapter, followed by several black-and-white photos. The first half relates to nature and land, while in the second chapter is dedicated to the city. The poems originate from a poetry-diary of sorts, so they deal with everyday scenes in nature and city, always colored by the seasons, weathers and winds. The photographs are of the same nature as the poems: I would like the reader to pause so that I may ask: do you see what I see?