Skrímslapest í Japan | Monster Flu in Japan

Skrímslafréttir! Myndabókin Skrímslapest kemur út í Japan í dag, 2. nóvember 2023, hjá forlaginu Yugi Shobou í Tokyo. Þýðandi er Shohei Akakura en þetta er þriðja bókin um skrímslin sem hann þýðir. Titillinn á japönsku er: かいぶつかぜ.

Á síðasta ári gaf forlagið Yugi Shobou út tvo titla úr bókaflokknum um skrímslin: Skrímsli í myrkrinuまっくらやみのかいぶつ, og Stór skrímsli gráta ekki, おおきいかいぶつは なかないぞ.  Sjá nánar á heimasíðu hjá Yugi Shobou.

Á dögunum birtist svo viðtal og umfjöllun um skrímslabækurnar og höfunda þeirra í japanska vefritinu 絵本ナビ (ehonnavi.net), sem er tileinkað barnabókum. Hér má líta greinina í vefritinu

———

Monsternews! New title in Japanese! Skrímslapest (Monster Flu) will be released today, November 2nd 2023, by the Tokyo based publishers, Yugi Shobou. The book is is translated by Shohei Akakura with the title: かいぶつかぜ. 

Yugi Shobou has previously published two titles from the Monster series in 2022: Skrímsli í myrkrinu (Monsters in the Dark) , まっくらやみのかいぶつ, and Stór skrímsli gráta ekki (Big Monsters Don’t Cry) おおきいかいぶつは なかないぞ!

In October, an interview and an article on the Monster series and their authors was published at the Japanese Children’s book site 絵本ナビ (ehonnavi.net). Click here for the article

Grein í vefritinu 絵本ナビ (www.ehonnavi.net) | Article in 絵本ナビ:
🔗 https://www.ehonnavi.net/specialcontents/contents.asp?id=2099


🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


For further information contact Forlagid Rights Agency / Reykjavík Literary Agency

Skrímslaleikur, pest og heimsókn! | Monster Act, – Monster Flu and Monster visit!

Nýjar bækur og endurprentanir! Nýjasta bókin í skrímslabókaflokknum, Skrímslaleikur, er komin út hjá Máli og menningu / Forlaginu og út í allar betri bókabúðir. Skrímslaleikur er bók mánaðarins hjá bókabúð Forlagisins og fæst þar á kostakjörum. Tvær fyrri bækur, sem lengi hafa verið ófáanlegar, voru líka endurprentaðar í þetta sinn: Skrímslapest og Skrímsli í heimsókn. Í Skrímslapest segir frá bráðsmitandi sjúkdómi og í Skrímsli í heimsókn er loðna skrímsli í fyrsta sinn kynnt til sögunnar. Hér má sjá myndir og lesa brot úr dómum um allar fyrri skrímslabækurnar. 

Skrímslaleikur á sænsku, Teatermonster, er nú þegar komin út hjá Argasso forlaginu, en von er á færeysku útgáfunni og fleiri endurútgáfum á færeysku með haustinu. 

Skrímslin 2021: Nýir titlar og endurprentanir | The Monster series: New titles and reprints in 2021.

A new book and reprints! The latest book in the monster book series: Skrímslaleikur (Monster Act), published by Mál og menning / Forlagið, is out and in all bookstores. Skrímslaleikur is the book of the month at Forlagid’s Bookstore. Two previous books, which have been sold out for a long time, were also reprinted: Skrímslapest (Monster Flu) and Skrímsli í heimsókn (Monster Visit). In Monster Flu the two monsters, Big Monster and Little Monster, learn about a highly contagious disease and in Monster Visit they meet Furry Monster for the first time. See images and read excerpts from reviews about all the previous monster books here.

The Swedish version, Teatermonster, has already been published by Argasso publishing house, and the Faroese version and more reprints in Faroese are expected in the autumn.

A spread from Skrímslaleikur (2021).

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímsli á leiðinni | Monsters on the way

Nýjar bækur og endurprentanir: Það er komið að því að kynna nýja bók eftir okkur félagana í skrímsla-þríeykinu! Bókin Teatermonster er nú þegar komin í kynningu hjá forlaginu okkar í Svíþjóð, Argasso, en Skrímslaleikur kemur út hjá Máli og menningu / Forlaginu í haust sem og Bókadeildinni í Færeyjum. 

Að auki koma út tvær endurútgáfur á íslensku: Skrímslapest og Skrímsli í heimsókn og heilar fimm endurútgáfur á færeysku: Nei! segði lítla skrímsl, Myrkaskrímsl, Skrímslasótt, Skrímslahæddir, og Skrímslavitjan. Það var því í mörgu að snúast á skrifstofu skrímslanna á Melhaganum. Höfundar og ritstjórar í þremur löndum sendu inn breytingar og viðbætur og þegar gömul og glötuð skjöl finnast ekki verður að gera sumt upp á nýtt. Allt skiptir máli á síðustu metrunum: kommurnar, bilin, millimetrarnir. Svo ekki sé minnst á villur sem hafa slæðst inn! Við höfum verið lánsöm með góða ritstjóra í öllum löndum og ég get vottað að röntgenaugu Sigþrúðar á Forlaginu eru ómetanleg. 

Þegar listrænni angist yfir myndum og texta loks sleppir er ég ævinlega á nálum yfir því að koma prentskjölum frá mér þannig að úr verði sómasamleg bók. Til dæmis eru prentprófílar merkilegar skepnur. Útkoman á prentverki er á endanum einhverskonar sáttargerð milli hugmynda og hæfni og milli tækni og þess áþreifanlega. Þegar ný bók kemur út er ég svo gjörn á að stara á möguleg mistök að mér þykir best að henda bókinni út í horn og líta ekki á hana. Eina ráðið er þó að halda áfram og trúa því að gera megi betur næst. 

Litið um öxl … Ég hef oftast unnið að bókunum mínum á fleiri en einum stað: á vinnustofu á Grensás hjá Sigurborgu Stefáns og í Melaleiti. En vegna smitfaraldursins og ýmissa utanaðkomandi aðstæðna varð vinnuhornið heima að taka við skrímslafárinu. Því til viðbótar mátti ég heita múruð inni, en framkvæmdir við húsið hafa staðið yfir í nær hálft ár með drynjandi múrbroti og vélanna söng. Ógleymanlegur tími í mörgu tilliti. Áfram herjar veirupestin á okkur, sem aldrei fyrr. Sannkölluð skrímslapest!

New books and reprints: It’s time to introduce a new book about Little Monster and Big Monster, by us three co-authors Áslaug, Kalle and Rakel! Our new book in the Monster series, Monster Act, has already been presented by our publishing house in Sweden, Argasso, where the title is Teatermonster. Skrímslaleikur  in Icelandic will be published by Mál og menning / Forlagið this autumn, as well as by Bókadeildin in the Faroe Islands, under the same title. 

In addition, two titles in Icelandic will be reprinted: Skrímslapest (Monster Flu) and Skrímsli í heimsókn (Monster Visit) and a total of five titles in Faroese will be reprinted: Nei! segði lítla skrímsl, Myrkaskrímsl, Skrímslasótt, Skrímslahæddir, and Skrímslavitjan. There was therefore a lot going on at the monsters’ office in Melhagi, as authors and editors in three countries sent and submitted changes and additions, and when old and lost documents are not found, some have to be reconstructed. Every tiny thing matters at the last meters: the commas, the spaces, the millimeters. Not to mention errors that have crept in! We have been fortunate to have good editors in all countries and I my editor Sigþrúður’s x-ray eyes are invaluable.

When I finally (try to) let go of the artistic anguish over text and illustrations and turn to work on the book design and layout, I am always anxious about if the printing documents on my screen will ever come out as a decent book. The result, a printed book, is ultimately a kind of reconciliation between ideas and skills and between technology and the tangible. When a new book is published, I tend to stare at possible mistakes and prefer to throw the book into a corner and not look at it at all. (Bad PR!) Still, there is only one thing to do: keep going and believe that one can do a little bit better next time.

Looking back … I have usually worked on my books in more than one place: in my friend Sigurborg Stefans’ spacious studio and at our farm Melaleiti. But due to the pandemic and various other external circumstances, my work corner at home had to do for this monster session. In addition, I was somewhat locked up inside with windows and balcony closed as construction work on the house has been going on for almost half a year, with machines singing. An unforgettable time in many ways. The plague of covid-19 continues in Iceland, with rising numbers of infections – mostly in fully vaccinated people. Truly a Monster Flu!

🔗 Meira um skrímslabækurnar hér og um 🔗 höfundana og samstarfið hér.
🔗  Fleiri fréttir um skrímslin á heimasíðunni.

🔗 Read more about the Nordic monster series here;
and about 🔗 the authors and the collaboration of the authors here.
🔗  Links to more news on the Monster series.


Skrímslabækurnar á Spáni | Book release in Spain

         

Tveir titlar í bókaflokknum um litla skrímslið og stóra skrímslið komu út á dögunum hjá Sushi Books á Spáni. Það eru Skrímsli í myrkrinu og Skrímslapest á tveimur tungumálum: spænsku (kastilísku) og galisísku. Sushi Books er barnbókaútgáfa forlagsins Rinoceronte sem hefur áður þýtt og gefið út fyrstu tvo titlana, Nei! sagði litla skrímslið og Stór skrímsli gráta ekki. Fyrstu tveir titlarnir komu út á fjórum tungumálum árið 2014: kastilísku, galisísku, katalónsku og basknesku. (Sjá neðar).

Með því að smella á bókakápurnar má lesa nokkrar síður úr bókunum. Meir um skrímslabækurnar má lesa hér.

Book releaseSushi Books in Spain have just launched two new titles in the Monster series in Spanish (Castilian) and Galician. Sushi Books is an imprint of the publisher Rinoceronte that have previously published the first two books in the series, No! Said Little Monster and Big Monsters Don’t Cry in the Castilian, Galician, Catalan and Basque languages (2014), see below.

You can click on the book covers to read a few pages from the books. To read more about the Monster series click here.

GAL_DI NON   CAT_DIU NO   EUS_EZ DIO   ES_DICE NO

GAL_Os_monstros_grandes_non   CAT_Els_monstres_grans   EUS_Munstro handiek   ES_Los_monstruos_grandes_no

Skrímslapest | Translation by Larissa Kyzer

MonsterPox

♦ Þýðingar. Hér er skemmtilegt myndband með enskri þýðingu á Skrímslapest eftir nema í íslensku fyrir erlenda nemendur við Háskóla Íslands. Larissa Kyzer er bókasafnsfræðingur og hlaut styrk frá Fulbrightstofnuninni til að læra íslensku. Hún hefur skrifað greinar og bókadóma í Reykjavík Grapevine og er stofnandi minnsta bókasafnsins á Íslandi, The Little Free Library Reykjavík, sem er staðsett í Hljómskálagarðinum undir vökulu auga Bertel Thorvaldsen. Larissa skrifaði líka bloggfærslu um þýðinguna í vefdagbók sem hún kallar Eth & Thorn og er um íslenskunámið.

♦ Translations. If you would like to read one of the books about the Little Monster and the Big Monster in English here is a translation by a student in Icelandic language: Larissa Kyzer, a freelance writer and librarian. She is a Fulbright grantee studying Icelandic as a second language at the University of Iceland. She has already made her mark on our little City of Literature by founding the first free library in Iceland: Little Free Library ReykjavíkLarissa also writes a blog about her studies in Iceland: Eth & Thorn, where she posted her thoughts about the translation. Enjoy her version of Skrímslapest: Monster Pox!