Vordagar í Róm | Spring days in Rome

Apríl í RómÉg var að leita í myndsafninu í vikunni og gat ekki slitið mig frá myndum sem ég hafði tekið í Róm. Hvað er hægt að segja um Róm? Eða hvað ekki? Svona hrikalega þrungna af sögu og menningu. Og ferðamönnum með selfístangir. Samt elskar maður allar klisjurnar og er ekkert betri en hinir – þó engin sé stöngin. Á myndinni fyrir ofan má sjá leifar af musterinu sem var tileinkað Kastor og Pollux. Ég hugsa alltaf dálítið hlýtt til þeirra bræðra eftir að ég notaði hugmyndina um samnefndar stjörnur í eina af fyrstu bókunum mínum: Stjörnusiglinguna. Fyrir neðan eru svo nokkur skot: Pantheon, Palatinohæð, Trevibrunnurinn hreinsaður, Spænsku tröppurnar. Borgin fagnaði 2770 ára afmæli þann 21. apríl. Til hamingju afmælið Róm!

April in RomeRome, you pretty thing … Romans celebrated the 2770th birthday of the city on April 21st. I was there just few days earlier. Madly interesting, carrying the heavy burdens of an ancient history and culture – and of course tourism that turns everything into clichés – old Rome is still forever fascinating. And I can’t help loving the clichés either! So here are few photos: Above the three columns remaining of the Temple of Castor and Pollux (to whom I have a special relationship to after writing/illustrating my book Voyage to the Stars). Below snaps from Pantheon, the Palatine Hill, cleaning of the Trevi Fountain, The Spanish Steps … Happy birthday Rome!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 13.04-18.04.2017

Í meðbyr | Buenos Aires

BA-AslaugJ-harbour

♦ FöstudagsmyndirÍ byrjun apríl s.l. heimsótti ég Buenos Aires, borg hinna blíðu vinda, sem er margbrotin og mögnuð borg. Ljósmyndirnar segja ósköp einfaldar örsögur af því sem fyrir augu bar, þeim fylgja hvorki hljóð né lykt, og ys og þys stórborgarinnar er frystur í stillimynd. En þessi sjónarhorn verða að duga í bili.
♦ Photo FridayI visited Buenos Aires in early April, in the beginning of the autumn, when it both rained and shined. This wonderful city made an unforgettable impression. My photos are not even half way there when it comes to discribe the city’s tempo and atmosphere: the friendliness and the craziness, the noisy hurly-burly and the quiet sadness … But they will have to do for now.

BA-AslaugJ-Av9Julio

BA-AslaugJ-StreetTango

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

BA-AslaugJ-MadresdePldeMayo

BA-AslaugJ-market

BA-AslaugJ-tango

BA-AslaugJ-Recoleta2

BA-AslaugJ-Av9Julio2

Ljósmyndir teknar | Photo date: 01.-11.04.2016

Horft í vestur | Looking west

NVestur02ag2014-2

NVestur02ag2014-1

♦ Föstudagsmyndin: Mér hættir til að horfa frekar á skýin en skjáinn á sumrin. Allir hugsanlegir bláir og gráir tónar hafa fylgt rigningarskýjunum sem hvolfast yfir okkur dag eftir dag. Góðu dagana slæðast inn rauðir litir þegar kvöldar…
Fyrir ofan eru myndir frá sjávarbakkanum við Melaleiti 2. ágúst, en fyrir neðan er sitthvað í glugga – horft í sömu átt.

♦ Photo FridayI haven’t posted anything on my blog for a while since I tend to stare more at the sky than the screen in the summer. There have been very few days without rain, so the clouds, in all shades of blue and grey, have dominated the landscape – with just a little bit from the red palette here and there every now and then in the evenings. Above is the view west (or northwest) from Melaleiti Farm, below same direction out of the window: Rhubarb”flower” in a glas and crane-flies, tangled up on the window pane.

RabarbarakrusJuli2014

 

Hrossaflugur8ag2014

Ár á enda | Farewell to 2013

Aramot-AsJons

♦ Áramót: Árið 2013 er á enda. Vonandi verður árið 2014 heillaár fyrir heiminn. Ég óska ykkur gleðilegs árs, friðar og farsældar og þakka fyrir allar fjölmörgu heimsóknirnar á heimasíðuna. Ég reyni auðvitað að hafa líflegt á fréttablogginu á næsta ári. Enda síðasta póst ársins á myndum úr Melasveit, svölustu sveitinni! Gleðilegt ár!

♦ New Year: Goodby 2013! I wish all my readers and visitors of this site, an artful, happy and prosperous New Year 2014. Since I opened my homepage I have had so many visitors from all over the world, thank you for visiting!
My old home county has been just the right set for the holiday season: cold and snowy. After a short walk outside, you just want to go inside and curl up with a good book … ahhh. – – – Happy New Year!

Vetur5Melabakkar-©AslaugJ