Í höfn | At the harbour

Föstudagsmyndir: Það er auðvelt að stunda hið margrómaða þakklæti þegar náttúran strýkur okkur svona fallega með hárunum eins og þessa dagana. Logn og blíða! Þakkir, þakkir! Þakkir fyrir að lemja okkur ekki með hríð og og slyddu þó kominn sé nóvember! Við höfnina mætti svo hugleiða (sem einnig er í hávegum haft) hversu gott það er að hafa fast land undir fótum. Eiga sér sína heimahöfn, vera í öruggri höfn. Margir búa ekki svo vel, æ fleiri eru landflótta og leggja á haf út til að flýja hörmungar og stríð, stundum út í opinn dauðann. Öll viljum við rétta hjálparhönd en það er eins og okkur sé ekki sjálfrátt: göfuglyndið snýst upp í andhverfu sína, við sláum frá okkur og sláum til þeirra sem síst skyldi. Það er illa komið fyrir okkur.

Friday photos: It’s easy to practice the acclaimed gratitude when Nature caresses us so beautifully as these days. Calm and quiet! Thank you, thank you! Thank you for not beating us with storm and sleet although it’s November! At the harbour one could meditate (also highly praised) on how good it is to have solid ground under the feet. How good it is to have your own home port, and to be in a safe haven. Too many are not so lucky, more and more people are displaced in the world and flee to sea to escape war and disaster, sometimes only to face death. I want to believe that we all want to lend a helping hand, but it’s as if we’re not in control of ourselves: empathy and kindness turn into their grim opposites, we push people away and harm those who deserve it the least. We are in a bad state as humans.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.11.2022