Í höfn | At the harbour

Föstudagsmyndir: Það er auðvelt að stunda hið margrómaða þakklæti þegar náttúran strýkur okkur svona fallega með hárunum eins og þessa dagana. Logn og blíða! Þakkir, þakkir! Þakkir fyrir að lemja okkur ekki með hríð og og slyddu þó kominn sé nóvember! Við höfnina mætti svo hugleiða (sem einnig er í hávegum haft) hversu gott það er að hafa fast land undir fótum. Eiga sér sína heimahöfn, vera í öruggri höfn. Margir búa ekki svo vel, æ fleiri eru landflótta og leggja á haf út til að flýja hörmungar og stríð, stundum út í opinn dauðann. Öll viljum við rétta hjálparhönd en það er eins og okkur sé ekki sjálfrátt: göfuglyndið snýst upp í andhverfu sína, við sláum frá okkur og sláum til þeirra sem síst skyldi. Það er illa komið fyrir okkur.

Friday photos: It’s easy to practice the acclaimed gratitude when Nature caresses us so beautifully as these days. Calm and quiet! Thank you, thank you! Thank you for not beating us with storm and sleet although it’s November! At the harbour one could meditate (also highly praised) on how good it is to have solid ground under the feet. How good it is to have your own home port, and to be in a safe haven. Too many are not so lucky, more and more people are displaced in the world and flee to sea to escape war and disaster, sometimes only to face death. I want to believe that we all want to lend a helping hand, but it’s as if we’re not in control of ourselves: empathy and kindness turn into their grim opposites, we push people away and harm those who deserve it the least. We are in a bad state as humans.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.11.2022

Haustið 2022 | Autumn

Föstudagsmyndir: Fyrsta vetrardag bar upp á 22. október í ár. Þar með lauk Haustmánuði og við tók Gormánuður. Ég þakka fyrir blítt haust með myndum úr sveit og borg. Góða helgi!

Friday photos: The official First Day of Winter in Iceland was October 22 (always on a Saturday, late in October). Thus the “Month of Autumn” / Haustmánuður came to an end, and the month with the less attractive name: “Month of Gor” / Gormánuður started – all according to the old Norse calendar. The name is connected to the season of slaughtering and feasting in the early winter: gor meaning the half-digested forage from an animal’s innards. Yes, nice. 

I bid the mild autumn 2022 farewell with photos from both farm (above) and city (below). Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 07-27.10.2022

Dagur íslenskrar náttúru | Day of Icelandic Nature 2022

Föstudagsmyndir: Íslensk náttúra er heiðruð 16. september. En hún á auðvitað alla daga ársins og stjórnar lífi okkar leynt og ljóst, í stóru og smáu. Í lok ágúst heimsótti ég Hvalvatnsfjörð í Fjörðum. Þar er fátt sem minnir á fyrri byggð: „Grær yfir allt sem eitt sinn var,“ eins og Böðvar Guðmundsson orti svo fallega í Næturljóði úr Fjörðum. En náttúran var þar sannarlega í allri sinni dýrð og ljósmyndir gera því reyndar á engan veg næg skil.

Ljóð og lag Böðvars, Næturljóð úr Fjörðum, er endalaust hægt að hlusta á, hér í flutningi Kristjönu Arngrímsdóttur.

Til hamingju með dag íslenskrar náttúru, góða helgi!

Friday photos: September 16th is the day we celebrate Icelandic Nature, or since 2010. Icelandic nature is all sorts: delicate, brutal and all between. But always worth celebrating, in big and small.

Late in August I visited for the first time the remote and deserted valleys of Fjörður – beautiful valleys in the mountain range between Eyjafjörður and Skjálfandi. A memorable trip in fabulous weather.

Poet and songwriter Böðvar Guðmundsson wrote a wonderful song, „Nocturne from Fjörður“ (Næturljóð úr Fjörðum), here performed by Kristjana Arngrímsdóttir. I recommend listening, even if the lyrics may be incomprehensible to you.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 30.08.2022

Morgunfrúr í ágúst | Marigolds in August

Föstudagsmyndir: Föðuramma mín, Salvör Jörundardóttir var fædd 26. ágúst, árið 1893, á milli okkar voru 70 ár. Hún var tengingin við aðra og gjörólíka tíma, hún lifði öld umbyltingar á Íslandi. Það þyrfti langt mál til að segja hennar sögu, en við sonardætur hennar nutum þess sannarlega að búa undir sama þaki og hún og afi. Amma var í eðli sínu fagurkeri og kunni þá list að búa til veislu og hátíðlegt andrúmsloft af minnsta tilefni. Morgunfrú í vasa á dúklögðu borði, eitthvað fallegt og lystugt á fati…

Nú er ágúst brátt á enda og sumarblómin leggjast undan kaldri norðanáttinni svo það er eins gott að skera gullfíflana ofan í vasa. Kvöldhiminninn er endalaust sjónarspil, næturnar dimmari.

Góða helgi!

Friday photos: My paternal grandmother was born on this day, August 26, in 1893, thus 70 years between us. She was the connection to a different age, and lived through a century of great transition in Iceland. Her story is surely a material for a long essay, but we her granddaughters enjoyed living under the same roof as her and our grandfather. My grandmother was an aesthete by nature and knew the art of creating a festive atmosphere for even the smallest occasions. Marigolds in a small vase on a cloth-covered table, something beautiful and tasty on a plate…

Now August is coming to an end and the flowers are giving in under the cold northern wind, so one might as well bring a few in and put them in a vase. The evening sky is an endless spectacle, the nights are getting darker.

Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21./22./25./26.08.2022

Undir regnboganum | Over the rainbow – and under

Föstudagsmyndir: Skýin, himinninn og hafið – allt er þetta endurtekið myndefni, en það er einfaldlega ekki hægt annað en dást að dýrðinni sem veðrabrigðin skapa. Skarðsheiði og Melaleiti undir regnboganum í ágúst.
Góða helgi!

Friday photos: I know this is a repeated theme in my photography: the mountains, the sky, the sea … But I just can’t help myself, I am always enchanted, in awe, by nature’s spectacles.
Happy weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 15.-17.08.2022

Sumarský | Variations of grey

Föstudagsmyndir: Ef varla sést til sólar er altént hægt að spá í skýin. Hlusta á öldurnar. Finna góðan stein …
Njótið daganna, góða helgi!

Friday photos: When the sun barely shows itself, at least you can still study the clouds. Listen to the waves at the beach. Find an interesting stone …
Enjoy your days, have a nice weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.-06.08.2022

Vetrarsólhvörf 2021 | Happy Winter Solstice!



Sólhvörf: Dagarnir hafa verið dimmir og snjólausir en furðu mildir að undanförnu. Nú tekur dag að lengja aftur og því ber að fagna með jólum!
Today, December 21st 2021 is the shortest day, longest night. A good reason to celebrate jól in the Northern hemisphere!

Ljósmynd dags. |  Photo date: 19.12.2021

Sjórinn og sólin | Summer swim

Sumarstund: Þegar ég blaðaði gegnum ljósmyndir frá sumrinu 2021, sem nú er að ljúka með rigningu og dumbungi, sá ég að sjóbað í ágúst var einn af hápunktunum: busl í sjó og sól í fjörunni í Melaleiti. Selir hafa verið sjaldséðir síðustu ár, en þeir sem lágu þarna á skerjunum kipptu sér ekki upp við ferðir okkar. Þetta var góð stund.

A summer moment: When I ran through my photos from the summer of 2021, which is now coming to an end with rain and heavy skies, a sea bath in August was one of the highlights: a splash in the sea and sun at the shore by Melaleiti. Seals have been a rare sight in recent years, but those who were sunbathing on the skerries were not bothered by our swimming. The sea is cold in summer in Iceland but what a happy memory!

Ljósmyndir teknar | Photo date:13.08.2021

Loksins sumar | Summer at last

sumarII23juliWeb©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Loksins kom sumarið! Sextán til tuttugu gráður og sól. Stúlkan á bænum fór í sumarkjól og við óðum grynningar á stórstraumsfjöru. Þetta er eina rétta umhverfið fyrir alvöru leir- og þang-fótabað. Kolaseiðin sáu svo um „Fish-Spa“-fílinginn!

♦ Photo Friday. Summer came with sunshine and a gentle breeze of 16-20 degrees °C. We couldn’t resist to at least wade in the sea and get a super mud and seaweed foot-spa! The small fry of flatfish had to count for the notion that you were also getting a luxurious fish-spa!

sumar23juliWeb©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photo date: 23.07.2013