
Ljósmynd dags. | Photo date: 19.12.2021
Ljósmynd dags. | Photo date: 19.12.2021
Sumarstund: Þegar ég blaðaði gegnum ljósmyndir frá sumrinu 2021, sem nú er að ljúka með rigningu og dumbungi, sá ég að sjóbað í ágúst var einn af hápunktunum: busl í sjó og sól í fjörunni í Melaleiti. Selir hafa verið sjaldséðir síðustu ár, en þeir sem lágu þarna á skerjunum kipptu sér ekki upp við ferðir okkar. Þetta var góð stund.
A summer moment: When I ran through my photos from the summer of 2021, which is now coming to an end with rain and heavy skies, a sea bath in August was one of the highlights: a splash in the sea and sun at the shore by Melaleiti. Seals have been a rare sight in recent years, but those who were sunbathing on the skerries were not bothered by our swimming. The sea is cold in summer in Iceland but what a happy memory!
Ljósmyndir teknar | Photo date:13.08.2021
♦ Föstudagsmyndin. Loksins kom sumarið! Sextán til tuttugu gráður og sól. Stúlkan á bænum fór í sumarkjól og við óðum grynningar á stórstraumsfjöru. Þetta er eina rétta umhverfið fyrir alvöru leir- og þang-fótabað. Kolaseiðin sáu svo um „Fish-Spa“-fílinginn!
♦ Photo Friday. Summer came with sunshine and a gentle breeze of 16-20 degrees °C. We couldn’t resist to at least wade in the sea and get a super mud and seaweed foot-spa! The small fry of flatfish had to count for the notion that you were also getting a luxurious fish-spa!
Ljósmyndir teknar | Photo date: 23.07.2013