Vorið nálgast! | Winter withdraws

Föstudagsmyndin: Vetur hopar, dagurinn er orðinn lengri en nóttin. Á Ægisíðu skildu gárurnar eftir mynstur í fjörunni.
Friday photo: Spring equinox is here already, on March 20. The calm sea left icy patterns on Ægisíða beach.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 17.03.2023

Allt á hvolfi | Upside down

 

Föstudagsmyndin: Stundum þegar allt er á hvolfi er nauðsynlegt að horfa á hlutina frá öðru sjónarhorni. Munið þið þann barnaleik að ganga um með spegil í láréttri stöðu og stara á það sem hann sýndi? Það var skrýtinn heimur en þó kunnuglegur: allt á hvolfi, húsgögn héngu í „loftinu“, ljósakrónurnar stóðu sperrtar upp og gardínur sveigðu upp á við, allt var öfugsnúið.

Og svona getur himininn yfir Reykjavík verið furðulegur. Eins og þungt teppi.

Friday photo: Sometimes when everything is upside down, it is necessary to look at things from a different perspective. Do you remember this children play and the genius act of walking around with a mirror in a horizontal position and enjoy that odd world it revealed? Everything was strange, yet familiar: the furniture hanging upside down from the “ceiling”, the chandeliers sticking out of the „floor“ and curtains swaying upwards.

And this is how the sky over Reykjavík can be strange. Like a heavy carpet.

Ljósmynd tekinr | Photo date: 18.06.2022

Snjóskólfan | Hang in there!

Föstudagsmyndin: Það þarf að þreyja þorrann og góuna! Óveður reyna á þolinmæðina, það snjóar og rignir á víxl, stormar æða og kuldinn næðir. Stundum er mælirinn einfaldlega fullur og skiljanlegt að sumir gefist upp á endalausum snjómokstri.

Friday photo: These are the hardest months in Iceland: January, February … the storm and the bad weather is a test for our patience, it snows and rains repeatedly, the wind blows and the cold bites. Sometimes it’s just too much and it is understandable that some people give up on endless shoveling of snow.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 27.12.2022

Í höfn | At the harbour

Föstudagsmyndir: Það er auðvelt að stunda hið margrómaða þakklæti þegar náttúran strýkur okkur svona fallega með hárunum eins og þessa dagana. Logn og blíða! Þakkir, þakkir! Þakkir fyrir að lemja okkur ekki með hríð og og slyddu þó kominn sé nóvember! Við höfnina mætti svo hugleiða (sem einnig er í hávegum haft) hversu gott það er að hafa fast land undir fótum. Eiga sér sína heimahöfn, vera í öruggri höfn. Margir búa ekki svo vel, æ fleiri eru landflótta og leggja á haf út til að flýja hörmungar og stríð, stundum út í opinn dauðann. Öll viljum við rétta hjálparhönd en það er eins og okkur sé ekki sjálfrátt: göfuglyndið snýst upp í andhverfu sína, við sláum frá okkur og sláum til þeirra sem síst skyldi. Það er illa komið fyrir okkur.

Friday photos: It’s easy to practice the acclaimed gratitude when Nature caresses us so beautifully as these days. Calm and quiet! Thank you, thank you! Thank you for not beating us with storm and sleet although it’s November! At the harbour one could meditate (also highly praised) on how good it is to have solid ground under the feet. How good it is to have your own home port, and to be in a safe haven. Too many are not so lucky, more and more people are displaced in the world and flee to sea to escape war and disaster, sometimes only to face death. I want to believe that we all want to lend a helping hand, but it’s as if we’re not in control of ourselves: empathy and kindness turn into their grim opposites, we push people away and harm those who deserve it the least. We are in a bad state as humans.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 03.11.2022

Haustið 2022 | Autumn

Föstudagsmyndir: Fyrsta vetrardag bar upp á 22. október í ár. Þar með lauk Haustmánuði og við tók Gormánuður. Ég þakka fyrir blítt haust með myndum úr sveit og borg. Góða helgi!

Friday photos: The official First Day of Winter in Iceland was October 22 (always on a Saturday, late in October). Thus the “Month of Autumn” / Haustmánuður came to an end, and the month with the less attractive name: “Month of Gor” / Gormánuður started – all according to the old Norse calendar. The name is connected to the season of slaughtering and feasting in the early winter: gor meaning the half-digested forage from an animal’s innards. Yes, nice. 

I bid the mild autumn 2022 farewell with photos from both farm (above) and city (below). Enjoy the weekend!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 07-27.10.2022

Höfnin | The harbour

 

Föstudagsmyndir: Það er kominn júní og sumarið kom á harðspretti. Ég ætti að velja einhverja sólríka mynd því vorið hefur verið bjart og blítt. En einmitt í dag hefur rignt. Þessar „votu“ myndir frá Reykjavíkurhöfn eru því myndir dagsins.

(Nú heiti ég því að vera duglegri að henda einhverju út á veflogginn … meira, meira. Meira síðar!)

Friday Photos: It’s already June and summer has come running. Suddenly everything is sprouting and blooming. I should choose a sunny picture because spring has been bright and mild. But today it has rained and the sunny photos just don’t fit. These “wet” photos from Reykjavik Harbor are therefore the pictures of the day.

(Now I’m going to try to post more often, more, more… More later!)

Ljósmyndir dags. |  Photo date: 18.05.2022

Horft inn í kvikuna | The new volcano

Gosganga: Það fylgja því mótsagnakenndar tilfinningar að ganga til móts við jarðelda eins og á Reykjanesi. Eldspúandi gígurinn er tilkomumikill: óhugnanlegur og fagur í senn. Hægt hefur verið að fylgjast með beinu streymi frá gosstöðvunum og stórkostlegar myndir hafa birst á öllum miðlum. Ekkert ætti að koma á óvart. Engu að síður er einstakt að skynja hita og lykt, upplifa hljóð og stærðir. Það er ekkert lítið við eldgos þegar mælikvarðinn er maður sjálfur.

Ég gekk sem leið lá frá Suðurstrandarvegi með mínu besta fólki á afmælisdegi dóttur 5. maí. Við fögnuðum í frábæru veðri. Göngur á gosstöðvarnar eru vinsælar og hver hefur sitt erindi: Dóttir styður húfulausan og staflausan gamlan föður, hún er áhyggjufull enda er leiðin langt frá því að vera greið. Gamli maðurinn er tárvotur undan köldum gustinum, grátt hárið úfnar. Skokkarinn blæs ekki úr nös, hann er á stuttbuxum og einföldum bol og stoppar stutt. Hann hleypur og skondrar niður hlíðarnar eins og urðin undan fótum okkar. Foreldrar múta misáhugasömum börnunum með hvíld og nesti: áfram upp á næsta hjall! Þau virðast tímabundin en kannski hafa allir vinirnir í skólanum farið þetta, svo það er ekki seinna vænna. Ekkert er verra en að vera öðruvísi en hinir. Útlendingarnir eru ekki áberandi þennan dag og þeir sem verða á vegi okkar eru flestir klæddir til fjallaferða. Stöku par er í klassísku múnderingunni: þröngum gallabuxum og misvel skóuð en dúskhúfan og mittisúlpan með gerviloðkraganum hlýtur að bjarga öllu. Stórfjölskylda af asískum uppruna virðist ekki hafa heyrt um hættur af gasi og gjóskuregni og hefur hund með í för. Björgunarsveitarfólk þrammar stígana á sinni vakt með nauðsynleg mælitæki en á hverjum degi þarf að flytja til viðvörunarskilti og bannmerki eftir því sem vindur blæs. Fæstir virðast þó taka verulegt mark á viðvörunarmerkjum. Kona stendur þétt upp við hraunjaðarinn, sönglar og ber trommu, á meðan félagi hennar myndar tiltækið. Kannski er hún að reyna að blíðka móður jörð. Móðir jörð virðist láta sér fátt um finnast og þeytir úr sér glóandi hrauni og eiturgufum handan við fellið. 

Eldgosið hefur tekið sífelldum breytingum, gosop hafa opnast og lokast, það vellur hægt eða þeytist hratt, hraunrennslið hefur aukist og hraunmyndanir eru margvíslegar. Ekkert er vitað um framvindu eða endalok. Óvissan það eina sem við eigum fyrir víst. 

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on images to enlarge

The hottest spot: I took the hike to the new volcano in Reykjanes last week. I admit I felt contradictory feelings walking towards an erupting volcano. The dark lava gushing crater is impressive: scary and beautiful at the same time. It has been possible to follow a live stream from the site from the beginning and fantastic photos have appeared on every media. Nothing should come as a surprise. Nevertheless, it is a special experience to experience the heat and the smell, the sounds and the size of it all. This eruption is considered „small“ but there is nothing small about an erupting volcano when the scale is man himself.

I hiked from Suðurstrandarvegur as recommended Icelandic Association for Search and Rescue – along with my family on my daughter’s birthday on the 5th of May. We celebrated in the wonderful weather. Hikes to the eruption site are popular and all visitors seem to have their own mission: A daughter supports her old father, she is seemingly worried as the path is far from easy. The old man has no hat or a walking cane, his eyes are full of tears from the cold wind, his gray hair is getting frizzy. A jogger sprints with out a pause, he is wearing shorts and a T-shirt in the cold. He runs and scurries down the slopes where rolling stones and rocks make us uneasy. Families are taking the stroll. Some kids are eager and happy, others must be bribed with rest and snacks: at the next ridge! Some families seem not really to have the time needed, but maybe all the friends at school have already been there and there is nothing worse than being different from the others. I don’t see many foreign tourists and most of them are dressed for serious mountaineering. But an occasional couple meet up in the classic outfit: tight jeans and city shoes, – the knitted pom-pom hat and short jacket with the faux fur collar must save the day. An Asian family does not appear to have heard of the dangers of gas pollution and the rain of tephra, and are bringing their dog along. Bad idea. Rescue workers trample the paths on their shift with the necessary measuring equipment, and every day warning and prohibition signs have to be moved as the eruption changes and as the wind blows. However, few people seem to take significant notice of warning signs. A woman stands close to the edge of the lava, singing and beating a drum, while her partner is filming the whole scene. Maybe she’s trying to calming Mother Earth. Mother Earth seems not to care and blows out glowing lava and poisonous fumes nearby.

The eruption is constantly changing, new craters have erupted and ended, the lava flow has increased in recent days and the lava field is growing fast. No one know what happens next or when it will end. Uncertainty is all we have for sure.

Smellið á myndirnar til að stækka | Click on images to enlarge
Ljósmyndir teknar | Photo date: 05.05.2021

 

Teikn á himni | Sundogs

Vorið í loftinu: Veðrið í dag var milt og sólríkt, eins og það gerist best á vorin, fullt af loforðum og lygilegum vorboðum. Meginpart dagsins mátti sjá þetta ljósfyrirbæri: hjásólir eða parhelia þar sem ljósdílar renna á undan og eftir sól við ákveðin skilyrði. Stundum myndast heilir baugar, rosabaugar. „Sjaldan er gíll fyrir góðu nema úlfur á eftir renni“  – en úlfurinn rann á eftir sólu í allan dag. Í dag bárust svo hinsvegar þau sorgartíðindi að ný covid-smit hefðu greinst á Íslandi eftir dásamlegt hlé frá pestinni. Að sama skapi tóku harðir jarðskjálftar sig aftur upp í nótt og í dag. Við bíðum átekta, vonum það besta. 

Sundogs: This phenomenon: a halo around the sun, or sun-dogs, were very clear in the sky this wonderful bright day of spring, March 7th. My eyes also wandered towards the rough mountain ridge of the Reykjanes peninsula wherefrom a swarm of earthquakes has been shaking us since February 24th. (More information on the earthquakes here). Warnings of expected volcanic eruptions in Reykjanes in the near future have been issued, although the geologic time scale is quite different from ours. The eruption could happen quite close to Reykjavík, but we wait and hope for the best.

↓ Vorið í Grasagarðinum í Laugardal. | Spring is arriving in the Botanic garden in Reykjavík.

Ljósmyndir teknar | Photo date: 07.03.2021

Í vetrarbyrjun | Fall, early winter

Gormánuður… Afsakið hlé, þögn og bið. Þannig eru tímarnir. Engar fréttir eru kannski bara góðar fréttir, en farsóttarþreytan reynir sannarlega á þolinmæðina. Þá eru göngutúrar heilsubót. Með þessum myndum sendi ég kveðjur til vina minna í útlöndum, því svo oft hafa heimsóknir þeirra leitt til eftirminnilegra göngutúra og ferðalaga í náttúrunni. Sakna ykkar, farið varlega.

Early winter. Pause. Silence. Social distancing and restrictions of all kinds. We are waiting. No news are good news, in some sense, but times are trying. Walking and hiking helps for sure. I post these photos with best wishes to my many friends abroad. I wish you could take a stroll with me, I miss you folks! And wherever you are: take care, stay safe!

 

↓ Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on images to enlarge.

Myndir frá tímabilinu 16. október – 14. nóvember 2020. |  Oct 16 – Nov 14, 2020. Búrfell í Reykjanesfólkvangi, Geldinganes, Vatnsmýri, Nauthólsvík, Fossvogskirkjugarður, Grasagarðurinn í Laugardal, Heiðmörk.

Við Ægisíðu | Social distancing at the seashore

Föstudagsmyndir: Þrátt fyrir sjálfskipuð sóttkví og takmarkanir á samkomum þá freista göngutúrar, hjólreiðar og hlaup við Ægisíðu. Fólk reynir að forðast nálægð við ókunnuga, en ferskt sjávarloft og birtan í suðri hefur sitt aðdráttarafl og lækningamátt. Við Ægisíðu stendur höggmyndin Björgun úr sjávarháska, eftir Ásmund Sveinsson. Sendum þakkir til þeirra sem vinna ómetanleg björgunarstörf þessa dagana. Farið varlega.

Photo Friday: A moment at Ægisíða, Reykjavík, where social distancing is taken to a test. Despite self-imposed quarantine and ban on gatherings, the daily hiking, cycling and running at Ægisíða-seashore are tempting. People try to avoid being close to strangers, but the fresh sea air and the sunlight in the south have their appeal and healing power.
The sculpture on the right is Rescue by Ásmundur Sveinsson. My deepest thanks to all of those rescuing lives in these times. Take care all.

Ljósmyndi tekin | Photo date: 07.04.2020

Ró og friður | Peace and quiet – and a cat

Föstudagsmyndir: Hvergi er betra næði að finna en í kirkjugörðum. Þegar kliður og kvabb keyrir úr hófi er gott að ráfa um stund í hljóðum garði eins Hólavallakirkjugarði.
Skuggarnir voru langir og skarpir og kötturinn fór sínar eigin leiðir.

Photo Friday: When the world is too noisy and troubled there are no places better go for tranquillity and peace than the cemeteries. A bit melancholic perhaps. Everything is a bit black-and-white these days, and so are these photos from Hólavallakirkjugarður, the old cemetery in Reykjavík. The shadows were long and sharp and the cat went its own way.

Ljósmyndir teknar | Photos date: 06.03.2020

Skrímslin mæta í afmæli! | The Monsters at the Nordic House Library birthday celebration

Skrímslastund! Árið 1968 opnaði Norræna húsið í Vatnsmýri og ári síðar var hið undurfallega bókasafn hússins formlega opnað. Næstkomandi sunnudag, 11. ágúst 2019, verður haldið upp á 50 ára afmæli bókasafnsins með fjölskylduvænni dagskrá og veitingum. Klukkan 12:00-13:00 verður til dæmis sögustund í salnum á íslensku, dönsku, norsku, sænsku, finnsku og færeysku fyrir börn og fjölskyldur þeirra, en þá verður lesið úr Nei! sagði litla skrímslið á þessum tungumálum og myndir sýndar á stórum skjá.
Við skrímslin óskum Norræna húsinu og starfsfólki bókasafnsins hjartanlega til hamingju með 50 árin!

Monster event! In 1968 the Nordic house, designed by Alvar Aalto, was opened in Reykjavík. A year later it’s beautiful library was opened, now celebrating 50 years of service with a family-friendly program next Sunday, on 11 August from 12-17. There will be a story hour in the auditorium for children and their families at 12-13, where Nei! sagði litla skrímslið (No! Said Little Monster) will be read in Icelandic, Danish, Norwegian, Swedish, Finnish, and Faroese and the illustrations shown on a big screen. A big happy birthday to the Nordic house library!

Vorið í loftinu | Clouds of spring

Föstudagsmyndin: Ég átti erindi út hin ýmsu úthverfi Reykjavíkur og nýtti það tækifæri til að leggja smá lykkju á leiðina og spranga Vífilsstaðahlíðina. Veðrið var dásamlegt og vori í lofti. Skógarþrestir sungu úr hverjum runna og það bærðist ekki hár á höfði. Svona dagar bæta upp marga af verra taginu.

Photo Friday: I had some business to make in the suburbs of Reykjavík – so I made a nice walk to the hill of Vífilsstaðir as a part of todays busy plan. A beautiful day – felt like the first day of spring – and it was so good to get so easily a way from the city and the Friday traffic.

Ljósmynd tekin | Photo date: 05.04.2019

Vetrarsólhvörf | The shortest day

VetrarsólstöðurFallegur dagur og friðsælt við Bakkavík á Seltjarnarnesi. Sólris var kl 11:22 í Reykjavík, en það var ekki fyrr en um það bil hálftíma síðar að sólin kíkti upp yfir fjallgarðinn. Á morgun má fagna því að dag fer aftur að lengja.

Winter solsticeA few photos from today, 21. December, the shortest day of the year. I had a nice walk in Seltjarnarnes, watching the sunrise at around 12 o’clock (In Reykjavík: sunrise at 11:22 am, sunset at 3:29 pm). Tomorrow we can celebrate a longer day… by 3 seconds!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 21.12.2018

Ljósin í desember | Lights and moon in December

jolatretunglhagatorgaslaugj

♦ FöstudagsmyndinMér tekst ekki að halda fókus í desember! Það er nú ekkert nýtt. En tunglið var fullt í vikunni og jólatréð á Hagatorgi alveg skínandi.

♦ Photo FridayI find it so hard to stay focused in December! Reykjavík has had no snow, just heavy rain and dark sky, making the short days extra gloomy. The Christmas lights and a full moon peeking through the clouds are a help fighting the dark.

Ljósmynd tekin | Photo date: 12.12.2016

Fugl í garði | Winter day

Throstur©AslaugJ2015

♦ FöstudagsmyndinReykjavík skipti um ham í nótt og í morgun gafst á að líta: tunglið skein bjart yfir snæviþakta borgina sem er að komast í sparibúning á jólaföstu. Þennan búralega þröst hitti ég í Hólavallakirkjugarði. Hann var þar að gæða sér á síðustu reyniberjunum. Mjöllin hékk á hverri grein – nema þar sem þrösturinn og félagar hans flögruðu um og slitu ber af greinum með tilþrifum.

♦ Photo FridayIt was a lovely white Friday in Reykjavík today. It had snowed heavily last night and the city changed mood. This red wing was feasting on the last rowan berries in the old cemetery.

(Síðasta færsla hér á vefsíðunni var fyrir mánuði síðan! Ég verð að herða mig í tíðindaskrifunum … Meira síðar!)
(I wrote my last blog post a month ago! That’s no good … I’ll be back with news soon!)

Throstur2©AslaugJ2015

Holavallagardur©AslaugJ2015

Borgin og vatnið | Colors of February

BorginAslaugJ

♦ Föstudagsmyndir: Reykjavík frá Laugarnesi í byrjun mánaðarins. (Ég taldi 6 byggingarkrana… Hvað er það á kranamælikvarðanum: merki um hættu eða heilbrigði?)
Fyrir neðan: Vök í Vífilsstaðavatni í dag.
♦ Photo Friday: Reykjavík from Laugarnes earlier this month. Below: Lake Vífilsstaðavatn today. Gentle, gentle colors of February.

VatnidAslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 08.02.2014 og 21.02.2014

Hólavallakirkjugarður | The old cemetery

Holavallak1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndir! Úr Hólavallakirkjugarði s.l. október. Kyrrðin, gróðurinn – og sagan sem andar við hvert fótmál, er heillandi á öllum tíma árs.
Í bókinni Ég heiti Grímar (2008) leyfði ég mér að búa til talsverðan draugagang í garðinum. En það var með hjálp tölvutækninnar og ég hef aldrei orðið vör við reimleika þegar ég er þarna á ferli með myndavélina.

♦ Photo Friday. Hólavallakirkjugarður, the old cemetery in Reykjavík last October. A place worth visiting all year around.
In my book My name is Grim (2008) I used manipulated photos from the cemetery to illustrate the story, a ghost story. But I have never met any real ghosts when snooping around with my camera.

Holavallak2©AslaugJ

Holavallak3©AslaugJ

Holavallak5©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 06.10.2013

Vetrareldur | Fire sculpture

Fire1©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin. Viðarskúlptúrar brunnu við Ægisíðu í kvöld og skuggalegar verur heilsuðu myrkrinu. Þetta voru gjörningar í tengslum við sýninguna og ráðstefnuna Tenging norður“ í Norræna húsinu.
♦ Photo Friday. Burning sculptures and a performance of shadow creatures lightened up the dark at Ægisíða shore in Reykjavík tonight. The event was a part of the exhibition and conference Relate North at the Nordic House in Reykjavik.

Fire3©AslaugJ

Fire2©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 08.11.2013