Lesið í skóginum | Outdoor reading

♦ UpplesturÞað var fallegt vetrarveður í Heiðmörk um helgina en þar heldur Skógræktarfélag Reykjavíkur jólamarkað og selur jólatré allar helgar á aðventunni. Sunnudaginn 7. desember las ég um Skrímslakisa fyrir gesti í „Rjóðrinu“ við Elliðavatnsbæinn, en þangað er alltaf ævintýralegt að koma. Hér er Fb-síða jólamarkaðarins.

♦ Reading: The weather was calm and clear yesterday, Sunday 7th December, when I did reading for visitors in Heiðmörk, where the Reykjavík Forestry Association has a Christmas market at Elliðavatn farm. These snapshots show a bit of the atmosphere around lake Elliðavatn last Sunday.

 

Kuldi | So cold, so cold

mavur©AslaugJ

♦ Föstudagsmyndin:  Einn einmana mávur á flugi og álftirnar við Bakkatjörn á Seltjarnarnesi í dag. Brunagaddur. Sólarlaust skammdegi. Allir litir rökkurgráir og kuldabláir. Ekki annað að gera en stinga höfði undir sæng … væng, meina ég.

♦ Photo Friday: One lonely seagull and a family of Whooper swans (Cygnus cygnus) at Bakkatjörn, the pond at Seltjarnarnes, today. It was cloudy and freezing cold. (Yes, good idea: just sleep that off). Days are short and light is scarce, all colors fade out in grey and blue.

svanir1©AslaugJ

svanir2©AslaugJ

Ljósmyndir teknar | Photos date: 6.12.2013