Í vetrarbyrjun | Fall, early winter

Gormánuður… Afsakið hlé, þögn og bið. Þannig eru tímarnir. Engar fréttir eru kannski bara góðar fréttir, en farsóttarþreytan reynir sannarlega á þolinmæðina. Þá eru göngutúrar heilsubót. Með þessum myndum sendi ég kveðjur til vina minna í útlöndum, því svo oft hafa heimsóknir þeirra leitt til eftirminnilegra göngutúra og ferðalaga í náttúrunni. Sakna ykkar, farið varlega.

Early winter. Pause. Silence. Social distancing and restrictions of all kinds. We are waiting. No news are good news, in some sense, but times are trying. Walking and hiking helps for sure. I post these photos with best wishes to my many friends abroad. I wish you could take a stroll with me, I miss you folks! And wherever you are: take care, stay safe!

 

↓ Smellið á myndirnar til að stækka. | Click on images to enlarge.

Myndir frá tímabilinu 16. október – 14. nóvember 2020. |  Oct 16 – Nov 14, 2020. Búrfell í Reykjanesfólkvangi, Geldinganes, Vatnsmýri, Nauthólsvík, Fossvogskirkjugarður, Grasagarðurinn í Laugardal, Heiðmörk.

Stillur | In Heiðmörk park

Föstudagsmyndin: Frost og stillur við Helluvatn í Heiðmörk. Alltaf fallegt í friðlandinu, sama á hvaða árstíma er.
Photo Friday: I know the city lights are notoriously bright and colorful in December, but I still prefer the serenity of the easily accessible Heiðmörk park on the outskirts of Reykjavík. Where ever you are: enjoy the yuletide!

Ljósmyndir teknar | Photo date: 24.11.2019

Lesið í skóginum | Outdoor reading

♦ UpplesturÞað var fallegt vetrarveður í Heiðmörk um helgina en þar heldur Skógræktarfélag Reykjavíkur jólamarkað og selur jólatré allar helgar á aðventunni. Sunnudaginn 7. desember las ég um Skrímslakisa fyrir gesti í „Rjóðrinu“ við Elliðavatnsbæinn, en þangað er alltaf ævintýralegt að koma. Hér er Fb-síða jólamarkaðarins.

♦ Reading: The weather was calm and clear yesterday, Sunday 7th December, when I did reading for visitors in Heiðmörk, where the Reykjavík Forestry Association has a Christmas market at Elliðavatn farm. These snapshots show a bit of the atmosphere around lake Elliðavatn last Sunday.