Dagur íslenskrar tungu 2021 | Icelandic Language Day

Gleðilegan dag íslenskrar tungu! Hér fyrir ofan eru Leiðindaskjóðan og Fýlupokinn, persónur úr myndabókinni Gott kvöld, en í dag sem aðra daga ætti að forðast þeirra félagsskap og skemmta sér þess í stað með tungumálinu! Það er óhætt að með bóklestri í jólabókaflóðinu þegar nýjar bækur koma út nánast daglega og auðvitað bólgnar alnetið jafnt og þétt út af hlaðvörpum og hljóðbókum og allskyns textum, rituðum og rauluðum. Í tilefni dagsins langar mig til að mæla með uppáhaldsvefnum mínum, sem er auðvitað Málið.is. Sjáið til dæmis þessa fögru „orða-mynd“ af tengslum orðsins „orðgnótt“ . Hana má kalla fram þegar orðinu er slegið upp í málinu og fylgt eftir inn í íslenskt orðanet. Góða skemmtun á degi íslenskrar tungu!


Icelandic Language DayToday is Icelandic Language Day“day of the Icelandic tongue”, celebrated on 16 November each year on the birthday of the Icelandic poet Jónas Hallgrímsson. Due to covid-19-restrictions my almost yearly school visits are cancelled this time, but since every day is the day of the Icelandic language in schools in Iceland, I will do my visits later!

For those of you interested in the Icelandic language here are my recommendations for the day:

  • Jónas Hallgrímsson – Selected Poetry and Prose – Edited and translated with notes and commentary by Dick Ringler – the original poems in Icelandic and excellent translations in English.
  • Málið – web portal: “The objective of Málið (www.malid.is) is to facilitate digital searching for information on the Icelandic language and learning about language usage through simple, one-stop online access.”

Above are two characters from my book Gott kvöld (Good Evening) where I illustrated some of the odd creatures that appear in our language, and a book that I often choose to read in my school visits.

Happy Icelandic Language Day!


tenglar | links:
Meira um bókina Gott kvöld | More about the book Gott kvöld (Good Evening).
♦ Meira um leikritið Gott kvöld | More about the play Gott kvöld (Good Evening).

Contact: – Forlagid Rights Agency.

 

Sögulestur | Story time

Bækur á þrautatímum: Á meðan fjöldi manns vinnur af kappi við að berjast við farsóttina sem herjar á heiminn, er það verkefni okkar hinna að hafa hægt um okkur, sinna okkar nánustu, gæta að andlegri og líkamlegri heilsu og næringu. Það gengur auðvitað mis vel því aðstæður fólks eru ólíkar. Það finna ekki allir ró og frið við brauðbakstur og jógaæfingar. Sumir kljást við veikindi, einangrun og ótta. Eirðarleysi og einbeitingarskort.

Listunnendur vita hvar finna má hjálp. Fyrir töfra listanna má upplifa og skynja ríkidæmi tilfinninganna, láta reyna á vitsmunina og víkka veröldina. Bóklestur styttir stundir, þar má finna annan heim, þangað má hverfa til að gleyma amstrinu, upplifa lífið með augum annarra, glíma við furðu og spurn, fræðast og ferðast. Það eru til bækur um allt, fyrir alla. Það þarf bara að bera sig eftir björginni.

Að undanförnu hefur verið skorað á rithöfunda að vekja athygli á bókum og lestri, en menntamálaráðherra hefur m.a. boðið íslendingum öllum til þátttöku í verkefni sem nefnist Tími til að lesa. Ég vil einnig benda á bókasöfn og bókaverslanir sem bjóða þjónustu sína með breyttum kjörum á farsóttartímum. Rafbækur og hljóðbækur er auðvelt að nálgast og það má versla prentaðar bækur í vefverslunum og fá sendar heim frítt eða fyrir lítið fé.

Barnabækur má lesa á margan hátt – það að láta lesa fyrir sig, lesa myndir og hlusta, er uppskrift að góðri stund. Tölvuskjárinn jafnast auðvitað ekki á við hlýjan faðm en ég ætla samt að bjóða hér sögustundir af skjánum með því að benda á þrjár bækur mínar sem RÚV fékk að gera hreyfimyndir eftir. Það eru myndabækurnar Ég vil fisk!, Gott kvöld og Eggið með hreyfigrafík Ólafar Erlu Einarsdóttur / RÚV. Með því að smella á tenglana („sögustund“) við bækurnar færist þú yfir á vef RÚV.


Ég vil fisk! – sögustund

Unnur veit hvað hún vill. Hún vill fisk! Pabbi og mamma halda að þau viti hvað Unnur vill og færa henni alls kyns fiska en bara ekki þann rétta. Ég vil fisk! er spriklandi skemmtileg bók fyrir krakka sem vita hvað þau vilja!

© Saga og myndir | story and illustration: Áslaug Jónsdóttir  © Grafísk myndvinnsla | Animation: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV.
🔗 Hér má lesa meira um bókina.
🔗 Hér má kaupa bókina í netverslun Forlagsins. Ég vil fisk! hefur komið út á sex tungumálum auk íslensku: á sænsku, færeysku, dönsku, grænlensku, arabísku og galisísku.


Gott kvöld – sögustund

Þegar pabbi skreppur frá til að sækja mömmu er strákur aleinn heima með bangsa sér til halds og trausts. En það hægara sagt en gert að hughreysta bangsa sem óttast óboðna gesti eins og hrekkjasvínið, hræðslupúkann, tímaþjófinn, frekjuhundinn og ótal fleiri furðuskepnur. 

© Saga og myndir | story and illustration: Áslaug Jónsdóttir  © Grafísk myndvinnsla | Animation: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV. Ívar Elí Schweitz Jakobsson les.
🔗 Meira um bókina hér. Bókin er uppseld hjá útgefenda.


Eggið – sögustund

Þegar eggið fellur úr hreiðrinu eina vornóttina og vaknar í fangi villikattarins er hrundið af stað atburðarás sem á sér enga líka. Áslaug Jónsdóttir lýsir ferðasögu eggsins í leikandi máli og myndum. 

© Saga og myndir | story and illustration: Áslaug Jónsdóttir  © Grafísk myndvinnsla | Animation: Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV. Guðmundur Ólafsson les.
Bókin er uppseld hjá útgefenda.


Books in troubled times: While our heroes are fighting the pandemic that is ruling the world, the task for the rest of us is to stay out of trouble, slow down, care for our loved ones, take care of mental and physical health and nutrition. Of course, this is going up and down, not everyone is getting a kick out of bread baking and yoga exercises. Some suffer from illness, isolation and fear. Restlessness and lack of concentration. All insignificant problems compared to the big issues, the hazard of the epidemic, the dangers facing people in war zones, refugee camps and depressed areas. But the need for relief is everywhere.

Art lovers know that there is help to be found in art. Music, books, films…  Children’s books can be read in many ways, and reading pictures while listening to the story is one of them. The computer screen does not match a warm embrace and being together, but I would still like to share with you three online stories (sorry, all in Icelandic!). It is an adaption of three of my picture books: I Want Fish!, Good Evening and The Egg with my illustrations in simple graphics made by Ólöf Erla Einarsdóttir / RÚV. By clicking on the links you will be taken to the website of the National Broadcasting Service in Iceland.


Neðanmáls: Fjöldi listamanna og menningarhúsa bjóða þjónustu sína og aðstoð um þessar mundir. Það er sungið, lesið og leikið og efni er sett ókeypis á veraldarvefinn. Ég bið alla um að virða sæmdar- og höfundarrétt listamanna. Margir vilja gefa vinnu sína, en enginn vill vera rændur þeim möguleika.

Footnote: Artists and institutes are offering their art, services and assistance and content is freely being uploaded to the world wide web. I ask everyone to respect the copyright of the artists. At times like this we all like to be able to share and give our work, but no one likes to be robbed of that opportunity.

Ritgerð um leikrit | Thesis on Children’s Theater

GottKvPlweb           LitlaOgStoraPlakatweb

♦ Umfjöllun um leikritÍ nýútgefinni B.A. ritgerð í almennri bókmenntafræði í Háskóla Íslands, á Skemmunni.is, fjallar Rakel Brynjólfsdóttir um leikritin tvö: Gott kvöld og Litla skrímslið og stóra skrímslið í leikhúsinu, en þau eru bæði byggð á myndabókum. Ritgerðin nefnist „Greining á tveimur leikverkum Áslaugar Jónsdóttur“  og má lesa hér. Í útdrætti segir m.a.:

„Áslaug Jónsdóttir nær með leikverkum sínum að tvinna saman einstaka persónusköpun, fallegan texta og mikilvægan boðskap sem á erindi til allra barna. Val hennar á viðfangsefnum er metnaðarfullt og sýnir þá trú og þá virðingu sem hún ber fyrir ungum leikhúsáhorfendum. Samvinna hennar og Þórhalls Sigurðssonar leikstjóra tók þessi stef og glæddi þau lífi með allri umgjörð sýninganna. Listræn framsetning þeirra á ótta, hugrekki og þeim skilaboðum að maður standi ekki einn í lífinu með vin sér við hlið tókst vel. Áslaug hefur næmt auga fyrir því hvernig best má ná til barna og nýtir sér einfalda söguframvindu, kímni og orðaleiki í listsköpun sinni. Leikrit hennar eru mikilvægt innlegg í barnaleikhúsmenningu á Íslandi og gefa tóninn fyrir metnaðarfulla listsköpun með boðskap fyrir börn í framtíðinni.“  – Rakel Brynjólfsdóttir – http://hdl.handle.net/1946/18136

♦ Theater reviewI have just read a freshly pressed BA thesis in Comparative Literature at the University of Iceland, by Rakel Brynjólfsdóttir, on two of my plays: Good evening and Little monster and Big Monster in the Theater, both based on my picture books. There are some very praising reviews in her text, – although only available in Icelandic. The thesis is called „Greining á tveimur leikverkum Áslaugar Jónsdóttur“  and is available at Skemman.is at this url: http://hdl.handle.net/1946/18136. 

Gott kvöld í kvöld | Good Evening

Gottkvoldweb

 Leikhús: Leikritið Gott kvöld verður sýnt í Félagsheimilinu á Hvammstanga núna í kvöld, föstudag 26. apríl kl. 18:00. Verkið sýnir Leikhópurinn á Hvammstanga í samstarfi við framhaldsdeild Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra. Önnur sýning er á sunnudag kl. 12:00. Lesa má frétt um þetta á Norðanáttinni og sjá myndir af æfingu.

Tenglar: Norðanáttin – frétt. Meira um Gott kvöld.

 Theater: Active and popular amateur theaters are run in almost every corner of Iceland. I am happy to inform that one of them, Hvammstangi Theater Group, is performing my play Good Evening tonight, April 26th.

Links: Norðanáttin news and photos. More about Gott kvöld | Good Evening.